Alþýðublaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 5
Útgefandi Blað lif. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (áb) ----------. Sighvatur Björgvinsson alþýÖU Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir I H Iffi'rrv útbreiðslustjóri: Þráinn Þorleifsson lílKllíTll Aðsetur ritstjórnar: Skipholt 19, simi: i.il.i ik 1 28800. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10: simi 28060 Og 14900. Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10: simi 14900, Blaðaprent hf. HVER ER ÚTKOMAN? Hvaða stjórnmálaflokkar munu standa að næstu ríkisstjórn islands? Þannig spyr almenningur nú, eftir að þjóðin samþykkti það vantraust á ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar, sem forsætisráðherra hennar neitaði Alþingi um að afgreiða. Þeirri spurningu er vissulega ekki auð- svarað. Meðal annars vegna þess, að fyrst þurf a að ligg ja f yrir svör við ýmsum öðrum spurningum. Stjórnmálaflokkarnir verða fyrst að þurfa að vita með fullri vissu, hvernig efnahagsástand þjóðarinnar raun- verulega er. Þvi aðeins að stjórnmálaf lokk- arnir fái nákvæmar og nýjar upplýsingar um horfurnar í efnahagsmálum þjóðarinn- ar geta þeir gert upp við sig hvort og þá hvernig þeir vilji standa að myndun ríkis- stjórnar. Síðasta heildarúttekt, sem gerð var á á- standi og horfum í þjóðarbúskapnum, var gerð af hagrannsóknarstjóra í marsmánuði s.l. Þá lét hann svo um mælt í skýrslu sinni, að framundan blasti við hættuástand og þær róttæku ráðstafanir, sem gera þyrfti, þvldu enga bið. Frá því þessi orð voru rituð hafa mörg tíðindi gerst í ef nahagsmálum þjóðarinnar. — og öll hafa þau tíðindi verið ill. Með bráðabirgðalögunum var ríkissjóður látinn taka á sig nýjar skuldbindingar, sem vitað var, að hann myndi ekki geta risið undir. Afkoma útflutningsatvinnuveganna hefur stórlega rýrnað á síðustu vikum og rekstr- arstöðvun blasir þar nú víða við. Opinberir sjóðir eru meira en tómir. Viðskiptabank- arnir skulda orðið Seðlabankanum þúsundir miljóna króna og geta ekki lengur staðið undir hallarekstrí atvinnuveganna. Þannig er hægt að halda áfram að telja upp ein- stakar staðreyndir, en dæmið í heild liggur ekki fyrir. Það verða stjórnmálaflokkarnir að sjá áður en þeir geta tekið nokkra ákvörðun um væntanlega stjórnarmyndun. Þrotabú ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar verður að gerast upp. Það er alger f orsenda fyrir því, að nokkur stjórnmálaflokkur treysti sér til þess að takast á við þann vanda, sem við blasir. ÞINGRÆÐI Á AÐ RIKJA Þegar kosið er til Alþingis fer kosninga- baráttan yfirleitt fram um tiltölulega fá mál. Svo var það einnig nú. í kosningunum þann 30. júní var fyrst og fremst kosið um tvö mál — um efnahagsmálin og um varn- armálin. En það er ekki þar með sagt, að þessi mál — þótt mikilvæg séu — hafi gefið rétta mynd af þeim þáttum þjóðmálabaráttunn- ar, sem kosningarnar hefðu þurft að snúast um. Alþýðublaðið getur t.d. bent á meiri- háttar mál stjórnmálalegs eðlis, sem svo til alveg féll í skuggann, en hefði vissulega átt að legg jast undir dóm kjósenda ekkert síður en varnarmálin og efnahagsmálin. Þetta mál er sjálft þingrofsmálið og í beinu sam- bandi við það þær breytingar, sem bráð- nauðsynlegt er að gerðar verði á stjórnar- skrá lýðveldisins íslands. Engum hugsandi manni getur blandast hugur um, að þingrof Ólafs Jóhannessonar var byggt á vægast sagt mjög hæpnum lagalegum grundvelli enda í andstöðu við allar þingræðisvenjur. Við þingrofið not- færði Ölafur Jóhannesson sér lagabókstaf, sem er arfur frá þeim tíma er íslandi var stjórnað af erlendum konungi. Þingrofs- ákvæðin, sem hinn erlendi konungur setti í stjórnarskrána, voru til þess gerð, að hann gæti fyrirhafnarlaust ,,losað sig við lög- gjaf arþingið" ef það ætlaði sér að gera eitt- hvað það, sem konungi sjálf um ekki líkaði. Með þvi að svipta þingmenn umboði sínu frá dagsetningu þingrofsúrskurðarins rauf Ólafur Jóhannesson þá hefð, sem aðrir for- sætisráðherrar íslenska lýðveldisins höfðu settog sýnir það, að jafnvel stjórnlagapróf- essor á íslandi er ekki treystandi til þess að halda í heiðri jafn sjálfsagðri og eðlilegri réttarfarshefð sem þessari. Hvernig skyldi Ólaf ur Jóhannesson hafa notað vald sitt, ef hann hefði verið forsætisráðherra í ríki eins og t.d. í Bretlandi, þar sem engin skráð stjórnarskrá er til heldur byggð á hefð- bundnum venjum þingræðislegra stjórnar- hátta? Þingrof Ólafs Jóhannessonar kennir okk- ur íslendingum, að íslenskum stjórnmála- mönnum er ekki treystandi til þess að fylgja eðlilegum réttarvenjum og réttar- hefðum, ef þeir telja sig geta fótað sig á úr- eltum lagabókstöf um, sem menn hreinlega hafa gleymt að nema úr gildi. Þeir atburðir hafa kennt okkur, að það er bráðnauðsyn- legt að setja sem fyrst nýja stjórnarskrá í samræmi við breytta tíma. Það er t.d. með öllu f ráleitt, að á sama tíma sem samþykki Alþingis þarf að koma til þess að unnt sé að fresta fundum þess um skamma hríð þá skuli vera hægt að svipta þingmenn umboði með einu pennastriki án þess að Alþingi sé svo mikið sem spurt um þess álit. Þetta er þversögn, sem ekki fær staðist og fyrst ís- lenskum stjórnmálaforingjum er ekki treystandi til þess að framfylgja almenn- um þingræðisreglum þá verður að negla þær fastar í nýrri stjórnarskrá þannig, að enginn vafi leiki á um, að þingræði eigi að rikja á íslandi. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur auglýsir FIMM ORLOFSFERÐIR HL SPANAR, ÍTALÍU OG DANMERKUR í sumar fyrir félagsmenn sína og alþýðuflokksfólk um land allt. AlþýOuflokksfélag Reykjavlkur efnir til 5 utanlandsferöa i sumar fyrir félagsmenn sfna og alþýðuflokksfólk um land allt. Er hér um hópferöir aö ræöa, sem farnar eru á vegum Feröaskrif- stofunnar Sunnu. Fargjald er mjög hagstætt, þar scm fengist hefur sérstakt hópferðagjald í ferðum þessum. Feröir þessar veröa farnar til Danmerkur, Spánar og tíaliu. Eru þær þessar: II. KAUPMANNAHÖFN — brottfarartlmi hinn 14. júli nk. Feröin stendur 2 vikur. 1 veröinu er innifalið fargjald báöar leiöir. III. KAUPMANNAHÖFN — brottfarartlmi hinn 11 ágúst nk. Ferðin stendur 1 viku. I veröinu er innifalið fargjald báöar leiöir. IV. RÓM — SORRENTO — brottfarartlmi hinn 15. ágúst nk. Ferðin stendur 2 vikur. t veröinu er innifaliö fargjald báöar leiöir. ltaliu-feröinni veröur hagaö á þann veg, aö ferðalangarnir dvelja eina viku I Róm og eina viku I Sorrento. V. COSTA DEL SOL — brottfarartlmi hinn 14. september nk. Feröin stendur 2 vikur. t veröinu er innifalið fargjald báöar leiöir og gisting I hótelíbúðum. Alþýöuflokksfólki um land allt er bent á, aö meö þessu móti gefst þvi kostur á afar hagstæöum orlofsferöum I allt sumar. Feröaskrifstofan Sunna býöur upp á I. flokks þjónustu, er vlöa meö eigin feröaskrifstofur og eigin fararstjóra, auk þess sem félagslegir fararstjórar Alþýöuflokks- félagsins veröa meö I öllum feröunum. 1 öllum fcrðum veröur feröast meö hinum nýju og glæsi- legu þotum Sunnu-Air Viking. Fólki skal bent á, aö félagiö hefur aöeins yfir MJÖG TAK- MÖRKUÐUM SÆTAFJÖLDA aö ráöa I öllum þessum feröum og er mönnum þvl ráölagt aö láta skrá sig fyrst. Allar nánari upplýsingar veröa gefnar á Feröaskrifstofunni Sunnu, Bankastræti 6, Reykjavik, símar 16400, 12070, 25060, 26555 • Alþýöuflokksfélag Reykjavlkur Þriðjudagur 9. júlí 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.