Alþýðublaðið - 02.11.1973, Page 7

Alþýðublaðið - 02.11.1973, Page 7
allsnakinni út i snjóinn vegna þess að hún hafði ekki þakkað fyrir þegar hann sagöi „Guö hjálpi þér.” Það var á gamlárs- kvöld — og hann vitanlega augafullur. Kollberg þagnaði: snöggvast, en sagði siðan: — Ég held það sé til einskis að reyna að toga meira út úr henni — Asu á ég við. — Já, ætli það ekki, en nú vitum við hvað það var sem Stenström var á höttunum eftir, sagði Martin Beck. Kollberg gapti af undrun. — Nú vitum við það? — Já, svo sannarlega. Teresu-morðið — það liggur i augum uppi. — Teresu-morðið segirðu? — Já, hefuröu ekki skilið það. — Nei, sagði Kollberg, — það skil ég ekki. Og ég sem hef verið að pæla i gegnum allt, sem komið hefur fyrir siðustu tiu árin. Hvers- vegna minntistu ekki á neitt við mig? Martin Beck leit á hann og nagaði kúlupennann. Báðir hugsuðu þaö sama. Kollberg kom orðum að þvi. — t>að er ekki hægt að reiða sig eingöngu á hugsanaflutning. — Nei, sagði Martin Beck, — og Teresu-málið er þar að auki sextán ára gamalt. Og þú tókst engan þátt i rannsókninni á þvi. Stokkhólmslögreglan fjallaði um málið frá upp- hafi til enda. ' Ek er liklega sá eini, sem enn er hér af þeim sem fengust við það. — Þú hefur sem sagt þegar farið yfir málskjölin? — Ónei, eða að minnsta kosti aðeins lauslega. i>au eru mörg þúsund siður. Það er allt saman úti á Vastberga. Kemurðu kannski með þangað? — Já, það geturðu reitt þig á, mér veitir ekki af að rifja upp ýmislegt. f bilnum sagði Martin Beck: — En þú manst liklega nóg til að skilja hversvegna Stenström hafur haft áhuga á Teresu- málinu? Kollberg kinkaði kolli. — Já, auðvitað vegna þess að það var erfiðasta málið, sem hann gat fundið. — Einmitt, þvi flóknara, þeim mun betra. Hann ætlaði að sýna i eitt skipti fyrir öll, að hann væri til einhvers hæfur. — Og svo fór hann og var skotinn, sagði Kollberg. — Meiri andskotans vitleysan. Og að hvaða leyti átti það svo að koma þessu máli við? Martin Beck svaraði ekki og þeir skiptust ekki á fleiri orðum fyrr en þeir höfðu að lokum mjakað sér gegnum umferðina til Vastberga og lögðu bilnum i kafaldshrið fyrir utan stöðina. Þá sagði Kollberg: — Heldurðu að nú verði hægt að leysa Teresu-málið? — Það get ég ekki imyndað mér. Kollberg andvarpaöi og blaðaði vondaufur og stefnulaust i málsskjöl- unum. — Þaö tekur að minnsta kosti viku að pæla gegnum þetta allt, sagði hann. — Já, ekki minna. En þú manst eftir málinu i stórum dráttum, er það ekki? — Nei, ekki einu sinni i stórum dráttum. — Það á að vera hér úr- dráttur einhversstaðar. Annars gæti ég reynt að gefa þér heildarmynd af þvi. Kollberg kinkaði kolli. Martin Beck tindi nokkur blöð út úr hér og þar og sagði: — Staðreyndir i málinu eru skýrar og greinilegar, já i rauninni afar einfaldar. Og þar liggur einmitt vandinn. — Leystu bara frá skjóð- unni, sagði Kollberg. — Gott og vel. Þann 10. júni 1951, það er að segja fyrir rúmum sextán árum var maður úti að leita að kettinum sinum, og i runnagróðri i námunda við Stadshagen iþróttavöllinn fann hann lik af konu. Hún var nakin og lá á maganum með armana niður með hliðunum. Likskoðun leiddi i Ijós að hún hafði verið kyrkt og hafði verið látin i hérumbil f imm sólar- hringa. Likið var áberandi litið skemmt af hitanum og hafði að likindum legið i kæliklefa eöa einhverju þessháttar.Allar aðstæður bentu til lostamorðs en þar sem svo langur timi var liðinn gat likskoðarinn ekki fundið örugg merki um að kynferðisafbrot hefði átt s é r stað. — Afsannaði sem sagt ekki tilgátuna um losta- morð, sagði Kollberg. — Einmitt. Hinsvegar sýndi rannsóknin á staðn- um, þar sem likið fannst, að það hafði ekki getað legið þar nema i mesta lagi tólf kiukkustundir. Þetta fékkst staðfest af fólki, sem átt hafði leið framhjá runn- unum kvöldið áður og hlaut að hafa séð likið, hefði það legiö þar. Auk þess fundust trefjar og agnir sem benda til að hún hafi verið vafin gráu ullarteppi, þegar hún var flutt þangað. Það var þvi alveg ijóst að morðið hafði ekki verið framið á staðnum þar sem hún fannst og að likinu hafði verið fleygt inn i runnana. Viðkomandi hafði ekki heldur gert sér mikið ómak við að fela likið með mosa eða greinum eiða ein- hverju þessháttar. Já þetta ætti að vera allt... nei, annars, tvennter eftir. Hún hafði ekki neytt neins matar i marga klukkutima áður en hún lést. Og fótspor eða önnur merki eftir ó- dæðismanninn var hvergi a ð f i n n a . Martin Beck blaðaði i skjölunum og renndi augunum yfir lesmálið. — Þegar sama dag var upplýst að konan var Teresa Camarao, 26 ára gömul, fædd i Portugal. Hún hafði komið til Svi- þjóðar árið 1945 og gifst landa sinum Henrique Camaro. Hann var tveim árum eldri, hafði verið loft- skeytamaður á verslunar- flotanum en hætt á sjónum og fengið vinnu i landi sem útvarpsvirki. Teresa Camaro var fædd i Lissa- bon árið 1925. Lögreglan þar upplýsti, að hún væri af góðu fólki komin úr efnaðri millistéttarfjölskyldu. Hún hafði komið hingað til náms, sem tafðist hafði vegna styrjaldarinnar. Úr náminu varð þó ekkert, þvi hún kynntist Henrique Camaro, sem hún giftist eins og áður segir. Þau voru barnlaus. Vel efnuð. Bjuggu i Torsgatan. — Hver var það, sem þekkti hana? — Lögreglan sjálf, það er að segja starfsfólk sið- ferðiseftirlitsins. Þaö hafði haft töluvert af henni að segja siðustu tvö árin. Þann 15. mai 1949 varð gerbreyting á lifnaðar- háttum hennar og kring- umstæðurnar voru slikar, að reyndar var hægt að timasetja þá breytingu nákvæmlega — eins og stendur hér i skjölunum — og frá þeim degi var hún á hringsóli um undirheima Stokkhólmsborgar. Teresa Camaro hafði með öðrum orðum gerst skækja. Hun var nymfoman, og á tveggja ára timabili sængaði hún með hundruð- um karlmanna. — Já, nú man ég þetta, sagði Kollberg. — En taktu nú eftir: A þremur sólarhringum hafði lögreglan uppi á hvorki meira né minna en þrernur vitnum sem klukkan hálftólf kvöldið áður höfðu séð bil standa við Kungsholmsgatan, við stiginn inn i runnana, þar sem likið fannst. öll vitnin voru karlmenn. Tveir þeirra höfðu ekið framhjá i bil og þeir höfðu báðir séð mann standa við bifreiðina. Við hlið hans i grasinu lá eitthvað á stærð við mann- eskju og það var sveipað gráu ullarteppi að þvi er þeim virtist. Þriðja vitnið, sem fór framhjá fáeinum minútum siðar, sá aðeins bilinn. Lýsingin á mann- inum var mjög óljós. Það var rigning og hann hafði staðið þar sem skugga bar á. Það eina sem vitnin gátu sagt með vissu, var að þetta var karlmaður og hann var fremur hár vexti. Er vitnin voru spurð hvað þau ættu við með „fremur hár vexti” bar þeim nokkuð á milli og voru svörin allt frá 172 senti- metrum upp i 185 senti- metra, en þar höfum við 95% af öllum karlkyns ibúum Sviþjóðar að velja á milli. En ... - Já? — En hvaö viðvikur bilnum bar vitnunum algerlega saman. Allir kváðu hann hafa verið af gerðinni Renault CV-4, en það er bill, sem fyrst kom fram árið 1947 og var siðan framleiddur árum saman með óverulegum breytingum. — Renault CV-4 já, sagði Kollberg. — Þaö var sá sem Ferdinand Porsche hannaði á meðan Frakkar höfðu hann i haldi sem striðsglæpamann. Þeir lokuðu hann inni i hús- varðaribúð verksmiðj- unnar, og þar sat hann og teiknaði. Siðar var hann að visu látinn laus, en Frakk- arnir græddu milljarða á þessari bilgerð. — Þú hefur hina furðu- legustu þekkingu á óvænt- ustu sviðum, sagði Martin Beck þurrlega. — En geturðu sagt mér hvort þú sérð nokkurt samband á milli Teresu-málsins og þess að Stenström er skot- inn af fjöldamorðingja i strætisvagni fyrir fáeinum vikum? — Nei, biddu nú við, sagði Kollberg, — segðu mér fyrst áframhaldið af sögunni. — Jæja, lögreglan i Stokkhólmi hóf nú þá við- tækustu rannsókn, sem framkvæmd hefur verið hér á landi. Gögnin hlóðust upp, já, þú getur sjálfur séð það hérna. Hundruð manna, semhaft höfðu samband við Teresu Camaro, voru yfirheyrðir, en ekki var unnt að grafast fyrir um, hver hefði séð hana siðastur. Sporin hurfu skyndilega réttri viku áður en hun fannst látin. Hún hafði dvalið um nóttina með ungum manni á hótel- herbergi við Nybrogatan og skilið við hann klukkan hálfeitt siðdegis daginn eftir fyrir utan vinstofu i Master Samuelsgatan. Punktum og basta. Þá leitaði lögreglan uppi alla Renault CV-bila, sem til voru. fyrst i Stokkhólmi, þvi vitnin höfðu sagt að billinn hefði verið með A- númer. Siðan var rann- sóknin látin ná til allra slikra Renault bila um ger- vallt landið, þar eð hugsast gat að númerin hefðu verið fölsuð. Þetta tók þvinær heilt ár. Að lokum var þó unnt að sanna, já raun- verulega sanna. að enginn af öllum þessum bilum gátu hafa staðið við Stads- hagen klukkan hálf-tólf að kveldi hins 9. júni 1951. — Jæja, sagði Kollberg, — og þegar. .. — Já, einmitt. þegar þetta var uppvist, stóð rannsóknin i sömu sporum og þegar hún byrjaði. Hún hafði verið framkvæmd eftir öllum kúnstarinnar reglum og út i ystu æsar. Það eina sem athugavert var við hana var, að Teresa I ár munu 25 Danir deyja af völdum eiturlyfi aneyslu og 800 Danir munu J J umhverfi, sem einkenmst af deyja af völdum reykinga Af þeim um það bil 5 þúsund mönnum, er misnota eitur- og fíkni- efni i Danmörku, munu 20-25 þeirra láta lifið á þessu ári vegna of- neyslu. Og um það bil 8 þúsund Danir aðrir verða hætt komnir af völdum fikniefna og pilluáts. Þá er gert ráð fyrir, að um það bil 800 Danir muni deyja á ár- inu vegna tóbaksreyk- inga. Það er Mogens Jacobsen, læknir, er greinir frá þessu i samtali við danska blaðið Aktu- elt nýlega. Astandið i Dan- mörku er þannig i dag, að þar eru um 150 þúsund manneskjur, sem misnota læknislyf. Þar fyr- ir utan eru 80 þúsund ofdrykkju- menn i landinu og eru 15 þúsund þeirra taldir vera i alvarlegri lifshættu. Mogens Jacobsen segir i viðtalinu, að hægt sé að gefa óteljandi skýringar á or- sökum misnotkunar og of- neyslu. En það sem einkennir alla þá, sem hér eiga hlut að KINA * * * 10 MILUONIR NOTA PILLUNA Fyrstu ráðstefnunni um fólks- fjölgunarvandamálið, sem Kina tekur þátt i, lauk nýlega, og vöktu ráðstafanir Kinverja til að stemma stigu við offjölgun mikla hrifningu. Frú Li Hsiu-shen, formaður kinversku sendinefndarinnar, ávarpaði þingið og sagði m.a.: Um það bil 10 milljónir kin- verskra kvenna nota pilluna. Kinverjar eru taldir um 700 milljónir talsins. Sama getnaðarvarnaefni er notað i Kina og i hinum vestræna heimi, en kinversku konurnar fá minni skammt vegna þess, að þær eru minni vexti. Enda þótt fóstureyðingar séu almennt leyfðar, eru þær taldar siðasta úrræðið, og sárafáar konur neyta þessa réttar. Kinversk yfirvöld hvetja til þess, að barneignin sé takmörk- Uð við tvö börn i hinum þéttbýlli héruðum, en á dreifbýlis- svæðunum eins og t.d. meðfram sovésku landamærunum er haldið uppi áróðri fyrir fólks- fjölgun. Frú Li sagði einnig, að leitast væri við aö draga úr fr jóseminni á þéttbýlissvæðunum með þvi að hvetja til þess, að fólk giftist eldra en nú tiðkast almennt. Samkvæmt stjórnarskránni mega karlar kvænast tvitugir, en konur mega giftast tveimur árum yngri, en stjórnarvöld hvetja fólk til aö biða i fimm ár, segir hún ennfremur. Ungt fólk i Kina hefur af fús- um vilja frestað hjúskap i þeim tilgangi að ná betri náms- árangri. En frúin viðurkenndi ÞA NÚ Faðir sonur máli, er, að þá vantar eitt og annað. Sú vöntun getur verið persónuleg sjálfsvissa, sálræn ró, traust annarra og stöðustig i þjóðfélaginu. Margar rannsókn- ir benda til þess, að þeir er mis- nota fikniefni, komi mjög oft úr lágum þjóðfélagsstigum þegn- anna, öryggisleysi, persónuleg- um ósigrum, kulda, hræðslu og tortryggni. 65 prósent þeirra koma frá hjónaskilnaðarheimil- um. 50 prósent þeirra hafa dval- ið i einhvers konar stofnun og utan heimilisins. Hjá næstum 40 prósent þeirra er um að ræða al- varlega áfengismisnotkun eða alvarlegar sálrænar þjáningar hjá öðru hvoru foreldranna. Dönsku sveitarfélög tóku milljarði of mikið Dönsk sveitarfélög hafa kraf- ið inn milli 500 og 1000 millj. danskra króna of mikiö I útsvör fyrir áriö 1972 vegna þess, aö heildartekjur Ibúanna til út- svars voru of lágt áætlaöar. Venjulega hafa sveitarfélögin haldiö slikum viöbótartekjum, en þaö ætti ekki aö gerast nú, segir danska blaöiö Politiken. Þessi stóraukna útsvarsinn- heimta hefur einnig oröiö á tim- um, þegar stöðugt er verið að tala um, að hiö opinbera verði að draga saman seglin og að sveitarfélögin eigi ekki aö auka framkvæmdir heldur þvert á móti reyna að lækka álögur sin- ar eins og mögulegt er. En hvernig getur það gerst, að sveitarfélög geti krafið inn svo miklu hærri fjárhæð i út- svör, en ráð er fyrir gert. A stæöan er þessi: Þegar sveitar- félögin ganga frá fjárhags- áætlunum sinum, þá áætla þau, hversu miklum útgjöldum þau veröi að mæta meö þvi að leggja á skatta. Siðan meta þau likleg- ar tekjur ibúanna og setja svo fasta einhverja ákveðna álagn- ingarprósentu. Þegar svo tekjurnar reynast meiri en spáð var, þá innheimta sveitarfélög- in jafnframt meira fé en upp- haflega var ráögert. Og til þess að bæta gráu ofan á svart hafa sum sveitarfélögin einnig lagt hærri prósentu á en þau þurftu. Þannig fela þau með tvennum hætti raunverulega aukningu skattbyröar og fá til ráðstöfunar mun meira fé en fjárhagsáætlunin gerði ráð fyr- ir. Þess vegna þykir mörgum Dönum, sem nú sé kominn timi til þess aö sveitarfélögin fari að skera niður eyðslu sina — og út- svarsinnheimtu. Að visu má vera, að sumir sveitarstjórna- menn kunni að verða vonsviknir yfir þvi aö þurfa að skila aftur tekjum, sem innheimst hafa þó, að margir virða vilja yfir- vaídanna að vettugi. Meðlimir kinversku sendi- nefndarinnar viðurkenndu, að enn hefðu fjölskylduáætlanir ekki náð tilætluðum árangri. Nokkur árangur hefur náðst á þessu sviði, en þar sem siðvenj- ur eru mismunandi i hinum ýmsu landshlutum, t.d. er sums staðar lagt mikið upp úr þvi að eiga sem flest sveinbörn, og annars staðar leitast fólk við að eignast bæði drengi og stúlkur, þá hefur áróðurinn fyrir tak- mörkun barneigna ekki borið fullan árangur. Likt og i Indlandi Kinverjar beita svipuðum ráðum og notuð eru i næstfjöl- mennasta landi heims, Ind- landi, þar sem miklum áróðri hefur verið haldið uppi, en með takmörkuðum árangri þó. Kynningarstarfsemi Kinverja á getnaðarvörnum er i mynd áróðursherferða, kvikmynda, fyrirlestra, leiksýninga og mjög fullkominnar læknisþjónustu. Fulltrúarnir á ráðstefnunni telja, að ástæðan fyrir þvi, að Kinverjar hafa náð svo miklu betri árangri á þessu sviði sé sú, að félagslegt aðhald að Kinverj- um er svo miklu meira. Kvenfélög, verkalýðsfélög og ungkommúnistar eiga drjúgan þátt I kynningu getnaöarvarn- anna. Tilgangur Kinverja með áróðrinum fyrir takmörkunum barneigna er ekki sagður sá að draga úr fólksfjölgun, heldur skal þess gætt, að fólksfjölgunin sé ekki örari en hagvöxturinn. Faðir sonur Hjartasjúkdómarnir — Svarti dauði vorra tíma Eins og kunnugt er, þá eru hjarta- og æða- sjúkdómar orðnir al- gengasta dauðaorsökin i flestum iðnvæddum þjóðfélögum. Slikir sjúkdómar hafa farið óhugnanlega mikið i vöxt. Á s.l. 10 árum hefur fjöldi dauðsfalla vegna hjartaveiklunar (hjartað orkar ekki að dæla blóði um likam- ann) hjá borgarbúum á aldrinum 35-49 ára aukist um næstum 30%. Á sama tima hefur slikum dauðsföllum „aðeins” fjölgað um 2- 9% hjá þeim, sem eru 65 ára og eldri. Þá hafa dauðsföll fólks á aldrinum 30-35 ára vegna hjartabilunar aukist um hvorki meira né minna, en 50% á þessum sama tima. Vegna þess, að viðkomandi þjóðfélag missir með þessum hætti fjölmargt ungt fólk i blóma lifsins, þá hefur baráttan gegn hjartasjúkdómum — og þá sérstaklega hjartaveikiun (þ.e.a.s. hjartað verður of þrótt- laust til þess að mæta álagi) — orðið barátta, sem hefur sam- félagslega þýðingu og mikil- vægi. Það eru margar ástæður fyrir hinni miklu útbreiðslu hjarta- og æðasjúkdóma. Þessar orsak- ir eru i beinum tengslum við lif það, sem við nú lifum, hinn BARÁTTAN FARIN AÐ BERA ARANGUR aukna hraða og spennu i öllum samskiptum manna, sem sé af- leiðing hins svonefnda „stress”, sem þjáir okkur öll meira eða minna. Við leggjum sifellt minna á likama okkar, hreyfum okkur allt of litið og borðum oft allt of mikið. Hin miskunnarlausa tölfræði byggð á skýrslum rannsóknar- stofnana um athuganir þeirra, segir okkur, að fimmti hver ein- staklingur á aldrinum 50-59 ára þjáist af einhverjum hjarta- eða æðasjúkdómi og þegar komið er upp aðsjötugsaldrinum er varla sú manneskja tii, sem ekki gengur með einhvern slikan sjúkdóm. Þvi miður getum við ekki útrýmt þeim sjúkdómum, sem hér um ræðir, en við getum spornað við örri útbreiðslu þeirra og náð stjórn á sjúk- dómsþróuninni hjá hverjum og einum og forðað þeim dapur- legu endalokum, sem ella blasa við. Fyrst og fremst þurfum við bætta meðhöndlun þeirra, sem sjúkir eru orðnir — fleiri hjúkrunar — og þjálfunarmið- stöðvar og betra tangarhald á hinum ýmsu orsakavöldum. Að sögn margra visindamanna er á þennan hátt hægt að minnka fjölda þeirra sjúklinga, sem þjást vegna veiklaðs hjarta, um heil 30%. Sá sjúkdómur þróast oft án þess að hann sé merkjan- legur af ytri einkennum. At- huganir hafa leitt i ljós, að u.þ.b. 30% þeirra, sem reyndust vera með stórlega veiklað hjarta, töldu sjálfir sig vera fullhrausta og fundu ekkert at- hugavert við heilsufar sitt. Allir, sem þjást af hjarta- og æðasjúkdómum i Sovétrikjun- um, eru strax teknir til sér- stakrar meðhöndlunar. A siðari árum hefur náðst talsverður árangur á þvi sviði. Dauðsföll- um vegna raunverulegra hjarta- og æðasjúkdóma, þ.e.a.s. sjúkdóma, sem ekki er hægt að rekja til veiklaðs hjarta vegna „notkunarleysis” eöa óheilbrigðra lifsvenja, hefur fækkað um 40% og tekist hefur að bjarga sjúklingum með al- varlega hjartagalla, sem von- laust hefði verið að reyna að bjarga áður og fyrr. En hjartasérfræðingarnir verða að heyja miskunnarlausa baráttu við timann. Hjartaslag gerir sjaldnast boð á undan sér og á fáum klukkustundum, jafn- vel á fáum minútum, geta orðið hliðarverkanir, sem hafa alvar- legar afleiðingar, oftast dauð- ann sjálfan, i för með sér. Engu að siður getur fólk oft sagt fyrir um aðsteðjandi hjartaslag að- eins ef það veitir einkennunum athygli. Verkir i hjartastað eru aðvörun. Þá ber strax að senda eftir lækni. Þess vegna verður að fræða fólk vel og vandlega um þau einkenni, sem eru til marks um ylirvofandi hjarta- áfall eða hjarla- eða æðasjúk- dóm. lleilbrigðisyfirvöld i Sovétrikjunum lita á þetta upp- fræðslustarf sem mjög þýðingarmikið verkefni, eink- um þó og sér i lagi að koma þessum upplýsingum á fram- færi við fólk, sem þjáist af kransæðaþrengslum eða hjarta- veiklun. Það getur á stundum verið erfitl að gera nákvæma sjúk- dómsgreiningu strax og komið er með sjúklinginn, en þar sem það myndi hafa mjög alvarleg- ar afleiðingar ef rangl væri greint, þá eru allir sjúklingar, sem grunur leikur á að hafi fengið snert af hjartaslagi, vaktaðir sérstaklega. Dauðslöll meðal hjartasjúklinga eru nefnilega fimm sinnum algeng- ari hjá þeim, sem liggja heima, en hinum, sem íarið er með á sjúkrahús. A sjúkrahúsunum eru sérstakar deildir, þar sem unnter að koma við sérlega ná- kvæmu eftirliti og eru þannig útbúnar, að hægt er að fylgjast með heilsu sjúklingsins úr fjar- lægð hverja minútu sólar- hringsins. A sjónvarpsskermi er hægl að fylgjast með þvi, hvernig hjartað starfar, og það gerir mögulegt að gripa strax til gagnaðgerða við fyrstu merki um yfirvofandi hættu. Ef réttur búnaöur er við hend- ina, þá eru 80%> likur á þvi að sjúklingur lifi af hjartastöðvun miðað við það að hægt sé að hefjast handa innan minúlu frá þvi stöðvunin á sér stað. Tveim- ur til þremur minútum seinna eru likurnar aðeins 30-40% og ef liðnar eru fimm minútur eða meir, þá er nær ógerningur að vekja sjúklinginn til lifsins alt- ur. Þetta dæmi sýnir, hve miklu hlutverki timinn gegnir i sam- bandi við öll hjartaáföil og þetta merkir, að sjúkraflulningar aII- ir verða að framkvæmast hratt og af vel búnum bilum og vel þjálfuðu starfsliði. En vegna þess, hve mikil áhersla hefur verið lögð á ein- mitt þessi atriði af heilbrigðis- yfirvöldum i Sovétrikjunum, þá hefur baráttan við hjartaáföllin þegar skilað nokkrum árangri. A undanförnum árum hefur fjöldi dauðsfalla vegna hjarta- slags lækkað um 25-30% svo fremi sjúklingurinn komist á sjúkrahús i tæka tið. (Byggt á grein eftir heil- brigðismálaráðherra Sovétrikj- anna, Boris Petrovskij) Frá sjúkrabifreiðinni er hjartalinurit sjúklingsins sent með stuttbylgju- sendi til sjúkdómsgreiningarmiðstöðvar á sjúkrahúsinu. LAUS STAÐA Staða skrifstofustjóra borgarverkfræð- ings er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi i lögfræði. Laun eru skv. lfl. B-2 i kjarasamningi starfsmanna Reykjavikurborgar. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað til skrifstofu borgarstjóra eigi siðar en 24. nóvember n.k. Borgarstjórinn i Reykjavik, 1. nóvember 1973. 10 Föstudagur 2. nóvember 1973 Föstudagur 2. nóvember 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.