Alþýðublaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 3
0 Lausnirnar $treyma inn Jólagetraun Alþýöu- blaðsins hefur heldur bet- ur kallað á rannsóknar- hæfileikana hjá fjölda barna. Lausnirnar streyma nú inn, en skila- frestur er til hádegis fimmtudaginn 20. desem- ber. Síðan verður dregið úr réttum lausnum og eru þrjú ferðaútvörp í verð- laun. Og nú er bara fyrir þá, sem enn eiga eftir að hjálpa Sveini rann- sóknarlögreglumanni og jólaveininum að finna þjófinn, að ganga frá Likur eru á þvi að friðunarráð- stafanir vegna sildarstofnsins i Norðursjó komi ekki eins hart niður á fslendingum og óttast var. Mál þetta var til umræðu hjá Norður-Atlantshafs fiskveiði- nefndinni i fyrri viku. Samkomu- lag tókst ekki um friðun, og verð- ur aftur sest á rökstóla i mars n.k. Horfur á samkomulagi þá eru lausnum sínum og drifa þær til okkar með utan- áskriftinni: Alþýðublaðið taldar nokkuð góðar, og einnig horfur á þvi að það verði okkur frekar i hag. Sjö íslendingarsátu fundinn, og var Þórður Ásgeirsson formaður islensku nefndarinnar. Hann tjáði Alþ.bl, að i þeim tillögum sem lágu fyrir, hefði verið gert ráð fyrir 8—-12 þúsund lesta ársafla Islendinga. t sumar var aflinn — Skipholti 19, Reykja- vík og sérmerkingin er ,, Jólagptraun". hins vegar rúmar 43 þúsund lest- ir, svo friðunin hefði komið mjög hart niður á tslendingum. A fundinum vænkaðist hagur tslands nokkuð, mest fyrir at- beina Dana og Norðmanna, sem lögðu til hærri kvóta tslands til handa. Fyrir fundinum lá álit fiski- fræðinga um nauðsyn tafarlausr- ar friðunar. og tillögur þeirra miðuðu að tvöfalda sildarstofninn i Norðursjónum á næstu fjórum árum. Miklar deilur urðu á fundinum hvernig friðunin skyldi nást fram, og hvernig leyfilegt veiðimagn hverrar þjóð- ar yrði ákvarðað. Þó þokaði nokkuð i samkomulagsátt, að sögn Þórðar. Hvað vilt þú fá í jóiagjöf? Indriði <L Þoi'sUmiissoii, rit- hölundur, velur sór jóla- gjöfina i dag og hana ekki af verri endanum. ,,f:g hef lengi ætlað mór að taka upp þann sið að skjóta rjúpur, sagði Indriði, —en af ýmsum ástæðum hefur ekki orðið af þvi. Min jólaósk kann að vera ókristileg. en samt ætla óg að upplýsa, að mig langar mikið til að eignast fimm skota haglabyssu til að skjóta með rjúpurnar.’’ Indriði verður þó að biða með að þiggja slika jólagjöi þangað til eltir áramót, þvi fimm skota haglabyssur eru uppseldar i bili. Þær fást annars i skotfæravcrslunum og kosta 14—l(i þúsund krónur. alls konar NÁTTFÖT NÆRFÖT ULLAR SOKKAR nýkomið vanda& úrval V E R Z LU N I N GEísiPf AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-60 • Kannski við „komum vel út úr" friðuninni HORNIÐ ER CODEX PRESTANNA MEIRA EN SKELLA Á SPURULA BLADAMENN? Haraldur Guðnason, Vest- mannaeyjum, skrifar: ,,Stjórn Prestafélags tslands flyt ég þakkir fyrir bráð- skemmtilega grein i Alþ.bl.: Að hlaupa rétt á skeiðvellinum. „Allir i takt, takt, takt...” var eitt sinn sungið. Mikil fyrirmun- un er það, að til skuli þeir innan stéttarinnar, sem hlaupa útund- an sér á skeiðvellinum. Það var bara eitt, sem mér fannst á skorta i þessari fyndnu skammdegisgrein: að stjórn- endur settu nöfn sin undir pródúktið. En liklega hafa þeir haft i huga: Sælir eru hógværir, þvi að þeir munu landið erfa. t lokin segja þeir blessaðir: „Codex eticus” presta er góður leiðarvisir um leikreglur.” Þessi góða stjórn ætti nú að kynna codex sinn i næstu grein ekki setja ljósið undir mæliker, Gjaldskrá prestanna Vegna þeirra skrifa, sem komið hafa i blaðinu um greiðslur til presta fyrir aukaverk þeirra, hefur Alþýðublaðið af I- að sér eftirfarandi upplýsinga um auka- verkagreiðslurnar: Skírn.......................... 500 kr Gifting....................... 1500 kr Kistulagning................... 700 kr Greftrun...................... 2600 kr Ferming....................... 1300 kr Vottorð ....................... 100 kr Hjónaskilnaöur................. 250 kr Ferðir skulu vera fríar og ef sami prestur kistuleggur og jarðar, þá skal kistulagningargjaldið. falla niður. heldur ljósastikuna. Við vitum nú það eitt, að það er auðvitað i samræmi við codexinn að skella simtólinu á þegar rætt er við spurula blaðamenn.” Dálkavíxl Þau leiðu mistök uröu i Horninu á laugardag, að dálkar i svárgrein séra Sigurðar Hauks Guðjóns- sonar rugluðust við frágang siðunnar, þannig að dálkur númer tvö varð númer þrjú og sá, sem átti að verða sá þriðji, kom inn sem annar. Greinina varð þvi að lesa eft- ir dálkum: 1 — 3 — 2 — 4 — 5. Alþýðublaðið biöur vel- viröingar á þessum mistök- um. LA H i..’ Ot h A i i..H U J O D U R ■ i..A H :•;1 JÓLATRÉ Landgræðslusjóðs Jólatrén eru komin, og eru seld á eftirtöldum stöðum: Blómasalan v/Birkimel Blómakassanum, Brekkustig 15 Vesturgata 6 Laugavegur 92 Laugarnesvegur 92 Blóm og Grænmeti, Langholtsvegi Valsgarður v/Suðurlandsbraut Borgarkjör, Grensásvegi Austurver v/Háaleitisbraut Grimsbær v/Bústaðaveg Verzlunarmiðstöð Halla Þórarins, Rofabæ Árbæjarkjör Breiðholtskjör Blómaskálinn Neðstatröð, Kópavogi Kron, og verzlunin Straumnes i Breiðholti. Aðalútsala i hinum nýja söluskála Land- græðslusjóðs v/Reykjanesbraut i Fossvogi, simar 4-3011 og 4-32-51 f i\ o Þriðjudagur 18. desember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.