Alþýðublaðið - 03.04.1975, Page 6
Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður
af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið
H. Montgomery Hyde
í þýðingu Hersteins Pálssonar
DULARFULU 19
KANADAMAÐURINN
krafðist þess, að utanríkisráðuneytið fengi ekkert að vita um samband
þeirra, eins og þegar er sagt, sýndi, að hann lagði sig í talsverða áhættu
með þessu. Áhættan var fólgin í þeirri tilviljun, að upp kæmist um sam-
band hans við brezku leyniþjónustuna, og hann flæktist þá, eins og
áreiðanlega hefði farið, ef upp hefði komizt um þetta, í meiri háttar
pólitískt hneyksli, en þá hefðu allir einangrunarsinnar og andstæðingar
íhlutunar krafizt brottvikningar hans. Jafnframt skildist honum, að sá
tími hlyti fyrr eða síðar að koma, þegar framhaldsstarfsemi F.B.I. mundi
ekki aðeins velta á gengi hennar sem stofnunar til lagavörzlu, heldur
á afrekum á stærra sviði gagnnjósna og leyniþjónustu í öryggisskyni. Það
var vegna nauðsynlegs undirbúnings hans á að hlýða þessu opinbera
kalli, að Hoover þarfnaðist upplýsinga og aðstoðar af því tagi, sem
Stephenson gat veitt honum vegna einstakrar aðstöðu sinnar.
5.
Um það leyti, er Stephenson hitti Hoover fyrst, hafði Roosevelt for-
seti falið F.B.I. að afla leynilegra upplýsinga um tmdirróðursstarfsemi
hvarvetna í Vesturheimi, er gæti stofnað öryggi Bandaríkjanna í hættu,
svo og að hefja undirbúning á viðeigandi varúðarráðstöftmum gagnvart
mögulegum njósnurum og spellvirkjum. Þetta var ábyTgðarstarf, sem
Hoover fagnaði, því að það táknaði verulega aukna virðingu og áhrif
F.B.I., en hinn framgjami forstjóri stofnunarinnar vildi veg hennar alltaf
sem mestan. En lilutleysislögin lögðu alvarlegar hömlur á framkvæmd
hinna nýju skyldustarfa hans.
Hin ameríska F.B.I.-stofnun var ólík hinni brezku S.I.S. að því leyti,
að hún neyddist til að starfa í skærri birtu eftirlits af almennings liálfu.
Til þess að hún gæti starfað sem leyniþjónusta, þarfnaðist Hoover stuðn-
ings þjóðþingsins, en hann fékkst ekki. Hoover liafði enga lagaheimild til
að láta menn starfa utan Bandaríkjanna. Fyrir bragðið var hann neydd-
ur til að starfa á laun, án vitundar utanríkisráðuneytisins og hinna opin-
beru sendisveita Bandaríkjanna í Suður-Ameríkulöndum. Lagaheimild
hans var takmörkuð við gagnnjósnir í Bandaríkjunum, og jafnvel á því
sviði var honum óheimill aðgangur að upplýsingalindum, sem voru h'fs-
nauðsynlegar starfi hans. Til dæmis var þá engin ritskoðun innanlands
á bréfum og skeytum, svo að starfsmenn F.B.I. neyddust til að hnupla
bréfum úr pósthúsum. Hefði verið flett ofan af þeirri ólöglegu starfsemi,
og færðar sönnur á óréttmæti hennar í einhverju ákveðnu tilfelli, mundi
það hafa orsakað svo mikla stjórnmálaólgu, að nægt hefði til að stofna
í voða áframhaldandi starfsemi stofnunarinnar eða að minnsta kosti, að
Hoover yrði áfram forstjóri hennar. Það var og til trafala, að hæstiréttur
Bandaríkjanna hafði fyrir nokkru úrskurðað, að óheimilt skyldi að taka
til greina við réttarhöldin sannanir, sem fengnar væru með óheimilum
símahlustunum af hálfu F.B.I.-manna, og gilti einu, þótt samræður, sem
hlustað væri á, stofnuðu öryggi ríkisins í voða. Hoover var því sem milli
steins og sleggju, því að annars vegar var löngun hans til að framkvæma
fvrirmæli forsetans vegna hinnar brýnu þarfar Bandaríkjanna á sviði her-
viðbúnaðar, en hins vegar nær ofstækisfullar kröfur mikils hluta þjóð-
þingsins um varðveizlu hlutleysis landsins.
Stephenson hjálpaði Hoover úr þessum vanda með því að bjóða hon-
um og mönnum hans að hagnýta öll þau margvíslegu úrræði brezkrar
levniþjónustu, sem til höfðu orðið vegna styrjaldarþarfar. Hann bjó svo
um hnútana, að tveir æðstu foringjar stofnunarinnar gátu heimsótt aðal-
stöðvarnar í London, þar sem þeir fengu nákvæmar upplýsingar um
njósnaaðferðir nazista, og síðar var einum aðstoðarforstjóra Hoovers gef-
inn kostur á að heimsækja ýmsar brezkar S.I.S.-miðstöðvar í Suður-
Ameríku og ræða við stjórnendur þar um myndun F.B.I-deildar á því
svæði. Vegna náins sambands Stephensons við brezku ritskoðunina var
hægt að senda reyndan F.B.I.-mann til Bermudastöðvarinnar, þar sem
hann gat fengið tilsögn í póstskoðunartækni. Starfsmenn í rannsóknar-
stofu F.B.I. kynntust einnig hjá einum Bermudasérfræðingnum — konu,
sem gengið hafði í þjónustu Stephensons í New York — hinum ýmsu
aðferðum við að kanna bréf á laun með slíkum hætti, að viðtakendur
vissu ekki, að þau hefðu verið opnuð. Þessar mjög leynilegu aðferðir
voru meðal annars fólgnar í að opna og loka stjómarpósti og öðmm for-
réttindapósti, svo að innsiglin virtust óhreyfð og menn urðu einskis vísari,
þótt þeir notuðu útfjólubláa geisla og ýmis kemísk efni til athugunar
á þeim.
Þegar F.B.I. fór að ráða starfsfólk til þessara vandasömu trúnaðar-
starfa, kom fyrir broslegt atvik. Það var reynsla Breta, að konur væra
hæfastar til starfa, sem kröfðust mikillar handlagni. Aðstoðarforstjóri
aðalbækistöðvarinnar í Washington ræddi við fjölda kvenna, sem til
greina komu, en augljóst var, að ekki var hægt að skýra væntanlegt starf
fyrir þeim á þessu stigi málsins, ef þær þættu ekki til þess fallnar. Ber-
mudasérfræðingur Stephensons hafði kennt aðstoðarforstjóranum óljósa
reglu, sem var á þá leið, að stúlka með fallega ökla mundi að líkindum
búa yfir nauðsynlegri handlagni til starfans. Þeim, sem talað var við, var
aðeins sagt, að um trúnaðarstarf væri að ræða, og þær kynnu að þurfa að
vinna það í Suður-Ameríku. Sumar urðu síðar harla undrandi, þegar þær
urðu þess vísari, að fyrsta „rannsókn“ var fólgin í nákvæmri athugun á
öklum þeirra, sem framkvæmd var af rosknum „G“-manni, og þær fóru
að hugleiða með nokkrum kvíða, í hverju störfin mundu raunverulega
vera fólgin, sem ætlazt var til að þær ynnu á stöðum eins og Buenos
Aires eða Ríó. Þær, sem vora sérstaklega kvíðnar, vora sefaðar með því
að þær vora fullvissaðar um, að það væri ekki þess háttar starf!
Þótt Stephenson léti Hoover í té allar leynilegar upplýsingar, sem
honum tókst að afla um þessar mundir, hafði F.B.I. ekki beinlínis áhuga
fyrir þeim öllum. Sumt varðaði leyniþjónustudeildir flota- og hermála-
ráðuneyta, svo sem leyniþjónustu flotans, Office of Naval Intelligence,
eða O.N.I., og leyniþjónustu hersins, Military Intelligence Division eða
G.2. Hoover lét þessar upplýsingar ganga áfram til O.N.I. og G.2, þar
sem Stephenson hafði um þessar mundir ekkert samband við þær deildir,
en þær vora um þetta leyti andvígar samstarfi við Breta. En Hoover var
ánægja að gera þetta, þar sem það jók álirif og álit stofnunar hans, og
skapaði forstjóra hennar sérstöðu innan amerískrar leyniþjónustu, sem
þá var fyrir hendi. Einnig kom fyrir, að Hoover var hvattur til að leita
aðstoðar leyniþjónustudeilda hers og flota vegna Breta, þótt það færi í
bága við eindregna hlutleysisstefnu utanríkisráðuneytisins. Eftirfarandi
atvik, sem gerðist haustið 1940, er ágætt dæmi um slíka íhlutun.
Fulltrúi Stephensons í Mexico City skýrði frá því, að hann liefði
ástæðu til að ætla, að fjögur þýzk og tólf ítölsk skip, sem lágu þá í
Tampico og Vera Cruz við Mexíkóflóa, ætluðu að rjúfa hafnbann Breta.
Virtust horfur á, að þessum möndulveldaskipum myndi takast það, þar
TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS
P.O. BOX ;120
BEYKJAVÍK
Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að
Alþýöublaðinu.
Nafn: ...............................
Heimili:.............................
KLIPPIÐ ÚT OG SENDIÐ
o
Fimmtudagur 3. apríl 1975