Alþýðublaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 8
MIKILVÆGI GERVIHNATTAMYNDA F NÍTT MAT A NÁTTIÍRUAUDLINDIIM Gervihnöttur, sem veitir margvlslegar upplýsingar um ástand á jörðinni, fer nú 14 um- ferðir kringum jörðina á sólar- hring. Meðaltimi hnattarins yfir Islandi er kl. 12.08 að morgni. Myndavélum I gervihnettinum var ætlað að taka mynd á 25 sekiindna fresti, sem slðan er unnt að skila til móttökustöðva á jörðu niðri. Móttöku- og sendi- tæki veita upplýsingar um gróöur, rakastig, hitastig, eðli gróðurs og jarðvegs, ölduhæð hafíss og fleira. Hefur fjöldi mynda og upplýsinga borist is- lenskum vlsindamönnum, en gervihnettinum er ætlað að sýna fram á, hversu fjarskoðun utan úr geimnum hefur geysilegt notagildi til vlsbendingar um margvlsleg náttúruauðæfi jarð- arinnar, og hvernig megi I framtlðinni fylgjast með og stjórna nýtingu þeirra. Nokkrir Islenskir vlsinda- menn fylgjast með þróun þess- ara mála, sem er örari en nokkurn óraði fyrir. Nú eru I sjónmáli möguleikar til myndunar úr gervihnöttum, sem hafa mun vlðtæka þýðingu fyrir Island. Reynir Hugason, rafmagns- verkfræðingur, hefur látið Al- þýðublaðinu I té ýmsar stað- reyndir þessara visindastarfa. Rannsóknir með aðstoð gervihnatta Forsaga Arangursrlkar tilraunir mannsins til þess að koma á loft loftbelgjum, mæliflaugum, gervihnöttum og nú á slðustu tlmum geimflaugum hafa gert- friðsamlega hagnýtingu himin- geimsins að veruleika. Loftbelgir þeir, sem mest eru notaöir, og gerðir eru úr mjög teygjanlegu efni, komast upp I 20 til 30 km hæð, en springa slö- an. Tækin, sem hengd eru við loftbelgina, svlfa slðan til jarðar I fallhllfum. Til eru aðrir loft- belgir úr efni, sem ekki getur þanist. Þeir fljóta upp að fyrir- fram ákveðinni hæö og haldasí I þeirri hæð I allt frá nokkrum klukkustundum upp I margar vikur. Þessir loftbelgir eru notaöir I þeim tilvikum, þegar nauðsynlegt er að fá stöðugar mælingar yfir lengri tfma utan við hin þéttu lög andrúmslofts- ins, eða allt upp I 50 km hæö. Slfka loftbelgi er hugsanlegt aö nota I sérstökum tilvikum viö remsun 1) á auðæfum jarðar- innar. Mæliflaugar (eldflaugar) hafa stuttan, knúinn flugtlma. Þær falla til jarðar aftur eftir braut byssukúlu (ballistlskri braut). Mæliflaugar eru notaðar, þegar nauðsynlegt er að kanna svæðin á milli 40 og 150 km hæðar. Þær eru þvl nota ar ofan við efstu notkunarmörk loftbelgja, en neðan viö lægstu notkunarmörk gervihnatta. Lægstu hagkvæmustu not- kunarmörk gervihnatta, 150 km hæð, markast af dragkrafti (enska:drag) andrúmsloftsins á hnöttinn,hann ræður aftur lengd æviskeiðs gervihnattar á braut. Með mæliflaugum er hægt að gera mælingar á efri lögum andrúmsloftsins I allt frá nokkr- um mlnútum og upp I hálfa klukkustund. Gervihnöttur er nokkurs kon- ar máni gerður af manna völd- um. Hann er I algjöru þyngdar- leysi, þvl að tog þyngdarafls jarðarinnar er þá jafnt mið- flóttakraftinum, sem verkar á gervihnöttinn vegna hreyfingar hans á braut. 1) remsun er hér notað fyrir enska orðið „remote sensing” (= fjarskynjun) Braut gervihnattar getur verið hringlaga, en það þýðir, að braut hans kringum jörðina er að meira eða minna leyti alltaf I sömu fjarlægð frá mið- punkti jarðarinnar, brautin get- ur einnig verið sporbaugur. A sporbaugsbraut getur jarðnánd gervihnattarins farið niður I 200 km eöa svo, en jarðfirð, þ.e.a.s. mesta fjarlægð gervihnattarins frá jörðinni getur orðið nokkur þúsund kílómetrar. Braut gervihnattarins getur einnig veriö miðbaugsbraut, halla- braut eða pólbraut. Gervihnett- ir, sem settir eru á loft I hring- laga miðbaugsbraut I u.þ.b. 36.000 km hæð og snúast I sömu átt og jörðin, eru kallaðir „geostationary satellites” eða jarðstöðuhnettir. Það tekur 24 klst. fyrir slíkan gervihnött að fara eina umferð umhverfis jörðina, en það er sami tlmi og það tekur fyrir jörðina að fara einn hring um sinn eiginn ás. Þar af leiðir, að jarðstöðuhnött- ur heldur sömu afstöðu til allra punkta jarðarinnar. Þetta hefur marga kosti I för með sér, þar sem þá er stöðugt hægt að fylgjast með ákveðnu svæði á jörðinni og einnig er þá hægt að fylgjast með gervihnettinum (fylgja gervihnettinum) frá fastri stöðu á jörðu niðri. Geimflaugar eru að þvl leyti frábrugðnar gervihnattaeld- flaugum, að þær geti komist út úr þyngdarsviði jarðarinnar, (náð „escape velocity” 11.2 km/sek). Fram til þessa hafa geimflaugar aðallega verið notaöar til vlsindalegra rann- sókna á tunglinu og innri hlutum sólkerfisins, en framþróun I friðsamlegri hagnýtingu himingeimsins hefur verið mjög ör á slðustu tveimur ára- tugum. Eldflaugar eru nú notaðar vlða um heim til veðurathugana eða til að mæla ástand og eigin- leika loftlaga. Með gervihnött- um er nú kleift að hafa sam- starfið um Veðurvörslu Ver- aldar (the World Weather Watch), sem hefur mikla þýð- ingu fyrir veðurspá til nokkurra daga og ekki sist við breytingar á veðri af manna völdum. Sam- gönguhnettir auðvelda sendingar útvarps- og sjón- varpsefnis og talslmasambönd milli hvaða staða jarðarinnar sem er. Hagnýting gervihnatta við siglingar, flugferðir og könnun auölinda jarðarinnar eru I sjónmáli. Remsun ísland séð úr gervihnetti i 912 km fjarlægð. Remsun hefur það verið kallað, að safna saman upp- lýsingum um ákveðinn hlut eða fyrirbæri með þar til geröu tæki, sem ekki er I nánum tengslum við þaö, sem veriö er að rann- saka. Næstum öll okkar þekking á stjörnufræði, að undanskild- um lendingum mannaðra geim- fara á tunglinu, hefur fengist á þennan hátt. Remsun er þvl nokkurs konar stjarnfræði jaröarinnar. Hentugt er aö láta þetta orð tákna þá tækni, sem beita má við að skoða yfirborð jarðarinnar frá einhverjum stað hátt yfir jörðu, annað hvort frá flugvél eöa frá geimflaug, mannaöri eða ómannaðri og fá þannig upplýsingar um náttúru- auðlindir á yfirborði jarðar, landi eöa sjó og stundum nokkra metra undir yfirborði jaröar. Ljósmyndir af yfirborði jarðar- innar, sem teknar voru frá hin- um mönnuðu Geminy geimför- um, sýndu greinilega hina geysimiklu möguleika, sem sllk tækni opnar. Söfnun upplýsinga um auðæfi jaröarinnar með remsun er I Hluti af Skandinavlu úr samsettui senn rökrétt aðferð við aukna notkun þeirra möguleika, sem fyrir hendi er til lausnar vanda- mála og algerlega ný leiö sem hægt er að nota á margvlslegan hátt, ef Imynduunaraflinu er beitt. Nútima remsunartæki innihalda virk og hlutlaus kerfi, er deila litrófinu upp I ákveðin bönd, bæði á sýnilega sviðinu, á innrauöa sviðinu og allt upp I sentimetrabylgjur. Sem betur fer hleypir andrúmsloftið I gegn öllum þessum böndum, þegar engin ský eru á lofti og sumum, þó skýjað sé. Enduíkast og útgeislun jarð- bundinna hluta, hvort sem um er að ræða steina, dýr eða vötn I hinum ýmsu böndum rafseguls- rófsins, eru skráð með remsunartækjum. Ef upp- lýsingarnar væru skráðar á 20 bönd I litrófinu, og hvert band gæti greint milli 10 styrk- leikastiga á ljósinu, fengjust 2010 eða næstum 10.000 mill- jarðar mismunandi mynd- eininga af hlutum jarðarinnar. Þvl hærri uppi sem remsunar- stöðin er þeim mun stærra er það svæði jarðarinnar, sem hægt er að hafa yfirsýn yfir I einu. Jarð- stöðuhnöttur, sem er I u.þ.b. 36.000 km hæð hefur samtimis yfirsýn yfir þriðja hluta jarðar- innar, en hann hefur þann ókost, að uppleysanleikinn, þ.e.a.s. smæsta svæði myndarinnar, sem hægt er að greina með nú- tlmatækni, verður u.þ.b. 3x3 km. Með venjulegum sól — synkronhnetti 1900 km hæð geta skynjararnir samtímis séð svæði, sem er u.þ.b. 185x185 km að stærð og slikur hnöttur getur komistyfir að þekja alla jörðina á u.þ.b. 18 dögum. Uppleysan- leikinn er þarna 150x150 m. Flugvél, sem flýgur 110 km hæð, getur þakið 5000 km2 svæöi á þriggja klst. flugi. Þar sem flatarmál jarðarinnar er u.þ.b. 5x10 8 km2, myndi þvl þurfa um 100.000 flugveröir eða 35 ár, fyrir eina flugvél að þekja alla jörðina. Uppleysanleiki flug- myndanna er auðvitaö miklu betri. Smæsta svæði, sem greint verður, er þá af stærðinni 2x2 m. Hægt er þvl með remsunar- tækjum að gera kort af stórum svæðum á mjög skömmum tlma og einnig er hægt að fylgjast með ýmsum fyrirbærum, sem 0 Föstudaguif T9. júlí T974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.