Alþýðublaðið - 31.10.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.10.1973, Blaðsíða 3
Danir vilja ekki sjá friðun í Norður- sjónum Eins og fram kom i Alþ.bl. fyrir skömmu, blasir eybing við sfldarstofninum i Norður- sjónum, ef ekkert er að gert. Er það fyrst og fremst gegndarlaust smásildardráp Dana sem sett hefur stofninn i hættu. Nýlega áttu þeir aðilar sem veiðarnar stunda með sér fund, og kom þar fram að'af- staða Dana er óhagganleg. Þeir vilja ekki faliast á neinar veiðitakmarkanir né friðanir. Höfðu þó komið fram marg- vislegar tillögur, svo sem um 340 þúsund lesta árskvóta, sem skiptist á hinar ýmsu þjóðir, sem veiðar stunda i Norðursjó. Fiskifræðingar hafa haldið þvi fram, að ekki þurfi að koma nema einn til tveir slæmir sildarárgangar i Norðursjónum, þá sé sildar- stofninn þar glataður. Milljón króna tap ó Eddu-hótelunum Samkvæmt nýútkomnum rikis- I Ferðaskrifstofa rikisins rekur á reikningi fyrir árið 1972 virðist sumrum, ekki hafa borið sig. rekstur Eddu-hótelanna, sem Beinar tekjur af rekstrinum Lendingargjöld í Keflavík hækka um helming Lendingarg jöld á Keflavíkurflugvelli hafa nú veriö hækkuö um 53/8% miðað við dollara og eru nú orðin 72% dýrari en i Glasgow, 21% dýrari en á Shannon og 28,6% dýrari en á Kennedyflug- velli. Hækkun þessi kemur verst niður á islensku flugfélögunum þar sem þau eiga lang flestar lendingar farþegavéla á vellinum, eða 67% allra lendinga fyrstu átta mán- uði þessa árs. Bein útgjöld Flugleiða vegna þessarar hækkunar er talin munu nema 34 milljónum króna fyrsta árið, enda hækka gjöldin fyrir hverja lendingu úr 388 dollurum í 598 dollara. Grétar B. Kristjánsson, aðstoðarforst jóri Loft- leiða, sagði í viðtali við blaðið, að hækkun þessi hafi komið mjög á óvart, og hafi ekki farið fram neinar viðræður við Flug- leiðir um hana. Flugleiðir hafa nú hins vegar farið fram á viðræður við yfir- völd vegna þessa, en ekki er komið svar frá þeim. Þá sagði Grétarað með hliðsjon af þessari hækk- un og því, að nú sé búist við 40% hækkun á elds- námu skv. rekstarreikningi 34,6 millj. króna árinu, en bein rekstrargjöld 34,775 millj. kr. auk þesssem 894 þús. kr. voru greidd- ar til menntaskólanna á Akureyri og Laugárvatni, en þar rekur Feröaskrifstofa rikisins tvö sinna hótela. Tapið á Eddu-hótelunum nam þvi röskri milljón. Til þess aö jafna þetta tap greiddi Ferðaskrifstofan af rekstrarfé sinu 2.6 millj. framlag til reksturs Eddu-hótelanna, þannig aö bókhaldslega reyndist ágóöi af rekstrinum vera 1,5 millj. Mest varö tapiö á rekstri hótelsins i Húsmæöraskólanum á Laugarvatni, eöa rúm milljón. Einnig var tap á hótelunum á Húnavöllum, Kirkjubæjar- ktaustri, og Varmalandi. Hins vegar mun hafa veriö hagnaöur á hótelrekstrinum i Menntaskólan- um á Akureyri, aö Heykjum, Skógum, Eiöum og i Sjómanna- skólanum i Reykjavik. neyti flugvéla, sé greini- legt að sú þróun undan- farins áratugs aö fargjöld séu stöðugt að lækka, hljóti aö snúast við. Sagði hann að t.d. IATA félögin hafi þegar farið fram á verulega hækkun á Norður-Atlantshafsleið- inni, og eigi aðeins eftir að fá samþykki yfirvalda. Ljóst er einnig að islensku félögin verði að hækka sin fargjöld, en það mál er enn á frumstigi. Og Flugleiðir verða verst úti HORNID REYKJARSVÆLA í MUSTERINU „Áhugamaður um hand- bolta" skrifar: „Mér þykirskjóta nokk- uð skökku við að í sjálfu musteri iþróttanna, Laugardalshöllinni, skuli á kappleikjum vera nærri ólíft á áhorfendapöllun- um fyrir reykjarsvælu úr vindlingum áhorfend- anna. Loftið er nægilega þungt fyrir , þegar á- horfendapa I larnir eru fullsetnir, svo ekki komi þessi ábót á molluna. Að sjálfsögðu eru reyk- ingar stranglega bannað- ar þarna, og fyrir nokkr- um árum var af og til kallað til áhorfenda um að hætta að reykja, þeg- ar til þeirra sást. Það er nú hins vegar úr sögunni og amast starfs- menn nú ekkert við þess- um ósið, með þeim afleið- ingum að áhorfendur færa sig stöðugt meira upp á skaftið og reykja al- mennt núorðið. Væri nú ekki tilvalið tækifæri að skera upp her- ör gegn þessum ósóma á landsleiknum á sunnu- dag, þá verður vafalaust fullt hús og mikiö reykt, eða hafa umsjónarmenn hússins eða hreinlega iþróttahreyfingin öll, gef- ist upp fyrir reykjarsvæl- unni?". TAKK PÁLL HEIDAR! „Útvarpshlustandi” hringdi i Hornið: ,,Ég get nú ekki setið á mér, aö koma fram, þakklæti til hans Páls Heiðars fyrir þáttinn hans úr dagblöðunum, sem var á dagskrá á mánudaginr,. Ég get ekki betur séð en þetta verði einn allra skemmtilegasti þátt- ur dagskrárinnar, fái þátturinn að halda áfram i sama dúr. Hann var með svipaðan þátt á laugardögum i sumar, en sá dofnaði, þegar á leið, einhverra hluta vegna. Við skulum vona að púðrið endist Páli lengur núna”. Eru engir bágstaddir lengur vegna gossins? ÞAÐ FLÓIR UT UR? Ávarp til sex þingmanna Suður- lands-kjördæmis og reyndar allra hinna sextíu útvöldu. Tilefni þessarar greinar er frumvarp það, er flutt hefir verið á Alþingi, um smiði standferðaskips, til Vestmanna- eyja-ferða á kostnað Viðlagasjóðs. Nýlega birtist grein á forsiðu Visis og bar fyrirsögnina : FLÓIR ÚT ÚR EYJASJÓÐI. Útskýrt er þetta nauðsynjamál og birtar eru tilvitnanir úr greinargerð, er fylgir frumvarpinu. En fylgir ekki eitthvað lika, sem kemur við samvisku sexmenninganna og ef til vill fleiri manna? Tiivisanirnar úr greinargerð frumvarpsins virðast nú benda til þess. Hvað halda mennnirnir að hinir örlátu gefendur, viðsvegar að, hafi haft i huga, er framlögin streymdu að? Við vitum það óll. Það var hjálp til bágstaddra. Eru þá engir bágstaddir lengur, af völd- um eldgossins? Við vitum það lika. Þeir eru margir. Þeir hafr. ekki átt erindi til að veita móttöku bóta, þessa siöustu daga. Satt að segja hafa þeir, sem mest eru þurf- andi engan stuöning fengið. Þar er átt við hina öldruöu, sjúku og eignalausu. Við vit- um það öll að ekki er neitt viöunandi ástand i þeirra málum Það er hvorki fyrir hendi pláss á sjúkrahúsum né dvalarheimilum. Allar dyr eru þeim lokaðar. Kæru vinir. Gerið ekki þá hluti, er verða okkur til ævarandi skammar. Notið þið gjafaféð, sem réttsýnir menn. Notið það eins og gefendurnir óskuðu. Notiö það i þágu þeirra er eiga það. Þegar það hefir verið gert og fyrst þá er rétt að hyggja að hvort út úr flóir. Siguröur Agústsson frá Melstað , Vest- mannaeyjum. GUNNAR LOKSÁ HEIMLEIÐ Almenna bókafélagið hefur sent frá sér Fjallkirkju Gunn- ars Gunarssonar i þremur bindum og eru þá fimm verk þessa afburðahöfundar okkar komin út með hans eigin hand- bragði i endanlegri gerð. Hyggst Almenna bókafélagið gefa út öll verk Gunnars i þessum flokki og segir i „Fréttabréfi AB”, að þegar útgáfunni sé lokið megi i raun réttri segja, að „Gunnar Gunnarsson sé i fyrsta sinn al- kominn heim”. A.B hefur einnig sent á markaðinn bók á ensku eftir dr. Gylfa Þ. Gislason: „The problem of being an Iceland- er, past present and luture”, en bókinni er ætlað „að svara spurningum útlendinga um sögu landsins fyrr og nú”. Bókin er prýdd 16 litmynda- siðum og hefur Gunnarllannesson tekið Ijós- myndirnar. Margir vilja í Kópavoginn Kópavogsbær auglýsti ný- lega að hann myndi úthluta bygginga lóðum i Fossvogin- um, og stendur til að úthluta 122 einingum undir einbýlis- rað- og fjölbýiishús. Eftir þvi sem Alþýðublaðið Iregnaði á bæjarskrifstofun- um i Kópavogi i gær, höfðu á þriðja humdruð umsóknir þegar borist, auk þess sem fjöldi umsóknareyðublaða er enn ókominn. Er þvi Ijóst, að lærri komast að en vilja i Kópavoginum nú, en lóðum þessum verður úthlutað um miðjan næsta mánuð,— SKAUPSKÍFA MEÐ GUDRÚNU Á. SÍMONAR Aðdáendum Guðrúnar Á. Simonar gefst eftir hálfan mánuð tækifæri á að eignast nýja plötu þar sem hún syngur ýmis lög, m.a. verðlaunalagið „Apres toi...” Auk Guðrúnar syngja þeir Karl Einarsson, eftirherma og Hrafn Pálsson úr hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og verða með gamanmál. Platan mun heita „SKAUP 73” og er verið að pressa hana úti i Noregi. Á plötuumslagi verða teikningar eftir hinn drátthaga Árna Elfar. SKAUP 73 verðu stór plata — og efnið eins og nafnið bend- ir til, söngur, grin og gleði. Barnahótel Nokkuð nýstárlegt hótel var opnað i Danmörku fyrir skömmu en það er eingöngu ætlað börnum og er i Klitgard- en nálægt Nödebro Strand. Hugmyndin er sú að börnin geti dvalið þar á meðan for- eldrar þeirra eru veikir, i ferðalögum eða þurfa af ein- hverjum öðrum ástæðum að koma börnum sinum fyrir um tima. Fullorðnir starfsmenn eru börnunum til halds og trausts á hótelinu, en að öðru leyti er það með svipuðu sniði og venjuleg hótel. D Miðvikudagur 31. október 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.