Alþýðublaðið - 31.10.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.10.1973, Blaðsíða 1
Átt þú pening I • / B #J • ■ f\ ^ h a rikinu r Ósóttir vinningar nema röskum tveimur milliónum króna sé ekki vitjaö, en aö sögn Jóns Dan ríkisféhirðis liggja enn hjá honum nokkrir 250 króna vinn- ingar i happdrættis- skuldabréfum, sem byrj- aö var aö selja um 1950. Sagöi Jón, að kannski mætti telja þessa ósóttu vinninga i tugum þús- unda, en auk þeirra eru nokkuö margir vinningar, sem eru fyrndir. 242. tbl. Miðvikudagur 31. okt. 1973 S4. arg. NU MA SPRINGA Miklum áhyggjum ætti nú að vera létt af mörgum ökumannin- um, þar sem hafinn er innflutningur á efni, sem nota má til að gera viö sprungna hjólbarða i einni svipan. Efni þetta, sem nefnist „Puncture Pilot 77” er hollenskt og er lim- kvoða, blandað gasi, sem er dælt i dekkin úr þrýstidunk 23 til 25 punda þrýstingur fæst i dekkið með hjálp þessa efnis, og að sögn inn- flytjendanna er óhætt að aka nokkur þúsund kilómetra án þess að hugsa frekar um sprungna hjólbarðann, nema skemmdir séu þvi meiri. Ekki virðast allir vera mjög áfjáðir i að vitja happdrættisvinninga, sem þeim hefur fallið i skaut, þvi samkvæmt upplýsingum, sem Al- þýðublaðið fékk hjá Seðlabankanum i gær nemur upphæð ósóttra vinninga, sem hafa verið dregnir út i happdrættis- skuldabréfum rikissjóðs vegna hringvegarins, hvorki meira né minna en tveimur milljónum og 150 þúsundum króna. 1 fyrra var dregið tvisv- ar sinnum i A-flokki, um samtals 14 milljónir, og hefur enn ekki verið vitj- að um 54 tiuþúsund króna vinninga og þrjá 100 þús- und króna vinninga. Dregið var i B-flokki 30. júni sl. um 9.1 milljón króna, og hefur ekki verið vitjað um fimm 100 þús- und króna vinninga og 82 tiu þúsund króna vinn- inga. Sé ekki vitjað um vinninga þessa innan fjögurra ára renna þeir til rikissjóðs. Það er svosem engin ný bóla, að vinninga i happ- drættislánum rikissjóðs Fyrningartiminn var fimmtan ár. Til saman- burðar má geta þess, að hæsti vinningurinn i þessu rikishappdrætti var 70 þúsund krónur. Svo er að sjá, að aug- lýsingaherferðin um happdrættisskuldabréfin, sem Seðlabankinn hóf i hausl fyrir sölu miða i C- flokki, hafi borið nokkurn árangur. Aður en út i her- ferðina var lagt hafði ver- iðselt fyrir um 30 milljón- ir i C-flokki, en siðan hef- ur sú upphæð tvöfaldast. Heildarupphæðin er 100 milljónir, og á að ljúka sölu happdrættisskulda- bréfa fyrir þá upphæð fyrir 20. des. nk., en þá verður dregið. Rikissjóður hefur nú fengið að láni h.já al- menningi 1410 milljónir króna með sölu happ- drættisskuldabréfa og verðtryggðra spariskir- teina, en sala þeirra hófst árið 1964. KLEIFARVATNS- MÁLIÐ ER NÚ HJÁ UTANRÍKIS- RÁÐUNEYTINU Kleifarvatnsmálið, eða gátan um fjar- skiptatækin, sem þar fundust i haust, virðist ætla að verða flókin gáta, og hefur málið farið á milli ýmissa aðila. Rannsóknarlögreglan i Hafnarfirði sá um frumrannsókn málsins, og sendi bæjarfógeta- embættinu þar skýrslu að þvi loknu. Það emb- a'tti sendi svo embætti saksóknara rikisins skýrsluna til ákvörðun- ar um frekari rannsókn. Hja þvi embætti liggur rannsókn nú niðri i mál- inu, en skýrsluna sendi embættið dómsmála- ráðuneytinu. Þaðan var hún svo send utanrikisráðuneyt- inu til umsagnar og kom hún þangað i gær. Enn er þvi óljóst um Irekari ferðalög skýrslunnar. Það er óvenjulegur gangur, að lögreglu- skýrsla l'ari til utan- rikisráðuneytisins til umsagnar, nema hún sé eitthvað varðandi er- lendan aðila eða riki, en Fétur Thorsteinsson ráðuneytisstjóri i utan- rikisráðuneytinu, sem Gufuþurrkari til að slá á Ný fiskimjöls- verksmiðja peningalyktina I í Orfirisey Um næstu áramót tekur væntanlega til starfa ný fiskimjöls- verksmiðja i Reykja- vfk. Heitir verksmiðjan Stjörnumjöl hf. og verð- ur staðsett i örfirisey. 1 þessari verksmiðju verður mjölið unnið á annan hátt en tiðkast hefur hérlendis: það verður þurrkað i gufu- Sérgóðir Sunnlend- — Vestfirðingar hafa nú búið við rafmagns- skömmtun jafn lengi og Nóaflóöið stóð. A morgun verða liðnir 40 dagar og 40 nætur frá þvi sæstrengur- inn yfir Dýraf jörð slitnaði og jafn lengi hafa hinar fjölmennu byggðir á norðanverðum Vestfjörð- um ekki fengið rafmagn frá Mjólkárvirkjun svo mikill orkuskortur hefur herjað þar til stórtjóns fyrir framleiðsluatvinnu- vegi og heimili. Þannig fórust Matthiasi Bjarna- syni, alþm., orð i ræðu, sem hann flutti utan dag- skrár á alþingi i gær vegna þess, að um rösk- lega eins mánaðar skeið hefur verið vanrækt aö gera við bilun á særaf- streng frá Mjólkárvirkj- un, sem flytur norðurhér- ubum Vestfjarða raforku. — Það eru aðeins fjórir menn á Islandi — allt Danir —, sem geta gert vib bilanir á særaf- strengjum og á sama tima og ekkert hefur ver- ið aðhafst til viðgerðar á sæstrengnum yfir Dýra- fjörð hafa þessir fjórir menn verið uppteknir við önnur verk — m.a. við að leggja sæstreng yfir Elliðavog, sem ekki á þó að tengja fyrr en ein- hvern tima i vor, sagöi Matthias. Hann benti jafniramt á, að þetta væri ekki i fyrsta sinn, sem Vestfirðingar fengju slika „þjónustu” frá Rafmagnsveitum rik- isins. F'yrirskömmu hefði slitnað raflina frá önundarfirði yfir i Súg- andafjörð og hefðu liðið 3 vikur áður en sú bilun var lagfærö. önnur slik bilun, sem hann nefndi, hefði tekið tæpan mánuð að fá gert við. — Bg er hræddur um, að Sunnlendingar myndu ekki liða slikan af- greiðslumáta, en þar er jafnan strax uppi fótur og fit, ef einhver rafmagns- truflun verður, sagði þingmaðurinn. þurrkara i stað eld- þurrkara. Þessi aðlerð útilokar m.a. allan fnyk, sem hefur verið fastur fylgifiskur mjöl- verksmiðja hérlendis. Dr. Jakob Sigurðsson forstjóri Sjófangs hf. og stjórnarformaður Stjörnumjöls hf„ tjáði Alþ.bl. að hluthafar i fyrirtækinu væru fimm talsins. Væri von þeirra, að verksmiðjan tæki til starfa um næstu ára- mót. Afköst hennar verða litil i fyrstu, 120—150 hráefnislestir á sólarhring. Unnið hefur verið að uppsetningu véla i verk- smiðjuna, en þær eru frá Atlas-Stord i Noregi. Gufuþurrkarinn er af Rotadisc gerð. Slikir gufuþurrkarar hafa verið notaðir viða er- lendis. Sérstakur gufu- ketill framleiðir gufu til þurrkunarinnar. Sér- stakar ráðstafanir verða gerðar til þess að slá niður gufunni og ná niður lykt. nú hefur skýrsluna und- ir höndum, sagði i gær, að enginn erlendur aðili liggi undir grun. Ilann hafi aðeins fengið skýrsluna „vegna dylgna fjölmiðla um að tækin stæðu i sambandi við erlent sendiráð hér”. Ekki gat hann að svo stöddu íiagt um, hvert hann myndi senda skýrsluna, þar sem hann var ekki búinn að kynna sér innihald hennar lil hlitar. ÞAÐ A AÐ BANNA RJUPNA- SKYTTUM BLÁFJÖLL „Þar sem auglýst hefur verið útivistar- svæði og skiðaland fyrir fólk á aö sjálfsögðu að banna mönnum að lara með skotvopn”, sagði Hannes Hafstein lram- kvæmdastjóri Slysa- varnalélags lslands við Alþýðublaðið i gær, þegar við bárum undir hann óánægju manna vegna veiða rjúpna- skyttna i fólkvanginum i Bláfjöllum. Ilannes sagði, að ekki ætti frekar að leyfa meðferð skotvopna i Bláfjöllum en leyfa mönnum að skjóla skarf og veiðibjöllu á hafnar- svæðinu i Reykjavik — „þar sem fólk nýtur úti- vistar meö börnum sin- um má það ekki eiga von á þvi á hverri stundu að verða fyrir skoti frá rjúpnaskyttu”, sagði Hannes Hafstein. Samstarfsnefnd sveitarfélaganna um fólkvanginn i Bláfjöll- um hefur engar reglur sett um meöferð skot- vopna þar. SULLUM-BULL — Þetta er nú bar- asta hreint sullumbull. Þannig fórust Bjarna Guðnasyni, alþm., m.a. orð um skattamála- stefnu rikisstjórnarinn- ar i framhaldsumræðu um fjárlagafrumvarp- ið, sem fram fór á Al- þingi i gær. Bjarni las ýmsar til- vitnaðar málsgreinar úr fjárlagaræðu Hall- dórs E. Sigurðssonar og fór um þær hinum hæði- legustu orðum. Sumt sagði hann, að væri eins og úr gamanleik eftir skáldið Holberg. Annað „hreinasta súllumbúH”.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.