Alþýðublaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 6
HVERNIG VÆRI AÐ SPARA FYRIR JÚLIN? Ég var stödd i inn- kaupaferð um daginn. Venjulega skrifa ég á lista, hvað kaupa skal og hneykslast svo yfir kostnaðinum, þegarég fæ vöruna heim, en nú fór ég sem sagt sjálf. Ég hlust- aði á samræður verzlun- arstúlku og viðskiptavin- ar: ,,Hvað hafa kótilett- urnar hækkað mikið? Nú, kosta þær 300 kr. núna, en ekki 270 eins og áður. Þá fæ ég eitt kíló af kjöt- farsi." ,,Hvers vegna kosta eplin hérna — já, ég á við þessi rauðu —105 kr. kílóið, þegar þau kosta aðeins 95 kr. í annarri búð?" Vesalings stúlkan yppti aðeins öxlum. ,,Við fáum þau á þessu verði og við seljum þau á þessu verði." Rétt er nú það, en bráðum koma blessuð jólin og aldreí eyðum við jafnmiklu og einmitt i desembermánuði og þvi er ein- mitt þörf á að nýta alla afganga og spara jafnmikiö i mat og unnt er — án þess þó að fjöl- skyldan liði fyrir — þennan mánuð. Það er hlutverk okkar húsmæðranna að reyna að nýta alla afganga á sem beztan hátt, þó að það kosti okkur ef til vill ögn meiri vinnu en ella. Matarhátiðin mikla er að koma og þá fáum við án efa tækifæri til að tárast yfir eyðsluseminni. Spörum eins og við getum fyrir jól og höfum þvi betri mat um jólin. 1 þætti Magnúsar Bjarnfreðs- sonar var okkur húsmæðrunum kennt að búa til allra löguleg- ustu rétti úr kjöt- og fiskafgöng- um, en það sakar þó ekki að bæta við þá, þvi að afgangar geta orðið góður matur, þó að sumt sé betra að geyma ósoðið eða steikt, ef of stór biti er keyptur, en hitt. Það er auðvelt að nota allar tegundir af soðnum eða steikt- um fiski eða kjöti og steikja siðan i feiti. Þá er venjulega notuð sósa og höfð vel þykk, 1 bolli á móti hverjum tveim boll- um af hökkuðu kjöti, fiski eða grænmeti og þaö má auðveld- lega nota kjötseyði eða soð i stað mjólkur til að laga sósuna. Siðan er allt látið kólna, mótað i rúllur eða hringi, velt upp úr ekki (eða mjólk) og raspi og steikt i kleinufeiti. En, og það er kannski stórt En, a það er hægt að gera ýmislegt fleira. Hvernig væri að hakka kjöt- leifarnar með lauk, soðnum, af- hýddum kartöflum og baka sið- an upp þykka brúna sósu og hræra öllu út i? Hér kemur upp- skriftin: Kjötglás með brúnuöum kar- töflum og rúgbrauði. 2-3 bollar af hökkuðu kjöt- leifum (eða fiskafgangi) 2 góðir laukar (hakkaðir). Sósa úr 50 gr. smjörliki og 2 msk. hveiti bökuð upp i potti og þynnt út með soði eða mjólk, unz hún er nægilega þykk og þykk á hún að vera. Kjöt- eða fiskhakkið sett út i (ef afgangur er af soðnum kartöflum frá þvi deginum áður má gjarnan hafa eins og 5-6 kartöflur með til að drýgja kjöt- hakkið.) Salt, pipar og sósulitur eftir smekk. Borið fram meö sykurbrúnuðum kartöflum (sykur brúnaður i potti, smjör- likisklina sett út i, hrært, kar- töflurnar látnar malla andartak og rúgbrauði með smjöri. t þennan rétt má setja alla af- ganga. Það má bragðbæta hann eftir hvers manns vild. Það má blanda saman fiski, kjöti og grænmeti og spæld egg geta bætt hann mikið upp, en afgangar eru nauðsyn. Þetta er ekki réttur, sem gerður er úr einhverju nýju efni, eða svo er ekki min reynsla. Synir minir elska þennan mat og hann er góður, auðveldurog ódýr. Við hendum alltof oft leifunum i iskápnum, nema við geymum þær von úr viti, uns þær eru þornaðar og óætar. Það er svo ótal margt, sem hægt er að gera við fiskafganga t.d. Salat er rándýrt og úr fisk- afgöngum er unnt að búa til ágætis salat ofan á brauð. Nú er sama, hvort um steiktan eöa soðinn fisk er að ræða, en hann má ekki vera saltur eða reykt- ur. Fiskisalat. 1 bolli smátt skorinn fiskur. 1 smátt skorinn laukur, paprika, slat, 1 dós majónes, ögn af mjólk. Ollu er blandað saman, hrært vel og kryddað eftir smekk. Notað ofan á brauð. Svo má alltaf ota afganga i eggjakökur, en þá erum við vist komnar ofmikið inn i dýrtiðina, þvi að eggin hafa hækkað eins og allt annað og eggjakökur eru dýrar. Það er mjög auðvelt að nota afganga i „spagghetti a la....?” og þá á spurninga- merkið víð þá, -tem býr réttinn til. Spaghetti er mjög einstakl- ingsbundiðog matseld þess ekki siður. Sumir vilja fá hvitlauk, aðrirlauk, þeir þriðju oregon og þeir fjórðu kannski aðeins tómatsósu, en hvernig væri að lita á uppskrift af spaghetti, sem búið er til úr afgöngum einum og heit ekki neitt, nema kannski „spaghetti ala? Spaghettiréttur. 1 pakki spaghetti er settur i sjóðandi vatn, sem hefur verið saltað eilitið. Á meðan er olia eða smjörliki brúnað i öðrum potti. Spaghetti á ekki að sjóða nema 12-15 minútur, þvi að ttalirsegja,aðþaðeigi að finna, hvað verið sé að tyggja, þegar þú borðar spaghetti. 2 stórir laukar eru skornir smátt og settir út i feitina ásamt 2 tsk. af papriku. Papriku og karri á alltaf að brúna i feiti áður en hinum efnunum er bætt út i. Það má ekki hræra þvi saman við vatn og setja það út i, þegar allt er tilbúið. Þegar laukurinn er gullinn er kjöt-fisk-eða græn- metisafgöngum bætt i. Tómatsósa eða tómakmauk (eins og hann kallaði það kokk- urinn hans Magnúsar) sett út i og allt látið hitna og malla vel. Nú er kominn timi fyrir krydd- ið, oregon eða hvitlaukssalt (ég mæli persónulega með Minced Carlic) og þá er ekkert eftir nema halla vatninu af spaghettiinu, setja það á fat, búa til dæld, hella sósunni i dældina og strá yfir rifnum osti. Það er mjög gott að hafa tómat- sósu, rif járn og ost á boröinu, ef einhver skildi vilja meira af sliku, en mig langar til að taka það fram, að ég hef bætt út i spaghettisósuna hrásaladi með góðum árangri og notað slátur (blóðmör) i kjöts stað. Alþýðublaöið inn á hvert heimili Skemmtileg jólagjöf í sparisjóðsdeildum Útvegsbanka íslands, skemmtileg gjöf til barna og unglinga, auk fáið þér afhentan sparibauk, við opnun þeirra hollu uppeldisáhrifa, sem hún hefur. nýs sparisjóðsreiknings, með 200 kr. inn- Forðist jólaös, komið nú þegar í næstu leggi. sparisjóðsdeild bankans og fáið nytsama og ,,Trölla“ sparibaukur og sparisjóðsbók er skemmtilega jólagjöf fyrir aðeins kr. 200.00. A; O s B & i tm:gsbanki ÍSLANDS 0 Miðvikudagur 19. desember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.