Alþýðublaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 11
V-Þjóðveriar eru heimsmeistarar
Þeir sigruðu Hollendinga í æsisnennandi leik
★ Hollendingar skoruðu úr vítasnvrnu
★ Gerd Miiller skoraði sigurmarkið
★ V-Þióðveriar iöfnuðu úr vítasnvrnu
Þaö voru 80 þúsund manns á
Ólympiuleikvanginum i
Munchen, sem fylgdust með hin-
um æsispennandi leik Hollend-
inga og V-bjóðverja um heims-
meistaratitilinn og um 900
milljónir sáu leikinn i beinni sjón-
varpsútsendingu.
Þegar dómari leiksins Jack
Taylor frá Englandi ætlaði að
byrja leikinn kom i ljós að i öllum
látunum og spenningnum fyrir
leikinn hafði gleymst að setja
niður hornafánana. Þvi var þó
fljótlega kippt i lag og leikurinn
gat hafist.
Hollendingar byrja með bolt-
ann og leika rólega saman. Rijs-
bergen gefur á Cruyff sem tekur á
rás inn i vitateig Þjóðverjanna
þar sem hann fær óbliðar móttök-
ur og er umsvifalaust felldur
niöur. Það er ekkert sem dómar-
inn Taylor getur annað en dæmt
viti. Leikurinn hefur staðið i 60
sekúndur og vitaspyrna á Þjóð-
verja. Ahorfendur trúa ekki sin-
um eigin augum, þýsku áhorfend-
urnir sitja sem lamaðir, en 30
þúsund Hollendingar dansa
trylltan striðsdans á áhorfenda-
pöllunum.
Neeskens tekur vitaspyrnuna
og skorar örugglega framhjá
Maier með hægri fótarskoti 1-0
fyrir Holland eftir 60 sekúndur.
Þetta er hræðilegt áfall fyrir
Þjóðverjana og þeir leika sem i
leiðslu. Hollendingar halda áfram
að sækja og Berti Vogts fær gula
spjaldið fyrir brot á Reensen-
brinck. Upp úr aukaspyrnunni
eiga svo Hollendingar skot i þver-
slá.
En nú taka Þjóðverjarnir við
sér og á 8. min er Breitner með
eitt af sinum frægu langskotum,
sem Jan Jangbloed i marki Hol-
lands bjargar i horn. Afram held-
ur þýska sóknin og það er greini-
legt að yngsti maðurinn i
hollenska liðinu, Rijsbergen, sem
settur hefur verið til höfuðs Gerd
M'uller á i nokkrum erfiðleikum
meö að gæta ,,der Bomber”.
Hollendingarnir fara að brjóta
á þýsku sóknarmönnunum og Van
Hanegem fær að sjá gula spjald-
ið.
Fyrirliði Þjóðverjanna Becken-
bauer stöðvar eina sóknarlotu
Hollendinga, gefur á Overath,
sem sendir áfram á Hölzenbein
sem'tekur á rás inn i vitateig Hol-
lendinga á svipaðan hátt og
Cruyff hafði gert á fyrstu minútu
leiksins. En þar verða þeir Haan
og Suurbier fyrir þvi í samein-
ingu að fella Hölzenbein og enn
veröur dómarinn að dæma vita-
spyrnu. Fram til þessa hafði
Höness verið vitaskytta þýska
liösins,ená móti Pólverjum brást
honum bogalistin. Það kemur nú
i hlut bakvarðarins Breitners að
spyrna og hann brást ekki og
skoraði örugglega. Allt ætlar um
koll að keyra á áhorfendabekkj-
unum, nú er komið að þýsku á-
horfendunum að fagna, og þeir
láta gleði sina óspart i ljós og
hvetja sina menn áfram.
Nú verður leikurinn spennandi,
boltinn gengur á milli markanna,
bæði liðin leika sóknarleik. Vogts
er i góðu færi og enn bjargar
Jangbloed i horn.
Á 37. min. á Cruyff gott skot
sem Shepp Maier ver vel. En það
eru Þjóðverjarnir sem sækja og
eiga Hollendingar i nokkrum erf-
iðleikum með þá Höness og
Grawowski sem berjast eins og
ljón og enn fær Hollendingur að
sjá gula spjaldið. Nú er það
Neeskens fyrir brot á Hölzenbein.
Aftur og aftur leika Hollending-
ar Þjóðverjana rangstæða með
frábærlega vel skipulagðri leik-
aðferð.
Það kemur þó að þvi að Þjóð-
verjarnir passa sig og það er
Höness sem á góða sendingu á
Bonhof og nú eigast við tveir
varnarmenn Hollands og tveir
sóknarmenn Þýskalands. Bonhof
gefur á Gerd MUller, sem skýst
fram og skorar eitt af sinur.i
frægu mörkum.
Þýsku áhorfendurnir dansa af
gleði, á 40 minútum hafði mönn-
um þeirra tekist að jafna forskot-
ið og komast einu marki yfir. Eft-
ir að dómarinn er búinn að flauta
til leikhlés, sýnir hann sjálfum
Cruyff gula spjaldið.
Seinni hálfleikur byrjar og
Þjóðverjarnir eiga fyrstu sókn-
ina, Bonhof skallar rétt framhjá
eftir hornspyrnu Höness.
Hollendingum er það nú ljóst að
við svo búið má ekki standa og
næsti hálftimi er algjörlega
þeirra. A 6. min. bjargar Maier
glæsilega skoti frá Cruyff, á 8.
min. bjargar Breitner á marklinu
eftir hornspyrnu og aftur ver
Maier glæsilega fast skot. A 14.
min. skorar Múller en er greini-
lega rangstæður og markið er
dæmt af.
Afram heldur sókn Hollendinga
og enn bjarga Þjóðverjar á mark-
linu. Þjálfari Hollendinga reynir
allt, hann setur óbreytta menn
inn, þá de Jong og de Kerkhof,
þeir reyna allt sem þeir geta. A
26. min. bjargar Bonhof á mark-
linu fyrir Þjóðverja og tveim
minútum siðar sýnir Maier enn
snilli sina, þegar honum tekst
næstum á óskiljanlegan hátt að
bjarga i horn á siðustu stundu.
En nú fer þreyta að segja til sin
og það dofnar nokkuð yfir leikn-
um siðustu 15 minúturnar. Það
eru þó Þjóðverjar sem eru betri á
endasprettinum og þegar 4
minútur eru til leiksloka er
Hölzenbein brugðið innan vita-
teigs Hoilendinga, en nú sleppir
dómarinn augljósu viti.
Undir lokin voru allir leikmenn
Hollands i sókninni og i einni
skyndisókn Þjóðverjanna tókst
Jongbloed að stöðva Miiller með
þvi að gefa langt út fyrir vitateig
og skalla boltann fram.
Þegar dómarinn flautaði leik-
inn af braust út gifurlegur fögn-
uður meðal áhorfendanna og
hylltu þeir lið sitt ákaft þegar það
tók á móti verðlaununum.
Hollendingarnir voru lika ákaft
hylltir fyrir frábæran leik og þar
með var einum skemmtilegasta
knattspyrnuleik frá upphafi lokið.
A myndinni sjáum við fyrirlið-
ana þá Beckenbauer og Cruyff.
Báðir áttu þeir góðan ieik og
hvöttu sina menn óspart. Þetta er
sennilega hátindurinn á frægð
Beckenbauers, hann hefur nú
unnið flest verðlaun sem hægt er
að vinna til i knattspyrnu.
Shepp Maier sýndi stórkostlega
inarkvörslu i þýska markinu og
varði hvaðcftir annað frábærlega
vel, sérstaklega i siðari hálfleik
þegar sóknarlotur Hollending-
anna voru sem ákafastar. Hann
átti mikinn þátt i sigrinum.
Gerd Miiller skoraði sigurmarkið i leiknum gegn Holiandi. t HM i
Mexlkó skoraði hann 10 mörk, en I þessari keppni hafði honum ekki
gengið sem best að skora. Hann skoraði tvö þýðingar mestu mörkin
fyrir lið sitt, það var gegn Pólverjum i undanúrslitunum og i sjálfum
úrslitaleiknum i báðum þessum leikjum skoraði hann sigurmörkin.
Allt er þegar þrennt er segir mál-
tækið. i HM I Englandi hlutu V-
Þjóðverjar silfrið, i Mexikó
bronsið og nú loksins hið lang-
þráða gull. Frábær árangur hjá
landsliðsþjálfaranum Helmut
Schön.
Johan Cruyff átti nokkuð erfitt uppdráttar I ieiknum. Það var Berti
Vogts sem hafði það hlutverk að gæta þessa frábæra leikmanns og
tókst það með slikum ágætum að Cruyff sást ekki langtimunum saman
i leiknum. Eftir að dómarinn hafði flautað til leikhlés fór hann að röfla,
en hafði það eitt út úr þvi að hann fékk að sjá gula spjaldið.
Pólverjar í
þriðja sætið
Pólverjar sigruðu Brasiliumenn I tilþrifalitlum leik um
þriðja sætið I keppninni á ólympiuleikvanginum I Munchen.
Það var eins og hvorugt liðið hefði nokkurn áhuga fyrir leikn-
um og þau væru ekki búin að ná sér eftir tapið á miðvikudag-
inn. í leikhléi var staðan 0-0.
í seinni hálfleik tóku Pólverjarnir á sig nokkra rögg og
þega 14 ntinútur voru til leiksloka braust Lato I gegn og skor-
aði eina mark leiksins.
Skömmu áður komst einn Brasiliumannanna einn innfyrir
vörn Pólverja sem notuðu þá bolabrögð til að stöðva hann.
Þvi miður fyrir Brasiliu var brotið fyrir utan vitateig, þannig
að Pólverjar sluppu með áminningu og aukaspyrnu.
sigruðu Brasilíu í daufum leik
Þriðjudagur 9. júli 1974
o