Alþýðublaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 4
BÆKUR TIL BLAÐSINS Að þekkja sjálfan sig „Bókin um valið” eftir Thomas A. Harris, er bókin um valið, handhæg leiðbeiningabók um gagnverkandi sálkönnun, sem er einstæð leið að eiga vanda- málum hvers manns. Höfundur- inn er læknir og sálkönnuður að mennt. Hann var um tima yfir- maður sálkönnunardeildar bandariska sjóhersins og siðar forstöðumaður Félagsmála- stofnunar Washingtonrikis. Arið 1956 fór hann að starfa að gagn- verkandi sálkönnun á eigin veg- um i Sacramento i Kaliforniu. Þetta er ein af metsölubókum siðari ára og hefur nú selst i fjórum milljónum eintaka i Bandarikjunum einum saman. tltgefandi er Hilmir hf. Silfurrýtinginn fékk hann fyrir „Minútu eftir miðnætti” eftir Gavin Lyall er nú komin út hjá Prentsmiðju Arna Valdimars- sonar. Fyrir þessa bók fékk höfundur verðlaun Sambands glæpasagnarithöfunda, „silfur- rýtinginn”, enda er hún æsispennandi og frumleg að efnismeðferð. „Menn, sem eiga tiu milljónir sterlingspunda i Lichtenstein og lystisnekkju eldast seint”, segir á einum stað i bókinni, og vist er að lest- ur hennar heldur hverjum les- anda vakandi. Fyrsta bók þessa höfundar kom úUhérlendis á siöastliðnu ári. Hét hún „Hættulegasta bráðin”. Eltingarleikur á Snædalsheiði „Hljóðin á heiðinni” eftir Guðjón Sveinsson er islensk njósna- og leynilögreglusaga. Drengirnir Bolli, Skúli og Addi hafa ákveðið að fara i útilegu og veiðiferð upp að Arnavatni á Snædalsheiði, og eru vinkonurn- ar Disa og Kata með. Þau verða fljótlega vör við grunsamlegar mannaferðir og dularfuli hljóð á heiðinni — og nú byrjar hættu- legur eltingaleikur víð ótýnda þorpara. Drengirnir i sögunni eru kunningjar lesenda höfund- ar úr fyrri bókum hans, ásamt hundinum Krumma, sem eins og fyrr reynist tryggur föru- nautur. Bókaforlag Odds Björnssonar gefur bókina út. Selta á siðum „Upp með simon kjaft” nefnist nýútkomin bók eftir Svein Sæmundsson. Þetta eru hressilegar frásagnir af sjóferð- um og sjómennsku, sjöunda bók höfundar um sjómenn. 1 þessari nýju bók Sveins eru frásagnir af sjóferðum og sjó- mennsku, sjöunda bók höfundar um sjómenn. 1 þessari nýju bók Sveins eru frásagnir af svaðil- förum og björgunum við strend- ur tslands, frá æsispennandi siglingum i fyrra striði milli Is- lands og Suðurlanda, frá harm- leik á Breiðamerkursandi og frá sjósókn og harðærum við Vest- mannaeyjar. Ennfremur eru frásagnir af hetjulegri björgun á Selvogsbanka frá útgerö togaraáhafnar i kreppunni fyrir strið og frá þvi er vélbátur frá Akranesi bjargar áhöfn sökkv- andi báts i fárviðri. Þá eru frá- sagnir af svaðilferöum skútu- manna frá Flatey og er stærsta seglskip tslendinga fórst viö Suðurland. Nokkur kaflaheiti gefa hug- mynd um efnisval, umfram það sem að framan er sagt: Harm- leikur á Breiðamerkursandi, Við dælurnar dag og nótt, Mað- ur l'yrir borð, t brimgaröinum, Blóð og sandur, Straumey sekk- ur, Iíóið úr Eyjum, Undir heilia- stjörnu, Þá braut um þvert Faxasund, t háskasjóum, Út gcrð i kreppunni, Hetjudáð á hafinu, Upp i brimgarðinn, Tundurdufl við súðina, Siglt úr strandinu og i hafróti á Norður- slóð. Margar myndir af mönnum og skipum er i þessari nýju bók Sveins Sæmundssonar, sem er 208 siður. Útgefandi er Setberg. Hjalti litli „Sagan hans Hjalta litla” eft- ir Stefán Jónsson er þriðja bindið i heildar útgáfu tsafoldar á barna- og unglingabókum hins góðkunna höfundar Stefáns Jónssonar. t fyrra kom út skáld- sögurnar „Vinir vorsins” og „Skóladagar”. „Sagan hans Hjalta litla” var fyrst gefin út hjá tsafold fyrir réttum aldar- fjórðungi, en auk þess hefur hún verið flutt tvisvar sinnum sem framhaldssaga i útvarpinu. Hún er þvi vel kunn og miöaldra for- eldrar eiga þar kærar minning- ar úr barnæsku sinni, þegar höfundurinn las hana i barna- timunum áður en hún kom út á prenti. Þessi útgáfa er prýdd 25 myndum eftir ágætan lista- mann, Orest Vereiski. Útgefandi er tsafoldarprent- smiðja. Systur í einni bók „Úr handraöanum” heitir litið ljóðakver eftir systurnar Helgu og Steinunni Þorgilsdæt- ur. Eru þetta ljóð og stökur. I formála bókarinnar, segir Andrés Kristjánsson, ritstjóri m.a.: Höfundar þessa ljóða- kvers eru systur, islenskar daladætur, vaxnar upp i bjarma aldamótakyndilsins á sumri is lenskrar þjóðvakningar. llelga Þorgilsdóttir var um árabil yfirkennari Melaskólans i Reykjavik, og systir hennar Steinunn var húsfreyja að Breiðabólsstað á Fellströnd. Bókin er gefin út i 500 eintök- um af Eddu hf., en bókarkápuna gerði Þrúður Kristjánsdóttir, kennari i Búðardal. JÓLATRÉ Landgræðslusjóðs Jólatrén eru komin, og eru seld ó eftirtöldum stöðum: Blómasalan v/Birkimel Blómakassanum, Brekkustig 15 Vesturgata 6 Laugavegur 92 Laugarnesvegur 92 Blóm og Grænmeti, Langholtsvegi Valsgarður v/Suðurlandsbraut Borgarkjör, Grensásvegi Austurver v/Háaleitisbraut Grimsbær v/Bústaðaveg Verzlunarmiðstöð Halla Þórarins, Rofabæ Árbæjarkjör Breiðholtskjör Blómaskálinn Neðstatröð, Kópavogi Kron, og verzlunin Straumnes i Breiðhoiti. Aðalútsala i hinum nýja söluskála Landgræðslu- sjóðs v/Reykjanesbraut i Fossvogi, simar 4*3011 og 4-32-51. t ■J <r Sjómaður (er að skrifa bréf heim): „Sýndu nú hörundsflúrið, Siggi. Ég þarf að sjá, hvernig Matthildur er skrifað.” „Aldrei gelymi ég jólunum 1930. Eg var látinn afhýða kartöflur alla dagana.” „Hvernig stóð á þvi?” „Liðþjálfinn okkar spurði mig, | hvers ég óskaði mér i jólagjöf og ég sagði honum satt frá þvi.” „Hvers óskaðir þú þér?” „Nýs liðþjálfa!” „Lyftið hægra fæti og haldið honum i rétt horn frá likaman- um”, skipaði liðþjálfinn. Einn nýliðanna lyfti óvart vinstra fæti. „Hver lyftir báðum fótum?” gall liðþjálfinn við. Gamall hermaður var að segja frá ævintýrum sinum i orustu einni. „Þá,” sagði hann, „tóku læknarnir við mér og lögðu mig á skotfæravagninn, og------” „Heyrið þér,” greip einn áheyrendanna fram i, „þér eigið auðvitað við, að þér hafið verið látinn i sjúkravagn.” „Nei,” svaraði sá gamli, „ég var svo fullur af kúlum, að þeim fannst réttara að láta mig á skot- færavagninn.” Herdeildin var á göngu um eyðimörk. Hvergi var vatns- dropa að finna og geysilangt milii vatnsbóla. Loks hætti einn nýlið- inn göngunni, settist á stein og greip höndum fyrir andlitið. „Hvað er að honum?” spurði liöþjálfinn. „Hann þjáist af heimþrá,” svaraði félagi nýliðans. „Við þjáumst allir af henni.” „Já, en það er verra með hann — faðir hans á ölkrá.” Gestur (i fangelsi): „Og þér frömduð alltaf þessi djarflegu rán aleinn? Hversvegna tókuð þér yð- ur ekki félaga?” Fangi: „Ég var hræddur um að hann reyndist óheiðarlegur.” Innbrotsþjófur (við son sinn): „Ég flengdi þig ekki fyrir að stela ávaxtamaukinu, heldur fyrir að láta sjást fingraför eftir þig.” Tveir þjófar höfðu brotizt inn i karlmannafatabúð og voru að skoða föt, þegar annar rakst á ein, sem áttu að kosta 700 krónur. „Berti, sjáöu verðmiðann þann arna,” sagöi hann. „Þetta kalla ég nú þjófnað og ekkert annað.” Fangi (nýkominn): „Þið fylgist illa með timanum hér. Hvers- vegna fáið þið ekki nýtizku vélar?” Varðmaður: „Við hvað áttu?” Fangi: „Nú þaö er allt óbreytt, siðan ég var hér fyrir 20 árum — grjótið er enn mulið með hand- afli.” Hæningi (við bankagjaldkera): „Hafið hraðan á! Vitið þér ekki, að það er bannað að stöðva bila lengur en 10 minútur hér fyrir ut- an?” Ef gerð yrði tilraun til að ræna i kvikmyndahúsinu, átti sölustúlk- an aðeins að stiga á hnapp i gólf- inu, en þá hringdi bjalla i lög- reglustöðinni. Daginn eftir að þetta var full- búið til notkunar, kemur maður að söluopinu, miðar skammbyssu á stúlkuna og skipar henni að af- henda peningana. Hún stigur á hnappinn og tekur siðan pening- ana til að fá manninum þá. I sama bili hringir siminn, en þeg- ar stúlkan ætlar að taka hann, teygir ræninginn sig eftir honum og ber hann upp að eyranu. „Þetta er á lögreglustöðinni,” segir höstug rödd i simanum. „Vitið þér ekki, að þér standið á hnappinum, sem hringir þjófa- bjöllunni hérna?” Ræningi: „Heyrðu, við skulum telja saman, hvað við höfðum upp úr þessari ferð.” Félagi: „Fari i helviti að ég nenni þvi. Það er nógur timinn að sjá það i blöðunum á morgun!” Lögreglustjóri: „Hvernig er þessi morðsaga?” Lögregluþjónn: „Sami þvættingurinn og alltaf. Þeir finna morðingjann á endanum.” Hræddur húseigandi (þegar hann stendur tvo innbrotsþjófa að verki:) „Þið skuluð ekki taka neitt mark á mér — ég geng i svefni!” „Gáfuð þið honum 3ju gráðu?” spurði lögreglustjórinn. „Já, og spurðum hann um allt milli himins og jarðar i 38 klukku- stundir.” „Hvað gerði hann?” „Hann dottaði við og við og sagði svona annað veifið: „Já, elskan, það er hárrétt hjá þér”!” „Þér játið að hafa brotizt fjór- um sinnum inn i kjólaverzlunina. Hverju stáluð þér?” „Kjól handa konunni minni, en hún lét mig skipta á honum þris- var.” Lögregluþjónn (hringir á stöð- ina): „Maður rændi mann hérna og ég hef annan þeirra. Lögregluforingi: „Hvorn?” Lögregluþjónn: „Þann, sem var rændur.” Auglýsing um námsstyrki til læknanema gegn skuldbindingu um læknaþjónustu í héraði Samkvæmt reglugerð um námsstyrki til læknanema gegn skuldbindingu um læknisþjónustu i héraði, nr. 130 25. mai 1972, verða veittir námsstyrkir að fjárhæð kr. 200 þúsund til allt að 10 læknanema á árinu 1974. Sá,sem slikan styrk fær, skal vera skuld- bundinn til að gegna læknisþjónustu i hér- aði að loknu námi, samkvæmt nánari á- kvæðum relgugerðarinnar og samningi við heilbrigðisráðuneytið. Umsóknir sendist landlækni fyrir 1. janúar n.k. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu og skrifstofu landlæknis. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 18. desember 1973. Miðvikudagur 19. desember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.