Alþýðublaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 12
lalþýdul INNLÁNSVIÐSKIPTi LEID KÓPAVOGS APÓTEK ■ ■ ■nnni /^TIL LÁNSVIÐSKIPTA Opið öll kvöld til kl. 7 i n rfitfii Bbúnaðarbanki Laugardaga til kl. 2 IMMUUJ \g\/ ÍSLANDS Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SEND/BfL ASfOÐIN Hf Við höldum áf ram að berja okkur til hita, þvi ekkert lát verður á frostinu næstu daga. i dag er spáð NA-kalda, léttskýjuðu og 12—16 stiga frosti á láglendi. Til fjalla verður það meira og í gær komst frostið niður i 24 stig i Sandbúðum og á Hveravöllum. Það ætti allavega að vera trygging fyrir því, að jólasveinarnir eru með rauð og falleg nef... KRÍLIÐ F£/T ^63 j srofy um H£/T/ TúSKfí RfeF /LL 'oF/jfy *) * &*«/) F/SK Tuh&l mmR il r/L v FU6L £/ÐI KIHh RtFL RR. MjÚK FúHL />05K VorvD Tímfí &/l ) Rs//n Ktm Getraunastarfsemin er orðinn snar þáttur i þjóðlifinu. Vikulega eru seldir 40—50 þúsund getrauna- seðlar, og vinningurinn er 5—600 þúsund krónur. Það eru þvi margir sem biða spenntir með seðlana sina þegar úrslit ensku leikjanna eru lesin á laugardögum. Þá hafa getraunirnar komið sér vel fyrir iþróttastarfsemina i landinu, og þær eru ófáar miljónirnar sem getraunirnar hafa gefið Hefur fengið 7-800 þús.! félögunum i sinn hlut. Þegar getraunirnar voru endurvaktar á ár- unum, voru margir ,sem héldu að þær væru dauðadæmdar, eins og raunin varð þegar fyrst var til þeirra stofnað i eina tið. En allar hrakspár hafa reynst markleysa, og þátttakan i getraun- unum hefur vaxið ár frá ári. I.ukkan er fylgispök sumum getraunarþátttakendum öðrum fremur. Er þetta svipað þvi sem á sér staö i happdrættum, en þar getur sami miðinn fengið vinning mörgum sinnum á ári. Sá sem hefur verið einna dug- legastur að haia inn getrauna- vinninga er Gaukur Sigurjóns- son vörubilstjóri i Vestmanna- eyjum. Hann hefur fengið marga vinninga, og þar af a.m.k. þrjá stórvinninga. Hefur hann frá upphafi fengiö milli 700—800 þúsund krónur út úr getraununum. Og samt segist hann hafa litið vit á ensku knatt- spyrnunni! Við ætluðum að hafa stutt rabb við Gauk hér á siðunni, en hann var að keyra vörubilinn sinn langt fram á kvöld, og þvi verður rabbiö að biða betri i tima. Nú eru aöeins enskir leikir hafðir á getraunaseðlunum. Reynt var aö nota islenska og danska seðla, en það var ekki vinsælt, og þvi var hætt viö þaö. Fimm með 10 rétta Uin kvöldmatarleytið á mánudögum hafa starfsmenn Getrauna yfirleitt lokið við að yfirfara getraunaseðlanna. Gærdagurinn var engin undantekning þar á, og hafði Atþ.bl. samband við höfuð- stöðvar Getrauna f I.augardal um kl. I!). I.águ þá fyrir eftir- farandi niðurstööur. Fintm seðlar höfðu fundist með 10 réttuin lausnum, og gefur hver þeirra af sér 74.000 krónur. 50 raðir höfðu fundist með 0 réttuin lausnum, og gefur hver þeirra af sér :J,100 krónur. Sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að skekkja leynist i þessu, og þvi er ætiö skammtaöur hæfilegur kæru- frestur. Skekkjur eru þó sjald- gæfar. Fottúr getraunanna var i þessari viku 533 þúsund krónur, og seldar raðir voru 42.500. Þetta er aðeins lægra en i siðustu viku, enda drcgur oftast úr getraunastarfsem- inni rétt fyrir jólin. Það kom ekki á óvart að ekki skyldu finnast seðlar með fleirum en 10 réttum leikjum, þvi úrslit voru heldur óvenjuleg, til dæmis voru i allt sex útisigrar. Express bætti met Alþ.bl.! Getraunirnar eiga sér sina „sérfræðinga”. Það eru frétta- menn blaðanna, sem spá af mikilli nákvæmni i viku hverri, styðjast við úrslit sfðustu ára, meiðsli leikmanna, og þar fram eftir götunum. Segja má að þeir leggi iinuna með þessum spám slnum. En visindin eru skeikul þegar knattspyrnan er annars vegar, og sjaldan ná spámennirnir langt i spám sinum, og stundum fara þeir hinar mestu hrakfarir. Til dæmis var það þannig um þessa helgi, að spamaður enska biaðsins Daily. Express haföi engan leik réttan á spá sinni, og jafnaði þar með met Hdan Al- þýðublaðsins sem sett var fyrir nokkrum árum. Jafnan er fylgst vel með frammistöðu spámannanna, og má geta þess, að spámaður Alþ.bi. hafði besta útkomu „sér- fræðinganna' i þessari viku, fimm leiki rétta. Getraunir — þáttur í þjóðlífinu Á laugardögum bíða menn spenntir með seðlang sína; FIMM á förnum vegi Er jólaskrautið komið upp hjá þér? Kristinn Sigtryggsson, endur- skoðandi: Það get ég varla sagt og þá ekki heldur að undir- búningur sé hafinn. Við endur- skoðendur erum alltaf seinir fyrir, notfærum okkur alla fresti. llelgi llannesson. deildarstjóri: Nei, ekki er það ennþá, en ég hef hafið undirbúning að þvi. Svanborg Jónsdóttir & Helgi Aðalgeirsson: Við erum nú að kaupa það rétt i þessu. Svo er að setja það upp. ólöf ilafsteinsdóttir. mennta- skólanemi: Ég er ekki byrjuð enn, eða við heima. enda var ég rétt i þessu að komast i jólafri. Það kemur þó að þvi fyrr en sið- ar. Kjartan Kafnsson, 8 ára 1 I.augarnesskóla: Nei, við erum ekki byrjuð ennþá heima hjá mér. Ég er samt búinn að gera dálitið i skólanum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.