Alþýðublaðið - 10.10.1973, Blaðsíða 12
fi dager spáð austan
golu og þurru veðri í
Reykjavík og nágrenni,
en nokkuð þykknar upp.
I nótt var búist við
næturfrosti, en í dag er
reiknað með, að hiti
verði um 6 stig.
f gærkl. 18 varfjögurra
stiga hiti í Reykjavík, og
engin úrkoma mældist.
Norðaustan gola var
um allt land kl. 18 í gær
og bjart, nema smá él á
annesjum fyrir norðan
og austan. Svipuðu veðri
er spáð áfram, og víðast
f jögurra stiga hita.
KRILIÐ
'OXO/nw T/m/rJ/S -L*Li
BÝli bfím sr iop/í L'/T/LL SfíóT u:w AW EHV 'NG
4
¥&*> Wrmn VR*rnn B/Bl. '/flr:
'OFftR RPK/ SKOK ÞÝJ?
5 K. ST 6>PWHL Hi-J’CTÐ FÆKtí)
6UG& Ihjtf
5 v/F/ SUT
y
BOR6I pyKKr /TfíR 2EMS
r H
V/íTu Nfí * •
INNLÁNSVIÐSKIPTILEIÐ
JIL LÁNSVIÐSKIPTA
iœbijnaðarbank
' ÍSLANDS
KÓPAVOGS APÓTEK
OpiÖ öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga mílli kl. 1 og
ÞANNIG FÁST BYSSULEYFIN:
Vottorð 2ja valinkunnra
manna fylgja hér með!
Vertið rjúpnaskyttna hefst á
mánudaginn kemur 15. október.
Þegar eru ýmsir farnir að huga
að vopnum sinum og veiði-
búnaði ogfhaust fara sjálfsagt
margir i rjúpu i fyrsta skipti.
Þessi mál komu til umræðu á
ritstjórn Alþýðublaðsins i gær
og þá vaknaði spurning þess, er
aldrei hefur snert byssu:
Hvernig fær maður byssuleyfi?
Það er auðgert — sé maður á
annað borð sæmilega traust-
vekjandi i útliti og sé ekki með
sakaskrá sina útbiaða i alls
konar óþverra og óknytta-
verkum.
Maður fer með
tveimur kunningjum sinum á
skrifstofu lögreglustjóra eða
sýslumanns og hefur með sér
nýtt eða nýlegt sakavottorð. A
skrifstofu yfirvaldsins fær
maður siðan umsóknareyðublað
fyrir byssuleyfi, fyllir það út og
lætur kunningjana tvo votta um
ágæti sitt og áreiðanleika. Þar
meö er þeirra þætti Iokið en um-
sækjandinn þarf að geta þess á
eyöublaðinu, hvernig byssu um
ræöir (haglabyssu, loftriffil,
riffil, hlaupvidd, tegund og
númer) og hver sé seljandi.
Umsóknin er siðan lögð til
fulltrúa lögreglustjóra og um-
sækjandinn er spurður út úr.
Hefur hann kynnt sér fugla-
friðunarlögin? Hefur hann
kynnt sér reglur um meðferð
skotvopna? Að sögn Bjarka
Eliassonar, yfirlögregluþjóns I
Reykjavik, þá vita flestir eitt-
hvaö um skotvopn, þegar þeir
koma með umsókn sina. En það
eitt er ekki nóg. — Algengara
er — og raunar talsvert algengt,
segir Bjarki, —að menn fái ekki
byssuleyfi, fyrir þvi geta legið
ýmsar ástæður og þá helzt þær,
að viðkomandi er ekki treyst
fyrir vopninu af einhverjum
ástæðum.
Bjarki kvaðst ekkert geta
sagt um fjölda skotvopna á
íslandi en þó taldi hann vist, að i
Reykjavík einni væru ekki færri
en 4000 skráð skotvopn.
Úti á landi er þvi öðruvisi
farið, þar munu menn fá byssu-
leyfi án þess að sækja um það á
sérstaka byssu og eins er
hverjum sýslumanni eða lög-
reglustjóra i sjálfsvald sett
hvaða aldurstakmark er notað.
t Reykjavik gildir 20 ára aldurs-
takmark en úti á landi allt niður
i 18 ár.
Reglugerdum meðferð
skotvopna er frá árinu 1936 og
hefur hún nú verið til endur-
skoðunar i Dómsmálaráðu-
neytinu um nokkurt skeið — allt
of lengi að 'okkar dómi, segir
Bjarki Eliasson.
Samkvæmt lögum má enginn
maður bera og eiga skotvopn
nema það sé honum nauðsyn-
legt vegna atvinnu. Reglu-
gerðin er túlkuð ákaflega frjáls-
lega, eins og sjá má af þvi, að
flestir geta fengið byssuleyfi
með mjög litilli fyrirhöfn. Það
er vegna þessarar frjálslegu
túlkunar, að viðkomandi yfir-
vald getur ákveðið sjálft hverjir
fái að bera byssur og hverjir
ekki.
Og þegar byssumaðurinn
hefur siðan fengið leyfi fyrir
byssunni sinni og upp rennur
fyrsti morgun veiðitimabilsins,
þá axlar hann gripinn og heldur
af stað. A undanförnum árum
hefur all oft borið við, að þessir
skotglöðu menn halda af stað
illa búnir og áttavilltir. Svo
skellur á vont veður og það er
ekki alltaf að ákaflega kost-
naðarsöm leit fjöida manna og
dýrra tækja ber árangur.
Þótt dregið hafi nokkuð úr
slikum óhöppum er ástæða til
að benda veiðimönnum á, að i
Skátabúðinni er til litill hlutur
sem kallaður er „Varmateppi”
og kostar aðeins 550 krónur. Er
þar um að ræða bandariska
uppfinningu, álteppi, sem
heldur hitageislum við lik-
amann, sem teppið hefur verið
vafið um I kulda og vosbúð.
Sjálfur böggullinn er ekki
stærri en eins og tveir sigarettu-
pakkar, og það sem meira er:
Teppið sést i radar — meira að
segja i þoku. Þá eru og til
neyðarblysapakkar, sem hæg-
lega komast i brjóstvasa og eru
I þeim átta neyðarblys.
FIMM 6 fttrnum vegi
Laufey Valdimarsdóttir, starfs-
stúlka á Hrafnistu: Já, svo
sannarlega. Mér leiðist óttalega
allur þessi snjór og kuldi — svo
ekki sé nú minnst á slydduna,
sem mér finnst verst af öllu.
Eiin Gunnarsdóttir, innanbúðar
I Adam: Já, mér leiðist kuldi og
is. Veturinn getur oft verið erf-
iður — og ef maður er með bil er
hann oft miklu leiðinlegri og
erfiðari.
Ingibjörg Jónsdóttir, húsmóðir:
Néi, ekki geri ég það. Veturinn
leggst vel i mig og hefur alltaf
gert. Sömu sögu er að segja af
allri minni fjölskyldu. Það væri
ekki mikið gaman að bllðunni
endalaust.
Guðjón Björnsson, veggfóörari:
Nei, nei, þaö geri ég ekki. Þetta
veður — eins og i dag — á jafn-
vel betur viö mig en sólskin og
bliða. Auðvitað verður kaldara
en i dag (gær) en þá er það bara
allt i lagi.
Snorri Guðmundsson, vegfar-
andi: Já, úff, öllum þessum
kulda! Þá vil ég nú heldur sólina
og sumarið.