Alþýðublaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 7
AF JÓLABÓKAMARKAÐI
Vestmannaey jagosið í
unglingabok
,,Niður um strompinn’' heitir
ný bók eftir Armann Kr.
Einarsson, og er barna- og ung-
lingabók um eldgosið i Vest-
mannaeyjum. Byggist hún i
aðalatriðum á heimildum um
gosið og ýmsum atvikum i sam-
bandi við það. Aðalpersónur
sögunnar eru Siggi, sonur fá-
tækrar sjómannsekkju, og skip-
stjóradóttirin Inga Stina.
Þrátt fyrir hrikalega atburði,
er sagan hugþekk og krydduð
notalegri kimni, og er bókin
jafnt fyrir drengi og stúlkur.
Bókaforlag Odds Björnssonar
gefur bókina út.
Hætt við skilnaðinn
„Tofrabrosið” eftir Guðnýju
Sigurðardóttur er nútima skáld-
saga úr Reykjavikurlifinu.
„Húsmóðirin, sem er söguhetj-
an, er að þvi komin að skilja við
mann sinn og yfirgefa heimilið,
en þá skeður atvik, sem verður
þess valdandi að öll áform
breytast.”
Að baki kimninnar, sem frá-
sögnin býr yfir, liggur alvara
lifsins, eins og margir þekkja
hana.
Bókaforlag Odds Björnssonar
gefur bókina út.
Hver er Stidson?
„"Ungir njósnarar”, eftir Mc
Gegor er unglinga saga um
fimm systkin, sem dveljast með
móðursinni sumarlangt i gömlu
húsi á Devonströndinni i Eng-
landi. Þar gerast ýmis ævintýri,
sem spennandi er að fylgjast
með. Hvað var það, sem gerði
þennan stað svo dularfullan?
Hver var Stidson i raun og
veru?
Svörin við þessum og öðrum
spurningum fást við lestur
bókarinnar. Þess má og geta, að
á næsta ári er væntanleg önnur
bók um systkinin fimm og hina
ótrúlegustu atburði, sem þau
lenda i.
Útgefandi er Barna- og ung-
lingablaðið Vorið.
Síðasta Þjóðsagnabókin
Þriðja og siðasta- bindið af
Þjóðsagnabókinni, i flokknum
Islensk þjóðfræði, eftir Sigurð
Nordal er komin út hjá Almenna
bókafélaginu. Sigurður hefur
unnið að þessum þremur bind-
um i fjögur ár, og eru þjóð-
sögurnar i bókunum á sjötta
hundrað, úr um 50 þjóðsagna-
söfnum.
Efnisflokkar þessa bindis
eru: Forspjall, viðburðasögur,
sem skiptast i formannasögur
og sögur frá seinni öldum, úti-
legumannasögur, ævintýri og
gamansögur.
Sigurður hefur ritað forspjall
að öllum þremur bindunum, og
eru þessir þættir orðnir nálægt
100 lesmálssiðum. Segja má, að
þættirnir séu i raun sjálfstætt
bókmenntaverk, sem rekur ræt-
ur islenskra þjóðsagna og þjóð-
sagnasöfnunar af mikilli þekk-
ingu, og þeirra skemmtilegu
hugkvæmni, sem höfundinum er
lagin.
Þjóðsagnabókin, þriðja bindi,
er 360 bls., og er i henni
heimildaskrá yfir öll þrjú bindi
útgáfunnar. Bókin heyrir til út-
gáfuflokkunum tslensk þjóð-
fræði, sem nú telur átta bindi.
Bjartsýn ádeila
„Ný augu”, eftir Kristin E.
Andrésson er nú komin út hjá
Bókaútgáfunni Þjóðsögu.
Höfundurinn var helsjúkur
maður, er hann lauk við hand-
ritið, og vegna andláts hans
dróst nokkuð útkoma bókar-
innar.
„Ný augu” fjalla um tima
Fjölnismanna, sem borinn er
upp ,,að ljósi jafnt erlendrar
sem innlendrar sögu”, segir
höf. i formála. „Og það er loks
nú með kæruleysi aldursins og
eftir að ég hef frjálsan tima að
ég tek i mig kjark og rita um
• Fjölni og Fjölnismenn.”
Fjallar höfundur um niður-
lægingu hinnar islensku verka-
lýöshreyfingar hina siöustu ára-
tugi, en höf. telur að flestir
forystumenn hennar hafi
þurrkað út úr huga sér hugsjón-
ir sósialismans. „Það er á
æskuna sem ég treysti", segir
höfundur. ,,Hún er farin að sjá
blekkingavefinn".
Sjálfur sagði Kristinn um
þessa bók i viðtali við Alþýðu-
blaðið skömmu fyrir andlát sitt,
að hún væri miskunnarlaus
ádeila en full af bjartsýni.
Hagalin i tunglsljósinu
Út erkomin sjötta bók Guð-
mundar Gislasonar Hagalin þar
sem hann fjallar um æfi sina, og
segir hann að þessu sinni frá
dvöl sinni á Seyðisfirði þar sem
hann var ráðinn ritstjóri nýs
blaðs skömmu eftir 1920. Bókin
nefnist „Stóð ég úti i tungls-
ljósi", og sagði Hagalin á blaða-
mannafundi vegna útkomu
bókarinnar, að hún fjalli aðeins
um hluta úr ári."
t bókinni er mikiö um samtöl,
og var Hagalin að þvi spurður á
fundinum, hvort um sé að ræða
samtöl, sem hafi raunverulega
farið fram. ,,Ég er ákaflega
minnugur á samtöl”, svarði
hann, ,,en ég nota i bókinni aðal-
atriðin, sem lýsa innihaldi þess
sem sagt var, og mönnunum
sjálfum. Þegar ég ætla að skrifa
samtölin geng ég um gólf i ró og
næði og rif ja upp, hvernig þetta
gekk fyrir sig”.
A kápusiðu segir Hagalin um
bókina, að hann kynni menn og
málefni á Fljótsdalshéraði á
þeim timum, sem tsland var ný-
orðið fullvalda riki og öll viðhorf
að miklu leyti óræð, jafnt i
stjórnmálum og þjóðarhögum,
auk þess sem hann leggur
áherslu á sérstæðar mann-
lýsingar, glettni og gamansemi
og rómatiska óra sjálfs sins i
skáldskap og ástamálum, sem
enda með þvi að hann fastnar
sér konu.
Heimshlátur
„Apakettir og annað fólk" er
ný bók, sem út er komin eftir
Svein Asgeirsson. Sveinn er
löngu þjóðkunnur fyrir fundvisi
sina á skemmtileg og sérkenni-
leg efni, bæði i útvarpi og óg á
ritvellinum. Bókin skiptist i 10
þætti. Siðast þátturinn er við-
mestur, en i honum segir frá
hinu forkostulega apamáli, sem
reis út af þvi, að þróunar-
kenningin var bönnuð með lög-
um i Tennessee-riki i Banda-
rikjunum árið 1925. Réttarhöld
út af þessu máli vöktu heims-
athygli og heimshlátur og furðu,
en einnig alvöru og áhyggjur.
Helstu málflytjendur i málinu
voru annars vegar margfalt for-
setaefni i rikinu, William J.
Brayn, og hins vegar Clarence
Darrow, einn frægasti sakamál-
ver jarjdi Bandarlkjanna á
þessari öld.
Bókin er prýdd fjölda mynda
og skopteikningum. Útgefandi
er Sjómannaútgáfan.
Jésskildir
légkgir minjagripir, Verdmœt gjöf.
Verðlaunaveggskildir Sigrúnar Guðjónsdóttur.
Framleiðandi: Bing & Gr0ndahl. Efni: Postulín. Stærð: 18 cm
þvermál: Smásöluverð: kr. 7.205.— serían.
Veggskildir með teikningum eftir Einar Hákonarson, sem hlutu
sérstaka viðurkenningu í samkeppni Þjóðhátíðarnefndar.
Framleiðandi: Gler og postulín sf. Efni: Postulín
og Ramingviður. Stærð: 16 X 16. Smásöluverð: kr. 2.640.— serían.
Þessir fallegu veggskildir til minningar um
11 alda afmæli Islandsbyggðar eru eingöngu seldir sem sería.
anmi.
, sem
Heildsöludreifing:
Samband íslenzkra samvinnufélaga, Búsáhaldadeild, Reykjavík.
O. Johnson & Kaaber, Sætúni 8, Reykjavík.
Miðvikudagur 19. desember 1973.
o