Alþýðublaðið - 10.10.1973, Blaðsíða 11
LOKALEIKIR
í KVÖLD
í kvöld heldur
Reykjavlkurmótið i
handknattleik áfram i
Laugardalshöll. | Þá
fara fram tveir leikir i
m.fl. karla, fyrst leika
ÍR og Vikingur i A-riðli
og siðan Valur og
Þróttur i B-riðli|. Þetta
eru siðustu leikir for-
keppninnar. úrslita-
keppnin fer fram á
næstu dögum, og má
telja fullvist að Valur
Arni Sverrisson skorar fyrir
Fram á móti Ármanni á sunnu-
daginn. Myndina tók Dóri
Dórason.
og Fram leiki um 1.
sætið, en óvist er með
hvaða lið úr riðlunum
leika saman um hin
sætin. Leikirnir ikvöld
hefjast klukkan 20.1
20.3 og 20.15.
Hér fer á eftir skrá yfir þá leiki
sem eftir eru i mótinu.
10. okt.
A t.R. - Vikingur
B Valur - Þróttur
17. okt
7. sæti - 8. sæti
3. sæti - 4. sæti
Valur - Vfkingur i m. fl. kvenna
31. okt.
5. sæti - 6. sæti
1. sæti - 2. sæti
Fram - Vikingur i m. fl. kvenna
Leikir yngri flokkanna hefjast
13. okt.
Alþ.bl.heimsækir Ásgeir Sigurvinsson í Lieg
Er að komast í hóp
með þeim bestu
"Asgeir veröur oröinn fastur
maöur 1 liöi okkar eftir 2—3
vikur”, sagöi einn forustu-
manna belgiska liösins
Standard Liege viö undirritaöan
er hann heimsótti Liege i fyrri
viku. Ég fór meö Ásgeiri á
æfingu á hinum glæsilega velli
félagsins, og þar birtist strax
þaö vandamál sem helst hrjáir
Asgeir úti I Belgiu, — tungu-
máliö. Menn þarna tala allir
einhverja golfrönsku sem
enginn botnar I nema þeir
sjálfir. Menn setja upp
skelfingars vip ef þeir eru
spuröir hvort þeir tali eöa skilji
ensku. Meö herkjum var hægt
aö kreista þessa setningu út úr
manninum, en svo slæmt var
sambandiö aö ég lagöi ekki út i
þaö aö festa nafn mannsins á
blaö.
Þetta var á mánudegi, daginn
eftir aö Standard haföi leikið við
Anderlecht. Ásgeir lék ekki með
aö þessu sinni, var á vara-
mannabekknum, en fær þó sinn
hlut af bónusnum sem leikmenn
Standard fengu fyrir aö sigra
Anderlecht. Sigurmarkiö var
gert á siðustu sekúndu leiksins
úr vitaspyrnu. ”Þá varö allt vit-
laust hér á vellinum”, sagði As-
geir, og benti yfir völlinn sem
tekur 45 þúsund áhorfendur.
Asgeir sagði aö æfingar væru
mjög strangar og oft mjög
erfiöar. Menn yrðu aö vera
mættir minnst 1/2 tima fyrir
æfingarnar, og þá þyrfti aö
ganga i gegnum þá eldraun að
heilsa öllum meö handabandi.
Þetta væri raunar lika gert
þegar menn kveddurs. Asgeir
dró enga dul á það, aö honum
var ekki meira en svo um slikar
tiltektir gefiö. ”Þaö er eins gott
að maður fari ekki oft i keppnis-
feröir til Rússlands”, sagöi
hann, ”þar kyssast menn vist
alltaf þegar þeir hittast”.
Æfingar eru yfirleitt tvisvar á
dag, 1—2tima aö morgninum og
siðan um klukkutimi eftir há-
degi, ýmist klukkan 3 eða 5. Þá
eru leikmennirnir einnig
prófaðir með vissu millibili,
tekin hjartalinurit, blóð-
þrýstingur mældur o.s.frv. Auk
þess hefur Asgeir farið reglu-
lega til meðferðar á sjúkrahúsi
að undanförnu, vegna hinna
dularfullu hnémeiðsla sem hafa
háð honum. Sagði Asgeir að
læknar botnuðu ekkert i þvi
hvað það væri sem kallaði fram
þessa þreytu i hnénu. Sér-
fræðingur var fenginn frá
Júgóslaviu, til þess eins að lita á
þetta fræga hné, sem virðist
vera öðru visi en önnur hné, ”en
hann bara klóraði sér i
hnakkanum og var engu nær”,
sagði Asgeir. Annars há þessi
Hermann Jónsson
fréttamaöur Alþ.bl.
var fyrir nokkru á ferö í
Liege, og tók þá þetta
viötal við Ásgeir Sigur-
vinsson. Myndina tók
bróöir Ásgeirs fyrir
Alþ.bl., ólafur Sigur-
vinsson. Er hún tekin á
aðalvelli Standard
Liege.
meiðsli honum ekkert á
æfingum né leikjum, heldur
verður hann hennar var eftirá.
Stjarna Asgeirs hefur stigið
mun hraðar hjá Standard en ráð
var fyrir gert, og hafa t.d. for-
ráðamenn félagsins lýst þvi
yfir, að þeir hefðu ekki búist viö
þvi að hann kæmist svo fljótt i
aðalliðið sem raun varð á, þeir
reiknuðu jafnvel með þvi að það
tæki Asgier eitt ár að vinna sér
fast sæti i aðalliöinu. Nú hefur
hann hins vegar leikið 10 leiki
með liðinu þegar þetta er
skrifað, tvo Evrópuleiki, tvo
deildarleiki og sex æfingaleiki.
Og forráðamennirnir og þjálfari
liðsins eru þeirrar skoðunar að
Asgeir vinni sér fast sæti i liðinu
innan skamms, þegar hann
verður kominn i fullt form aftur.
Þá vænkuðust horfur Asgeirs
þegar einn af framlínumönnum
Standard var fyrir nokkru vikið
af velli fyrir ofbeldi gegn
dómara, og fær sá minnst
mánaðar leikbann.
Asgeir hefur komið sér þægin-
lega fyrir i litilli ibúð i miðborg
Liege. Maturinn var vandamál i
byrjun, en nú hefur hann ráðið
bót á þvi með aukinni þekkingu
á matsölustöðum borgarinnar.
Hann hefur yfir að ráða nýjum
Volkswagen sem hann ekur um
allar trissur þegar vel liggur á
honum. 1 siðustu viku brunaði
hann t.d. upp E5 hraðbrautina
til Mönchengladbach i Þýska-
landi, og horfði á félaga sina i
IBV leika gegn Borussia
Mönchengadbach i Evrópu-
keppni bikarmeistara. Hann
mætti meira að segja á fæingu
hjá strákunu, „Svona rétt eins
og i gamla daga.
Ekki neitaði Ásgeir þvi að
heimþráin sækti á hann öðru
hvoru, en hann sagðist fá
Alþ.bl. og M.bl. að heiman,
svona rétt til að halda sér i sam-
bandi við föðurlandið og fá
fréttir af þvi sem er að gerast.
Franskan kemur smátt og
smátt, og nú þegar er hann
byrjaður að læra eina og eina
setningu. ”Þaö er bara verst að
fá aldrei islenskan mat”, sagði
Asgeir um leið og hann tróð i sig
harðfiski sem Ólafur bróðir
hans hafði fært honum. En það
verður ekki tekiö með sældinni
einni að vera atvinnuknatt-
spyrnumaður, þvi hefur Asgeir
fengið að kynnast. En hann á ef-
laust eftir aö standast allar
raunir með seiglu Eyjamanns-
ins, og þá er ekki annað
fyrirsjáanlegt en biði hans
glæstur ferill sem atvinnu-
manns. HJ.
Miðvikudagur 10. október 1973.
o