Alþýðublaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 1
Hefur grætt 7-800 þúsund á getraun- unum BAK Gagnrýnendur skrifa leikritaflokk upp úr bókinni um Ragnheiði Þriðjudagur 18. des. 1973 ™ Z alþýðu Blaðið sem þorirj Á jóladag verður endanlega úr því skorið, hversu mikil leikritaskáld leik- listargagnrýnendur blaðanna eru. Þá verða flutt í út- varpsþætti Jökuls Jakobssonar fimm leikrit eftir gagn- rýnendurna f imm — og eru þau leikrit öll byggð á bókinni um Ragnheiði Brynjólfsdóttur Sveinssonar, fyrr- um biskups í Skál- holti. Leikritin verða flutt í einni bunu og jafnharðan gagnrýna þau Vig- dís Finnbogadóttir, leikhússtjóri í Iðnó, og Sveinn Einars- son, Þjóðleikhús- stjóri. Gagnrýnendurnir fimm eru Jónas Jónasson (Alþýðu- blaðið), Þorvarður Helgason (Morgun- blaðið), Halldór Þorsteinsson (Tím- inn), Þorleifur Hauksson (Þjóðvilj- inn) og Ólafur Jóns- son (Visir). Ólafur sagðist í viðtali við fréttamann blaðsins vera búinn að skrifa sitt leikrit en engu vildi hann svara um hvort hann hefði uppgötvað í sér mik- ið leikskáld. Þess í stað hló hann mikið og sagði : — Þetta er náttúrlega hugsað sem spaug og spé og við fáum svo að heyra útkomuna. Freysteinn Þorbergsson hótar 30 millj. kr. skaöabótakrötum vegna auglýsinga á skákbók Ekki einu sinni dýrindis loðfeldur get- ur komið i veg fyrir kvef i frostinu þessa dagana. Upp úr miðnætti sl. var talið nær öruggt, að samkomulag næðist i deilu flug- freyja og flugfélag- anna. Þá hafði fund- urinn staðið i 34 klst. og átti að halda honum áfram. ÁoUS?. Almenna bókafélagsins „Ég tel, að sann- leikurinn hjá Freysteini Jóhannssyni sé bæði naumur og blandaður rangfærslum, einkum þar sem fjallað er um forsögu einvigisins, og ég hef farið fram á það við Almenna bóka- félagið, að það verði hætt að birta aug- lýsinguna i þvi formi sem hún er, — að það verði ekki auglýst stift, að þetta sé sannleik- urinn ómengaður”, sagði Freysteinn Þor- bergsson við Alþýðu- blaðið i gær. Hann heldur þvi fram i skeyti, sem hann hefur sent AB, að i bókinni „Fischer gegn Spasski”, eftir Frey- stein Jóhannsson og Friðrik Ólafsson, séu i kafla Freysteins rang- færslur og „æru- meiðingar” gegn sér, Robert Fischer og Paul Marshall, — en bók þessi hefur verið aug- lýst sem „skákbókin, sem segir sannleikann um einvigið fræga.” llótar Freysteinn Uorbergsson meiöyrða- máli gegn AB og Frey steini Jóhannssyni og segisl muni krefjast 27 milljón og 560 þúsund króna i skaðabætur vegna „ærumeiðinga” og „annars tjóns” verði ekki hætt að aug- lýsa bókina „með þessu eða svipuöu orðalagi”. „Gangi AB ekki að þessu hef ég tilkynnt, að búast megi við meiðyrðamáli”, sagði Freysteinn við Alþýðu- blaðið. E k k i k vaðst hann hafa i hyggju að stöðva sölu bókarinnar þótt ekki verði gengið að kröfum hans, „og i raun og veru er ég ekkert mótfallinn þvi, að þessi bók sé auglýst, og hún seld, þvi það er kannski ágætt, að það ÞJÓNAFÉLAGIÐ KLOFNAR í KJARADEILUNNI • • Sáttafundi þjóna og veitinga- manna lauk um kvöldmatarleytiö í gær án árangurs. Nýr fundur hefur ekki veriö boðaður • • Þjónafélagið hefur klofnað: i þvi eru hátt i 20 manns, sem gegna stöðum veitingast jóra og gestamóttökustjóra á hinum ýmsu veit- ingastöðum og hafa þeir nú í hyggju að stofna eigið stétt- arfélag. • • Jónas Þórðar- son, framreiðslu- maður á Loftleið- um, ætlar að stefna Gústaf Agnarssyni, lyftingamanni og „heimsmeistara" í þeirri grein, fyrir likamsmeiðingar. Gústaf fótbraut Jónas í stympingum fyrir utan Hótel Sögu á laugardags- kvöldið. Á sáttafundinum í gær gerðu veitingamenn það að tillögu sinni, að deilan yrði lögð fyrir gerðar- dóm, en þjónar höfnuðu þvi. Þess i stað buðust þeir til að lækka þjón- ustugjaldskröfur sinar úr 21.6% i 20%. Þvi höfnuðu veitingamenn, enda eru þeir staðráðnir i að láta málið ganga til gerðar- dóms. Auðunn Einarsson, veitingastjóri á Sögu, sagði i viðtali við frétta- mann blaðsins i gær, að hann yrði „guðslifandi feginn’ ef honum yrði vis- að úr Félagi framreiðslu- manna. Hann væri mjög á móti verkfallinu og þeim aðferðum, er þjónar not- uðu. — Við munum stofna okkar eigið stéttarfélag, sagði Auðunn, — eða þá reyna að ganga sem heild inn i til dæmis Verslunar- mannafélag Reykjavik- ur. Til átaka kom við Sögu á laugardagskvöldið — þar sem framvarðasveit hússins, lyftinga- og glimumenn, tókust á við aðvifandi þjóna. Rúður brotnuðu og einn fót- brotnaði. Þá kom og til átaka i Klúbbnum á sunnudagskvöldið: þjón- ar ruddust fram hjá dyra- verði, þrátt fyrir að dyra- verðir hússins hafi ströng fyrirmæli um að hleypa þjónunum inn. Þjónar komu i veg fyrir sölu á gosi og tóbaki og fjöldi lögreglumanna, sem kall- aðir voru til, gengu þung- búnir um sali. Votmúla- ahrif í Álftanes- hreppnum Það eru fleiri jarð- eignir en Votmúlinn við Selfoss, sem margfald- ast i verði á skömmum tima, og þannig hefur Guðjón Styrkársson lögfræðingur i Reykja- vik gert tilboö upp á sex milljónir króna á borðið i hálfa jörðina Grenjar i Álftaneshreppi við Langá. Samkvæmt fasteigna- mati er jörðin öll metin á 720 þúsund, og fyrir 11 árum var hún öll seld á 480 þúsund. Er þvi ekki fjarri að verðgildi jarðarinnar hafi þrjátiufaldast á 11 árum. Hreppurinn á forkaupsrétt að ofan- greindum helmingi jarðarinnar, og sagði Skúli Jónsson oddviti, að almennur áhugi hafi verið meðal hreppsbúa, að hreppurinn keypti hann. Hinsvegar væri verðið það hátt, aö ókleift hafi reynst að ná upphæðinni saman fyrir 20. des. en þá rennur forkaupsréttur hreppsins út. Þá sé einnig á að lita, að i haust hafi Guðjón gert veiðileigusamning i Langá við þann sem nú vill selja, til næstu tiu ára, og hefði það hækkað jörðina enn i verði. komi fram mörg sjónarmið”. — 0 — „Ég hefi aldrei, hvorki til þessarar bókar né á blaöa- mennskuferli minum, skrifað annað en það sem ég veit sannast og réttast eftir bestu fáan- legu heimildum”, sagði Freysteinn Jóhannsson.” Og á meðan nafni minn Þor- bergsson segir ekki opinberlega, hvað hann á við með þessum athugasemdum sinum, hef ég enga ástæðu til að velta vöngum yfir þeim.” — 0 — Baldvin Tryggvason, framkvæmdastjóri AB, sagði i samtali við Alþýðublaöið, að vafa- iaust verði texta i blaðaauglýsingum breytt, en það veröi þó ekki vegna hótunar Freysteins Þor- bergssonar, heldur verði alltaf að breyta auglýsingum öðru hvoru svo fólk verði ekki leitt á þeim. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það, hvort úr auglýsingatextunum verði tekin málsgreinin þar sem segir, að þetta sé bókin sem segir sannleikann um skák- einvigið. „Hann verður bara sjálfur að fylgjast með þvi sem kemur, og ef hann sér ástæðu til að fara i mál út af aug- lýsingunni, þá hann um það”, sagði Baldvin Tryggvason. — 0 —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.