Alþýðublaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 2
mm$ma Stjórn- mál Reikningurinn frá ólafiu Nú fer senn aö koma sá timi, þegar skattborgararnir fá „sumarkveöju” senda frá skattayfirvöldum. Sjálfsagt eru þeir margir, sem kviöa þeirri kveðju. Þá reynslu hafa menn fengiö af skattheimtu- reikningunum frá rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar. Menn skyldu minnast þess, að vart haföi sú rikisstjórn setið að völdum nema sex mánuöi, þegar hún breytti skattalögunum. Sú breyting varð með þeim hætti, að i sið- ustu kjarasamningum var það ein aðalkrafa verkalýöshreyf- ingarinnar, að þeim ólögum yrði breytt til betri vegar. Og það var einmitt þingflokkur Alþýðuflokksins, sem benti á leiðina, sem siðar var svo far- in og verkalýðshreyfingin mælti með. Lausn Alþýðu- flokksins var sú, að stórlækk- aðir yrðu beinir skattar á al- menningi, en i staðinn yrðu teknir upp hærri neysluskatt- ar — fyrst með hækkun sölu- skatts, en siðan með þvi að gera þá kerfisbreytingu á inn- heimtu óbeinna skatta, að upp yrði tekinn virðisaukaskattur I stað söluskatts. Þessar tillög- ur i skattamálunum lagði þingflokkur Alþýðuflokksins fram á s.l. hausti og rikis- stjórnin féllst loks á þær tillög- ur I meginatriðum, þótt ekki vildi hún ganga eins langt I lækkun tekjuskatts og Alþýðu- flokkurinn flutti tillögur um. Þeir menn, sem nú kviða skattseðlinum, hefðu þvi haft margfaldar ástæður til þess að vera uggandi, ef áhrifa Al- þýðuflokksins hefði ekki notið þarna. Ef lagt hefði verið á að óbreyttum skattalögum rikis- stjórnarinnar, þá hefði marg- ur maðurinn svitnað við lestur skattskrárinnar. Þá hefði ris- uð upp mótmælaalda i land- inu, sem engin fordæmi hefði átt, þvi álagningin hefði þá orðið slikt reginhneyksli, að þvi verður ekki með orðum lýst. 38 þúsund á meðalheimili En Alýðuflokknum tókst annað og meira I sambandi við skattamálin i vetur, en að fá I gegn þá kerfisbreytingu á skattheimtu, að tekjuskattar voru lækkaðir en neysluskatt- ar hækkaðir. Honum tókst einnig að fá rikisstjórnina til þess að falla frá eins mikilli hækkun á söluskatti og hún hafði ráðgert á móti tekju- skattslækkuninni og einnig tókst Alþýðuflokknum i sam- bandi við kerfisbreytinguna að fá rikisstjórnina til þess að heita þvl að hætta við fyrir- hugaða lækkun á niðurgreiðsl- um landbúnaðarafurða — sem auðvitað hefði aukið útgjöld heimilanna ef af hefði oröið. Með þessu móti tókst Al- þýðuflokknum að færa al- Framhald á 11. siöu. Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 1 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. ' y ____________________J 71 aðili skipti nú með sér 14,36 milljónum Vísindasjóðs KÁ i Þorlákshöfn endurbyggt eftir brunann í gær tók Kaupfélag Arnes- inga I notkun verslun I Þor- lákshöfn eftir gagngerar endurbætur og breytingar á verslunarhúsi félagsins er skemmdist mikið i bruna 11. febr. s.l. Stærö hússins er 390 ferm. og þar af er sölurými 156 ferm., sem er nokkuð meira en það var fyrir brunann þar sem veitingasala hefur nú veriö lögð niður. Undanfarna mánuði hefur bráðabirgða- verslun verið rekin i þeim hluta hússins, sem nú hefur verið gerður að vörugeymslu. Yfirsmiður var Haraldur Diðriksson, rafvirkjameistari Magnús Hákonarson og mál- arameistari Oddur Einarsson. Verslunin hefur á boðstólum allar helstu dagvörur og auk þess nokkuð úrval af vefn- aðarvörum, búsáhöldum, leik- föngum, ritföngum og bygg- ingavörum. Er hún opin alla virka daga nema laugardaga, en oliu- og bensinsala sem er i sérstökum skála við versl- unarhúsið er opin frá kl. 9.00- 23.30 alla daga. Lokið er úthlutun styrkja Vis- indasjóðs fyrir árið 1974, en þetta er 17. starfsár sjóðsins. Fyrstu styrkir hans voru veittir árið 1958. Deildarstjórnir Visindasjóös, sem úthluta styrkjum sjóðsins, eru skipaðar til fjögurra ára I senn. Við fimmtu skipun I deildarstjórnir, er fram fór snemma á þessu ári, urðu meiri breytingar á stjórnunum en áð- ur eru dæmi til i sögu sjóðsins, enda voru nokkrir stjórnar- manna búnir aö eiga sæti i stjórn frá upphafi. Að þessu sinni var ráðstöf- unarfé sjóðsins á árinu skipt þannig, að Raunvisindadeild fékk til úthlutunar 67%, en Hug- visindadeild 33%. Árið 1973 var hlutfallið 65:35, en fram að þeim tima 70:30. Sú stefna var mörkuð I sam- ráði við stjórn Visindasjóös að auka verulega styrki til rann- sóknarverkefna, en draga að sama skapi úr styrkjum til framhaldsnáms, enda hefur Lánasjóður Islenskra náms- manna (LIN) tekið við þvi hlut- verki á siðustu árum. Alls bárust Raunvisindadeild að þessu sinni 83 umsóknir, en veittir voru 43 styrkir, samtals að fjárhæö 9,26 milljónir króna. Af þessum voru 24 verkefna- styrkir að heildarfjárhæð 5.31 milljón króna, en 19 styrkir til framhaldsnáms og rannsókna, að fjárhæð 3,95 milljónir króna. Alls bárust Hugvisindadeild að þessu sinni 46 umsóknir. Veittir voru samtals 28 styrkir að heildarfjárhæö 5,1 millj. kr., þar af 23 verkefnastyrkir að fjárhæð 4,1 millj. kr. en 5 kandi- data- og framhaldsnámsstyrkir að fjárhæð 1 millj. kr. (tæp 20%). Árið 1973 veitti deildin 26 styrki að heildarfjárhæð 4,05 millj. kr. tir Visindasjóði hefur þvi að þessu sinni verið veittur 71 styrkur að heildarfjárhæð 14,36 millj. kr. Arið 1973 var einnig veittur 71 styrkur, en heildar- fjæarhæð var þá 11,02 millj. kr. Hugvisindadeild. Stjórn skipa nú þessir menn: Formaður dr. Jóhannes Nor- dal seðlabankastjóri og vara- maður hans dr. Halldór Halldórsson prófessor, báöir án tilnefningar. Aðrir stjórnarmenn voru skipaðir samkvæmt tilnefningu I samræmi við reglugerðará- kvæði, en þeir eru þessir: Samkvæmt tilnefningu heim- spekideildar háskólans Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor og til vara öskar Halldórsson pró- fessor. Samkvæmt tilnefningu laga- deildar og viðskiptadeildar há- skólans Arnljótur Björnsson prófessor og til vara Ólafur Björnsson prófessor. Samkvæmt tilnefningu Félags islenskra fræða Ólafur Halldórsson handritafræðingur og til vara dr. Björn Þorsteins- son prófessor. Samkvæmt tilnefningu full- trúafundar ýmissa visndastofn- ana Andri ísaksson prófessor og til vara PállSkúlason lektor. Raunvisindadeild. Úr stjórn gengu Sigurður Þórarinsson prófessor, sem verið hefur formaður frá upp- hafi, Leifur Asgeirsson prófess- or, sem einnig hefur setið I stjórninni frá upphafi, Davið Daviðsson prófessor, sem setið hefur i stjórn sjóðsins frá 1962, dr. Guðmundur E. Sigvaldason, sem tekið hefur þátt I úthlutun frá árinu 1964, framan af sem varamaður dr. Gunnars Böðvarssonar, dr. Þórður Þorbjarnarson, sem sat i stjórn- inni siöasta kjörtimabil og tók þátt I úthlutunum, en andaðist snemma á þessu ári. í stjórn voru skipaðir: Dr. Guðmundur Pálmason formaður, en hann var varafor- maður siðastliöið ár og gegndi þá störfum formanns I forföllum Sigurðar Þórarinssonar. Hins vegar dvelst Guðmundur er- lendis fram eftir þessu ári og gegndi þvi varamaður hans Ey- þór Einarsson mag. scient. störfum fyrir hann að þessu sinni. Formaður og varafor- maður eru skipaðir af mennta- málaráðherra án tilnefningar. Þorgeir Þorgeirsson læknir og til vara Davið Daviðsson pró- fessor, tilnefndir af læknadeild Háskóla Islands. Þorbjörn Sigurgeirsson pró- fessor og til vara Jón R. Stefánsson dócent, tilnefndir af verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Islands. Dr. Guðmundur E. Sigvalda- son og til vara dr. Svend-Aage Malmberg, tilnefndir af Rann- sóknaráði rikisins. Haraldur Ásgeirsson verk- fræðingur, forstöðumaður Rannsóknastofnunar bygginga- iðnaðarins og til vara dr. Sigfús Schopka, tilúefndir af fulltrúa- fundi nokkurra rannsóknastofn- ana. I. Raunvisindadeild. Grein Fjóldi styrk ja Heildarfjárhæð (f þús. kr. ) StærÖfræði 2 550 E61is- og efnafræði 6 1.330 Dýra- og grasafræði, líf- og lifeClisfræÖi, erfðafræöi 6 1.030 LæknisfræÖi (þar með talín tannlæknafræöi) 12 3. 190 Verkfræði 2 400 Fiskifræði 2 350 Jarðvisindi 6 1.300 Búvisindi, hagnýt náttúrufræði 5 820 Annað 2 290 S a m t a 1 s 43 9.260 II. Hugvísindadeild, Grein Fjöldi styrkja Heildarfjárhæð (' þús . kr.) Sagnfræði (stjornmálasaga, verzlunar- saga o. fl.) 6 1.350 HúsagerÖarsaga 1 200 Myndlistarsaga 2 350 Tónlistarsaga 2 400 Sagnfræöi alls 11 2.300 BókmenntafræÖi 3 400 Málfræði 1 100 Lögfræði 2 550 F élagsfræði 3 400 Hagfræði 1 200 SálfræÖi, uppeldisfræÖi 4 550 GuÖfræÖi, kirkjusaga 3 600 S a m t a 1 s 28 5. 100 <Jr Hampiöjunni. Mynd: Friðþjófur BLOMAHUSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opið til kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. ÞAÐ B0RGAR SIG AÐVERZLA i KR0N duoa í GlflEIIBÆ /ími 84900 Föstudaguif 19. júlí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.