Alþýðublaðið - 01.12.1973, Side 7
AF JÓLABÓKAMARKAÐf
Falleg börn
sleppa betur
en ófríð
BANDARÍSK
KflNNIIN
STAÐFESTIR
ÚÞÆGILEGAN
6RIIN
Oft er sagt, aö falleg
börn eigi ekki eins erfitt og
hin ófriðari. Þao séu í
uppáhaldi í skólanum og
hjá foreldrum sinum. Þau
neita þessu auövitaö sjálf,
en nú hafa visindamenn
kannað máliö og komist aö
þeirri niðurstööu, að eitt-
hvað sé til i þessu.
Karen Dion, sem er sálfræði-
prófessor við Minnesotaháskól-
ann, ákvað að gera sálfræðilega
könnun til að fá einhvern botn i
málið. Hún birti niðurstöður sinar
i bandariska sálfræðitimaritinu
Journal of Personality and Social
Psychology.
Karen Dion bað 243 kven-
stúdenta að dæma um atferli
barns skv. skriflegum skýrslum.
Þar var um að ræða hluti eins og
að kasta steini i hund eða snjó-
bolta i annað barn. Hverri frá-
sögn fylgdi mynd.
Konurnar, sem þátt tóku i til-
rauninni, áttu siðan að útfylla
spurningalista. Þar áttu þær m.a.
að svara þvi, hvort þær teldu, að
barnið hefði gert slikt áður og
hvort það myndi gera það aftur.
Einnig áttu þær að taka afstöðu
til þess, hvort atferli barnsins var
óviðunandi, hvaða refsing væri
viðeigandi og auk þess að reyna
að dæma um lyndiseinkunn
barnsins með hiiðsjón að skýrsl-
unni og myndinni.
Svörin sýndu greinilega,
aö fallegustu börnin fengú
mildastan dóm. Þeim var
sýnt mikið umburðarlyndi,
og talið var, að það væri
fremur ólíklegt að þau
börn endurtækju verknað-
inn. Þau voru almennt tal-
in heiðarlegri og þjálli en
ófríðu börnin.
Hegðun ófriðu barnanna var
aftur á móti lýst sem óæskilegri.
t^ina huggunin er sú, að konurnar
kustu þeim ekki harðari refsingu
en laglegu börnunum.
Hjálpar þjónaverk-
fallið bíóunum?
Það er ekki fjarri lagi að
þjónaverkfallið hafi hleypt
lifi i aðsókn að kvikmynda-
húsunum, og þá er venjan að
bekkurinn þrengist fyrst þar
sem sýndir eru góðir vestrar
eða reyfarar.
Besti reyfarinn i gangi i
dag er trúlega Leikföng
dauðans, eftir sögu Alistair
McLeans, sem sýnd er i
Tónabiói.
Tónabió á reyndar i vænd-
um sitthvað eftirsóknar-
verðra mynda, svo sem .Get-
away.sem verður jólamynd
þar, Siðasti tangó I Paris
sem væntanlega verður
komin fljótlega upp úr ára-
mótunum, hvort tveggja
splunkunýjar myndir, og svo
Hannie Caulder, vestra, sem
var framhaldssaga i Alþýðu-
blaðinu nú i sumar.
SKIPTIÐ UM OLÍU
OG BLEYJU í EINU
Nú fá brezkar mæður að-
stöðu til að skipta á barninu
sinu á nokkrum bensin-
stöðvum. BP er að setja
upp bólstruð borð i u.þ.b.
400 bensinstöðvum sinum
við aðalvegi.
Goffrey Shepherd, fram-
kvæmdastjóri smásölu-
markaðs BP i Bretlandi,
sagði um þetta mál:
Geoffrey Shepherd,
framkvæmdastjóri smá-
sölumarkaðs BP i Bret-
landi, sag.ði um þctta mál:
,,Við fengum hugmynd-
ina frá meginlandinu, þar
sem þessi aðstaða stendur
mæðrum á ferðalagi til
boða. Borðin hafa verið
scrstaklega hönnuð og
hólstruð, þannig að börnin
séu i réttri hæð á þeim og
vel fari um þau. Konur
hafa sýnt það, að þær vilji
hreinlegt og smekklegt
snyrtiherbergi, þar sem
þær geti skipt uin bleyju á
barninu með góðu móti”.
Engin greiðsla verður
tekin fyrir að fá að nota
þessa aðstöðu.
Hr. Sheperd sagði:
,,Við teljum kven-bil-
stjóra sérlega mikilvægan
hluta viðskipta okkar.
Þrifalegar og velhirtar
bensinstöðvar hafa góð á-
hrif á þær, og þær liafa aft-
ur áhrif á eiginmenn sina,
sem kaupa mikið af bensini
og oliu”.
Kirkjubæjarhúsin í Eyjum
Gosið er komið í
jólabókmenntirnar
,,Þetta er frásögn um
byggð sem horfin er
undir hraun. Til bókar-
innar hefur verið vand-
að á allan hátt, bæði i
frásögn og frágangi.
Það má segja að við
höfum lagt stolt okkar i
þessa bók”.
Þannig mælti Jón Kristjáns-
son prentsmiðjustjóri i tsafold,
er Alþ.bl. spurði hann um hina
vönduðu og dýru Vestmanna-
eyjabók sem fyrirtækið hefur
gefið út. Höfundur hennar er
Guðjón Armann Eyjólfsson
skólastjóri. Þetta er að sögn
Jóns ein allra vandaðasta bók
sem ísafold hefur gefið út fyrr
og siðar, og ekkert til hennar
sparað. Verðið er lika hátt á is-
lenskan mælikvarða, tæpar 2500
krónur, ,,en þó er það vægt
reiknað” að sögn Jóns.
Bókin er mjög stór, 368 blað-
siður, og þar er leitast við að
segja frá gosinu, uppbyggingar-
starfi og þeirri byggð sem fór
undir hraun. Er sagt frá þessu
bæði i máli og myndum. Margar
teikningar fylgja af húsum sem
farin eru undir hraun. Eru þær
eftir Guðjón Ólafsson, t.d. þessi
af Kirkjubæjarhúsunum.
Þrjár nýjar ljóða-
bækur frá AB
Almenna bókafélagið hóf árið
1968 að gefa út sérstakan flokk
ljóðabóka i samstæðum búningi
og var tilgangur félagsins eink-
um sá að koma á framfæri ljóð-
um ungra skálda, en einnig hafa
eldri höfundar og kunnari komið
þar við sögu. Hafa nú alls komið
20 bækur i þessum flokki og eru
þá taldar með þær þrjár nýju
ljóðabækur, sem félagið sendir
frá sér þessa dagana, en þær
eru:
Grænt lff eftir Ragnheiði Erlu
Bjarnadóttur, ungan Reykvik-
ing (f. 1953). Ragnheiður varð
stúdent úr náttúrufræðideild
Menntaskólans I Reykjavik vor-
ið 1973. Hún stundar nú nám i
liffræði við Háskóla Islands.
Þetta er fyrsta bók Ragnheiðar,
en ljóð og sögur eftir hana hafa
áður birst i skólablöðum.
Leit að tjaldstæði eftir Þóru
Jónsdóttur (f.1925). Þóra varð
stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri 1948, stundaði nám við
háskólann i Kaupmannahöfn,
lauk kennaraprófi frá Kennara-
skóla tslands 1968. Þetta er
fyrsta bók Þóru en á sinum tima
skráði hún æviminningar
Bjargar Dalmann i timaritið
Heima er best.
Gerðir eftir Gisla Agúst
Gunnlaugsson, ungan Hafnfirð-
ing (f. 1953). Gisli varð stúdent
úr máladeild Menntaskólans við
Tjörnina vorið 1973. Hann
stundar nú nám i sagnfræði og
bókmennlum við háskólann i
Norwich i Bretlandi. Þetta er
fyrsta bók Gisla en ljóð hans
hafa birst i skólablaði M.T.
Allar eru þessar 3 Ijóðabækur
prentaðar i Odda og bundnar i
Sveinabókbandinu. Auglýsinga-
stofa Kristinar Þorkelsdóttur
gerði káputeikningar.
Ást i
erfðasilfri
„Erfðasilfrið” er áttunda
bókin, sem kemur út á islensku
eftir norsku skáldkonuna An-
itru. Anitra er skáldanafn Ás-
laugar Javanord, sem hefur
notið vaxandi vinsælda hjá is-
lenskum lesendum. Erfðasilfrið
er söguleg skáldsaga, sem segir
frá þvi, þegar Öli Hannibal
Hammer, höfuðsmaður, er
kvaddur i striðið til að verja
Noreg fyrir innrás Svia árið
1807. Frændi Hammers, Stigur,
tekur að sér að stjórna búi með
konu höfuðsmannsins. Stigur
felur erfðasilfur Hammersætt-.
arinnar, þegar fregnir berast af
þvi að Sviar séu á næsta leiti.
Nokkru siðar hverfur Stigur
sporlaust, en harmleikur og ást
fléttast inn i söguna. Otgefandi
er Isafoldarprentsmiðja.
Siðasta aftakan
og lifsstriðið
,,Þá var öldin önnur” eftir
Einar Braga er fjórir þættir,
hver um sig sjálfstæð ritsmið,
en þó hver öðrum tengdir með
ýmsum hætti.
Þættirnir eru: Siðasta aftaka
á Austfjörðum, sem segir frá
miklum harmleik a seinni hluta
18. aldar, en sem lifað hefur i
munnmælum fram á þennan
dag. Sumardagar i Suðursveit
er gamansöm lýsing á lifi Skaft-
fellinga á kreppuárunum. Fer
þar saman lýsing á lifsstriði
mannsins við náttúruöflin og
samskipti við verslunarhætti
þeirra tima, sem um er fjalláð.
Þá er frásögn af Galdra-Fúsa,
sem kunnur er úr þjöðsögum,
næstum þvi á borð við Sæmund i
Odda og Snorra á Húsafelli,
enda aliir prestar.
Sumardagar á Hornströndum
er frásögn af vitavörslu höfund-
ar á Hornbjargi.
tsafoldarprentsmiðja gefur
bókina út.
Það er vandi
að velja sér...
„Gunnarsrimur” Sigurðar
Breiðfjörð eru 6. bindið i
Rimnasafni þvi, sem tsafoldar-
prentsmiðja gefur út. Eru þær
ortar árið 1836. Elkki mun Sig-
urður Breiðfjörð hafa verið sér-
staklega ánægður með þetta
verk sitt, og bera Gunnarsrimur
þess ef til vill, nokkur merki, að
hann hefur viljað hrista þær af
sér, en hann hafði tekið að sér
að gera þær fyrir Kristján
Magnússon, sýslumann á Narf-
eyri.
1 þessum rimum eru þó mörg
gullkorn, sem farið hafa viða,
og lifað góðu lifi til þessa dags.
Má þar til nefna þessa visu:
Það er vandi að velja sér
vif I standi þrifa,
en ólánsfjandi, ef illa fer
i þvi bandi að lifa.
Þessu þekktasta og vinsæl-
asta skáldi þjóðarinnar á sinum
tima er verðugur sómi sýndur
með þessari útgáfu, en um hana
sá Sveinbjörn Beinteinsson,
skáld og allsherjargoði. Lysti-
legar myndir Jóhanns Briem
prýða þessa bók.
Leitin að
þeim eina rétta
„Draumalandið hennar” er
nýjasta bók Ingibjargar Sig-
urðardóttur. Aður hafa komið út
eftirhana Sýslumannssonurinn,
Sýslumannsdóttirin, Ast og hat-
ur, Systir læknisins, Læknir i
leit að hamingju, svo einhverjar
séu nefndar.
Draumalandið er, eins og
fyrri sögur Ingibjargar, róman-
tisk ástarsaga, sem gerist bæði i
Reykjavik og Noregi, þar sem
Rúna finnur þann rétta.
Bókaforlag Odds Björnssonar
gefur bókina út.
Laugardagur 1. desember 1973
o