Alþýðublaðið - 31.10.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.10.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála- ritstjöri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit- stjórnar/ Skipholti 19. Sími 86666. Af- greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Simi 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími 86660. Blaðaprent hf. MKVÆn FRAMLAG Á þvi hálfa þriðja ári, sem núverandi rikis- stjórn hefur setið að völdum á íslandi, hefur hún drýgt margar og stórar syndir i efnahagsmálum þjóðarinnar. Henni hefur með öllu mistekist i baráttunni við verðbólguna. Að sögn hins fyrr- verandi stjórnarþingmanns Bjarna Guðnasonar hefur verðbólga aldrei verið meiri á Islandi en nú að striðsárunum undanskildum. Rikisstjórninni hefur einnig með öllu mis- tekist að nýta eindæmagóðar ytri aðstæður þannig, að þjóðin fengi notið hins fyllsta á- vinnings af þeim. Hinar öru verðhækkanir á is- lenskum útflutningsafurðum hafa einungis getað forðað algeru hruni i efnahagsmálum, sem ella hefði orðið og staða launþega er nú slik, að þeir þurfa að heyja varnarbaráttu i miðju góðærinu. Þannig hefur rikisstjórninni gersamlega mis- tekist i glimunni við öll atriði efnahagsmála. Þó eru mestu mistökin sennilega enn ótalin — en þau mistök hefur rikisstjórnin gert i skatta- málunum. Engum blandast vist hugur um það lengur, að öll afskipti stjórnvalda af skatta- málunum hafa verið til hinna mestu óþurfta og sú skoðun er almenn á Islandi, að þótt viða þurfi að taka til höndum eftir rikistjórnina, þá sé þörfin brýnust á sviði skattamála — þar þurfi mest, skjótast og best úr að bæta. Þetta kemur m.a. greinilega fram i kröfum launþegasamtak- anna nú, en þar er höfuðáhersla lögð á úrbætur i skattamálum og felst i þeirri kröfugerð að sjálf- sögðu óorðuð vantraustsyfirlýsing á störf þeirrar rikisstjórnar, sem við upphaf starfs- ferils sins gaf sjálfri sér heitið „stjórn hinna vinnandi stétta”. Það er i sjálfu sér ákaflega auðvelt að gagn- rýna aðgerðir rikisstjórnarinnar i skattamálum sem og á ýmsum öðrum sviðum — sú gagnrýni á við svo mörg og auðsæ rök að styðjast. Margir stjórnmálaflokkar i stjórnarandstöðu hefðu látið sér slika gagnrýni nægja — þ.á.m. nú- verandi stjórnarflokkar hefðu þeir setið i stjórnarandstöðu við þær aðstæður sem nú eru. En Alþýðuflokkurinn lætur sér ekki nægja að benda aðeins á það, sem miður hafur farið og skamma þá, sem ábyrgðina bera. Hann vill starfa sem jákvæður stjórnarandstöðuflokkur og þykir honum eitthvað miður fara þá vill hann jafnframt geta bent á hina réttu leið. Þær ábendingar hefur Alþýðuflokkurinn nú komið fram með i skattamálunum Hann hefur lagt fram á Alþingi tillögur um gjörbyltingu á islenska skattakerfinu — byltingu, sem er i þvi fólgin, að hætt verði með öllu að leggja tekju- skatt á venjulegar launatekjur venjulegra laun- þega en þess i stað verði farið að skattleggja eyðsluna jafnframt þvi, sem hátekjur verði áfram skattlagðar. Þegar núverandi rikisstjórn gerði þær breytingar á skattalögunum, sem hún hefur orðið óvinsælust fyrir, mótmælti Alþýðuflokkur- inn á Alþingi og benti á með ljósum dæmum hvert þær breytingar myndu leiða. Nú snýr Alþýðuflokkurinn sér til þjóðarinnar með merkustu tillögur i skattamálum, sem fram hafa komið á íslandi um áratuga skeið og biður hana að hlusta. Taki þjóðin tillögum Al- þýðuflokksins vel mun Alþingi láta undan þrýstingi almenningsálitsins og framkvæma þær. Almenningur á íslandi á þvi næsta leik. Frá síðustu kjördæmisþingum Afþýðuflokksins RADDIR AD NORDAN Nýlega voru haldin á Norður- landi tvö kjördæmisþing Alþýðu- flokksins — kjördæmisþing Al- þýðuflokksins i Norðurlandskjör- dæmi vestra á Sauðárkróki og kjördæmisþing Alþ.fl. i Norður- landskjördæmi eystra á Akureyri. Bæði þessi þing voru ágætlega sótt og umræður góöar. Gestir þingsins á Sauðárkróki voru þeir Gylfi Þ. Gislason og Bragi Sigurjónsson, en auk þeirra flutti Pétur Pétursson framsögu, en gestir þingsins á Akureyri voru Gylfi þ. Gislason og Pétur Péturs- son, en Bragi Sigurjónsson flutti framsögn á þinginu auk þeirra. Með þessum tveimur þingum lauk kjördæmisþingum Alþýðu- flokksins, sem haldin hafa verið i öllum kjördæmum landsins sið- sumars og i haust. Alla fundina sótti Gylfi Þ. Gislason, formaður Alþýðuflokksins, og flutti þar yfirlitsræður um stjórnmálavið- horfin með sérstöku tilliti til efna- hagsmála, landhelgismálsins og sameiningarmálsins, en mikill áhugi kom fram á öílum fundun- um fyrir þessum málaflokkum A kjördæmisþinginu á Sauðárkróki voru eftirfarandi ályktanir gerð- ar: NORÐURLAND V. VERKALÝÐSMAL Kjördæmisþing Alþýðuflokks- ins i Norðurlandskjördæmi vestra, haldið á Sauðárkróki 13. okt. 11173, telur, að verðbólguþró- un siðustu ára hafi leitt i Ijós galla á visitölukerfinu i núverandi mynd þess. Telur þingið að vinna verði að þvi að upp verði tekið kerfi þar sem svo verði um hnútana búið að það geti ekki orðið stjórntæki i höndum valdhafa, heldur raun- veruleg vörn fyrir launþega gegn verðbólgunni. Þingið telur að ellilaun eigi i öllum tilfelium að vera skatt- frjáls og telur það óhæfu að smá- vægileg vinna gamals fólks eða greiðsla úr lifeyrissjóði skuli verða til þess að skeröa ellilifcyri úr alm.tr. Þingið telur að stefna beri að 5 daga vinnuviku allra launþcga og að til orlofs verði reiknaðir 5 dag- ar á viku en ekki 6 eins og nú er. Þá telur þingið að vinna verði áð þvi af fullum þunga að lifeyris- sjóðir launþega verði verð- tryggðir, þannig að greiðslur úr þeim til lifeyrisþega haldist i hendur við aimennt verðlag i landinu, eins og það er á hverjum tima. LANDSHLUTA- SAMTÖK Fundurinn styður eindregið hugmynd um sérstakt samband sveitarfélaga i Nl. kjörd. vestra og átelur þann drátt sem orðinn er á stofnun þess. Beinir fundur- inn þvi til sveitarstjórnarmanna flokksins i kjördæminu að vinna að þvi eftir megni, að samband þetta verði að veruleika sem allra fyrst. LANDHELGISMALIÐ Kjördæmisþiug Alþýðuflokks- ins i Norðurlandskjördæmi vestra, lialdið á Sauðárkróki 13. okt. 11173, hvetur til áframhald- andisamstöðu þjóðarinnar i land- helgismálinu uns fullur sigur ná- ist. SKATTAMÁLIN Kjördæmisþing Alþýðuflokks- ins i Noröurla nds k jördæin i vestra, haldið á Sauðárkróki 13. okt. 11)73, telur, að brýna nauðsyn beri til að gera róttækar breyting- ar á skattakerfi þjóðarinnar og létta stórlega skattabyrðina á lág- og meðaltekjufólki. NORÐURLAND E. Þá gerði kjördæmisþingið á Akureyri svofellda ályktun um landhelgismálið og ber þess að geta, að sú ályktun var gerð um það leyti, sem ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, hafði kynnt árangur viðræðna sinna við Edward lleath I Lundúnum: „Kjördæmisfundur Alþýðu- flokksins á Norðurlandi eystra, haldinn á Akureyri 14. okt. 1973, gerir svofelldar eftirfarandi á- lyktun um landhelgismál: Um leið og fundurinn lýsir yfir einhuga stuðningi sínum við út- færslu fiskveiðilögsögunnar i 50 milur og baráttu þjóöarinnar fyr- ir viðurkenningu hennar, lætur hann uppi þá skoðun sina, að rétt sé af ríkisvaldinu að freista þess að ná viðhlitandi bráðabirgða- samkomulagi við Vestur-Þjóð- verja og Brcta uin veiðar hér við land, svo að firra mcgi þvi hættu- ástandi, sem rikt hefir undanfarið hér á miðunum, og vinsamleg samskipti þjóðanna geti haldist. Fundurinn lýsir yfir fyllsta stuðningi við 200 inilna fiskveiði- og auðlindalögsögu strandrikja og treystir því, að islensk stjórn- völd láti einskis ófreistaö að fá þá lögsögu viðurkennda á næstu ár- um á alþjóðavettvangi. Fundurinn leggur áherslu á, að hraða verði setningu löggjafar um skipulag á veiðum og nýtingu landsmanna á miðum innan fisk- veiðilögsögu sinnar, og telur að slika löggjöf verði að setja hið hráðasta, svo að ekki komi til of- veiði af hálfu tsléndinga sjálfra.” WICKMANN AD HÆTTA Sænski utanrikisráðherrann, Krister Wickmann, hefur nú til- kynnt opinberlega, að hann muni láta af störfum sem utan- rikisráðherra á árinu. I Sviþjóð er talið nokkuð auðsætt, að Wickmann muni taka við störl'- um sem bankastjóri sænska Seðlabankans. Talið er, að tveir menn komi einkum til greina sem arftakar Wickmanns i utanrikisráðherra- embættinu. Þeir eru Ingemund Bengtson, landbúnaðar- og um- hverfismálaráðherra, og Kjell- Olof F.eldt, viðskiptamálaráð- herra. Bengtson er 54 ára að aldri og hefur um margra ára skeið verið mikill áhugamaður um utanrikismál. Hann var m.a. i forsæti hinnar fjölmennu ráð- stefnu um umhverfismál, sem Sameinuðu þjóðirnar efndu til i Stokkhólmi lyrir tveim árum. Bengtson á einnig sæti i sænska þinginu. Kjell-Olof Feldt er einnig nefndur sem arftaki Wick- manns m.a. vegna þess, að ráðuneytunum tveim — utan- rikisráðuneytinu og viðskipta- ráðuneytinu — hefur fyrir nokkru verið „slegið saman” i eitt ráðuneyti, þótt það ráðu- neyti hafi haft tvo ráðherra: Wickmann utanrikisráðherra og Feldl viðskiptaráðherra. Feldt á einnig sæti i sænska þinginu og hefur að undanförnu látið mjög til sin taka á sviði norrænnar samvinnu og fer með þau mál i sænsku rikisstjórn- inni. RÍKISSTJÓRN Eins og kunnugt er af fréttum, þá hefur ný rikisstjórn tekið við völdum i Noregi undir forystu Trygve Bratteli — minnihluta- stjórn jafnaöarmanna. BRATTELIS Mynd þessi var tekin nýlega af hinni nýju stjórn. Frá vinstri: Odd Sagör, Inger Louise Valle, Jens Evensen, Per Kleppe, Bjartmar Gjerde, Thorstein Treholt, Sonja Ludvigsen, Trygve Bratteli, Knut Fryden- lund, Alv Jakob Fostervoll, Annemarie Lorentzen, Leif Aune, Tor Halvorsen, Ingvald Ulveseth og Eivind Bolle. Miövikudagur 31. október 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.