Alþýðublaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 5
Útgefandi Blað hf. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (áb) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Útbreiðslustjóri: Þráinn Þorleifsson Aðsetur ritstjórnar: Skipholt 19, simi: 28800. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10: simi 28660 og 14906. Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10: simi 14900, Blaðaprent hf. Gengur hægt hjá Geir Horfur eru nú á þvi, að talsverður timi geti liðið áður en ný rikisstjórn verður mynduð. Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem falin var tilraun til stjórnarmyndunar, hóf það verk með þvi að óska eftir nýrri úttekt á efnahagsástandinu. Sú ósk var næsta eðlileg, þvi slik úttekt er forsenda þess, að stjórnmála- menn geti metið vandann, sem við er að fást. Þessa úttekt fékk Geir i hendur um s.l. helgi. Skömmu siðar óskaði hann svo eftir þvi við alla þingflokka Alþingis, að þeir hæfu viðræður sin á milli um efnahagsmálin á grundvelli út- tektarinnar. Þær viðræður eru enn ekki hafnar og gætu dregist á langinn þegar þeim loks verð- ur hrundið af stað. Og þá hefur enn ekki verið svo mikið sem vikið að spurningunni hvaða flokkar séu reiðubúnir til þess að reyna saman stjórnarmyndun, en það er auðvitað meginatriði málsins. Formleg tilmæli um slikt frá Geir Hall- grimssyni hafa enn ekki borist neinum stjórn- málaflokki svo kunnugt sé, svo allt eins getur verið, að hann ætli sér enn talsverðan tima áður en hann vikur að þvi meginviðfangsefni sinu að kanna, hvort grundvöllur sé fyrir myndun meirihlutarikisstjórnarundir forystu Sjálf- stæðisflokksins. Reynist það ekki vera, sem auðvitað er ógern- ingur að spá um áður en nokkrar alvarlegar við- ræður um það mál hafa farið fram, kemur til kasta annarra stjórnmálamanna, en Geirs Hall- grimSsonar, að spreyta sig. Einnig þeir munu sjálfsagt telja sig þurfa að taka sinn tima. Þannig getur mætavel verið, að það kunni að dragast framundir haustið að ný meirihluta- rikisstjórn verði mynduð á íslandi. Að sjálf- sögðu er slikur dráttur á myndun rikisstjórnar óæskilegur þótt hann kunni að reynast óhjá- kvæmilegur vegna þess, að ástandið i efnahags- málum þjóðarinnar er nú þannig, að aðgerðir þola enga bið. Með hverjum deginum eykst efnahagsvandinn og sú rikisstjórn, sem nú situr að völdum til bráðabirgða, hefur auðvitað engin tök á þvi að gera neinar varanlegar ráðstafanir til lausnar. Hún hefur ekki þingstyrk til sliks, þjóðin hefur sýnt i kosningum, að hún treystir henni ekki til þess og raunverulega má hún ekki gera nema nauðsynlegustu bráðabirgðaráð- stafanir á meðan beðið er eftir þvi, að meiri- hlutastjórn verði mynduð. Ástandið er þvi ekki björgulegt á 11 hundruð ára afmæli byggðar i landinu. A sjálfri þjóð- hátiðinni á Þingvöllum mun rikja stjórnar- kreppa i landinu og efnahagskreppa kann þá lika að vera á næsta leiti. SKÆTINGUR VÍSIS Dagblaðið Visir skar sig úr öðrum blöðum i kosningabaráttunni fyrir sifelldan ódrengilegan skæting i garð Alþýðuflokksins og forystumanna hans. Alþýðublaðið veit ekki með vissu hvað þvi veldur, en getur getið sér þess til. Eftir kosningarnar hefur Visir svo haldið skætingnum áfram. Alþýðublaðinu er hægur vandi að svara i sömu mynt. Næg hafa gefist til- efnin til sliks úr herbúðum þess flokks, sem Vis- ir styður. Ef Visir endilega vill kalla fram and- svör frá Alþýðublaðinu i svipuðum dúr og skætingur hans i garð Alþýðuflokksins hefur verið, þá er sjálfsagt að taka það til athugunar. lalþýöul ERLENDIS FRÁ SSt L(F HANS HEFUR VERHIST0DU6 BARATTA Makarios erkibiskup, Kýpur- forsetinn, sem nú hefur veriö hrakinn i útlegö, hefur lifaö ævin- týralegu lifi. Fyrst var hann fremstur i baráttunni gegn Bret- um fyrir sjálfstæöi eyjarinnar og eftir að sú lota haföi unnist stóð hann fremstur i fylkingu þeirra, sem vildu varöveita þaö sjálf- stæöi. Valdarániö á Kýpur kom aöeins viku siöar en Makarios haföi opinberlega ákært herforingja- stjórnina i Aþenu fyrir aö vera aö undirbúa stjórnarbyltingu á Kýpur. Viö þaö tækifæri hótaði erkibiskupinn einnig aö reka 650 liösforingja úr hinu 10 þúsund manna varðliöi eyjarinnar. En fæstir þeir erlendu stjórn- málafréttaritarar, sem kunnugir voru á Kýpur, vildu þá trúa þvi, aö möguleiki væri á stjórnarbylt- ingu i landinu. Þeir héldu, aö Makarios væri allt of traustur I sessi til þess aö af slíku gæti orö- iö. Makarios hóf stjórnmála- og kirkjuleg störf fyrir alvöru, þegar hann áriö 1948 geröist biskup I Kition. Tveimur árum siöar gerö- ist hann erkibiskup og þar meö leiötogi fyrir grisk-kaþólska meirihlutanum á eynni. Af u.þ.b. 650 þús. ibúum eyjarinnar eru 80% af griskum ættum, en 20% af tyrkneskum. Um og eftir 1950 gerðist Makarios leiötogi Enosis-hreyf- ingarinnar, en stefna hennar var sameining Kýpur og Grikklands. Á næstu árum á eftir voru I land- inu blóöug átök milli hreyfingar- innar og bresku nýlendustjórnar- innar á eynni. Áriö 1956 var Makarios ákærö- ur sem skæruliöi og fluttur i út- legö til Seyschelle-eyja i Ind- landshafi. Ctlegöardómurinn var ógiltur ári slöar og eftir skamma dvöl I Grikklandi kom Makarios vorið 1959 aftur til Kýpur. Ariö 1958 lagöi Stóra-Bretland fram áætlun, sem miöaði aö þvl, aö Kýpurbúar fengju sjálfstæöi I áföngum á næstu sjö árum. Makaríos og Enosis-hreyfingin mótmæltu þessari áætlun harö- lega. Ari siöar náöist samkomu- lag milli griska meirihlutans, tyrkneska minnihlutans og bresku nýlendustjórnarinnar, sem veitti Kýpur sjálfstæöi frá og meö 16. ágúst áriö 1960. Fyrstu sjálfstjórnarárin vpru óróleikatlmabil á Kýpur. Áriö 1963 munaöi minnstu, aö styrjöld brytist út milli Grikklands og Tyrklands, en hiö siöarnefnda leit þá svo á, aö hagsmunum þess og tyrkneska þjóöarminnihlutans á Kýpur væri ógnaö. Deilunni lauk meö þvl, aö liö frá Sameinuöu þjóöunum var sent til eyjarinnar til þess aö annast friöargæslu. Deilurnar um Kýpur uröu til þess aö Makaríos ákvaö aö setja á stofn griskt þjóövarölið á eyjunni. 1 lok 7. áratugsins, þegar deilurn- ar haföi lægt, gerði Makarlos þá breytingu, aö taka innfædda Kýpurbúa I varöliðiö, en stjórn þess var enn látin vera i grískum höndum. Síöustu árin hafa árásirnar á Makarios ekki komiö frá tyrk- neska minnihlutanum á eynni, heldur frá griskættuöum Kýpur- búum, sem töldu, aö Makarlos heföi svikiö markmiö Enosis- hreyfingarinnar um sameiningu við Grikkland. Hinn gamli baráttufélagi hans úr striöinu viö bresku nýlendustjórnina, Georg Grivas, hershöfðingi, sneri aftur til eyjarinnar og hóf að byggja upp Eoka-hreyfinguna, sem á siðari árum hefur gert sig seka um ýmis misindisverk. A.m.k. einu sinni hefur veriö gerö tilraun til þess aö myröa Makarios. Það var áriö 1970, þeg- ar skothriö var hafin aö þyrlu, sem hann var i. Þyrlan var skotin til jarðar, en Makarios slapp ómeiddur. 1 fyrra hóf Makarios þriöja kjörtímabil sitt sem forseti Kýp- ur. Þrátt fyrir andróöur Eoka- hreyfingarinnar virtist staöa hans vera sterk. Enginn bauö sig fram á móti honum og var þaö taliö merki um styrka stööu hans i stjórnmálum Kýpur. En sú staöa hefur ekki verið jafn sterk og flestir héldu. STIORHMALA- VIDHORFIN RÆDD Sl. þriðjudagskvöld hélt stjórn Trúnaðarráðs Alþýðu- flokksfélags Reykjavikur fund i Alþýðuhúsinu, niöri, þar sem rætt var um stjórnmálaviö- horfiö aö loknum kosningum. Fundurinn var opinn öllu flokksbundnu Alþýðuflokks- fólki I Reykjavik og var hann ágætlega sóttur. Þingmenn Alþýðuflokksins mættu á fundinum og svöruðu fyrirspurnum fundarmanna. Einnig voru haldnar ræöur og skipst á skoðunum um kosningarnar og viðhorfin aö kosningunum loknum. Tóku fjölmargir til máls. Fundinum lauk um miö- nætti. Frá A-listanum á Vestfjörðum VINNINGSNÚMER í KOSNINGA HAPPDRÆTTI Dregið hefur verið i Kosningahapp- drætti A-listans á Vestfjörðum. Vinning- urinn — ferð til Mallorca fyrir einn og dvöl i ibúð — kom á miða nr. 340. Var miðinn seldur á Isafirði. Vinningshafi er beðinn að snúa sér til Gunnlaugs Guðmundssonar, ísafirði, eða Sighvatar Björgvinssonar, simi 73244, og vitja vinningsins. A-listinn á Vestfjörðum. Föstudagur 12. júlí 1974. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.