Alþýðublaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 16
alþýðu
m\m\
Bókhaldsaðstoð
með tékka-
færslum
BÚNAÐAR-
BANKINN
KÓPAVOGS APÓTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
Ljótt útlit og slæm umgengni er ekkert einkamal trassanna
„Ekki þarf nema einn
gikk í liverja veiöistöö”
„Ekki þarf nema einn gikk i
hverja veiöistöö”, segir gamalt
orðtæki. Þetta kom okkur i hug,
þegar viö fórum um bæinn rétt
einu sinni i leit aö umhverfis-
trössum, og þá ekki siður þeim,
sem meö framtaki sinu til þrifa
og snyrtingar eru samborg-
urum sinum lii fyrirmyndar.
Viö höfum sem sé orðið þess
greinilega varir, að þegar einn
byrjar að mála hús og snyrta,
liður ekki á löngu, bar til
nágranninn fer að dæmi hans.
Stundum erlikast þvi, að heilar
götur, og jafnvel hverfi, hafi
tekið sig saman um aö prýöa
hús sin og umhverfi.
Þetta á reyndar ekki aðeins
við um ibúðarhverfi, heldur og
mannvirki eins og fiskiðjuver og
vöruskemmur sem standa i
nálægð við hvort annaö. Eitt
dæmið um þetta er framtakið
úti i örfiriseyju, sem við birtum
meðal annars myndir af nú i
dag.
Það kemur okkur þvi ekki á
óvart, þegar fariö verður að
mála hinn vinsæla Kaffivagn á
Grandanum, og siðan vigtar-
húsið, ef Slysavarnarfélagið
verður þá ekki fyrr til aö mála
Næst fyrir neðan Bæjarútgerðina i örfirisey standa skemmur, sem
Reykjavikurhöfn á. Þær þoldu ekki samanburð viö nýmálað fisk-
iðjuverið. og nú er verið að mála þar lika, og I sama lit. Málara-
meistarinn sagði okkur, að þessi drottningarlitur, væri fenginn frá
Hafnarhúsinu, sem var málað i fyrra.
Á einhverju mesta umferöar-
horni borgarinnar stendur þetta
myndarlega hús, Skólavörðu-
stigur 19. Einhver snyrting á þvf
hlýtur að standa fyrir dyrum, en
að óbreyttu útliti er það, vegna
legu sinnar og stærðar, eitthvert
ljótasta húsið i gamla
miðbænum.
sina aðalbækistöð, sem ekki er
vanþörf á.
Annars væri óréttmætt að
segja, að hús Slysavarnar-
félagsins sé til sérstakrar
óprýði, en það er dæmigert fyrir
þá staðreynd, að þegar einhver
fer að mála i hverfinu, þá er
fyrst tekið eftir þvi, að fleiri
ættu að fara að dæmi hans.
Það verður okkur til mikillar
ánægju, þegar við getum aðeins
birt myndir af þvi, sem snyrt
hefur verið og fegrað, en eins og
fram hefur komið, er ekki siöur
ástæða til að lofa það, sem vel er
gert, eins og að gagnrýna það,
sem miður fer.
- ;'y:
Ekkl langt frá Vesturgötunni, úti I örfiriseyju, stendur fiskiðjuver Bæjarútgerðarinnar. Nú hefur það
verið máiaðog snyrt svo að til prýði er.
Vestast I Vesturbænum standa þessi hús við Vesturgötuna. Bygging þeírra var á sinum tfma merkiiegt
og gott framtak, en þaöer önnur saga, sem ekki verður rakin hér. Nú eru þessi hús I örgustu niöurnlðslu
og eru hreinasta bæjarskömm.
PIMM á förnum vegi-
Hefur þú verið viðstaddur setningu Alþingis
Stefán Hallgrimsson, útvarps-
virki á Akureyri: Nei, það hef
ég ekki gert, en það væri ekki úr
vegi ef maöur væri I bænum við
eitthvert slfkt tækifæri. Ég er
núna að koma úr Kerlinga-
fjöllum og þann stað tek ég fram
yfir Alþingi.
Finnbogi Jónsson, verkamaður:
Nei, ég hef engan áhuga á þvi.
Þorvarður Helgason, leiklistar-
gagnrýnandi: Já, fyrir mörgum
árum gerði ég það vist, en hef
ekki haft áhuga siðan. Þetta var
á þeim árum þegar maöur hafði
áhuga á þvi, sem var að gerast
þarna inni.
Sævar Geirdal, sjómaður: Nei,
aldrei og hef eiginlega ekki
áhuga á þvi. Ég sá þá labba úr
kirkjunni áöan.
Guðmundur Barker, banka-
starfsmaður: Nei, það hef ég
ekki gert en kannski ein-
hverntlma. Ég er að vinna og
var þess vegna ekki viðstaddur
núna.
MMBMMMMBBBHMHH