Alþýðublaðið - 10.10.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.10.1973, Blaðsíða 6
S]öwall og Wahlöö: DAUÐIHN TEKUB SÉR FAR 18 menningur, i óða önn allan daginn. Svo var að sjá sem mörg hundruö manns hefðu farið með morðvagninum i siðustu ferð hans, að dæma eftir tilkynningum sem lög- reglan fékk gegnum sima eða frá farþegum, sem komu i eigin persónu á lög- reglustöðina. Hver einasta upplýsing varð að fara gegnum hina miklu rannsóknarkvörn. 1 þetta skipti fékkst þó stað- festing á þvi að fyrirhöfnin væri ekki öll til einskis. Maður nokkur, sem farið hafði upp i tveggja hæða strætisvagn við Djurgards bron um tiuleytið á mánu- dagskvöld, var fús til að leggja eið að þvi að hann hefði séð Stenström. Hann tilkynnti þetta i sima og var visað á Melander, sem bað hann að koma strax á lögreglustöðina. Hann virtist vera um fimmtugt. Hann var al- gerlega viss i sinni sök — Þér teljið sem sagt að þér hafiö séð Stenström að- stoðarforingja? — Já. — Og hvar var það? — Þaö var þegar ég kom i vagninn við Djurgárds- brön. Hann sat vinstra megin, i sætinu bak við vagnstjórann. Melander kinkaði kolli með sjálfum sér. Upp- lysingar um staðsetningar hinna myrtu höföu ekki enn borist til blaðanna. — Og þér veruð viss um aö það hafi verið Sten- ström? — Handviss. — Hvernig getið þér verið handviss um það? — Ég þekkti hann aftur. Ég hef verið næturvörður. — Já, það er vist alveg rétt, sagði Melander. — Þér sátuð stundum i anddyrinu á stöðinni i Agnegatan. Ég man vel eftir yður. Já, það stendur heima, sagði maðurrinn hissa, — en ég man ekki eftir yöur — Nei, ég sá yður aðeins tvisvar, sagði Melander, — og við töluöumst aldrei viö. — En ég man aftur á móti vel eftir Stenström. Það var vegna þess, að.... Hann hikaði við að halda á- fram. —- Já, vegna þess að hann virtist svo ungur og gekk alltaf i gráum buxum og sportskyrtu og ég hélt hann ætti ekkert erindi þarna. Ég sagði að hann yröi að sýna skilriki.... — Já? — Nokkrum vikum siöar gerði ég sama glappa- skotið, og það var ekki sem best. — O, þetta kemur fyrir bestu menn. En þegar þér sáuð hann i fyrradag, þekkti hann yður þá? — Nei, alls ekki. — Tókuö þér eftir þvi hvort nokkur sat i sætinu við hliðina á honum? — Nei það sat enginn hjá honum. Ég tók sérstak- lega eftir þvi vegna þess aö ég var að hugsa um hvort ég ætti að setjast hjá honum og heilsa honum. En ég fór hálfgert hjá mér og lét það eiga sig. — Það var leitt, sagði Melander. — Og svo fóruð þér úr vagninum við Sergelstorg? — Já, þar skipti ég og fór i neðanjarðarbrautina. . — En Stenström varö eftir? — Já, það held ég. Ég man að minnsta kosti ekki 'eftir að ég sæi hann fara úr. En ég sat nú á efri hæðinni, svo.... — Langar yður i kaffi- bolla? spurði Melander. — Já, þökk fyrir. — Þér mynduð gera okkur mikinn greiöa, ef þér vilduð lita hérna á nokkrar ljósmyndir, sagði Vlelander, — en ég verð aö /ara yður við að þær eru íokkuö strembinn kostur. — Já, ég skil, sagði maðurinn. Hann fletti ljósmynda- hlaðanum, sem Melander íékk honum. Hann fölnaði og kyngdi munnvatni hvað oftir annað. Sá eini, sem iiann bar kennsl á, var fitenström. Skömmu siöar komu Matin Beck, Gunvald Lars- son og Rönn, nær allir sam- timis. — Hvað segir þú, spurði <ollberg, — er Sch- werin....? — Já, sagði Rönn, — Schwerin er látinn. - En....? — Já, hann sagði eitt- hvað. — Hvað var það? — Ég get ekki áttað mig á þvi , sagði Rönn og lét segulbandstækiö frá sér á borðið. Þeir stóðu allir kringum borðið og sperrtu eyrun. — HVER VAR ÞAÐ SEM SKAUT? — DNRK. •— HVERNIG LEIT HANN OT? — SAMALSON.... — ER ÞETTA ALLT OG SUMT, SEM ÞO GETUR FENGIÐ ÚT ÚT HONUM? — HYRIÐ MIG NÚ MAÐUR MINN, ÞETTA ER ULLHOLM FYRSTI AÐSTOÐARFORINGI FRA LÖGREGLUNNI, SEM TALAR.... — HANN ER DAINN. — Fari það i sótsvart, sagði Gunvald Larsson, — ég get fariö aö æla bara ef ég heyri þessa rödd. Hann kærði mig einu sinni fyrir vangæslu I starfi. — Hvað hafðiröu gert? spurði Rönn. — Sagt „mella” á vakt- inni úti i Klara. Þrir lög- regluþjónar komu drasl- andi með allsberan kven- mann. Hún var pöddufull, öskraði eins og vitlaus manneskja og hafði rifið utanaf sér öll fötin i biln- um. Ég reyndi að segja þeim að þeir yrðu að minnsta kosti að vefja ull- arteppi um.. já, vefja ullar- teppi um hana áður en þeir færu með hana á glæpa- deildina. Hann sagði að ég hefði notað gróf og óviðeig- andi orð og farið svivirð- ingum um ómynduga konu. Hann var varöstjóri. Siðar fékk hann sig fluttan til Solna — til að komast nær náttúrunni! — Náttúrunni! — Já, konunni sinni býst ég við. Martin Beck færði segul- bandið aftur að byrjuninni. — HVER VAR ÞAÐ SEM SKAUT? — KNRK. — HVERNIG LEIT HANN ÚT? — SAMALSON... — Fannst þú upp þessar spurningar einn og hjálp- arlaust? sagði Gunvald Larsson. — Já, það gerði ég reynd- ar, svaraði Rönn hógvær. — Stórkostlegt. — Hann hafði ekki með- vitund nema hálfa minútu, sagði Rönn móðgaöur, — svo dó hann. Martin Beck byrjaði aft- ur á segulbandinu. Þeir léku það hvað eftir annað, hlustuðu og hlustuðu. — Hvað i ósköpunum er það, sem hann segir, sagði Kollberg. Hann haföi ekki haft tima til að raka sig og stóð nú og klóraði sér i skeggrótinni. Martin Beck sneri sér að Rönn. — Jæja, hvað heldur þú —þú varst þarna stadd- ur? — Tja, sagði Rönn, — ég tel að hann hafi heyrt spurningar minar og sé að reyna að svara þeim. — Já, og hvað? — Að hann svari þeirri fyrri einhvernveginn neit- andi, til dæmis með „Ég veit það ekki” eða ,,ég þekkti hann ekki”. — Hvernig i fjandanum getur „Dnrk” orðiö að „Ég þekkti hann ekki? spuröi Gunvald Larsson, stein- hissa. Rönn roðnaði viö og fór allur hjá sér. — Já, sagði Martin Beck, — hvernig geturðu dregið slika ályktun. — Ja, sagði Rönn, — það lét þannig i eyrum. — Já, einmitt það, sagði Gunvald Larsson. — En svo? — Já, næst svarar hann skýrt og greinilega, „Samalson”. — Já, sagði Kollberg, — það heyri ég lika, en hvað á það að þýða? Martin Beck neri hárs- vörðinn með fingurgómun- um. — Ef til vill „Samuels- son”, sagði hann ihugandi, — eða „Salomonsson. — Hann segir „Samals- son” sagði Rönn þrá- kelknislega. — Það kann að vera, sagði Kollberg, — en það heitir enginn. — Við verðum að rann- saka það, sagði Melander. — Það finnst ef til vill ein- hver með þvi nafni. Þangað til... — Já? —.. þangað til ættum við að .senda þetta segulband til serfræðings til athugun- ar. Ef við getum það ekki sjálfir, reynum við að leita til útvarpsins. Hljóðtækni- mennirnir þeirra hafa alls- kynshjálpartæki. Þeir geta siað hljóðin á bandinu, reynt mismunandi hraða og svo framvegis... — Já, sagði Martin Beck, — það er ágæt hugmynd. — En takið i guðanna bænum þennan Ullholm út af þvi áður, sagði Gunvald Larsson, — hann myndi gera okkur að athlægi um vlða veröld. Hann leit i kringum sig i herberginu. — Hvar er nú blessaður gaukurinn, hann Mansson? — Hann hefur farið eitt- hvert, sagði Kollberg. — Við ættum kannski að senda út eftirlýsingu? Hann andvarpaði þungan. Ek kom inn. Hann stóð i dyrunum og strauk fingr- unum gegnum silfurhvitt hárið. — Hvað var það? spurði Martin Beck. — Blöðin nöldra yfir þvi aö þau hafi ekki ennþá fengið neina mynd af manninum, sem við vitum engin deili á. — En þú veist best sjálf- ur, hvernig sú mynd yrði, sagði Kollberg. — Úff, já, en... — Biddu við, sagði Me- lander. — Við getum haft lýsinguna dálitið gleggri: Þrjátiu og fimm til fjörutiu ára, einn og sjötiu á hæð, þyngd sextiu og niu kiló, skónúmer 42, brún augu, dökkbrúnt hár. ör eftir botnlangaskurð. Brúnn hárvöxtur á brjósti og kvið. ör eftir einhver meiðsli á ristinni. Tennurnar eru... nei, það er ekki hægt . — Ég skal láta senda þetta út, sagði Ek og fór aftur. Þeir stóðu -m stund þög- ulir. Svo saf i Kollberg: — Frederik datt ofana nokkuð — að Stenström var kom- inn i vagninn þegar við Djugardsbron. Þá hefur hann semsé komið frá Djurgarden. — Hvern fjárann hafði hann að gera þar, spurði Gunvald Larsson. — Að kvöldi til? Og i þessu veðri? — Ég hef lika orðið nokk- urs visari, sagði Martin Beck, — ég hef komist að þvi, að hann hefur senni- lega alls ekkert þekkt hjúkrunarkonuna. — En geturðu ''erið alveg viss um það? spurði Koll- berg. — Nei. — Hann virðist að minnsta kosti hafa verið ÞETTA GERÐIST LÍKA ... Kaffi áhrifa- ríkasta lyfið fyrir eirðar- lausa unglinga Kaffi kann að reynast mun áhrifarikara og ó- dýrara meðal en þau, sem seld eru i apótekum og ætluð til að róa óróleg börn, segir i grein sér- fræðings i bandariska rit- inu American Journal of Psychiatry. Dr. Robert C. Schnackenberg, forstööu- maður barna- og ung- lingadeildar William S. Hall geðheilbrigðismið- stöðvarinnar i Columbia i Suður Carólina fylki i Bandarikjunum, ritaði i málgagn bandariskra sálfræðinga grein um rannsóknir þær, sem hann hefur um sex mán- aða skeið gert á 11 sér- deilis rótlausum og óról- egum unglingum og börn- um, sem rangla um i si- felli og hafa enga eirö i sér til að festa athygli viö námsbækurnar. Hann tel- ur aö fjögur af hverjum 10 skólabörnum búi við eirðarleysi af þessu tagi. Viö rannsókn sina gaf dr. Schnackenberg börn- unum i fyrstu engin lyf, siöan methylphenidate, og loks kaffi, — einn bolla um morguninn og annan með hádegisverðinum. Framkoma þeirra varð eðlileg eftir að þau fengu lyf, en enn betri er þeim var gefið kaffi i stað lyfj- anna. Þau fylgihrif, sem vart varð við notkun lyfja, svo sem eins og lystarleysi og fleira, hurfu þegar börnin fengu einungis kaffi i stað lyfj- anna. Um sJ. mánaöamót varði norski læknirinn Halvard Gjönnæs doktorsritgerð við Oslóarhá- skóla um áhrif pillunnar á blóðsamsetningu kvenna. Þegar fram fóru að koma skýrslur um blóð- tappatiifelii hjá ungum og hraustum konum, sem notuðu pilluna, hefur verið ieitað hugsanlegra skýringa á þessu. Við blóðrannsóknir á þessum konum hefur komið I ijós, að neysla piliunnar hefur haft I för með sér talsverðar breytingar á efnasamsetningu blóðsins, án þess þó menn hafi getað sett þær breytingar I beint samband við blóðtappatilfellin. Meðal annars hafa menn veitt þvi eftirtekt, að þegar blóð úr konum, sem notuðu pilluna, var látið standa I 16 til 18 klst. við lágan hita (o til 4 gráður celcius), þá fóru hleypiefni blóðsins að iáta til sin taka — en þau efni vaida m.a. blóðliframyndun. 1 doktorsritgerð Gjönnæs er þetta grandgæfi- lega tekið til skoðunar og fyrst sannar læknirinn, að það efni i blóðinu, sem pillan hefur áhrif á, er blóðhleypir VII. Um leið og piilan veldur aukinn starfsemi þessa efnis hraðar hún einnig störfum ákveðins enzyms f bióðinu, sem nefnist plasmakallikrein. Enn þekkja menn ekki til fullnustu gerð þessa enzyms, en til þessa hafa menn talið það heyra til þeim fiokki enzyma, sem sýna svörun þegar bólgur, Igeröir eða önnur slik áföll steðja að likamanum. ÓSflNNAÐ AÐ HÚN VflLDI Starfsemi plasmakallikrein er undir venjuleg- um kringumstæðum haldið mjög I skefjum viö likamshita, en það lága hitastig, sem norski lækn- irinn notaði við blóðrannsóknir sinar, hafði það I för með sér, að þær hindranir féllu burtu og plasmakallikrein-iö fékk virkilega að beita sér til þess að hafa hvetjandi áhrif á blóöhleypi VII. Þetta lága hitastig - O til 4 gráður á celcius - verður aö sjálfsögðu aldrei I likömum lifandi manneskja, en með sambærilegum hætti geta aðrar breytingar á aðstæöum, en hitastigsbreyt- ingin, sem sambærileg áhrif hafa á samverkan enzymsins og blóöhleypisins, leitt til sömu niður- stöðu: plasmakallikrein fær mikils til óheft "frelsi” i blóöinu sem svo aftur leiðir til þess að - það getur hvatt starfsemi blóðhleypis VII. t seinni hluta ritgerðar sinnar sýnir læknirinn fram á, að kuldahröðun á starfsemi blóðhieypis VII á einum sólarhring gætir i blóð ca. 11% karl- manna og va. 20% ungra og heilbrigðra kvenna, sem ekki taka pilluna að staöaldri. Hjá konum, sem nota pilluna gætir þessarar hrööunar á blóð- hlevpi hins vegar I 65% tilfella og hjá konum, sem notað hafa pilluna og eru á síðustu vikum meðgöngutimans I allt að 95% tilfeila. Þess vegna er auðsætt, aö kuldahröðunin á starfsemi blóð- hleypis VII stendur i beinu sambandi við kven- hormóninn östrogen, en flestar getnaðarvarna- pillur innihalda einmitt mikið magn af þessum hormón. Hins vegar vita menn ekki með hvaða hætti hormóninn hefur þessi áhrif. Vfsindamenn vita þvi enn ekki hvernig á þvi stendur, að konur, sem nota getnaðarvarnaðar- piiluna eða ganga mcð fóstur, fá oftar blóötappa, en aðrar konur. Það má vel vera, að skýringin sé sú, að hröðunin á starfsemi blóöhleypis VII fyrir áhrif frá piasmakailikreini valdi blóðlifra- myndun, sem aftur orsaki blóðtappann. Þetta er þó miklu flóknara mál, en þaö sýnist vera, og er enn með öllu ósannað vfsindalega. Léttist um 76 kíló - og ætlar að losa sig við 50 í viðbót Sumir myndu hreinlega hverfa við megrunarkúr sem þennan, en fyrir feit- asta mann Evrópu, Norð- manninn Kjell Rassmus- sen var það aðeins þægi- legur léttir að losna við 76 kiló á nokkrum mánuð- um. Hinn 35 ára gamli Stavanger-verkamaður er 1.90 á hæð, og vóg 267 kiló fyrir nokkrum mán- uðum. Þetta olli honum að sjálfsögðu ýmsum erf- iðleikum, til dæmis komst hann varla inn i nokkurn bil, ekki einu sinni strætisvagn — og kona hans þurfti yfirleitt aö kaupa tvennar buxur og sauma úr þeim einar.Auk þess þurfti að styrkja sér- staklega flest húsgögn heima hjá honum, og sið- ast en ekki sist gekk þyngdin mjög nærri heilsu hans. Hann gekk þvi undir aðgerð i Kaup- mannahöfn, þar sem hann léttist um 76 kiló. Með sérstökum megr- unarkúr næstu árin gera læknar ráð fyrir að Kjell Rasmussen takist að létt- ast niður i 140 kiló. Feitasti maður heims dó árið 1958 i Bandarikj- unum. Hann vóg hvorki meira né minna en 485 kiló. TEIKNID ÞER KROSSGÁTUR Alþýðublaðið vill kom- ast í samband við mann eða konu/ sem hefur ein- hverja æfingu í að gera | krossgátur. Hafið samband við ritstjóm Alþýðublaðsins/ Skip- holti 19/ 3. hæð — sími 86666. Hann stendur spyrjandi og ugg- andi á svip við koffortin hjá ömmu sinni á járn- brautarstöð i Vfn, ungur drengur, sem skyndilega er orðinn peö i valda- t a f 1 i n u v i ö Miðjarðarhafs- botna. Þau voru i hópi um 100 sovéskra gyöinga, sem voru á ieið i Schoenau kastaiann i Austur- riki, sem var við- komustaður og vin þeirra gyðinga, sem fengið hafa fararleyfi að aust- an, á leibinni til fyrirheitna lands- ins. En arabiskir hefndarverka- menn fengu þess- um viðkomustað þeirra lokað — og nú er fyrirheitna landið aftur komiö í blóðuga styrjöld Við látum kjarnorkuna eiga sig fram að aldamótum Nýlega var haldið norrænt raf- veituþing I Danmörku. Það sátu 550 fulltrúar, þar af 8 frá tslandi. Mörg erindi voru flutt. Fyrsta erfindið flutti prófessor Gunnar Mambreus frá Sviþjóð. Fjallaöi :rindið um leiðir til að fullnægja •aforkuþörfinni á Norðurlöndum fram til ársins 1990. Orkuþörfin var árið 1972 um 180 TWh (tera- wattsstundir, 1 TWh= 1000 nilljónir kilówattsstundir), þar f á Islandi 1,8 TWh Aætlað er aö lún rösklega tvöfaldist fram til 1990 og verði þá um 400 TWh. Hluti vatnsaflsins i raforkufram- eiöslunni er nokkuð mismunandi. Noregi fer öll framleiðsla fram neð vatnsafli, svo til öll á tslandi, um 71% i Sviþjóð, 45% i Finn- andi, en ekkert i Danmörku. Af ivi vatnsafli, sem hagkvæmt er alið að nýta, hefur verið virkjað m 8% á tslandi, 50% i Noregi, > i Sviþjjóð og um 80% i Finn- andi. A Islandi eru þvi fyrir endi um 25 TWh i óvirkjuðu ýtanlegu vatnsafli, sem er iðeins rösk 6% af áætlaðri leildarorkuþörf á Norðurlöndu iriö 1990. Eina landið sem þegar íefur hafið framleiðslu raforku neð kjarnorku er Sviþjóð, en reiknað er með sivaxandi hlut- íeild kjarnorkunnar i raforku- 'ramleiöslu fram til 1990, þó ekki i tslandi. Arið 1990 er áætlað að ílutdeild kjarnorkunnar I aforkuframleiðslunni verði um >6% i Finnlandi, 11-15% I Noregi, >0% I Svlþjóð, en ekkert á Islandi. ?að vandamál, sem I dag virðist ívað erfiðast i sambandi við ekstur kjarnorkuvera, er ;eymsla og eyöing geislavirkra irgangsefna. vill korna eftirfarandi á- framfæri: Vegna margsannaðra njósna fréttastofunnar Novostny (APN) um allan heim, og nú siðast i sambandi við Kleifar- vatnsmálið, krefjumst við þess að islenzka rikisstjórnin loki stofnun þessari á tslandi og visi starfs- mönnum hennarúr landi. Teljum við að hér sé um að ræða hættu- legan leik aö öryggismálum þjóöarinnar, enda má telja að umsvif soveska sendiráðsins séu komin langt fram úr öllu þvi sem eðlilegt má teljast. Ennfremur teljum við að fáranlegt glapræði rikisstjórnar- innar i sambandi við varnarmálin þurfi tafarlaust að stöðva, áður en meira tjón hlýst af en þegar er orðið. A fjölmennum fundi þjóðernis- sinna flokksins, var ennfremur sambvkkt einróma að flokkurinn beiti öllum tiltækum ráðum til þess að öryggi þjóöarinnar og efnahagsleg afkoma verði tryggð hvað svo sem þaö kostar. Flokkurinr. minnir alla lands- menn á skyldur þeirra gagnvart landi og þjóö og hvetur alla þjóð- holla tslendinga til þess að vera vel á veröi gagnvart öllu þvl sem hugsanlega gæti skaðað sjálf- stæði þjóðarinnar enda er það hennar fjöregg. Eldlegur áhugi Fyrir nokkru var stofnað félag slökkviliðsmanna i Grindavik, en þeir eru 20 talsins. Félagið mun beita sér fyrir margvislegum málum. Formaður þess er Magnús Ingólfsson slökkviliðs- stjóri. Veðurfræði - frímerki Nýtt frimerki verður gefið út 4. nóvember, af tilefni 100 ára ifmælis Alþjóðaveðurfræði- itofnunarinnar. Verðgildi nerkisins er 50 krónur. Hilmar iigurðsson teiknaði merkið, en á >vi er m.a. höggmynd eftir ismund Sveinsson. Tilkynningaskylda allan sólarhringinn Frá 1. október siðastliðnum /arð varðstaða hjá Tilkynningar- ikyldu islenzkra báta allan sólar- íringinn. Vinna þrlr menn við ætta starf á vöktum, og einn við ifleysingar um helgar. „Þau 'imm ár sem Tilkynningar- ikyldan hefur starfað, hefur gildi lennar komið ótvirætt i ljós og er lún i dag snar þáttur i slysa- /arna- og björgunarstarfi 'élagsins” segir i tilkynningu frá Slysavarnarfélagi tslands sem >éð hefur um framkvæmd Til- iynningarskyldunnar frá ipphafi. ISLAND, ISLAND UBER ALLES ... Islenskir þjóðernissinnar hafa ;ent blaðinu eftirfarandi ilkynningu: Framkvæmdanefnd flokksins Bruðkaup ársins i Bretlandi verður I næsta mánuði þegar Anna prinsessa óg Mark Philipps ganga i hjónaband, og I tiiefni þess verður að sjálfsögðu gefið út sérstakt frimerki. En skopteiknari Daily Mail, Jon, hefur i huga annað brúðkaupsfrimerki, þótt hann segi að brúöguminn sé síöur en svo hlynntur þeim ráðahag. En það er sem sagt sú hugmynd að Harold Wilson og Jeremy Thorpe gangi i eina pólitiska sæng. Getnaöarvarnapillan veldur hreytingum á samsetningu blóösins BLÓÐTAPPA Peöí valda- tafli VETTVANGUR BRETLAND □ □ □ Óþekkta stærðin er orðin afl í breskum stjórnmálum Það litur út fyrir að vinstra afturhvarf þaö sem Harold Wilson boðaöi á þingi breska Verka- mannaflokksins i fyrri viku muni reynast erfitt i framkvæmd — og i rauninni kann svo að fara, að einmitt sú ákvöröun flokksformannsins að bæta við nýjum sköttum og auka þjóðnýtingu geri aö engu vonir hans um að komast á nýjan leik i Downingstræti númer 10, bústað forsætisráðherr- ans. Þvi niðurstaöa skoðanakönnunar, sem gerð var I siðustu viku gefur i skyn að veruleg grundvallar- breyting kunni aö vera I vændum á flokkaskipan i breskum stjórnmálum. Frjálslyndi flokkurinn, sem undir formennsku Jeremy Thorpes hefur tek- iö verulegum stakkaskiptum, virðist nú höfða til kjósenda rikar en fyrr, og allt i einu er kominn fram á sjónarsviðið allsterkur miðflokkur, ef dæma má eftir skoöanakönnuninni, sem breska blaðiö The Times lét gera i samvinnu viö ITV sjónvarpsstöðvarnar. Samkvæmt þeim er fylgi flokkanna I dag þetta: Verkam.fl. 34% Frjálslyndir 32% Ihaldsfl. 31% En breskir kjósendur vita það manna best, hve litið er hægt að stóla á skoöanakannanir, þótt væri gefi oft visbendingu, þvi i siðustu kosningum sögðu allar kannanir að Verkamannaflokkurinn myndi fá hreinan meirihluta þingsæta, en raunin varö önnur. Hins vegar er ekki hægt að ganga fram hjá þeirri staðreynd að Frjálslyndi flokkurinn er að krækja sér Ifylgi frá Verkamannaflokknum, og af þvi má draga þann lærdóm, aö ýmsir kjósendur Wilsons muni ekki sætta sig við þá vinstri stefnu, sem nú er ofan á i þeim flokki. Harold Wilson hefur gefiö yfirlýsingu um að hann muni ekki undir neinum kringumstæðum taka þátt i samsteypustjórn með öðrum flokki, og þá er auðvitað átt við Frjálslynda. Hann hefur lýst þvi yfir að þá verði frekar að efna til nýrra kosn- inga. En það á mikið vatn eftir aö renna til sjávar áður en Bretarganga aftur að kjörborðinu, og það á eftir aö reyna á það hversu lengi forystumenn flokksins standa einhuga bak við Wilson, ef skoð- anakannanir halda áfram aö gefa i skyn að flótti sé hlaupinn i liö kjósenda Verkamannaflokksins. Eitt er vist, — miðflokkur Jeremys Thorpes er oröinn afl i breskum stjórnmálum. Og svo kann að fara að ekki verði hjá þvi komist að taka tillit til Frjálslynda flokksins eftir kosningar. o Miðvikudagur 10. oklóber 1973. Miðvikudagur 10. október 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.