Alþýðublaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 7
Hörður Zóphaníasson skrifar um bækur: VARÐELDASÖGUR Ingvar Ásmundsson skrifar um bækur: EINVIGI ALD- ARINNAR OG BAKSVK) ÞESS Nýlega rak á í jörurminar bók, sem nefnistVarðeldasögur og er eftir Trvggva Þorsteinsson, skátaforingja og skólastjóra á Akureyri. Bókin er 128 blaðsiður að stærð og gefin út af bókaút- gáfunni Skjaldborg. Ég fékk þessa bók i hendur eitt kvöldið, þegar ég kom þreyttur heim eftir langan vinnudag. Ég tók bókina með mér i rúmið, enda þótt ég gerði ráð fyrir að sofna skjótlega. En ekki hafði ég lengi lesið, áður en bæði svefn og þreyta gleymdist og bókin var búin, áður en ég vissi af. É lifði þarna aftur mina gömlu og góðu skátadaga i ná- vist Tryggva, skynjaði á nýjan leik andrúmsloftið mettað af ævintýraþrá og græskulausu gamni. Og hve oft leitaði ekki i hugann þetta brot úr skátasöng, sem Tryggvi orti einu sinni: Nú eru liðin 127 ár siðan Jón Thorstensen landlæknir gaf út bók sina ,,Hugvekjur um meðferð á ungbörnum” (1846), sem mun vera fyrsta islenzka bókin um þetta efni. „Barnfóstran” eftir Jónas Þ. Jónassen landlækni kom út árið 1888 og var i notkun fram á þessa öld. Siðar komu allmarg- ar bækur á prenti um þessi mál og voru þessar helstar: „Meðferð ungbarna” eftir Valdemar Steffensen lækni, 1914. „Mæðrabókin” eftir Svenn Monrad lækni, sem Björn G. Blöndal þýddi sem kom út árið 1925. Ári siðar kom bók Daviðs Sch. Thorsteinsson læknis, „Barnið”. Þorbjörg Arnadóttir hjúkrunarkona tók saman bókina ,,Móðir og barn” er út kom l950.Þvinæst gaf Menningarsjóður út bók, sem einnig var nefnd „Mæðrabókin” eftir Alfred Sundal lækni, i þýðingu Stefáns Guðnasonar, læknis, 196 siður, árið 1957. Loks kom „Ungbarnabókin” út hjá Kvöldvökuútgáfunni árið 1969 og aftur á þessu ári. Þetta eru samfeildar ritgerðir 132 bls. eftir 7 norska sérfræðinga, en þrir isl. læknar höfðu umsjón meö útgáfunni. Allar eru bækur þessar torfengnar, nema þær tvær siðasttöldu. Það er þvi ekki að bera i bakkafullan lækinn þótt „Bókin um barnið” eftir Benjamin Spock lækni, i þýðingu Bjarna Bjarnasonar læknis, bætist i hópinn, mæðrum og feðrum til trausts og halds og börnum til öt-yggis. Þessi bók hefur trúlega fjölbreyttan fróöleik að færa lesendum sinum, enda engin smásmiði eða 426 bls. i allstóru broti. Heiti bókarkaflanna vitna best um þetta: Hlutverk for- eldra, útbúnaður oe föt umsiá læknis og hjúkrunarkonu, eldi barnsins, brjóstagjöf, pelagjöf, breytingar á matarræði og regl- um, vanið af pelanum og á boll- ann dagleg meöferð, vandamál bernskunnar, huggun og pela- tott, þorskun barns þins, hægða- venjur. fæðittegundir og máltið- ir, meðferð ungra barna, tveggja og þriggja ára og sex til ellefu ára, skólinn, kynþroskun- araldurinn, sjúkdómar og fl. Bjarni Bjarnason læknir, sem islenskaði þessa mætu bók, er þjóð vorri vel kunnur fyrir erindi i útvarpi og á félagsfund- um um heilsuvernd, ritstjórn timarritsins „Fréttabréf um „Já, þessir dagar. þeir koma i huga mér enn. já. þessa daga, þá muna fullorðnir menn. Þótt árin liði. er andinn þó samur og jafn, sem skátar og vinir viö eigum margt yndislegt minninga- safn.” Tryggvi hefur alltaf ratað réttu leiðina, þegar hann hefur viljað tala við skátadrengina sina. Hann kunni að ná til okkar með hinni hlýju gamansemi sinni og okkur geymdist vel i minni, þegar hann sagði okkur til syndanna i hreinskilni og ein- lægni tæpitungulaust. Það var ekki alltaf þægilegur lestur, en oftast hollur. Varðeldasögur eru eins og höfundurinn. Þær eru fullar af gamansemi og kimni, óróa og heilbrigðismál” og sem höfund- ur flestra fræðslurita Krabba- meinsfélagsins. Þýðing og umsjón Bjarna læknis með ævintýraþrá. oft farið á kostum i frásögninni, en að baki hillir undir hinn einbeitta og hjarta- hlýja mann, sem kann að vera með strákum, getur lagt grimu hins fullorðna til hliðar, er strákur sjálfur. Ég vil gjarnan vekja athygli á þessari bók. Ég er illa svikinn, ef þessar Varðeldasögur hlýja ekki mörgum skátum bæði vngri og eldri. Yngri lesendurn- ir sjá ævintýrin i hillingum framundan á skátabrautinni, en hinir eldri, sem kynnst hafa skátastaríi af eigin raun, lifa aftur gamla og góöa daga. Það er fengur fyrir skátahreyfing- una að fá svona bók. og að lestri loknum sendi ég Tryggva yfir fjöll og firnindi bestu kveðjur og þakkir fyrir samveruna, bæði i Varðeldasögum og annars stað- ar. umræddri bók, er stórvirki, sem þjóðin kann vonandi vel að meta. Merkasti viðburðurinn i skák- lifinu hér á landi i ár er vafalitið útkoma skákbókar AB, „Fisch- er gegn Spassky". Fyrri hluti bókarinnar, Saga heiinsm eislaraein vigisins i skák 1972,er skrifaður af Frey- steini Jóhannssyni, ritstjóra, en hann var blaðafulltrúi Skák- sambands tslands meðan á ein- viginu stóð. Þetta er fjörleg lýs- ing á aðdraganda einvigisins og skákinni utan taflborðsins, taugastriðinu um verðlaun og viðskiptakjör, fjármál og fyrir- komulag, Cramer og kröfurnar hans, samninga og sérréttindi, fjarvistir og furðuefni og marg- ar aðrar hliðar mannlegra sam- skipta, sem eiga sér engan stað á skákborði snillinganna. Siðari hluta bókarinnar skrif- ar Friðrik Olafsson, stór- meistari, og eru þar einvigis- skákirnar allar með itarlegum skýringum. Friðrik hefur kafað djúpt i skákirnar, athugað fyrri skýringar og uppgötvað margt, sem aðrir hafa ekki komið auga á, en leiðrétt annað. Oðru hverju bregður hann sér i kennaraliki, veitir fræðslu um frumatriði og segir frá þáttum úr sögu skákarinnar. Bókin er lærdómsrik fyrir lengra komna og eiguleg fyrir aðra. Báðir hafa höfundar gert efninu góð skil, málfarið er hnökralitið og ekki ólipurt, en lengi má gera betur en vel. Bókarhlutar eru aðskildir með allmörgum myndum, en i lokin eru 80 skýringalausar skákir, skyldar einvigisskákun- um að einhverju leyti. Bókin er ásjáleg ytra, en pappirinn hcfði mátt vera betri og myndapappirinn miklu betri. .lón Oddgeir Jónsson söourit Ómisscmdi handbók íslenskt skáldatal Ritið geymir yfirlit um íslensk skáld, æviágrip og skrá yfir verk þeirra og helstu ritgerðir um þau. Þetta er fyrra bindið. Það er tekið saman af Hannesi Péturssyni og Helga Sæmundssyni og nær frá upphafi íslenskra bókmennta og fram til nútiðar. Verkið er myndskreytt og er 3. bókin f bókaflokknum Alfræði Menningarsjóðs. Bækur e til félagsmanna § 20% ódýrari. JÓN SKAGAN SAGA HLÍÐARENDA f FLJÓTSHLÍÐ HOKAI' MfcNNI Saga Hlíðarenda í Fljótshlíð eftir séra Jón Skagan. Mikið rit um hið forna og fræga höfuðból, mannlíf, kirkjuhald þar og búskap frá upphafi vega. Greint er frá 43 ábúendum og kunnum mönnum, sem koma við sögu staðarins, s. s. Þorláki biskupi helga Þórhallssyni, Vísa-Gísla og skáldunum Bjarna Thorarensen og Þorsteini Erlingssyni. Höfundur var lengi prestur á Berg- þórshvoli og hefur unnið að þessu verki árum saman. Sigildar hcims- bókmcnntir Kviður Hómers I—II Hér er um að ræða llíonskviðu og Ódys- seifskviðu í hinni frægu þýðingu Svein- bjarnar Egilssonar. Ljósprentun útgáf- unnar frá 1948 og 1949, sem Kristinn heitinn Ármannsson og dr. Jón Gísla- son önnuðust. BÓKAL/TGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Jón Oddgeir Jónsson skrifar um bækur BIBLIAN’ UM BARNIÐ Þriðjudagur 18. desember 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.