Alþýðublaðið - 03.04.1975, Page 2
Fimmfaldur
mismunur
Ég hef aður minnst á það i
þessum dálkum hversu gifur-
legur mismunur er á högum
þess fólks, sem á þess kost að
kynda hús sin með jarðvarma
og hins, sem verður að notast
við oliu. Ýmsir meðaltalsút-
reikningar hafa verið á þessu
gerðir, sem ýmsir — þ.á.m.
undirritaður — hafa dregið
stórlega i efa vegna vitneskju
um, að kyndikostnaður með
oliu er i raun töluvert meiri,
en þar er reiknað með. Nýlega
komu hins vegar fram á Al-
þingi einkar athyglisverðar
upplýsingar, sem varpa skýru
Ijósi á þennan mikla mismun.
Þær komu fram I svari Gunn-
ars Thoroddsen, orkumála-
ráöherra, við fyrirspurn frá
Jóni Ármanni Héöinssyni um
hitaveitumál á Suðurnesjum
og i nágrannabyggöum
Reykjavikur.
Samkvæmt upplýsingum
orkumálaráðherra er áætlað,
að Hafnfirðingar, Garðhrepp-
ingar og Kópavogsbúar verji
yfir 1000 milljónum króna á
ári i olíukaup til húsahitunar.
Þegar hitaveitan verður tengd
við þessi byggðarlög á næst-
unni er kyndikostnaðurinn eft-
ir þá tengingu áætlaður röskar
200 m. kr. á ári. Það er sem sé
hartnær fimmfalt dýrara fyrir
íbúa þessara byggöarlaga að
kynda með oliu, eins og þeir
gera nú, en að kynda með
heitu vatni, eins og þeim mun
væntanlega gefast kostur á
fljótlega.
Hættuleg
mismunun
Hafnfirðingar, Kópavogsbú-
ar og Garðhreppingar geta
glatt sig við það, að þeir eiga
senn i vændum að losna við
olíuna. Suðurnesjamenn þurfa
aö biða nokkuð lengur, en þeir
sjá þó hilla undir lausnina. En
fjöimargir aðrir landsmenn,
fjarri Reykjavlk, eiga enga
slika von. Þeir sjá ekki betur,
en að þeir þurfi um langa hrið
enn að borga margfaldan
kyndikostnað á við Reykvík-
inga og nágranna — og ekki
verður þar viðast hvar við
komið hinni sigildu afsökun
hitaveitunotenda, að þetta fólk
hafi aðeins skort fyrirhyggj-
una!
Misréttið i húsahitunarmál-
unum getur haft ákaflega al-
varlegar afleiðingar á búsetu
fólks i þessu landi. Það getur
orsakað mjög alvarlega bú-
seturöskun þvi margan munar
um minna en það mikia fé,
sem fólk utan hitaveitusvæð-
anna þarf að gjalda i kyndi-
kostnað umfram þá, sem á
hitaveitusvæöum búa.
Þessum málum hefur ekki
verið nægilegur gaumur gef-
inn. Ef til vill er það vegna
þess að fólk gerir sér almennt
ekki grein fyrir hversu mikið
misrétti er hér á ferðum — og
hve alvarlegar afleiöingar það
getur haft ef það verður látið
liðast til lengdar.
SB
Flest bendir til þess
að duflin séu a
sovéskum uppruna
en enainn eiqandi
hefur gefið sig fram
„Þau dufl, sem fundist hafa,
virðast í upphafi ætluð til mis-
munandi nota. Tvö þeirra eru
dufl, sem notuð eru við björgum
kafbáta.er kann að hafa hlekkst á
neðansjávar. önnur dufl virðast
eiga að þjóna þeim tilgangi, að
taka á móti hljóðbylgjum á miklu
sjávardýpi. Eitt þeirra er hins
vegar kafbátsloftnet og er það
framleitt i Bretlandi. Margt
bendir hins vegar til, að hin duflin
séu af sovéskum uppruna.”
A þessa leið segir i fréttatil-
kynningu, sem utanrikisráðu-
neytið sendi frá sér i gær varð-
andi rannsókn á þeim erlendu
hlustunarduflum, sem rekið hefur
á fjörur hér við land að undan-
fömu og mikla athygli hafa vakið.
„Sérfræðingar eru sammála
um, að öll þessi dufi séu rekin
mjög langt að og þau séu gerð til
að liggja á mjög miklu dýpi. Eng-
inn sérstakur eigandi hefur gefið
sig fram að þeim duflum, sem
fundist hafa,” segir i fréttatil-
kynningu utanrikisráðuneytisins.
Þar segir og, að nokkur dufl-
anna hafi verið tekin til athugun-
ar og rannsökuð af innlendum
sérfræðingum og hafi þeir skilað
ráðuneytinu skýrslum um athug-
anir sinar. Ennþá sé samt vitað
um þrjú dufl liggjandi á fjörum
og hafi þau ekki verið rannsökuð,
en Landhelgisgæslan muni sækja
þau strax og færi gefist.
Utanrikisráðuneytið hefur nú
ákveðið að gefa Raunvisinda-
stofnun Háskóla Islands eitt
þeirra hlustunardufla sem rekið
hefur. Þar er um að ræða dufl,
sem á sfnum tima rak á fjörur á
varnarsvæðinu við Stokksnes. Að
sögn ráðuneytisins er þetta heil-
legasta duflið, sem fundist hefur,
en Raunvisindastofnunin muni
geta hagnýtt sér duflið til smiða á
rannsóknartækjum.—
Nýlega gaf sjávarútvegs-
ráðuneytið út reglugerð um
sérstakt línu- og netaveiði-
svæði i Faxaflóa. Samkvæmt
henni eru allar veiðar i botn-
vörpu og flotvörpu óheimilar á
svæði, innan lina, sem dregn-
ar eru réttvisandi vestur frá
Stafnesi og réttvisandi suður
frá Malarrifi. Bann þetta gild-
ir til 1. júni 1975.
Meðfylgjandi kort sýnir þau
veiðisvæði fyrir linu og net
sem sett hafa verið á þessari
vertið.
EITT MORD 00 FIOGUR
MANNDRÁP ÁRIO 1074
SVIK, FALSANIR
OG VANSKIL
JUKUST
Á ÁRINU
Freysteinn ráðinn
ritstjórnarfulltrúi
á Tímann
Dagblaðið Timinn skýrði frá
þvi i gær, að Freysteinn Jó-
hannsson, sem lét af störfum
sem ritstjóri Alþýðublaðsins um
sl. mánaðamót, hafi verið ráð-
inn ritstjórnarfulltrúi Timans.
Mun Freysteinn annast daglega
stjórn á ritstjórn Timans.
Þá var jafnframt skýrt frá
þvi, að Helgi H. Jónsson hafi
verið ráðinn fréttastjóri Timans
og Alfreð Þorsteinsson ráðinn
aðstoðarmaður stjórnmálarit-
stjóra blaðsins, Þórarins Þórar-
inssonar. Báðir hafa þeir Helgi
og Alfreð unnið sem blaðamenn
á Timanum.
Þá hefur Sigmundur Steinars-
son verið ráðinn iþróttafrétta-
ritari Timans.
Freysteinn Jóhannsson
A árinu 1974 bárust rannsókn-
arlögreglunni i Reykjavfk sam-
tals 10.873 mál til meðferðar, þar
af 4.303 umferðarmál og 6.570 mál
önnur.
Af öðrum málum en umferðar-
málum bárust rannsóknarlög-
reglunni 2.499 mál, sem vörðuðu
þjófnaði eða rán. Arásir, sem
framdar voru i öðru skyni en
auðgunarskyni, voru 403 og eru
þar með taldar nauðganir, slags-
mál, manndráp og morð. Eitt
morð var framið i Reykjavik á
árinu, en i fjórum tilvikum öðrum
höfðu árásir mannslát i för með
sér og teljast manndráp.
Skemmdarverk og önnur spell-
virki urðu 563 á árinu, slys, önnur
en umferðarslys, 250, brunar og i-
kviknanir 168, svik, fals og van-
skil 1.584 og vofeifleg mannslát
128. Til skýringar skal þess
getið að vofeifleg mannslát
teljast öll þau lát sem verða
skyndilega, eða með þeim hætti
að læknir getur ekki gefið út dán-
arvottorð og réttarkrufning þarf
að fara fram. I þeim flokki eru
þau tilfelli þegar fólk verður
bráðkvatt, fremur sjálfsmorð,
eða á annan hátt deyr án þess að
þekkt sjúkrasaga þess bendi á
dauðaorsök.
Nokkur aukning varð á málum
þeim sem rannsóknarlögreglan
fékk til meðferðar, frá árinu áð-
ur, en ekki meiri en hefur verið
frá ári til árs. Einn málaflokkur
jókst þó meir en nokkur annar, en
það er flokkur sá sem varðar
svik, falsanir og vanskil. Stærst-
an þátt eiga þar innistæðulausar
og falsaðar ávisanir, bæði hvað
varðar f jölda mála, svo og meðal-
stærðhvers máls fyrir sig. Þann-
ig voru slik brot á árinu 1974 alls
1.584 og nam heildarupphæð ávis-
ana þeirra sem Seðlabankinn
kærði um 53 milljónum króna, en
árið áður voru málin 1.282 og nam
þá heildarupphæð rúmum 15
milljónum króna. Aukning mála
af þessu tagi er þvi gifurleg og
gefur fyllstu ástæðu til að brýna
fyrir fólki varkárni i ávisanavið-
skiptum.
Blaðinu hefur borist undir-
skriftaskjal 40 kvenna, sem
stunda nám i læknadeild, þar
sem skorað er á alþingismenn
að færa 9. grein frumvarps um
kynlifsfræðslu og fóstureyð-
ingar aftur i það horf, sem lagt
var til i stjórnarfrumvarpi á
siðasta þingi. Aðalrökin telja
þær, að læknar hafi ekki sér-
þekkingu eða tækifæri til að
meta nema mjög takmarkað-
an þátt allra aðstæðna kon-
unnar.
Þvi telja þær, að endanleg
ákvörðun eigi að vera i hönd-
um konunnar sjálfrar, en ekki
misviturra vottorðaskrifara.
Samkvæmt fréttatilkynn-
ingu var þátttaka I undir-
skriftum meðal læknastúdina
40% á nemum 1. árs, en 94%
samanlagt hjá hinum árgöng-
unum (2—7 incl).
I
1
WREVRLI
Sími 8-55-22.
Opið allan sólarhringinn
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA f KR0N
I
I
9$
&
I
%
í Haínartjarðar Apótek
g Afgreiðslutími:
$ Virka daga kl. 9-18.30
Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
Eftir lokun:
í Upplýsingasími 51600.
Dúnn
í GUEflBflE
/ími 84200
v' ^
€F
Fimmtudagur 3. apríl 1975