Alþýðublaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 3
Gengislækkun upp úr
áramótum?
Skjótt skipast veður i lofti.
Iðnrekendur, sem i október sl.
Öttuðust gengishækkun i þess-
um mánuði, telja nú nær full-
vist, að gengið verði lækkaðupp
úr áramótum, komi ekki til
stórfelldar hækkanir á fiskverði
erlendis.
Það var á blaðamannafundi
með stjór Félags islenskra iðn-
rekenda i október, að Davið Sch.
Thorsteinsson, varaformaður
stjórnarinnar, lét þau orð falla,
að búast mætti við gengis-
hækkun — einni enn — i desem-
ber, og að það yrði
„katastrofalt” fyrir iðnaðinn.
Menn voru orðnir langeygir eft-
ir gengishækkuninni og þvi var
þaö, aö fréttamaður blaðsins
leitaði til Daviðs.
— Ég held nú, að það hafi
verið góður fréttaflutningur
blaðanna af þessum fundi okk-
ar, sem kom i veg fyrir gengis-
hækkunina, sagði Davið, —þvi
það voru tvimælalaust
hreyfingar i þá átt á þessum
tima. Ég hef alltaf haldið þvi
fram, að það væri eingöngu of
mikill meintur gróði sjávarút-
vegsins, sem veldur gengis-
hækkunum, en nú er þvi náttúr-
lega ekki til að dreifa.
Um möguleikana á gengis-
lækkun upp úr áramótunum
sagði Davið Scheving Thor-
steinsson: — Burtséð frá öllum
kauphækkunum, þá hlýtur að
koma til einhverra breytinga á
gengi vegna oliukreppunnar
einnar. Og þá er ólikt heil-
brigðara aö skrifa gengið eitt-
hvað niður, hafa það sveigjan-
legt, heldur en að láta koma til
uppbætur eða niðurgreiðslur til
útgerðarinnar. Ef útgerðin á að
bera sig i vetur, þá verða að
koma til 1000 milljón króna
aukatekjur til hennar og þá
peninga verður náttúrlega ein-
hversstaöar að taka.
MYVETNINGAR FAVÆNGI
Flugfélagiö Vængir hefur nú
fengið samþykki Flugráðs fyrir
einkaleyfi til áætlunarflugs til
Mývatns. Fjallaði Flugráð um
þessa umsókn Vængja i seinustu
viku og var fyrir sitt leyti með-
mælt þvi, að leyfið yrði veitt, en
það er samgönguráðherra, sem
það gerir. Ekki var i gær búið að
afgreiöa málið formlega i sam-
gönguráöuneytinu.
Ferða m annastraumur er,
eins og kunnugt er, mikiil að
Mývatni, einkum að sumrinu,
og er þvi hin mesta samgöngu-
bót á áætlunarflugi á leiðinni
Reykjavik-Mývatn.
Vængir hafa átt geysilega
annrikt undanfarna daga, þar
sem auk venjulegra anna á
þessum tima ársins, hafa þeir á
ýmsan hátt hlaupiö i skarðið
vegna verkfalls flugfreyja,
sem nú er leyst.
Eru nú ákveðin kaup Flugfél.
Vængja á annarri 19 farþega vél
af gerðinni TWIN OTTER frá
Bandarikjunum.
Eldur í Stjörnubíói
Slöldcviliöiö var kvatt að
Stjörnubiói laust fynr miönætti í
nótt. Mikill eldur var i lofti yfir
efn svölum, og gífurlegan reyk
lagör upp úr þalcinu • Slökkviiciö-
iö baröist viö eldrnn þegar Al-
þýöublaðkð fór í prentun. Bnginn
var í husxnu þegar eldsms varö
vart •
Bankastjóra-
ÓVfST UM ORLOG
TOLLALÆKKUNARINNAR
stríðið
Lúðvik Jósepsson hef ur
nú f yrir sitt leyti tekið til-
boði Framsóknarf lokks-
ins um, að Alþýðubanda-
lagið fái bankastjórasæti
Jóhannesar Elíassonar í
Útvegsbankanum til ráð-
stöfunar fyrir Guðmund
Hjartarson gegn þvi, að
hann hætti við þá hug-
mynd sína að skipa Guð-
mund bankastjóra við
Seðlabankann í stað
Svanbjarnar Frímanns-
sonar, sem lætur af störf-
um n.k. áramót fyrir
aldurs sakir. En þar með
er ekki sagt, að sú vöru-
skiptaverslun geti gengið
fyrir sig.
Ofugt við Seðlabankann, þar
sem bankamálaráðherra skipar
bankastjóra, og bankaráð er aö-
eins umsagnaraðili, ræður
bankaráð Utvegsbankans, sem
og annara viðskiptabanka,
bankastjóra, og þarf þvi fylgi
.meirihluta bankaráðs við um-
sækjanda til þess að hann fái
stöðuna. Og sá meirihluti er
ekki tryggur I bankaráði Ot-
vegsbankans með Guðmundi
Hjartarsyni.
Bankaráðið skipa 5 menn — 2
Sjálfstæðismenn, 1 Fram-
sóknarmaður, 1 Alþýöubanda-
Ekki er enn ljóst orðið, hvort
tollalækkunarfrumvarp ríkis-
stjórnarinnar nær fram að
ganga eins og til þess var
stofnað. Samfara lækkun toll-
anna vill rikisstjórnin fá
heimild til hækkunar á sölu-
skatti og mun Halldór E.
Sigurösson hafa gert söluskatts-
hækkúnina að skilýrði fyrir
tollalækkuninni. Stjórnarand-
stöðuflokkarnir og Bjarni
Guðnason munu vera fúsir til
þess að fallast á tollalækk-
anirnar, enda hluti þeirra
gerður skv. samkomulagi
tslands við EBE og hinn hlutinn
til þess að bæta stöðu islensks
iðnaðar, en þeir munu á hinn
bóginn ekki vera til viðtals um
söluskattshækkanir samfara
tollalækkununum.
A timabili mun ástandið hafa
verið þannig vegna þessa máls,
að rikisstjórnin hafði ákveðið að
fresta afgreiðslu tollafrum-
varpsins, en i gær snerist henni
hugur. I gærkvöldi átti að reyna
að afgreiða frumvarpið frá efri
deild með ákvæði um hækkun
söluskatts um eitt prósentustig,
en I efri deild alþingis hefur
rikisstjórnin enn þingmeiri-
hluta. Siðan er ætlunin að taka
frumvarpið ásamt söluskatts-
hækkuninni fyrir i neðri deild —
væntaniega á morgun — og fá
þar úr þvi skorið, hvort
stuöningur fengist við það
ásamt ákvæðinu um söluskatts-
hækkanir hjá einhverjum
stjórnarandstöðuþingmönnum
eða Bjarna Guðnasyni. Fáist
slikur stuðningur ekki fellur
tillagan um söluskattshækkun á
jöfnum atkvæðum og er þá eftir
að sjá, hvort fjármálaráðherra
heldur fast við þá afstöðu sina
að afgreiða ekki tollalækk-
anirnar nema söluskattshækkun
sé innifalin I afgreiðslunni.
VILT ÞÚ FÁ ÞÉR VIÐLAGASJÓÐSHÚS?
Upp úr áramótum
verða fyrstu viðlaga-
sjóðshúsin boðin til sölu
á almennum markaði.
Verða nokkrir tugir
húsa seldir, i sjávar-
þorpum sunnanlands.
Viðlagasjóðshúsin viðs
vegar um landið eru um
550 talsins.
Uppbygging Vestmannaeyja
hefur veriö hraðari en menn
almennt reiknuðu með, og þvi
hafa Viðlagasjóðshúsin losnaö
fyrr og i sum hefur reyndar aldrei
veriö flutt. Stjórn Viðlagasjóðs
hafði ráðgert að selja húsin.þegar
það reyndist unnt, en hún mun þó
ekki hafa reiknað með þvi, aö þaö
yrði svona fljótt.
Hallgrimur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri sjóðsins, tjáöi
Alþ.bl., að fyrst yrðu seld hús á
Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri,
Þorlákshöfn, Grindavik og i
Keflavik. Sagði hann, að söluverð
færi eftir almennu markaðsverði,
og væri von til þess að kostnaðar-
verð næðist. Að sögn Hallgrims,
hefur Viðlagasjóður fengið
margar fyrirspurnir frá mönnum
sem gjarnan vilja kaupa hús af
sjóðnum.
lagsmaður og 1 frá SFV. Um
miðjan dag i gær var orðið ljóst,
að hinir 2 bankaráðsmenn Sjálf-
stæðisflokksins i Útvegs-
bankanum myndu greiða at-
kvæði gegn Guðmundi, en hinir
tveir fulltrúar Alþýðubanda-
lagsins og Framsóknarflokksins
með. Úrslit málsins ultu þvi á
afstöðu bankaráðsmanns SFV
— Haralds Henrýssonar — og
hafði hann þá ekki enn gefið
nein fyrirheit um stuðning við
Guðmund.
Fari svo, aö Haraldur neiti
um þann stuðning, þá getur
„vöruskiptaverslun" Fram-
sóknar og kommúnista ekki
gengið fyrir sig,og er þá ekki
annað séð, en að Lúðvik muni
standa við hótun sina um að
skipa Guðmund Hjartarson
bankastjóra við Seölabankann i
andstöðu við meirihluta banka-
ráðs og samstarfsflokka hans i
rikisstjórninni.
Leikkonan
valdi mávinn
Halla Guömundsdóttir, leik-
kona, var ekki sein á sér að
velja jólagjöfina sjálfri sér til
handa. — Ég vil bókina „Jóna-
tan Livingston Mávur”, eftir
Richard Bach, sagði hún.—
—Ég hef lesið kafla úr henni
og heyrt mikið um hana talað,
og þykir hún mjög eiguleg.
Auk þess er bókin viöráðan-
legri heldur en hinn óska-
draumurinn, stereo-tæki fyriy
120 þúsund!
BóKin um Jónatan Living-
ston Máv er gefin út af Erni og
örlygi og fæst i bókabúðum.
Veröið er 795 krónur.
o
Miðvikudagur 19. desember 1973.