Alþýðublaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 7
vcrkfræði og aukið öryggi, er engin trygging fyrir þvi, að ekki geti skapast óvænt hættu- eða jafnvel neyðarástand. Skip i nauðum statt fær hjálp frá hverjum þeim, sem fyrstur getur veitt hana. Nægir þar að minna á forna siglingahefð: Þegar SOS neyðarkall berst breyta þau skip, sem næst eru stödd slys- stað, stefnu og flýta sér á vett- vang. Er slikt SOS kall mögulegt úti i geimnum? Já, að sjálf- sögðu. En til þess að geta veitt raunhæfa hjálp, verður geimskip, sem kemur fyrst til bjargar, að geta tekið hið bilaða geimskip ,,i tog” eða tekið áhöfn þess um borð. Til þessa er nauðsynlegt að tengi- búnaður allra geimskipa sé samræmdur. Að baki sam- skipta og sameiginlegs starfs sérfræðinga sovésku visinda- akademiunnar og hins banda- riska NASA iiggur vilji til þess að þróa tæknilega undirstöðu hjálparkerfis á sviði geimsigl- inga. Sameiginlegar athuganir áhafnanna hafa nú staðið yfir i eitt ár: Sovéskir geimfarar hafa tvisvar heimsótt Houston, og þessa dagana stendur yfir önnur heimsókn bandariskra geimfara til „Stjörnuborgar”. Ahafnirnar nema tungumál hvor annarar og hefur verið ákveðið, að meðan á fluginu stendur skuli þær tala tungu- mál hins aðilans, þ.e. sovésku geimfararnir ensku og bandarisku geimfararnir rússnesku. Þetta er þægilegra og auðveldara, þvf það er betra að skilja eigin tungu, þótt hún sé ekki rétt fram borin, heldur en erlent tungu- mál, ef hratt er talað. En úti i geimnum má ekki eiga sér stað neinn misskilningur. Eftir Irinu Lunatjasarskaja, visindafréttaskýranda APN. Nýlega var haldinn i Moskvu blaðamannafundur með sérfræðingum og þátttak- endum i sameiginlegri geim- ferðSojus-og Apollogeimskipa, sem ráðgerð er 15. júli 1975. Mikið starf hefur verið unnið á þeim rösku tveim ár- um, sem liðin eru frá undirrit- un samningsins milli Sovét- rikjanna og Bandarfkjanna um samvinnu á sviði rann- sókna og nýtingar geimsins i friðsamlegum tilgangi, er fram fór í Moskvu 24. mai 1972. A blaðamannafundi i Moskvu fyrir skömmu voru dregnar saman niðurstöður af þessu sameiginlega starfi og rætt um framtiðarhorfur. Um ræður á blaðamanna- fundinum hóf visindamaður- inn Boris Petrov, formaður geimferðaráðs visindaaka- demfu Sovétri.kjanna, stofnunar, er fæst við visinda- leg og skipulagslegvandamál, samræmingu og áætlanagerð fyrir sameiginlegar rannsókn^ ir i geimnum, sem yfir tiu lönd standa að. Sagði hann að þessi samvinna tæki yfir mörg mikilsverð svið: Hannsókn geimsins næst jörðu, samband sólar og jarðar, reiki- stjörnurnar o.fl. verkefni. Samstarfið við bandariska visindamenn nær m.a. til rannsókna á gerð og þróun tunglsins og reikistjarnanna, umhverfismála, geimveður- fræði, liffræði og læknisfræði og hafa þessar rannsóknir þýðingu fyrir allan heiminn. Þrátt fyrir stöðugar fram- farir á sviði geimsiglinga- Sovéskirog bandariskir visindamenn ræða sín á milli um tækniútbúnað, og geim- fararnir huga að verkfærum sínum. Nú hefur verið lokið við hina 337 km löngu gasleiðslu frá suð- urhluta Úralfjalla til Volgusvæðisins i Sovétrikjunum. Gert er ráð fyrir að hægt verði að framleiða 30.000 milljónir rúm- metra af gasi á ári, en gffurlegt magn af gasi er á þessu svæði. t árslok 1974 er gert ráö fyrir að gaslagnir f Sovétrikj- unum verði um 15.000 km. Frá Norðurleið h.f. — Frá og með 8. júli hófust hinar eftirspurðu eins dags ferðir okkar milli Reykjavikur og Akureyrar um Sprengisand og Kjaivegs-leiðir Frá Reykjavik verða ferðir kl. 8 mánu- daga og fimmtudaga — um Sprengisands- leið. Frá Akureyri verða ferðir kl. 8,30 mið- vikudaga um Sprengisandsleið og laugar- daga um Kjalvegsleið. Þessi ferðaáætlun býður upp á það að fólk geti feröast um tvær af stórbrotnustu öræfaleiðum landsins með einsdags viðdvöl I Keykjavik eða á Akureyri. Einnig er tilvalið að fara aðra leið um óbyggð og hina um byggö meö áætlunar- bflum okkar sem aka þá leiö daglega. Allar nánari upplýs- ingar er að fá i Reykjavfk hjá B.S.t., simi 22300, á Akur- eyri hjá Feröaskrifstofu Akureyrar, sfmi 11475 og hjá okk- ur i sima 11145. Norðurleið h.f. Geimsamstarf Rússa ofr Bandaríkjamanna orðið að veruleika Þriðjudagur 9. júlí 1974 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.