Alþýðublaðið - 10.10.1973, Blaðsíða 10
NORRÆNA
HÚSIÐ
Johan Chr. Holm,
myntfræðingur
frá Kaupmannahöfn
heldur tvo fyrirlestra i Norræna húsinu:
Hinn fyrri fimmtudaginn ll.október kl. 20:30.um danska
vikingaaldarmynt.
Hinn si&ari, laugardaginn 13. október kl. 16:30um mynt á
Grænlandi, Islandi og i Færeyjum.
Meö fyrirlestrunum eru sýndar skuggamyndir.
Myntsýning i anddyri Norræna hússins.
Aögangur er öllum heimill og ókeypis.
Myntsafnarafélag
íslands.
NORRÆNA
HUSIÐ
Auglýsing
um gjaldfallinn þungaskatt
samkvæmt ökumælum
Fjármálaráöuneytið minnir hér með þá bifreiðaeigendur,
sem hlut eiga aö máli á, að gjalddagi þungaskatts skv.
ökumælum fyrir 3. ársfjóröung 1973 er 11. október og ein-
dagi 22. dagur sama mánaðar. Fyrir 11. október n.k. eiga
þvi eigendur ökumælisskyldra bifreiða að hafa komið með
bifreiðar sinar til álesturs hjá næsta eftirlitsmanni öku-
mæla.
Gjaldfallinn þungaskatt ber að greiða hjá viðkomandi inn-
heimtumanni rikissjóðs, sýsiumanni eða bæjarfógeta, en i
Reykjavik hjá tollstjóra.
Þeir bifreiðaeigendur, sem ekki hafa greitt skattinn á ein-
daga mega búast við, að bifreiðar þeirra verði teknar úr
umferð og númer þeirra tekin til geymslu, uns full skil
hafa verið gerð.
Fjármálaráðuneytið,
8. október 1971.
FROSTHÆTTA
Vér viljum vekja athygli viðskiptamanna
vorra á þvi, að vér tökum ekki ábyrgð á
vörum, sem liggja i vöruafgreiðslu vorri,
sem kynnu að skemmast af frosti.
^ 7
f Félag járniðnaðarmanna
Félagsfundur
verður haldinn fimmtudaginn 11. okt. 1973
kl. 8,30 e.h. i Lindarbæ, niðri.
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. Umræður um breytingar á kjara-
samningi.
3. önnur mál.
Mætiðvel og stundvislega.
Stjórn
Félags járniðnaðarmanna.
Páll
brotinn
Víkingar urðu fyrir mikiu
áfalli á mánudagskvöldið,
þegar einn albesti maður
handknattieiksliös þeirra,
Páll Björgvinsson, brotnaði
illa á æfingu. Kom brot i
handarbak á hægri hendi, og
verður Páll úr Ieik i nokkra
mánu&i. Páll er afar góður
hornamaður, auk þess sem
hann er skytta góð og sterkur
i vörn. Hann hefur leikið
nokkra landsleiki.
Vikingar gætu þó vel notfært
sér starfskrafta Páls þó ekki
verði það á teikvellinum.
Hann hefur töluverða æfingu
sem þjálfari, og hefur næmt
auga fyrir innáskiptingum.
Hann gæti þvi vel orðið Karli
Benediktssyni til aðstoðar i
leikjum, og haft þar sama
hlutverk og nafni hans Jóns-
son hjá Fram.
Reykjavíkurmótið í körfunni
KR marði Armann
Ármenningar hafa
lengi verið KR-ingum
erfiður ljár i þúfu, og
var þessi leikur engin
undantekning.
Armenningar hafa breytt liði
sinu frá slðasta keppnistimabili,
þeir hafa yngt liðið upp, og
verðurekkiannaðséðen að það
ætli að bera góðan árangur.
KR-ingar eru aftur á móti
með svipað lið og I fyrra, nema
hvað Stefán Hallgrfmsson er
afturkominn iliðið en hann lék
með tS I fyrra.
Það voru KR-ingar sem voru
fyrri til að skora i leiknum og
var þar að verki Birgir Guð-
björnsson einn af yngstu lands-
liðsmönnunum, en Birgir átti
stórleik, að þessu sinni og var
langbeztur I liðinu.
Eftir að Ármenningar höfðu
jafnað 2:2 og aftur 4:4 var ljóst
að hverju stefndi, leikurinn var
mjög jafn og spennandi, munaði
t.d. aldrei nema 2-4 stigum á
liðunum i fyrri hálfleik utan
einu sinni er KR komst i 8 stiga
forystu.
Þegar staðan var jöfn 10:10
skoraði Ármann næstu 5 stig og
leiddi eftir það þangað til að
Kolbeinn jafnar fyrir KR 23:23,
þá tóku KR-ingar sprett og hafa
6 stig yfir i hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var
nánast endurtekning á þeim
fyrri hvað spenning snertir,
munurinn aðeins þetta- 2-4 stig
og oft var jafnt, en rétt undir
lok leiksins komast KR-Ingar 8
stig yfir og sigurinn virðist gull-
tryggöur, en einhvern veginn
tekst Arménningum á mjög
skömmum tima að minnka
muninn niður i aðeins 2 stig
72:70 fyrir KR og KR með
boltann og um 15 sek, eftir þá ná
Ármenningar boltanum og Jón
Björgvinsson brunar upp undir
körfu KR, en á einhvern
óskiljanlegan hátt tókst honum
að brenna af og draumur Ár-
manns-áhangenda um jafntefli
og siðan framlenginu þar með
búinn að vera.
KR-ingar geta öðrum fremur
þakkað Birgi Guðbjörnssyni
fyrir það að sigur vannst, en
Birgir fékk sina fimmtu villu á
siðustu minútu, þannig að hann
hefði ekki fengið að leika ef til
framlengingar hefði komið, sem
sagt heppnissigur KR.
Eins og svo oft áður var Jón
Sigurðsson I sérflokki hjá Ár-
manni, og gerði stundum ótrú-
lega hluti meö knöttinn, þá er
Slmon ólafsson ungur og stór-
efnilegur leikmaður, mjög
góður I fráköstum.
Stigahæstir: KR: Birgir 35,
Kolbeinn 18 og Stefán 8.
Armann: Simon 16, Jón Bj. 15 og
Jón Sig. 14.
Vitaskot: KR:18:7 Arm: 16:8
Þungur er hann blessaður
Jú, það er rétt til getið, þetta er hann George Best i búningi
Manchester United að nýju. Myndin er tekin þegar hann keppti i
heiöurs-og ágóðaleik fyrir sinn gamla félaga Denis Law Man. Utd.
lék við Ajax og vann 1 : 0, Forsyth skoraði markið. Best gerði
margar af sinum gömlu kúnstum, en var helst til þungur eins og
myndin kannski ber með sér. ”Hann vildi gera margt snilldarlegt,
en hugurinn var oft fimm metrum á undan likamanum ”, sögðu
blöðin. Þá er hér mynd af þeim Best og Law tekin eftir leikinn,
Law lék ekki með, vegna meiðsla , hirti bara þær 7 milljónir sem
voru hans ágóði af leiknum.
0
Miðvikudagur 10. október 1973.