Alþýðublaðið - 31.10.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.10.1973, Blaðsíða 6
Sjöwall og Wahlöö: DAIJfllHN TEKIIB Sflt FAR ES Sjálfur hugsaði Martin Beck einvórðungu um Stenström — við hvað hinn ungi starfsbróðir þeirra hefði verið að fást, hvort hannhefði veriðá hælunum á einhverjum og hvort þessi „einhver” hefði orðið honum að bana. Það var sfður en svo sannfærandi tilgáta. Gat sæmilega reyndur lögreglumaöur látið mann, sem hann var að elta, skjóta sig? Og það i strætisvagni? Rönn gat ekki rifið hug- ann frá þvi sem Schwerin hafði umlað á sjúkrahúsinu rétt áður en hann lést. Nú siðdegis hafði hann einmitt átt samtal við einn af hljómtæknimönnum sænska útvarpsins, sem hafði reynt að greina sund- ur hljóðin á segulbandinu. Maðurinn hafði gefið sér góðan tima, en þegar hann virtist loks búinn, sagði hann: — Það er ekki bein- linis úr miklu að moða. Ég hef samt komist að vissum niðurstöðum. Viljið þér kannski heyra? — Já, sagði Rönn, færði heyrnartólið yfir i vinstri hendi og dró til sin skrif- blokkina. — Já, þér eruð sjálfur frá Norrland, er það ekki? — Jú. — Jæja, en það eru nú ekki spurningarnar, heldur svörin, sem máli skipta. Fyrst og fremst hef ég reynt að sia frá öll auka- hljóð á bandinu, svo sem suð, dropahljóð og svo framvegis. Rönn beið með blýantinn á lofti. — Hvað fyrsta svarið á- hrærir, það er að segja við spurningunni um hver það var sem skaut, þá má glöggt greina þar fjóra samhljóða — d,n,r og k. — Já, sagði Rönn. — Þegar betur er að gáð má heyra vissa sérhljóða og tvihljóða á milli og á eft- ir þessum samhljóðum. Til dæmis e- eða i-hljóð á milli d og n. — Dinrk, sagði Rönn. — Já, þannig lætur það sennilega i óæfðum eyrum, sagði sérfræðingurinn. — Ennfremur virðist mér, sem maðurinn segi mjög veikt æ eða ei eftir sam- hljóðann k. — Kinrk æ, sagði Rönn.- — Já, eitthvað i þá átt, eða Dinrk ei, en siðast hljóðið sem einhverskonar þjáningarstunu. Rönn kinkaði kolli og skrifaðihjá sér. Hann klór- aði sér á nefbroddinum með blýantinum og hélt á- fram að hlusta. — Eg er hinsvegar sann- færður um að þessi hljóð öll eiga að mynda setningu, sem er samansett úr fleiri orðum. — Og hvaða orð skyldu það nú geta verið? spurði Rönn og bar blýantinn aft- ur niður að blokkinni. — Það er nú erfitt að segja, já i rauninni afar erfitt — Dinrik Ei... eða Denrik Æ... — Gottog vel, sagði Rönn heldur daufur i dálkinn. — Ég stakk bara upp á þessu sem einum mögu- leika. Jæja, hvað viðvikur hinu svari mannsins... — Samalson? — Jæja, heyrðist yður hann segja það? Það var athyglisvert, en ég er á annarri skoðun. Ég hef komist að þeirri niður- stöðu, að hann segi tvö orð, fyrst „sam” og siðan „alson”. — En hvað gæti það þýtt? — Ja, maður gæti hugsað sér að það væri nafn. Alson eða ef til vill Alson — með a. — Sam Alson? Sam Ál- son? — Já, einmitt, alveg rétt. Þér notið sama raddaða 1- ið i orðinu Alson. Gæti bent til sömu mállýsku. Eftirandartaks þögn hélt hljóðtæknimaðurinn á- fram: — En það eru varla miklar likur til að maður heiti Sam Álson býst ég við? — Nei. — Jæja, þetta var það, sem ég fékk út úr þvi. Ég sendi auðvitað skriflega umsögn ásamt reikningn- um. En ég áleit betra að hringja fyrst, ef eitthvað skyldi liggja á þessu. — Ég þakka yður fyrir, sagði Rönn. Hann lagði heyrnartólið á og sat hugsi yfir þvi, sem hann hafði hripað niður. Eftir nokkra umhugsun á- kvað hann aö leggja þetta ekki fyrir rannsóknar- flokkinn, að minnsta kosti ekki strax. Það var þegar orðið niðdimmt, þegar Kollberg kom til Langholmen enda þótt klukkan væri ekki enn orðin þrjú eftir hádegi. Honum var hrollkalt og þungt i skapi og ekki létti yfir honum i fangelsisum- hverfinu. Nakið heimsóknarher- bergið var ömurlegt og illa við haldið og hann ranglaði niðurdreginn fram og aftur á meðan hann beið fang- ans, sem hann ætlaði að tala við. Það var Birgers- son, maðurinn, sem orðið hafði konu sinni að bana. Hann gekkst nú undir geð- rannsókn á réttarlæknis- deildinni. Rannsóknirnar áttu eftir að leiða til þess að hann var lýstur ósakhæfur og fluttur á geðveikrahæli. Þegar Kollberg hafði beðið i stundarfjóröung, kom fangavörður i bláum einkennisbúningi inn með þunnhærðan mann um sex- tugt. Birgersson nam stað- ar rétt innanvið þröskuld- inn, hneigði sig kurteislega og brosti við gestinum. Kollberg gekk strax til móts við hann og heilsaði honum með handabandi. — Kollberg. — Birgersson. Maðurinn var viðfeldinn og auðvelt að ræða við hann. — Stenström lögreglufor- ingi? Jú, vitanlega man ég eftir honum.Mjög geðfelld- ur ungur maður. Þér megið til að bera honum kveðju mina. — Stenström er látinn. — Látinn? En það er ó- skiljanlegt. Svo ungur maður... hvernig getur slikt átt sér stað? — Það er vegna þess, sem ég er hingað kominn til að tala við yður. Kollberg skýrði nákvæmlega frá að- draganda erindis síns. Ég hef leikið allt segul- bandið frá upphafi til enda, sagði hann i lok máls síns, — en ég geri ekki ráð fyrir að segulbandið hafi verið i gangi þegar þið snædduð, drukkuð kaffi eða þesshátt- ar. — Nei, rétt er það. — En þið hafið þó talað saman einnig þá? — Ojá, að minnsta kosti megnið af timanum. — Um hvað þá? — Ja, um allt milli him- ins og jarðar. — Munið þér eftir nokkru, sem Stenström virtist hafa sérstakan á- huga á? Birgersson hugsaði sig um, en hristi svo höfuðið. — Við töluðum i rauninni um hitt og þetta. Eitthvað sér- stakt, segið þér, hvað hefði það svo sem átt að vera? — Það er einmitt það, sem ég veit ekki. Kollberg tók upp minnis- bókina, sem hann hafði haft með sér frá Ásu Torell og sýndi Birgersson hana. — Getið þér nokkuð glöggvað yður á þessu? Hversvegna haldið þér að hann hafi skrifað Morris? Það rann greinilega ljós upp fyrir Birgersson. Hann brosti. — Við höfum eflaust ver- ið að tala um bila. Ég átti einn Morris 8, það er þessi stóri, þér vitið, og ég hef liklega eitthvað minnst á hann i samtali okkar. — Já, ég skil. Jæja, ef yð- ur skyldi detta eitthvað annað i hug þá bið ég yður að hringja til min strax, hvenær sólarhringsins sem er. — Morrisinn minn var gamall og ekki ásjálegur, en hann gekk eins og klukka ....konan min var hinsvegar óánægð yfir þvi að við skyldum þurfa að aka i slikum skrjóði, þegar allir aðrir áttu stóra, glæsi- lega bila... Hann deplaði augunum taugaóstyrkur og þagnaði. Kollberg flýtti sér að binda endi á samræðurnar. Er fangavörðurinn hafði leitt manndráparann á brott, kom ungur læknir inn iherbergið.—Jæja, hvern- ig list yður á Birgersson? spurði hann. — Mér fannst hann eink- ar geðfelldur. — Já, sagöi læknirinn. — Það er allt i lagi með hann. Það eina sem hann þarfn- aðist var að losna við þessa fjandans kvensnift, sem hann var kvæmtur. Kollberg horfði á hann alvarlegur i bragði, stakk á sig skjölunum sinum og fór. Klukkan var hálf-tólf á laugardagskvöldi. Gunvald Larsson var hrollkalt, enda þótt hann væri klæddur sin- um hlýjasta frakka, loð- húfu, skiðabuxum og hefði þykk stigvél á fótunum. Hann stóð i portinu við Tegnérgatan 53 og lét fara eins litið fyrir sér og honum var mögulegt. Það var eng- in tilviljun að hann stóð þarna og það var ekki auð- velt aö koma auga á hann i myrkrinu. Raunar hafði hann verið þarna i fjórar klukkustundir og þettavar ekki fyrsta, heldur tiunda eða ellefta kvöldið, sem hann stóð þennan vörð. Hugsanir hans snerust ekki um annað en að kom- ast heim, þegar ljósin hefðu verið slökkt i ákveðn- um gluggum, sem hann fylgdist með. Stundarfjórð- ungi fyrir miðnætti stað- næmdist grár Mercedesbill með erlendum númers- skjöldum fyrir utan hlið hússins skáhallt hinum megin við göluna. Maður steig út, opnaði farangurs- geymsluna á bilnum og tók út ferðatösku. Siðan gekk hann rakleitt að útidyrun- um, opnaði þær með lykli og fór inn. Tveim minútum siðar voru ljós kveikt innan við rimlatjöldin i tveim gluggum á annarri hæð. Gunvald Larsson gekk yfir götuna löngum, hröð- um skrefum. Hann hafði þegar fyrir tveim vikum orðiðsérúti um lykil, sem gekk að húsinu. Strax og hann var kominn innfyrir, fór hann úr frakkanum, hengdi hann á stigahandr- iðið og lagði loðhúfuna of- aná hann. Svo hneppti hann frá sér jakkanum og bar hendina að skammbyss- unni sem hann hafði i klemmu i buxnastrengn- um. Hann hafði fyrir löngu gengið úr skugga um að dyrnar opnuðust inn. Hann horfði á þær i fimm sek- úndur á meðan hann hugs- aði: Brjótist ég inn án þess að hafa til þess gildar á- stæður, er það brot á starfsreglunum og þá verð ég að likindum lækkaður eða rekinn. Svo sparkaði hann upp hurðinni. Ture Assarsson og mað- urinn úr Mercedesbifreið- inni stóðu sinn hvorum megin við skrifborðið. Þeir hefðu ekki orðið meira undrandi þótt eldingu hefði slegið niður á milli þeirra. Þeir voru rétt búnir að opna ferðatöskuna, sem stóð hjá þeim á skrifborð- inu. Gunvald Larsson veifaði þeim til hliðar með skammbyssunni samtimis þvi að hann lauk fyrri hugsanaferli sinum: En það gerir auðvitað ekkert til-ég get alltaf farið á sjó- inn aftur. Gunvald Larsson lyfti ÍlÍlÉffÍÍlÍÍÉÍlÍPfi »Wvf ■ Mí £$$ liwŒa. GEIMFARIFRA ODRUM HNETTI JARÐSETTUR Flestir munu álita að sögurn- ar um „fljúgandi diskana”, og njósnaflug hingað til jarðar frá fjarlægum hnöttum, séu nokkurnveginn jafnaldra hinni jarðnesku geimöld. Að menn hafi, með öðrum orðum, skort i- myndunarafl til að gera þvi skóna að verur utan úr geimn- um gætu nálgast jörð okkar, fyrr en likurnar á að við gætum sjálfir hafið geimferðir þá og þegar, urðu til þess að ýta undir það. Nú, og eftir að geimsigling- ar okkar hófust fyrir alvöru, og voru farnir að bregða sér til tunglsins, þá þurfti i sjálfu sér ekki svo mikið hugarflug, ásamt þeim hæfileika til ofsjóna, sem mörgum er gefinn, til þess að sjá fljúgandi diska og gera sér um leið grein fyrir hverskonar farartæki væru þar á ferðinni, og hverjir væru þar um borð — þótt nokkur vafi gæti leikið á i hvaða tilgangi. Þegar svo var komið, þurfti ekki heldur sérlega visindagáfu til að skýra ýmiss dularfull fyrirbæri i sambandi við aðvif- andi hluti, sem annaðhvort höfðu nálgast jörðu eða jafnvel fallið til jarðar endur fyrir löngu, og engin skýring hafði fengist á allt til þessa. Auðvitað höfðu geimför verið þar á ferð- inni, þaðlá i augum uppi. Hitt er þó vafalaust harla sjaldgæft, að þeir sem urðu vitni að einhverj- um slikum atburðum, ekki ein- ungis löngu áður en geimöld hófst heldur löngu áður en fyrsti mannaði flugkosturinn lyfti sér frá jörðu, hafi þegar skýrt við- komandi furður þannig, að þar hefðu verið á ferðinni verur ut- an úr geimnum. Jafnvel á með- an það jafngilti guðlasti að álita, að til væru nokkrar lifverur úti þar, nema þá vængjaðir englar með hörpu i höndum. Eigi að siður er þetta stað- reynd, og það meira að segja svo örugglega skjalföst stað- reynd, að ekki verður véfengd — það er að segja að sjónarvitni hafi skýrt dularfullan viðburð þannig, að geimfar, og vera ut- an úr geimnum hafi verið þar á ferð. Hitt, hvort svo hefur verið, er svo álitamál. Þann 19. april, 1897, birtist sumsé eftirfarandi frétt i bandariska blaðinu „Dallas Times Herald” — i nokkurn veginn orðréttri þýðingu: „Um sexleytið að morgni þess 17. april, urðu allmargir af ibúum bæjarins Aurora varir ferða dularfulls geimfars, sem þeir höfðu raunar orðið varir við nokkrum vikum áður. En i þetta skiptið leit út fyrir að geimfarið ætti í einhverjum vandræðum, þvi að það sveimaði lágt yfir bænum, en steyptist að lokum niður i hlöðu Proctors dómara, sem gereyðilagðist, og eins var að segja um allan gróður þar i grennd. Þegar flakið var athug- að, fundust þar leyfar af veru, sem ekki var mennsk i jarð- neskum skilningi. Leit út fyrir að þar hefði verð á ferðinni vera frá öðrum hnöttum. Rifrildi af einskonar skjölum fundust einn- ig i flakinu, og voru þau skráð annarlegum táknum. Geimfarið er sjálft gersamlega eyðilagt, svo ekki er nokkur leið að gera sér hugmynd um lögun og gerð þess, nema hvað það virðist hafa verið smiðað úr efni, sem ekki þekkist hér á jörðu. Leifar flugmannsins verða.jarðsettar i kirkjugarðinum Aurora. S.E. Haydon”. Blaðamaður við „Dallas Morning News”, Bill Case, rakst ekki alls fyrir löngu á gulnaða úrklippu úr „Dallas Times Harald”, þar sem frétt þessi stóð. Hann hóf þegar að rannsaka málið, að svo miklu leyti sem það er unnt, þegar svo langt er um liðið frá þvi at- burðurinn gerðist, eða full átta- tiu ár. Hann hefur þó litið reynt að varðveita þetta mál fyrir sjálfan sig, en ekki getað komið i veg fyrir að það kvisaðist, þeg- ar hann fór að spyrjast fyrir i Aurora. Og nú hafa fleiri blaða-- menn gert sér ferð þangað sömu erinda. Aurora er smábær inni i miðju Texas. Svo smár bær, að ekki er auðvelt að finna hann. Hefur hann ekki enn borið sitt barr, eftir að taugaveiki lagði mikinn hluta íbúanna að velli skömmu eftir aldamótin siðustu. Brawley Oates, bensinaf- greiðslumaður i Aurora, hefur komist svo að orði við blaða- menn. — Það eru harla deildar meiningar hérna um hvað i rauninni hafi gerst þann 17. apr- II, 1897. Margir eru þeirrar skoðunar, að það hafi verið undarlegir hlutir. Ég keypti landareign mina af erfingjum Proctors dómara fyrir mörgum árum. Ég man vel hvernig um- horfs var þá, þar sem hlaðan hafði áður staðið. Allt bar þess merki, að þar hefði orðið gifur- leg sprenging. Arið 1954 jafnaði ég yfir rústirnar, og byggði hænsnahús þar sem hlaðan hafði staðið. Ekki veit ég nema þar undir kunni að finnast ein- hverjar sannanir eða upplýsing- ar um það sem gerðist fyrir áttatiu árum. Lögreglustjórinn i bænum, Harold Idell, er hinsvegar ekki i neinum vafa um hvaf gersfhafi. — Sagan er dagsönn, fullyrðir hann. Og þessi gestur okkar ut- an úr geimnum liggur grafinn hér í kirkjugarðinum. Og þó svo SMABÆ TEXAS? að ekki fáist leyfi til að rjúfa grafarróna i kirkjugarðinum, er vafalaust unnt að leysa gátu þessa leyndarfómsfulla atburð- ar á annan hátt”. Charlie Stefens, er einn af þeim fáu sem eru á lifi i bænum, þeirra er urðu sjónarvitni að at- burðinum. — Jú.geimfarið, seg- ir hann, ég get sagt það sem ég man i fáum orðum. Það var snemma morguns, faðir minn var að mjólka kýrnar, og við heyrðum annarlegan hvin yfir, og i sömu svifum þaut eitthvað, sem liktist helzt risastórum vindli, lágt fram hjá og i sömu andrá var sem himininn logaði. Seinna um daginn söðlaði svo faðir minn hest sinn og reið þangað, sem sprengingin hafði orðið. Hlaða Proctors dómara var jöfnuð við jörðu og allt svið- ið i kring. Það var altalað að einhver dularfullur hlutur hefði fallið þar niður. Faðir minn tal- aði oft um þennan atburð, allt þangað til hann lézt, en á stjórn- anda geimfarsins minntist hann aldrei. Ég er þvi ekki i neinum vafa um, að eitthvað var það, sem féll þarna af himnum ofan þennan morgun. Enda þótt Mary Evans sé orð- in 92 ára, og hnýtt og lotin, er þó minni hennar enn i bezta lagi. — Jú, vist sá ég geimfarið, segir hún, en aðeins úr nokkurri fjar- lægð. Ég var þá fimmtán ára, og i þann tið gátu stúlkur á þeim aldri ekki þotið út um allar trissur. Það var enn myrkt, morguninn sem við vöknuðum við sprenginguna. Faðir minn gekk út að glugganum og sagði að allt logaði úti fyrir, en það væri ekki okkar kvenfólksins, að hugsa um það. Nú ætlaði hann sjálfur út til að sjá hvað um væri að vera. Þegar hann kom inn aftur, sagði hann að einhver dularfullur hlutur hefði fallið af himni ofan, og lagt hlöðu Proct- ors dómara i rústir. En daginn eftir gátum við mamma ekki hamið forvitni okkar, og héldum út i kirkjugarðinn, og sáum leið- ið, þar sem þeir höfðu grafið veruna, sem þeir fundu i flak- inu. Einhverjir sögðu okkur, að þetta hefði verið undarleg vera, að ekkert hefði sést i likingu við það. Jú, það er áreiðanlegt, að hann hefur komið frá öðrum hnöttum. Við héldum svo áfram þangað, sem hlaðan hafði stað- ið, og ég man svo ljóst hvernig jörðin var sviðin og hvað undar- legan þef lagði af öllu. Það voru eiginlega allir sammála um að þaðhlyti að hafa verið geimfar, frá öðrum hnöttum, sem þarna hefði farist”. Bill Case, blaðamaðurinn, sem áður er nefndur, vill ekki margt um þetta segja. — Fólk hefur mjög skiptar skoðanir um þennan Haydon, þann sem skrifaði fréttina, segir hann. Sumir segja að hann hafi verið hálfbrjálaður, aðrir að hann hafi verið skáld, en undan- tekningarlaust hafði hann mikið álit á sér sem blaðamaður fyrir áreiðanleik og nákvæmni i frétt- um. Ég hef athugað talsvert af þeim fréttum, sem hann skrif- aði, og þær bera því vitni. Og svo eru það málmbrotin úr flak- inu, sem varðveist hafa. Þar er um að ræða einhvers konar málmblöndu, sem hefur þann eiginleika að hún tekur ekki segulmögnun. — Loks hef ég gert þá upp- götvun, sem satt bezt að segja gegnir nokkurri furðu, að málmleitartæki veitir sömu svörun i grennd við þar sem hlaðan stóð og i kirkjugarð- inum, þar sem sagt er að geim- farinn hafi verið jarðsettur. Það gæti bent til þess, að ein- hverjir hlutir, sem fundust i flakinu, hefðu verið lagðir i gröf með honum. En það er lika undarlegt, að steinninn, sem settur var á leiöi hans, er nú með öllu horfinn. Idell lögreglustjóri telur það ekki svara fyrirhöfninni, að ræða við þá bæjarbúa, sem ekki eru trúaðir á þessa sögu um geimfarið. — Þeir staðhæfa ein- ungis að þetta sé tómt skrök og svindl, segir hann. Meðal þeirra er rithöfundurinn, Etta Pegues, einna harðskeytt- ust. Hún fullyrðir að blaðamað- urinn, sem skrifaði fréttina forðum hafi verið kolbrjálaður, hann hafi að minnsta kosti ekki getað tálist áreiðanlegur. Og þeir, sem enn eru á lifi af sjónarvitnum að atburðinum — ekkart að marka það fólk held- ur. Eðlisfræðingurinn Tom Gray við háskólann i Norður-Texas, segir að þeir málmbútar, sem varðveist hafi, séu athyglis- verðir, og hann hyggist rann- saka þá nánar, en jafnvel þótt það komi á daginn, að þeir hafi inni að halda einhver óþekkt efni, sé það ekki nein sönnun þess, að þeir eigi uppruna sinn á öðrum hnöttum. En mér finnst sagan lika athyglisverð, segir hann. Og Idell Lögreglustjóri segist hafa tekið hinn umrædda legstein i sinar vörsl- ur, til þess að koma i veg fyrir að rótað yrði við leiði geimfar- ans af óhlutvöndum mönnum, ef til vill að næturþeli. —Hver veit nema visindin verði mér ein- hverntima þakklát fyrir það, segir hann. Þeir munu til sem hafa þá i Aurora grunaða um græsku i Elstu íbúar bæjarins telja sig hafa orðið sjónar- vitni að því, er geimfar hrapaði þar fyrir áttatíu árum, og segja að geimfarsstjórinn sé jarðsettur þar í kirkjugarðinum. Atburðarins er og getið í blaðafréttum á því ári. Hænsnahús Brawley Oates, þar lenti geimfarið mmsmssm'mmm Miövikudagur 31. október 1973 Miðvikudagur 31. október 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.