Alþýðublaðið - 10.10.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.10.1973, Blaðsíða 3
Frá mönnum og málefnum Bjargráðasjóður er sú stofnun i landinu, sem fyrir utan að bæta bændum ýmiss konar skaða, þykir nú orðin brúklegur til að bæta tjón almennt i landinuán tillitstil búsetu. Fyrir nokkru urðu landsmenn fyrir smávegis pilsaþyt frá felli- bylnum Ellu með þeim af- leiðingum að rúður brotnuðu, þök fuku af húsum og bátar sukku i höfnum. Skömmu eftir að Ella hafði haldið vöku fyrir fólki með ærslum sinum vaknaði sú spurning hver ætti að borga tjónið. Smáprent i samningum tryggingarfélaga sá að venju um að losa þau við allan vanda, nema sérstaklega væri tryggt gler og járn fyrir stormi. Ein- hver spurði bjargráðasjóð, sem hlaupið hafði undir bagga með bændum, þegar kalið varð sem verst hér um árið. Kom i ljós að bjargráðasjóður átti um tuttugu milljónir eða svo, sem máttu fara i að bæta tjón utan sveit- anna. Þetta voru nýjar fréttir, og þustu nú menn af stað meö fok sitt og gler, og treystu á bætur fyrir skaðann. En allt frá þvi að upplýstist að bjargráða- sjóður ætlaði að hjálpa til i þétt- býlinu, þótt þar fyndust hvorki kýr né kindyr, aðeins fólk, hefur sjóðurinn stöðugt verið að draga úr þátttöku sinni i skaða manna. Má segja að sjóðsstjórnin hafi verið i stöðugri varnarbaráttu, siðan hún komst að raun um hvað henni myndi gert að greiða fyrir nóttina með Ellu. Fyrir það fyrsta setti stjórnin strax þau takmörk, að ekki skyldi greitt tjón einstaklinga, sem næmi minna en fimmtiu þúsund krónum, og er það tölu- verður frádráttur fyrir þá sem nú fá launaumslögin sin tóm. En þetta þótti samt ekki nógur frá- dráttur vegna tjónsins af sam- vistunum við Ellu. Leitað var eftir fleiri undankomuleiðum til að hafa ”i smáprentinu”, og brátt fundust smugur, og hafa fréttir af þeim verið að berast að undanförnu. Hér i Reykjavik er mikið um stór sambýlishús, sem yfirleitt eru hærri en önnur hús. Ella var sérstaklega harðleikin við þessar byggingar. Bæði fóru rúður í þeim i stórum stil, en þó er helst að telja, að þau sambýlishús, (blokkir), munu vera fá, þar sem ekki urðu meiri eða minni skemmdir á þökum. Lá fljótlega ljóst fyrir, aö hvað I- búðarhús snerti, þá höfðu skemmdir orðið mestar á þökum sambýlishúsa. Bjarg- ráðasjóður sá fljótlega að við svo búið mátti ekki standa. Miðað við þá stefnu, að bæta sem minnst af tjóni, varð að finna reglum sem und- anskildi greiðslu bóta fyr- ir tjón á þökum sambýl- ishúsa. Gripið var aftur til fimmtiu þúsund krónu reglunnar með nokkrum af- brigðum þó. Sá einstaklingur, sem býr i sambýlishúsi fær ekkert greitt, reynist hluti hans i sameiginlegu tjóni undir fimmtíu þúsund krónum. Þetta þýðir að öll þök af sambýlis- húsum i borginni hefðu getað fokið út i buskann, á þess að bjargráðasjóður þyrfti að borga. Skemmdirá þaki þriggja stigaganga sambýlishús þurfa að fara yfir 1.2 milljónir til að tjónið verði bætt að mati bjarg- ráöasjóðs. Er álit manna að varla sé til svo dýrt þak á húsi hér i Reykjavik. Einhverjir kunna að hafa haldið að þeir hafi gripið guð i fótinn, þegar'sú frétt barst að bjargráðasjóður ætlaði að hlaupa undir bagga. Frétt um slikt kom sér einstaklega vel einmitt þegar menn voru að smala saman járnplötum af þökum sinum. Siðan fyrsta fréttin barst af bjargráðasjóði hefur sjóðurinn stöðugt verið að draga úr greiðsluskyldu sinni. Og nú er svo komið,að menn vita það eitt um bjargráðasjóð, að hann er fyrst og fremst ætlaður til að bjarga sjálfum sér. VITUS Nú má tala ódýrt frá klukkan 8 Næturtaxti fyrir sjálfvirku símtölin innanlands gildir nú frá kl. 8 á kvöld- in til kl. 8 á morgn- ana. Samkvæmt gjaldskránni á bls. 8 í símaskránni gildir næturtaxtinn frá kl. 22 - kl. 7 á morgnana. Er á- stæða til að vekja athygli á því, að breyting er orðin á þessu, þar sem næturtaxtinn er helmingi lægri en dagtaxtinn. HORNIÐ Kippum póstinum inn í DATT UT 69 TÍMA Það ætlar að ganga erfiðlega fyrir útvarpsþuli aö slá vökumet Craig Johnson, þuls við Kefla- vikurútvarpið, en hann vakti samfleytt i 96 klukkustundir I vor og kynnti tónlist. Nú fyrir stuttu reyndi þulur herstöðvarútvarpsins i Thule á Grænlandi, að slá met Craige, en hann valt útaf eftir 69 stunda vöku. Tilgangur þulanna með þessum vökum er að safna fé til góö- gerðastarfsemi, þar sem menn geta hringt i þá og látið þá spila lög fyrir peninga, eða borgað þeim fyrir að hætta að spila lag. Þannig safnaði Craig um sex þús- und dollurum á meðan hann vakti, en starfsbróðir hans i Thule safnaöi minnu þar sem herstöðin þar er fámennari og hann vakti skemur. Vökumet Craigs er þó ekki endanlegt heimsmet, þvi plötu- snúður einn i Los Angeles, vakti i að það væri dagur frí- merkisins, og menn væru annars staðar í húsinu að stimpla umslög. Svona fornaldarafgreiðsla er ekkert einsdæmi í póst- húsinu. Hvernig væri að kippa póstþjónustunni inn í 20. öldina?". EFTIR VÖKU hátt i 200 tima i vetur, en hann naut aðstoðar lækna og lyfja við það afrekið! lalþýðul aöið Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 86660 SAFNAST ÞEGAR SAMAN ^ SAMVINNUBANKINN Útvarpsstjóri svarar útvarpsráði: Valdbeiting útvarpsráðs efni í bók um umhverfis- vandamál framar öllu Andrés Björnsson, útvarps- stjóri, hefur sent frá sér eftir- farandi sem svar við greinar- gerö meirihluta útvarpsráðs og segir útvarpsstjóri, að hvorki honum né öðrum hafi verið falin meðalganga i málinu, eins og meirihluti útvarpsráðs hélt fram i sinni greinargerð. Svar sitt kallaði útvarpsstjóri: „Fjórir útvarpsráðsmenn” Fjórir útvarpsráðsmenn hafa birt sameiginlega svar og greinargerð i dagblöðum út af deilu þeirra við starfsfólk Rikis- útvarpsins, sem sprottið hefur af gagnrýni á fréttum og frétta- skýringum um vandaránið i Chile. Mér vitanlega hefur enginn dregið i efa rétt né skyldu út- varpsráðs til að gagnrýna dag- skrárefni Rikisútvarpsins, og ekki veit ég annað en sllkri gagnrýni sé yfirleitt vel tekið, jafnvel þótt deila megi um rétt- mæti hennar á stundum eins og öll manna verk, og öllum starfs- mönnum er ljóst, að taka ber til- lit til rökstuddrar gagnrýni ráösins og færa til rétts vegar það, sem rangt kann að reynast. Umrætt mál snýst hins vegar alls ekki um fréttaskýringar fréttamanna eða hugsanlega galla þeirra, heldur eingöngu um framkvæmd meiri hluta út- varpsráðs á valdi sinu — vald- beitingu. Þvi er verr, að útvarpsráðs- menn þeir, sem sett hafa saman þessa grein i sjö köflum, falla viða fyrir svipuöum freisting- um, sem þeir sjálfir hafa sakað fréttamenn um. Sitt hvað er villandi i frásögn þeirra og at- hyglisverð þögn um ýmis atriði, sem snerta gang málsins, þeir hafa uppi ræður um vald sitt og vegsemd, sem þeir tala um af talsverðum þembingi, sem von er til. Ekki er unnt að sjá i þessari löngu grein, hvaða nauður hefur rekið útvarpsráðsmennina f jóra til að gera úr aðfinnslum sinum blaðamál með þeim eftirköst- um, sem orðiö hafa. Ótal sinn- um á umliðnum árum hafa út- varpsráösmenn haldið uppi gagnrýni af ýmsu tagi án þess slikt væri borið á torg á þennan sérstæða og nýstárlega hátt. Fremur sjaldgæft hefur verið, að atkvæðagreiðsla færi fram um slikt nema mikill ágreining- ur væri innan ráðsins. Venjuleg meðferð hefur verið sú, að út- varpsstjóra eða öðrum starfs- mönnum, sem sitja á fundum útvarpsráð væri falið að ræða viö viðkomandi starfsmenn eða flytjendur og tjá þeim skoðun ráðsins eða meirihluta þess. Auk þess er vandalitið að kalla þá, sem fyrir gagnrýni verða, á fund ráðsins, ef betra þykir. Engin slik aðferð var höfð i máli þvi, sem hér um ræðir. Hvorki útvarpsstjóra né öðrum var falin meðalganga i málinu, og allt i einu voru þeir félagar i ráðinu orðnir svo uppburðar- lausir að þeir virtust ekki einu sinni treysta sér til að ræða við fréttamennina milliliðalaust — annaö eins hefur þó borið við i tið núverandi útvarpsráðs. Svo er að skilja i „Svari og greinargerð útvarpsráðs- manna”, að mál þetta hafi „borið á góma” á þremur fund- um. Það væri vissulega fróð- legt, ef þessir útvarpsráðsmenn hefðu skýrt nánar með hverjum hætti málið „bar á góma” eða hvaða rökræður fóru fram um þaö, og hvernig hæfilegt hefði veriö að tjá fréttamönnum það „sem bar á góma”. 1 niðurlagi greinar umræddra útvarpsráðsmanna segir svo: „Við undirritaðir gctum ekki sætt okkur við, að reynt sé að binda hendur ráðsins á nokkurn hátt”.— Þessi orö stinga undar- lega I stúf við ásakanir i garð starfsmanna um það, að þeir skyldu ekki taka ráðin af for- manni útvarpsráðs um birtingu ályktunar þess eða, aö þeir skyldu ekki banna þessum ályktanaglöðu útvarpsráðs- mönnum að hafa sina hentisemi um atkvæðagreiðslu og nafna- kall, en það hefur ákveðna merkingu, sem flestir útvarps- ráðsmenn þekkja. Þetta er lítið svar við löngu máli, þar sem margt þarfnast skýringa og leiðréttinga, — ef öll kurl kæmu til grafar, yrði slikt að likindum fremur efni i bók um umhverfisvandamál en stutta blaðagrein. Andrés Björnsson. 20. oldina takkfymr DRAUMVISUR Ásgeir Ásgeirsson hringdi í Horniö, og var reiður mjög: "Ég kom í aðalpóst- húsið á þriðjudaginn, á háannatíma klukkan rúmlega fjögur, og vantaði afgreiðslufólk í átta lúgur af f jórtán. Fólk stóð í löngum biðröðum til að fá afgreiðslu. Þegar ég spurðist fyrir um, hvar mannskapurinn væri eiginlega, var mér sagt, Hlustandi hringdi, og hafði eftirfarandi að segja: „Ég vil endilega koma á framfæri þakklæti til þeirra Sveina, Magnússonar og Arna sonar, fyrir útvarpsþátt þeirra Uraumvisur á föstudags- kvöldum. Þar draga þeir fram i dagsljósið tónlist úr öllum áttum, tónlist sem við mundum annars aldrei heyra. Þáttinn lifga þeir upp með léttum og áheyrilegum skýringum. Meira af sliku”. V 1300 sedan de 1 uxe um kr: 398.000.00 vel útiiátinn bíií fyrir peningínn O Eins og aðrar MAZDA bifreiðar er 1300 gerðin búin öllum þeim aukabúnaði, sem þér viljið hafa í bifreið. O Munið að MAZDA er eina japanska bifreiðategundin semflutt er inn beint og milliliðalaust frá framleiðanda. Það tryggir yður- lægsta mögulegt verð. BÍLABORG HF. HVERFISGÖTU 76 SÍMI 22680 © Miðvikudagur 10. október 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.