Alþýðublaðið - 01.10.1974, Qupperneq 12
alþýðu
mum
Bókhaldsaðstoð
meðtékka-
færslum
BÚNAÐAR-
BANKINN
KOPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
SENDIBIL ASÍÖDIN Hf
Margqr verksmiðjur ofþurrka fisk-__
mjölið og glata verulegum verðmætum
Margar verksmiöjur hér á
landi ofþurrka þorskmjöl og
glata viö þa& verðmætum, sem
oft geta veriö veruleg. Betur
hefur hins vegar verið haldið á
spöðunum, hvað loðnumjöl
snertir. Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins hefur látið frá sér
fara yfirlit um efnagreiningu á
útfluttu þorskmjöli og loðnu-
mjöli á árunum 1966—73. Þar
kemur fram, að á mjölfram-
leiðslunni má að vissu marki
greina sérkenni landshluta bæði
hvað snertir fiskiðnað og veiði-
hætti.
Hér fara á eftir niðurstöður
þessara rannsókna eins og þær
eru settar fram i skýrslu Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins:
Þorskmjöl
Verksmiðjurnar á Norður-
landssvæðinu voru með protein-
au&ugasta mjölið, en minnsta
proteinmagnið var hjá verk-
smiðjunum á Suður-Vestur-
landssvæðinu. Skýringin getur
verið sú, að á Norðurlandi mun
nokkuðum heilan fisk (ruslfisk)
i hráefni verksmiðjanna, sem
gefur proteinauðugt mjöl, en á
Su&ur-Vesturlandi mun oftast
vera nær eingöngu um úrgang
að ræða. Einnig getur skipt
máli, hvort hráefni er unnið nýtt
eftir sem til fellur, eða að um
einhverja geymslu er að ræða,
vegna þess að verksmiðjurnar
hafa ekki undan að vinna allt
hráefni, sem að berst og pro-
teininnihaldið lækkar þegar
hráefnið skemmist.
Norðurland
A Norðurlandi var 1970 fram-
leitt proteinauðugasta þorsk-
mjöliö eða 68,8% miðað við 8%
vatn, en 1966 var proteinmagnið
minnst eða 66.2%. Fitumagnið
var innan við 3% öll árin og
meðalrakinn 7.0-7.9%.
Vestfirðir
Arið 1971 var proteinmagnið
mest eða 66.8% miðað við 8%
vatn, en minnsta árið 1966, eða
64.1%. Fitumagnið var öll árin
milli3.5og 4% nema 1972, þegar
það var 4.2%.
Meðalraki var 5.8-7.6%.
Austfirðir
Arin 1971 og 1972 var protein-
magnið mest eða bæði árin
65.6% miðað við 8% vatn en
minnst árið 1966 eða 62.6%.
Fitumagnið var á bilinu
2.5— 3.3%, mest árið 1970.
Meðalraki var 5.4—7.7%.
Vestmannaeyjar
Ariö 1973 var proteinmagnið
mest eða 65.2% miðað við 8%
vatn, en minnst 1967 eða 62.3%.
Fitumagnið var á bilinu
2.5— 3.7% nema 1973, þegar það
var 4.5%.
Meðalraki var 6.2—7.9%.
Suður-V esturla nd
Arið 1970 var proteinmagnið
mest eða 64.7% miðað við 8%
vatn, en minnst árið 1967 eða
62.6%- Fitumagnið var á bilinu
3.8—5.0%, mest 1973.
Meðalraki var 6.9—7.8%.
Þegar athugað er meöalefna-
innihald á allri framleiðslunni á
milli ára, kemur i ljós, að ekki
er um miklar sveiflur að ræða.
Proteinauðugasta mjölið var
framleitt árin 1970 og 1971 eða
65.4% miðað við 8% vatn, en
minnsta 1967 eða 63.3%. Fitu-
magniö var á milli 3.4 og 4.3%
og meðalraki 6.9—7.4%.
Það er athyglisvert, að á öll-
um landssvæ&um öll árin var
meðalraki innan við 8%, fór allt
niöur 1 5.4%
Það er þvi greinilegt, að
margar verksmiðjur ofþurrka
mjölið og glata við það verð-
mætum, sem oft geta verið
veruleg.
Leyfilegur hámarksraki I út-
fluttu mjöli er 10%. Mjög æski-
legt væri að stilla raka á 8-9%.
Sala á mjöli er oftast miðuð við,
að greitt er ákveðið verð fyrir
proteineiningu upp að ákveðnu
hámarki. Ef proteinmagnið i
mjölinu er meira en það há-
mark, fæst engin greiðsla fyrir
það, sem umfram er, en meiri
raki i mjölinu myndi auka
magnið.
Minnst fitumagn var hjá
verksmiðjunum á Norðurlands-
svæði eða innan við 3%, en mest
hjá verksmiöjunum á -Vestur-
landssvæði, oftast milli 4 og 5%.
Astæðan fyrir breytilegu fitu-
innihaldi er sennilega slógið,
sem gefur hærri fitu, en Suður-
Vesturlandsverksmiðjurnar
nýta það yfirleitt vel.
Loðnumjöl
Hjá verksmiðjunum á
Noröurlandi og Vestfjörðum var
litið um loðnumiölsframleiðslu
á þessu 8 ára timabili.
A Norðurlandi hófst fram-
leiðslan árið 1973 og á Vestfjörð-
um var litið framleitt 4 ár af
þessu timabili og framleiðslan
nokkuð misjöfn. A Suður-Vest-
urlandi og i Vestmannaeyjum
var framleitt loðnumjöl öll árin,
en á Austfjörðum var fyrst byrj-
að loðnuvinnslu árið 1968 að
heitið gæti.
Suður-Vesturland
Arið 1970 var proteinmagnið i
loðnumjöli mest eða 68.4% mið-
að viö 8% vatn, en minnst 1972
eða 65.3%. Fitumagnið var
9.8—11.9% nema 1972, þegar það
var 12.8%.
Meðalraki var 7.7—9.2%.
Vestmannaeyjar
Arið 1972 var mest protein-
magn eöa 68.4 miðað við 8%
vatn, en minnst 1967 eða 64.4%.
Fitumagnið var 10.0—12.0%,
nema 1967 þegar það var 12.8%.
Meðalraki var 7.6—8.8%.
Austfirðir
Arin 1971 og 1972 var protein-
magnið mest eða bæði árin
68.0% miðað við 8% vatn, en
minnst 1968 eða 66.6%. Fitu-
magnið var 10.0—11.7% ol með-
alraki 8.4—9.5%.
Norðurland
Þar var aðeins framleitt
loðnumjöl árið 1973. Protein var
66.5% miðað við 8% vatn, fita
12.1% og vatn 8.9%.
Vestfirðir
Áriö 1973 var proteinmagnið
mest eða 68.7% miðað við 8%
vatn og minnsta 1972 eða 61.6.
Fitumagnið var 8.9—15.5% og
meðalraki 7.4—10.0%.
Meðalefnainnihald loðnu-
mjölsins á aöalframleiðslu-
svæðunum þrem var nokkuð
svipað þótt töluverður munur
væri oft á framleiðslu einstakra
verksmiðja.Þóskerasigúr árin
1972 hjá Suður-Vesturlands-
svæðinu og 1967 hjá Vestmanna-
eyjum. Þá var meðal protein-
magnið aðeins 65.3% og 64.4%
miðað við 8% vatn og fitan
12.8%.
Þetta voru einu árin, sem pro-
teinmagnið var ekki yfir 66% og
fitan fór yfir 12%, en leyfileg há-
marksfita I útfluttu loðnumjöli
er yfirleitt 12%
Það er athyglisvert, að með-
alraki i loðnumjöli var mun
hærri en I þorskmjöli eða oftast
milli 8 og 9%
Þegar litið er á meðalefna-
innihald i allri framleiðslunni
milli ára, sést að proteinmagnið
var mest 1970 eða 67.6% miðað
við 8% vatn og minnst 1967 eða
66.1%
Fitumagnið var minnst 1970
eða 10.4% og mest 1967 eða
12.0%. Meðalraki var 8.1—9.1%.
— 0 —
Meðallagstölur um efnainni-
hald segja auðvitað ekkert um
það, að einstakir farmar geti
ekki verið þó nokkuð frábrugðn-
ir að efnasamsetningu. Meira
að segja hafa einstaka sinnum
borist kvartanir kaupenda und-
an þvi að hlutar farma væru
mjög frábrugðnir þvi, sem sýni
úr farminum I heild gaf til
kynna. Verði hins vegar ein-
hvern timann horfið að þvi ráði
að flytja mjöl út i lausu máli,
„bulk” þá mun heildarefna-
greiningin gefa mun réttari
mynd af hverjum farmi og nálg-
ast þær meðallagstölur, sem hér
eru settar fram.
70
Samhengió milli meöal proteinmagns og
meðal fitumagns í loðnumjöli frá
Suður- og Vesturlandi árin 1966-1973,
18
17
16
15
14
13
12
11
10
9
8
ts.
Þetta lfnurit sýnir, hvernig mjölfitan og proteininnihaldið standa f öfugu hlutfalli hvort vift annaft, þvl
lægri, sem fitan er, þvf hærra er proteininnihaldift. Sé fitunni ndft úr má selja hana sem lýsi, en fyrir
hana fæst næst um ekkert i mjölinu, þvi aft proteinmagnift lækkar um 7/10% fyrir hvert 1% af fitu. Þetta
lögmál gildir ekki um vatnsinnihaldift. Þaft er ekki söluvara hvort sem er. Það eyftist olfa vift aft eima
þaft úr og ef mjöl ofþornar geta proteinin skemmst.
FIMM á förnum vegi
Finnst þér eðlilegt, að konur gegni prestsstörfum ?
Sigurftur Blöndal, kennari: Jú,
mér finnst það alveg sjálfsagt,
þvi að konur eru alls ekki verr til
slikra starfa fallnar en karlmenn.
Ég vona, að þessi fyrsta kven-
vigsla veröi öðrum konum hvatn-
ing til að ganga sömu braut.
ólafur Þ. Kristjánsson, fyrrver-
andi skólastjóri: Mjög eðlilegt.
Mér sýnist, aö konur geti yerið
mjög vel til þess fallnar að ^egna
prestsstörfum.
Sólveig Aftalsteinsdóttir, nemi:
Jú.
Elisabet Sigurftardóttir, húsmóft-
ir: Ég veit ekki satt að segja,
hvort ég muni kunna við það fyrst
i stað, að konur gegni þessum
störfum. Hins vegar kann þetta
að breytast, þegar maður fer að
sjá konur að prestsstörfum i
kirkjum. Maður þarf bara að
venjast þessu.
Haraldur Jóhannsson, toliendur-
skoðandi: Mér finnst þaö alveg
eðlilegt og reyndar sjálfsagt jafn-
rétti. Kynferði á ekki að ráða
neinu i þessum efnum.