Alþýðublaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 12
alþýðu n RTíTTil Bókhaldsaðstoð með tékka- færslum (Æ\ BÚNAÐAR- BANKJNN KÓPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 Bárujárnið innst betrekkið yst Hreinn Friðfinnsson sýnir i Galleri Súm ljósmyndir af gangi bygg- ingarframkvændanna viö ranghverfa húsiö, sem byggt er i minningu Sólons Guömundssonar. — Svona veröur heimurinn afskaplega þröng- ur, segir hann. A litlu myndinni i horninu er svo húsiö eins og þaö var fyrir nokkrum dögum siöan. í Galleri Súm er þessa dag- ana haldin mjög athyglisverð listsýning Hreins Friðfinnsson- ar, sem hefur verið starfandi myndlistarmaður i Amsterdam i Hollandi um nokkurra ára skeið. Þetta er fyrsta einkasýn- ing Hreins hér heima en hann hefur áður átt verk á einka- og samsýningum viða um lönd og virðist nú aðeins stefna i eina átt: Beint upp. Tvö verka sinna sýnir Hreinn aðeins i ljósmyndum: rang- hverft hús og „Fimm hlið fyrir sunnanáttina”. Þá sýnir hann og m.a. nokkrar myndir af lófa- linum sinum og sagði frétta- manni blaðsins i gær, þegar hann var spurður hvers vegna hann teiknaði slikar linur: — Þegar mann langar til að teikna, þá spyr maður sig fyrst að þvi hvaðmann langar til að teikna. Teikning snýst um linur og þessar linur eru hinar mikil- vægustu i minu lifi. Það er þess vegna. Ég hef gert þær á þetta efni vegna þess, að ég vil láta þær njóta sin einar sér. Þær eru karakter i sjálfu sér og ef maður fer aö setja þær á t.d. pappir, þá er karakter i sjálfum pappirn- um og þess vegna vil ég hafa þær svona.* 1 rauninni er út i hött að reyna að lýsa myndverkum og þvi lát- um við myndirnar hér á siðunni tala um þau. Hinsvegar má geta þess, að „Fimm hlið fyrir sunn- anáttina” gerði Hreinn fyrir tveimur árum og verkið var sið- an gefið út i bæklingi á þessu ári. I formála fyrir prentuðu út- gáfunni segir Hreinn: — „Ég fékk hugmyndina vor- ið 1971, en hliðin voru ekki byggð fyrr en siðla sumars 1972. Þeim var komið fyrir á eyðileg- um stað á suðurströnd Islands. Ég vildi láta þau opnast aðeins fyrir sunnanáttinni. Myndirnar voru teknar þann sama dag og þau voru reist: grár og myglu- legur rigningardagur og vindur blés af norðri. Ég hef ekki séð þau siðan.” Hreinn gat þess við frétta- mann blaðsins i Galleri Súm i gær, að hann hefði frétt af hlið- unum fimm sl. vetur og að þá hefði allt verið i stakasta lagi með þau. Ekki siður skemmtilegt og at- hyglisverter verkið „Hús”. Það er nú verið að reisa á Reykja- nesinu og á sér sina sögu. I ,,Is- lenskum aðli” Þórbergs Þórö- arsonar segir frá Sólon Guð- mundssyni, sem kenndi sig viö bæinn Slunkariki á tsafirði. Hann var sérstæður maður, eins og Þórbergi tekst snilldarlega að lýsa, og var hagleiksmaður. Einnig var hann skáld, eins og kemur fram i þessari visu er Þórbergur hefur eftir Sólon: „Alalina dansar fira á bumbulpe. Lurinn dansar og stigur sina korn.” En þegar Sólon var kominn á efri ár seldi hann búgarð sinn, segir Þórbergur, og vildi byggja nýtt hús, dálitinn skúr ofan við kaupstaðinn. Siðan segir Þór- bergur: „En hann skildi ekki við sig frumleiksgáfu sina og hjálp- semi við mannfélagið. Skúrinn gerði hann með þeim hætti, að hann sló fyrst upp hæfilega stóra grind og negldi siðan innan á hana bárujárn. Svo fór hann að búa i skúrnum. Þessa byggingu hugði Sólon að full- komna, eftir þvi sem efni og á- stæður leyfðu. En allt skyldi þó snúa andstætt þvi, sem tiðkast hafði i húsagerðarlist hér á landi. Bárujárnið var innst, en siðan skyldi allt koma i öfugri röð, þannig, að veggfóörið yrði utan á húsinu. Þegar Sólon var spurður, hvers vegna hann hugsaði sér að byggja skúrinn svona, svaraði hann og glotti við: Veggfóður er til skrauts, elska, og þess vegna er sjálfsagt að hafa það þar, sem flestir hafa gaman af þvi. En svo fóru leikar, að Sólon lauk aldrei við bygginguna. Að- ur en verkinu yrði lokið, tókst að fá hann til að þiggja vist á elli- heimili kaupstaðarins eftir miklar og erfiðar fortölur. Þar naut Sólon góðs atlætis eftir langt og listrænt ævistarf, rikt að meðfæddum, hressandi frumleik, auðugt að óeigin- gjarnri hjálpsemi i þágu mann- anna. — Sólon andaðist á sjúkrahúsinu á ísafirði 18. október 1931.” Hreinn segir verkið „Hús” vera byggt i minningu Sólons Guðmundssonar og hans lika, enda á það að vera nákvæmlega eins og Sólon hafði hugsað sér bæinn sinn nýja: bárujárnið innst og betrekkið yst. — Ég læt það allavega standa i tvö ár, sagði Hreinn, — eða þangað til ég kem heim næst. Hreinn fer út um helgina þannig að sýningin verður að- eins opin út þessa viku. Hreinn sagði húsið eiga að standa tómt — en sjáist þar ein- hver á ferli ætti að vera óhætt að gera að þvi skóna, að þar fer Sólon Guðmundsson i Slunka- riki. Fimm hliö fyrir sunnanvindinn og draumahús Sólons Guðmundssonar aðalsmanns í Slunkaríki ass&a Spáin fyrir daginn er ekki upp á það allra besta. Spáð er austan kalda og rigningu. Við megum nú kannski við smá vætu eftir blíðviðrið undanfarið PIMM a fttrnum vegi - FYLGDISTU MEÐ HAA í FÓTBOLTA? Tryggvi Sveinbjörnsson, blikk- smiöur: Nei, á því hafði ég eng- an áhuga. Orslitin heyrði ég af hendingu i útvarpinu. Helgi Jónsson, blikksmiöur: Nei. Ég hef aldrei verið áhuga- maður um knattspyrnu. Úrslit- in’ Jú, voru það ekki Þjóðverj- ar? Pétur Sigurösson, 12 ára: Já, mér fannst hún spennandi. Ann- ars er ég dálitið svekktur, þvi ég hélt nefnilega með Hollending- um. Alfheiöur Bjarnadóttir, sauma- stúlka: Nei, ég hef engan áhuga á fótbolta. Þvi siður veit ég hver vann, enda alveg sama. Einar Björgvin Björgvinsson: Nei, ekki gerði ég nú i þvi, en ég hlusta náttúrlega á fréttir og þá á þessar fréttir lika — að minnsta kosti með öðru eyranu. ✓

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.