Alþýðublaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 2
KÍKT í BOKA- BÚÐIR Senn aftur orðnir tiu „Tiu litlir negrastrákar” er enn einu sinni komin út, en þessi bók er, þótt merkilegt kunni að virðast, orðin nánast sigild barnabók hér norður á hjara veraldar., þar sem aldrei hafa verið saman komnir i einu svona margir þeldökkir strák- ar. ,,Tiu litlir negrastrákar” eru að þessu sinni i nýstárlegu formi þannig, að um leið og henni er flett fækkar svörtu strákunum um einn við hverja siðu, sem lesin er. Eins og áður eru visurnar um negrastrákana ortar undir laginu, sem flestir munu þekkja frá fyrri útgáfum þessar vinsælu barnabókar. Otgefandi er Repró sf., Reykjavik. Flug ofar jafnsléttu „Hvað er San Marino?” er nýútkomin bók eftir Thor Vil- hjálmsson. 1 nafninu felst á- skorun, sem geðþekkt er að mæta, þvi að þetta safn geymir ákaflega persónulegar ferða- sögur, og þætti um myndlist og leiklist. Thor Vilhjálmsson hef- ur sem rithöfundur aldrei sett það á oddinn að þóknast lesand- anum. Þótt hann haldi i þessari bók strikinu að þvi leyti, er hún svo sannferðug i lýsingum.og á- reitnislaus um alíar niðurstöö- ur, að kynni lesandans af höf- undi verða þægileg og ljúf, eins og flug langt ofar jafnsléttu. Út- gefandi er tsafoldarprent- smiðja. Horfin silfurveröld „Hrundar borgir” eftir Þor- stein Matthiasson segir frá þrem byggðarlögum, Djúpavik, Ingólfsfirði og Gjögri, sem nú mega öll muna sinn fifil fegri, voru fyrr meir útgerðar- og at- hafnapláss með öllu þvi ólgandi lifi, sem alls staöar hefur fylgt silfri hafsins, sildinni. A báðum þessum stöðum voru sildar- verksmiðjur og sildarsöltun. Þeir, sem muna þessi ár kann- ast við söguna um siglingu Jóns skipstjóra Sigurðssonar frá Blómsturvöllum, þegar hann sigldi gamla Suðurlandinu upp i fjöru i Djúpavík, þar sem það var notað sem hótel fyrir sildar- fólk. Gjögur var útgerðar- og verslunarstaður á Ströndum við vestanverðan Húnaflóann. Þessir staðir eiga sér mikla og merka sögu, sem nú heyra til liðinni tið sem athafnapláss. Útgefandi er Bókamiðstöðin. Himnarnir taka undir „Svo hátt, svo hátt, aö himnar taki undir" nefnist sálma- og ljóöalög eftir Björn Jakobsson frá Varmalæk i Borgarfiröi. 1 60 ár hefur Björn verið organisti við ýmsar kirkjur i Borgarfirði, en lengst við Bæjarkirkju. Þess utan hefur hann starfað að söngmálum almennt, stjórnaö kórum, annast söngkennslu, auk þess, sem hann var starfs- maður farkjui^rasambandsins um sktlf ” 1 þessu hefti eru 19 sálmalög og 24 önnur sönglög við texta cftir mörg fremstu sálmaskáld "þjóðarinnar og önnur þjóðskáld. Biörn er nú 79 ára aö aldri og á, auk þess, sem fyrr er talið, að baki langan starfsferil sem kennari og bústjóri, og ritstjóri félagsrits Kaupfélags Borgfirð- inga, sem gefur Sálma- og ljóðalögin út. Til móðurinnar „Myndir og minningarbrot” heitir bók, sem Ingveldur Gisla- dóttir helgar hundrað ára minn- ingu móður sinnar, Guðrúnar Þorleifsdóttur. Aður hefur kom- ið út eftir Ingveldi „Lækning- in”, sem kom út 1951. Ingveldur er ein þeirra, sem sluppu nauðuglega úr húsbruna I Hafnarfirði 1931, er Siglfirð- ingahúsið brann þar, þá var hún 17 ára aö aldri. Er meðal annars sagt frá þessu atviki I bókinni. Þá er i henni getið þeirra, sem stunduðu nám i Flensborgar- skólanum árið 1899—1900. íslendingur i Vesturheimi „Eirikur Hansson” eftir Jó- hann M. Bjarnason er upp- vaxtarsaga islensks drengs á landnámsárum Vestur-tslend- inga i Vesturheimi. Hann var 10 ára gamall, er hann fluttist vestur um haf með afa sinum og ömmu. Fáum árum siðar er hann einn og munaðarlaus á hrakningum úr einum stað i annan. Lýkur sögunni, er hann istofnar heimili með hinni ungu og fögru konu sinni. Fyrsti hluti þessarar bókar var gefinn út i Kaupmannahöfn rétt fyrir siðustu aldamót, en nú kemur hún i þriðju útgáfu, og er það Bókaútgáfan Edda, sem sendir hana frá sér, en Arni Bjarnason bjó hana undir prent- un. Höfundurinn var Norð-Mýl- ingur, sem fluttist til Nova Scot- ia árið 1875, og siðar til Mani- toba i Kanada 1882, en varð sið- ar kennari i bænum Geysir, skammt frá Winnipegvatninu. Vopnuð ljóð „Ort á öxi” heitir ný ljóðabók eftir Ingimar Erlend Sigurðs- son. sem einnig hefur gert bókarmyndir. Gunnar S. Magnússon hefur gert kápu- mynd. 1 þessari bók kennir margra grasa, en meðal Ijóðatitla má nefna: Astarsaga. Bogmaður, Einfeldni, Vögguljóð, Ferðalok, Gömlu fötin keisarans, Kos- miskar setningar. Ort á öxi, Af- brýði, Einmanaleiki, Kæri Walt. Þetta er þriðja ljóðabók höf- undar. sem gefin er út, en auk þess hafa komið út eftir hann smásögur og tvær skáldsögur. Útgefandi er Bókaútgáfan Kjölur. Stórviðburðir í myndum og máli „Árið 1972 — Stórviðburðir liðandi stundar i myndum og máli meö islenskum sérkafla” er komin á bókamarkaðinn frá Þjóðsögu. Þetta er áttunda ár- bókin en tvær þeirra, 1965 og 1966, eru nú uppseldar, en aðra árganga má fá eftir að viöbótar- upplög voru prentuð. Þjóðsaga gefur árbókina út i samvinnu við Weltrundschau- Verlag A.G. i Sviss og var islenska bókin nú prentuð i Dan- mörku. íslenski textinn var settur i Prenthúsi Hafsteins, Guðmundssonar. Ritstjórn er- lenda kaflans annaðist Gisli Ölafsson. ritstjóri, en Björn Jó- hannsson. fréttastjóri, tók sam- an islenska sérkaflann. t árbókinni nú taka Olympiu- leikarnir i Munchen mikið pláss og eru myndir i islenska sér- kaflanum þvi færri nú en venju- lega. Meö útgáfu árbókanna dregur Þjóðsaga til eigulegs bókasafns um menn og málefni. Rúmensk þjóðsaga í tali og tónum „Pétur og úlfurinn” eftir Sergei Prokofief er nú komin út hjá bókaútgáfunni Sögu. Saga þessi, sem meistarinn Prokofief samdi i tónum á grundvelli rússneskrar þjóðsögu er tvimælalaust kunnasta tónverk i sinum flokki, sem samið er sérstaklega fyrir börn, en allir hafa gaman af. Með þvi segir höfundur með tónum það, sem rithöfundarsegja með orðum og myndlistarmenn i linum og lit- um. Hljóöfærin túlka persón- urnar hverja fyrir sig. Sinfóniu- hljómsveitin hefur flutt þetta verk nokkrum sinnum, og hafa þá listamenn eins og Helga Val- týsdóttir, leikkona, Lárus Páls- son, leikari, lesiö texta sögunn- ar, og nú siðast Kristin Ólafs- dóttir. Bókin, sem nú er kom- inút er fagurlega myndprýdd af Frans Haacken, en söguna hef- ur Alda Ægis þýtt. i leit að geimfari „Leitin að náttúlfinum” eftir Þröst J. Karlsson er saga fyrir börn og unglinga um félagana Namma mús, Lalla Bangsa, Gogga páfagauk og Fúsa frosk. Lenda þeir i ótal ævintýrum, meðal annars i leit að geim- farinu Náttúlfinum, sem týndist á plánetu óravegu frá jörðinni okkar. Bókamiðstöðin gefur bókina út, en hún gefur einnig út þrjár myndskreyttar ævintýrabækur fyrir yngstu lesendurna. Þær heita,,Músabörnin i dýra- garðinum”, „Ævintýrið um fiskinn og perlurnar” og „Ævin- týrið um Klöru og hvitu gæsirn- ar”. Ljóð frá 41 ári „Hvili ég væng á voðum” heitir safn ljóða eftir Binu Björns (Jakobinu B. Fáfnis), sem Björn Sigfússon hefur tekið saman, en Helgafell gefur út. t bókinni eru 30 ljóö, sem ort eru á timabilinu frá 1900 til 1941; orti skáldkonan elsta Ijóðið, þegar hún var 17 ára, en það yngsta, þegar hún var 66 ára. t bókarlok ritar Björn Sigfússon ritgerð um skáldkonuna. Bina Björns fæddist árið 1874 á Grenjaðarstöðum en lést i Winnigpeg árið 1941. — Bókin er 85 blaðsiður. Síðdegissaga í bókarformi „Eigi má sköpum renna” eft- ir Harvey Ferguson, er nýkom- in á bókamarkaðinn frá Bókaút- gáfunni Rökkri. Axel Thor- steinsson þýddi söguna og las hana sem siðdegissögu i út- varpinu i sumar. Sagan gerist i Bandarikjunum á landnámstima þeirra og þá aðallega i Rio Grande-dalnum, þar sem tveggja alda gömul menning af spænskum rótum var þá enn við lýði. Höfundurinn .er borinn og barnfæddur á þess- um slóðum, og hefur hann m.a. skrifað sagnfræðilegt rit um þær, sem og margar skáldsög- ur. „Eigi má sköpum renna” er þeirra kunnugust. Hjá sama forlagi kom út i sumar „Skotið á heiðinni og aðrar sögur dulræns efnis”. Komdu ogkysstu mig ^ Nú er yöur óhætt. Þér getiö komiö meö hvers- kyns litaprufur til þeirra málningarsala, sem verzla meö Sadolin. Sadolin, heimsþekkt málning fyrir gæöi og end- ingu, blandar 1130 litbrigöi eftir yöar eigin óskum. Sadolin er einasta málningin, sem býöur yöur þessa þjónustu í lakkmálningu, olíumálningu og vatnsmálningu. Reyniö Sadolin og sannfærizt, - kossinn má bíöa þangaö til þér eruö búnar aö sjá árangurinn. Sadolin Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. BLOMAHUSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opid til kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. 1 (|(R0ll) ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA Í KR0N DIÍÍIA í GMEflBflE /ími 84900 0 Miðvikudagur 19. desember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.