Alþýðublaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 1
Kjör læl ma fara versnandi miðaða við annarra stétta 9. júlí 1974 - 119. tbl. 55. árg. Fannst slasaður á víðavangi t gærmorgun fannst ungur maður liggjandi við Kaldárselsveg fyrir utan Hafnarfjörð. Hann hafði verið á bifhjóli og dottið. Maðurinn mun hafa legið þarna í um 2 tima. Hann mun ekki hafa slasast al- varlega. Kaldárselsvegur er töluvert fyrir utan Hafnarfjörð og er fáfarinn, þannig að maðurinn var heppinn að finnast þetta fljótt. Hann er grunaður um að hafa verið ölvaður. Samkvæmt skýrslu sem Lækna- félag Reykjavíkur hefur látið gera hafa kjör lækna versnað mjög mikið á síðustu tveimur árum miðað við aðra starfshópa. Læknafélagið fékk fyrirtækið Hagvang til þess að bera laun lækna saman við laun ann- arra starfshópa. Könnunin var miðuð við árin 1972 og 1973. A þeim tíma hafa allir þeir starfshóp- ar sem könnunin náði til fengið mun meiri kjarabætur en læknar. Könnunin nær til margra starfs- greina, t.d. verk- fræðinga, I y f j a- fræðinga, iðnaðar- manna og verka- manna. Að sögn Páls Þórðarsonar, fram- kvæmdastjóra Læknaf élagsins er þarna um mjög mik- inn mun að ræða og skiptir tugum í pró- sentum. Kjörin hafa versnað um tugi prósenta Gylfi Þ. Gíslason um stjórnarmyndun: „ENGIN TILMÆLI BORIST ENN — Formaður Sjálf- stæöisflokksins, sem faiin var tilraun til stjórnarmyndunar á föstudaginn, átti viötai við mig i morgun (mánudagsmorgun), en ég hef enn enga fyrir- spurn eöa tilboð aö leggja fyrir flokksstjórn Alþýöuflokksins, sagöi Gylfi Þ. Gislason, for- J J maöur Alþýöuflokksins, i viötali viö Alþýöu- blaöiö. — Geir mun einnig hafa átt viötöl viö menn úr öörum flokkum i gær og boðaöi frekari viö- ræöur viö Alþýöuflokk- inn. Þegar i staö og ein- hver ákveðin hugmynd um stjórnarmyndun kemur fram mun flokksstjórn Alþýöu- flokksins veröa kölluö saman til fundar, sagöi Gylfi aö lokum. Alþýðu- HVAÐ blaðið • VAKIR segir: FYRIR KOMMÚNISTUM? ■\ Ráöamenn Alþýöubandaiagsins og þeir, sem skrifa Þjóöviljann, hafa leikiö furðulegan skollaleik siöustu vikuna. Alþýöubandalagsforystan tekur sig til og ritar fyrst Alþýöuflokknum og siðan Framsóknarflokknum og leifum „Samtakanna” bréf, þar sem meö mörgum og fögrum orðum er óskaö eftir samstarfi og sam- vinnu. Þar er m.a. óskaö eftir viöræöum viö Alþýöu- flokkinn um samstööu til þess aö vernda hag launa- fóiks og svo skipar Alþýöubandalagiö þau Ragnar Arn- alds og Svövu Jakobsdóttur I slika viöræöunefnd! Hvorki verkalýösforingjar Alþýöubandalagsins né raunverulegir ráðamenn þess eiga sæti i nefndinni. Og hvaö á að segja um þaö „frumkvæöi”, sem Al- þýöubandalagsforystan vill láta fólk haida aö hún hafi um myndun nýrrar og betri vinstri stjórnar meö þátt- töku Alþýöuflokksins? Varla hafa bréf þess efnis til Al- þýöuflokks, Framsóknarflokks og Samtakaleifanna veriö undirrituö þegar Þjóöviljinn byrjar harkalega árásarherferö á formenn Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins, þá Gylfa Þ. Gislason og Ólaf Jóhannesson. Alþýöublaöið spyr: Eru þessi skrif fyrirboöi um þaö, sem koma skal, ef samstarf skyldi takast um stjórn landsins milli þessara flokka? Er Þjóöviljinn strax kominn i stjórnarandstööu viö þá Ólaf Jóhannesson og Gylfa? Hvaða tilgangi eig'a svona niöherferöir aö þjóna á sama tima og Alþýðubandalagiö biölar til þessara sömu manna um samstarf? Allt framferöi þeirra Þjóöviljamanna bendir til þess, aö þeir séu fyrirfram aö reyna aö eyöileggja þann möguleika, sem vera kann á þvi aö samstarf náist milli hinna svokölluðu vinstri flokka. Mynd: Friðþjófur ______1____ Change tlytja út Mjög vel virðist ganga hjá islensku rokkhljómsveitinni Change, sem hélt til Bretlands fyrir aðeins viku siðan til hljóöritun- ar á LP-plötu fyrir breska hljómplötufyrir- tækið Orange. Hafa þeir félagar nú ákveðið að verða um kyrrt ytra i að minnsta kosti eitt ár og fara fjölskyldur þeirra utan n.k. laugardag. bá hefur tekist i London samstarf með Change og breska tón- listarmanninum John Miles, sem var hér á landi sl. haust. Aö sögn Rósu Jónsdóttur, eigin- konu Magnúsar Sig- mundssonar, gitarleik- ara Change, hefur jafn- vel komið til tals að Miles gangi i hljóm- sveitina en engin á- kvörðun hefur verið tekin um það ennþá. — Þeir ætla allavega að vinna eitthvað saman, sagði Rósa i viðtali við fréttamann blaðsins i gærkvöldi, — spila á plötur hver með öðrum og svo framvegis. Þeir spiluðu fyrst á laugar- dagskvöldið á klúbb i London, og gekk frá- bærlega vel, var ég að frétta rétt i þessu. Ann- ars ætlar Maggi liklega að tala við mig á morg- un (i dag) og þá hef ég nánari fréttir af þessu öllu. En þeir eru alla- vega búnir að útvega okkur stórt hús i Kent og þar ætlum við að búa. Að sögn Rósu var höf- uðtilgangur farar Change til London nú að ljúka við gerð nefndrar LP-plötu. — Siðan ætl- uöu þeir að kanna að- eins jarðveginn fyrir beinni vinnu þar og það virðist hafa gengið svona vel, allavega er- um við að fara i að minnsta kosti eitt ár. Af John Miles, sem einnig er á hljómplötu- samning við Orange, er það annars að frétta, að hann hefur leyst upp hljómsveit sina, John Miles Set, og hefur hann þvi nú i hyggju að starfa með Change — sem allt- af hafa haft óbilandi trú á að þeir gætu náð fiama i Bretlandi — og verður liklega bassa- leikarinn Bob Marshall, sem var með hljómsveit Miles hér, einnig með i samstarfinu. Svavar Markússon Búnaðarbankastjóri Svavar Markússon gegnir störfum bankastjóra Búnaðarbankans I Reykjavik þann tima, sem sum- arlevfi standa yfir. Svavar er þaulreyndur starfs- maður bankans og deildarstjóri i víxladeild, og var þessi tilhögun samþykkt á fundi bankaráðsins ný- Icga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.