Alþýðublaðið - 01.10.1974, Side 5

Alþýðublaðið - 01.10.1974, Side 5
■ Útgefandi: Blað hf. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir ASsetur ritstjórnar: Skipholti 19, sími 28S00 Auglýsingar: Hverfisgötu 8--10, simi 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900 Prentun: Blaðaprant LOKS ER ÞVÍ LOKID Með samningum rikisstjórna Islands og Bandarikjanna um tilhögun varnarmála er væntanlega lokið — um sinn a.m.k. — máli, sem spennt hefur verið upp i einhverjar mestu æs- ingar sem um getur úr stjórnmálasögu siðari tima. Deilurnar um varnarmálin, sem fyrst var hleypt af stað að marki i sveitarstjórnakosning- unum 1972, voru orðnar viðs fjarri allri skyn- semi. öfgaöflin til hægri og vinstri gengu bein- linis af göflunum þegar dró að þingkosningum á s.l. vori og æsingarnar voru orðnar svo miklar, að jaðraði við hreina móðursýki. öllum öðrum málum — jafnvel þeim, sem skipta sköpum fyrir afkomu islensku þjóðarinnar — var bók- staflega fleygt til hliðar eins og marklausum þvættingi, en sefasýki i varnarmálum látin riða húsum. Róleg igrundun og skynsemi voru útlæg ger úr umræðunum. Alþýðuflokkurinn tók ekki þátt i þessum móð- ursýkisáróðri. Viðleitni hans beindist i þá átt að leita að skynsamlegri lausn, sem unnt gæti verið að sameina mikinn meginþorra þjóðarinnar um — lausn, sem i senn tæki mið af öryggishags- munum landsins og þeim sjónarmiðum þorra Islendinga að hafa ekki erlent herlið i landi sinu umfram það, sem brýn nauðsyn krefst. Alþýðu- flokkurinn treysti á það, að æsingar Morgun- blaðsins og Þjóðviljans myndu ekki megna að rugla heilbrigða dómgreind fólks. En hverja sögu verður að segja eins og hún er. Þvi miður varð Alþýðuflokknum ekki fyllilega að þeirri von sinni. Þvi miður voru þeir allt of margir, sem létu múgæsingar Morgunblaðsins og Þjóð- viljans kæfa raddir skynseminnar. Nú, eftir kosningarnar, er glögglega komið i ljós, hversu innihaldslaus móðursýkisáróðurinn var. Vandamálin, sem við hefur verið að etja að kosningum loknum, standa alls ekki i sambandi við varnarmál landsins — heldur allt önnur og óskyld mál. Varnarmálin hafa hins vegar verið leyst eins og i framhjáhlaupi — án þess að kosta hvorki mikinn tima né mikla fyrirhöfn. Og hvernig varð svo lausnin? Hvað gerðu stjórnmálamennirnir og þar á meðal forystu- menn Sjálfstæðisflokksins eftir að sefasýkis- áróðurinn hafði náð tilgangi sinum? Þá settust þeir niður og leituðu að skynsamlegustu lausn- inni. Og skynsamlegasta lausnin reyndist að þeirra eigin mati vera lausn, sem i öllum meg- inatriðum byggist á tillögum Alþýðuflokksins frá þvi fyrir kosningar. í móðursýkisáróðri Morgunblaðsins i kosn- ingabaráttunni var þeim hinum sömu grund- vallaratriðum algerlega visað á bug sem frá- leitum. Aftur og aftur æsti blaðið sig upp og sagði, að Alþýðuflokknum væri ekki treystandi i varnarmálunum vegna þessara hugmynda hans. Og enginn vafi er á þvi, að einhverjir kjós- endur, sem ella hefðu kosið Alþýðuflokkinn, létu æsingaskrif Morgunblaðsins villa sér sýn. En hvað segir þetta fólk þá nú — þegar verið er að framkvæma þessar sömu hugmyndir? Skyldi það ekki gera sér grein fyrir þvi, hvernig æsingaöflin hafa haft það að leiksoppi? Eða á það ekki að vera skylda stjórnmálaflokka að leitast við að leggja mál þannig fyrir, að heil- brigð dómgreind og skynsemi fái að ráða? Það gerði Alþýðuflokkurinn — en fyrir það galt hann engu að siður. Þvi miður — ekki fyrir Alþýðu- flokkinn heldur fyrir heilbrigða stjórnmálaum- ræðu i landinu. ERLENDIS FRÁ EÞfðPAR VlUfl EKKI FÁ NVJAN KEISARA Herforingjarnir i Eþiópiu — hinir nýju valdhafar þar — hafa að visu sett Haile Selassie, keis- ara, i stofufangelsi, en vilja samt augljóslega ekki leggja konung- dæmi niður i landinu. Lausa- fregnir um, að gera eigi son keis- arans að æðsta manni landsins — þó án verulegra valda — hafa vakið mótmæli i landinu, þar sem mikill áhugi er meðal almennings á þvi, að landið verði gert lýð- veldi. Haile Selassie borðar næstum ekkert, sýnir glögg merki elli- hrörnunar og lifir lokaður inni i sinum eigin hugarheimi i her- bergi sinu i hersjúkrahúsinu i Addis Ababa. Hinn 82ja ára gamli fyrrverandi keisari var lagður á sjúkrahús fyrir röskri viku vegna hungurverkfalls en áður hafði hann verið i haldi i aðalstöðvum fjórðu herdeildar Eþiópiu i miðri höfuðborginni. Sagt er, að liðsforingjar skiptist á um að vaka yfir Selassie dag og nótt. Vaktaskipti eru á fjögurra klukkustunda fresti og þegar skipt er um vaktmenn eru báðir látnir i nákvæma læknisskoðun, svo hvorki sé unnt að lauma neinu til keisarans eða frá honum. Ýmsar aðrar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar til þess að vernda lif og heilsu Selassie. Þá segja sömu heimildir, að keisarinn fyrrverandi sé ekki með sjálfum sér, og hafi hvorki þrótt til þess aö lesa né skrifa. Þó hefur hann nú látið af hungur- verkfallinu. Þvi var raunar ætíð harðlega neitað af talsmönnum stjórnarinnar, að keisarinn væri i hungurverkfalli, en jafnframt var blaðamönnum banuað að kikja til hans til þess að ganga sjálfi r úr skugga um, hvort svo væri. Andstaða við nýjan keisara Tilkynning sonar Selassie um, að hann sé reiðubúinn til þess að snúa heim og taka viö konung- dæmi hefur komið yfirvöldum i Eþiópiu á óvart. Keisarasonur- inn, Asfa Vossen, sem hefur dval- ið i tvö ár i Genf þar sem hann reynir að ná sér eftir heilablæö- ingu, tilkynnti, að enn hefði hann engin boð fengið frá opinberum aðilum i heimalandinu um að snúa heim sem keisari. Almenningur bjóst hins vegar við þvi, að krónprinsinn myndi hafna öllum boðum um konung- dóm og svo myndi liða einhver timi þar til stjórnvöldum þætti timabært að lýsa landið lýðveldi. Krónprinsinn er heldur ekki vinsæll af almenningi — fremur en aðrir aðalsmenn i landinu. Hann er m.a. ákærður fyrirþað að hafa rænt öllum Awash-dalnum, alls 600 þús. hektörum, frá hirð- ingjum. KISSINGER I KLÍPU Afhjúpun afskipta CIA af atburðunum i Chile, sem leiddu til falls Allende, hafa beint athygl- inni að Kissinger, utanrikisráð- herra Bandarikjanna. Hann er formaður ,,40 manna nefndarinnar” innan Þjóðar- öryggismálaráðsins, en nefndin gaf CIA leyfið til undirróðurs- starfanna i Chile. Þrátt fyrir það, að Ford Banda- rikjaforseti hafi lýst þvi opin- berlega yfir, að Kissinger nyti fyllsta stuðnings forsetans, eru menn ekki alveg vissir um, að Kissinger muni halda utanrikis- ráðherraembættinu. Rætt er um, að allt eins sé liklegt, að hann hætti störfum áður en sex mánuðir eru liðnir. Alit það, sem Kissinger naut, varð fyrir miklum hnekki vegna Kýpurmálsins og sannsögli hans hefur oft verið dregin I efa — nú siðast þegar upp komst um athafnir CIA i Chile, en Kissinger hafði áður harðlega neitað þvi á fundi með utanríkismálanefnd Bandarikjaþings, að CIA ætti nokkurn minnsta þátt i valda- ráninu. Það sem jafnvei mun ráða enn meiru um pólitiska framtið Kissingers er, hvor verður yfir- sterkari, hann eða James Schles- inger varnarmálaráðherra. Schlesinger er „haukur”, sem efast um gildi stefnu Kissingers um að draga úr spennu austurs og vesturs en Kissinger litur á hinn bóginn á óskir Schlesingers um gerð nýrra gereyðingarvopna sem alvarlega ógnun við heims- friðinn og tilraunirnar til friðsamlegri sambúðar. Það virðist þvi vera með öllu útilokað, að þeir geti báðir átt sæti i sömu rikisstjórninni til frambúðar og almennt er álitið í Washington, að Kissinger verði undir vegna þess, að Ford standi nær sjónarmiðum Schlesingers. Alvarleg viðvörun 1 skýrslu til Oldungadeildar- innar varaði Kissinger alvarlega við þvi, að stefna I hættu viðleitn- inni til þess að draga úr spennu með þvi að Bandarikin reyndu að ná hernaðarlegum yfirburðum (vikið undir rós að Schlesinger) eða með þvi að setja aukið frelsi i Sovétrikjunum sem skilyrði fyrir efnahagslegri og viðskiptalegri samvinnu. Kissinger sagði, að slik stefna myndi vekja upp draug kalda striðsins og kenningar frá 6. ára- tugnum um frelsun og svör i sömu mynt. — Og þetta myndum við gera á þeim tima, þegar styrkur Sovétrikjanna og áhrif i heiminum eru meiri en fyrir aldarfjórðungi, þegar þessi stefna var ákveðin og brást, sagði Kissinger. Slik leið nú yrði jafn tilgangslaus og hún væri hættu- leg. Kissinger hét þvi að reyna a allra næstu mánuðum að ná umtalsverðum árangri i samningunum við Sovétrikin um takmörkun eyðingarvopna, að ljúka samningunum um gagn- kvæma fækkun i herafla i Evrópu og að reyna að fá lausn, sem kæmi i veg fyrir meiri útbreiðslu atómvopna. FLOKKSSTARFIÐ FULLTRÚARÁÐIÐ í HAFNARFIRÐI: FUNDUR Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna i Hafnarfirði efnir til fundar i Alþýðuhúsinu miðvikudaginn 2. október nk. kl. 20.30. FUNDAREFNI: 1. Vetrarstarfið, 2. Bæjarmálin. 3. önnur mál. STJÓRNIN Auglýsið í Alþyðublaðinu Þriðjudagur 1. október 1974.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.