Alþýðublaðið - 11.04.1975, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 11.04.1975, Qupperneq 5
Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson Fréttastjóri: Helgi E. Helgason Augiýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siðumúla 11, slmi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simar 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, slmi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu kr. 40. EINAR OG ASHKENAZY Pianósnillingurinn Vladimir Ashkenazy er nú staddur hér á landi og lék i gær einleik með Sinfóniuhljómsveitíslands. Það er orðinn reglu- legur viðburður i tónlistarlifi íslendinga, að landsmönnum gefist kostur á að hlýða á leik þessa heimskunna listamanns, sem sýnt hefur tónlistarmálum okkar, og raunar Islandi og íslendingum, einstakan hlýhug og velvilja. Frumkvæði hans i sambandi við listahátiðirnar, sem haldnar hafa verið hér á landi er ómetan- legt. Ashkenazy hefur af lifi og sál og af óbilandi dugnaði lagt sig fram um að gera þessar hátiðir að alþjóðlegum tónlistarviðburðum og það hafa þær orðið fyrir hans tilverknað. Fá Islendingar seint fullþakkað þessum manni, sem kaus að gerast landi okkar og hefur sýnt islensku menn- ingarlifi mikla ræktarsemi. Það hefur lengi verið áhuga- og baráttumál Vladimirs Ashkenazy að fá að bjóða föður sin- um, David, til sins nýja heimalands. Vegna stirfni sovéskra stjórnvalda hefur itrekuðum óskum feðganna um að fá að hittast þó ávallt verið hafnað. Vladimir Ashkenazy, sem er is- lenskur rikisborgari, hefur þvi snúið sér til þess eina aðila, sem honum sem Islendingi er tiltæk- ur i sliku máli og ber skylda til þess að veita honum sem og öðrum íslendingum liðveislu undir áþekkum kringumstæðum — til rikis- stjórnar íslands. Hafa rikisstjórnir þær, sem hann hefur snúið sér til, ávallt tekið málaleitun- um hans vel og stundum eitthvað reynt að að- hafast. Nú vill svo til, að á sama tima og þessi heims- frægi snillingur dvelur á Islandi og leyfir íslend- ingum að njóta listar sinnar er islenski utanrik- isráðherrann, Einar Ágústsson, i opinberri heimsókn i Sovétrikjunum. 1 heimsókninni hef- ur hann rætt við flesta helstu ráðamenn Sovét- rikjanna — þá menn, sem ekki hafa viljað leyfa Ashkenazy feðgunum að hittast og Vladimir Ashkenazy hefur beðið islensku rikisstjórnina að reyna að hafa áhrif á. Þegar Einar Ágústsson kemur heim úr för sinni til Sovétrikjanna mun Alþýðublaðið spyrja hann, hvað honum hafi orðið ágengt i málum þeirra Ashkenazyfeðga. Alþýðublaðið mun spyrja utanrikisráðherrann við hvaða forystu- menn Sovétrikjanna hann hafi rætt þetta mál, hverjar undirtektirnar hafi verið og hvort utan- rikisráðherranum islenska hafi tekist að leysa það verkefni, sem Alþýðublaðið hefur marg- sinnis skorað á hann að fylgja fast eftir — að fá heimild sovéskra stjórnvalda fyrir David Ashkenazy til þess að heimsækja son sinn og tengdadóttur á íslandi. Það er ekki aðeins Alþýðublaðið, sem hefur mjög eindregið skorað á islensk stjórnvöldogþá fyrst og fremst Einar Agústsson, sem verið hef- ur utanrikisráðherra tveggja rikisstjórna, að bregðast vel við liðveislubón hins Islenska rikis- borgara, Vladimirs Ashkenazy. 011 þjóðin, sem fengið hefur að njóta hæfileika og fórnfýsi þessa dáða listamanns, hefur tekið undir þá áskorun. Það er heldur ekki að tilefnislausu. I fyrsta lagi eigum við Islendingar bágt með að skilja það furðulega háttalag sovéskra stjórnvalda að meina feðgunum að hittast. I öðru lagi gerum við okkur það ljóst, að Vladimir Ashkenazy á það margfaldlega skilið af málsvörum okkar að þeir fylgi þessu baráttumáli hans fast fram og nú hefur Einar Ágústsson einmitt haft eitthvert það besta tækifæri til þess, sem boðist hefur. Hvernig hefur það verið notað? lalþýðul ÁTÖKIN UM PAX-forlagið i Noregi hefur ný- lega gefið út i norskri þýðingu bók eftir franska prófessorinn Jena- Marie Chevalier þar sem höfund- ur gerir úttekt á þeim atburðum sem leiddu til hinnar miklu verð- hækkunar á oliu og leiðir getum að þvi, hvernig hún orsakaðist og hvaða öfl stóðu á bak við. Bókin heitir i norsku þýðingunni ,,Det nye spil om olien” og hefur vakið milla athygli meðal þeirra, sem reynt hafa að átta sig á atburð- burðunum,sem leiddu til oliu- kreppunnar og hvaða þátt hinir alþjóðlegu auðhringar áttu i leiknum. t bókinni er tekin viðmiðun af beim breytingum á heims- markaðsverði á oliu, sem átti sér stað á árunum 1970—1974. A nokkrum árum fjór-fimmfaldað- ist heimsmarkaðsverðið á oliu, helstu oliuframleiðslulöndin þjóð- nýttu oliuframleiðsluna, sem áður hafðu verið i höndum fjöl- margra fyrirtækja, oliufélögin misstu verulega sin pólitisku itök en þau færðust aftur á móti yfir til oliuframleiðslulandanna, sem urðu mjög áhrifarik i alþjóða- pólitik. Aburðirnir i kjölfar oliu- kreppunnar svonefndu veturinn 1973—1974 komu almenningi og jafnvel sumum rikisstjórnum vestrænna landa gersamlega á óvart. Chevalier bendir á það i bók sinni, að þessir atburðir hafi ekki gerst af hendingu, heldur hafi þessi þróun verið rökrétt fram- haldafþeim aðstæðum,sem riktu á heimsmarkaði varðandi oliuna. Olian hafði verið tiltölulega ódýr og það leiddi til þess, að oliunotk- un vestrænna landa jókst mjög. Bein afleiðing af þvi varð svo að sjálfsögðu stöðugt meiri eftir- spurn eftir oliu. Sú eftirspurn hlaut að þrýsta á oliuframleiðslu- rikin og loks var sá þrýstingur orðinn of mikill. Þá tóku þessi riki málin i sinar hendur. Olian varð ekki lengur ódýr. Oliufélögin sáu þessa þróun fyrir i lok sjöunda áratugsins. Þess vegna hófu þau leit að nýjum oliulindum — m.a. i Norðursjónum — þar sem vinnslukostnaður var og er miklu meiri en áður hafði viðgengist. Mikilvægasta afurðin. Olian er nú mikilvægasta af- urðin á heimsmarkaðinum. Mikilvægi þessarar afurðar bæði til friðsamlegra nota og til hern- aðarnota gerirþað að verkum, að oliuvinnsla hefur orðið mikla pólitiska þýðingu. Chevalier segir: „Arðsemi oliuframleiðsl- unnar er svo mikil og olia er svo mikilvægt hráefni fyrir fram- leiðslu iðnvæddra rikja, að saga oliunnar og oliuvinnslunnar er nátengd efnahagslegri og pólitiskri valdaforsjá stórveld- anna og þjóðfrelsisbaráttu i smá- rikjunum. Oliufölun iðnvæddra landa hefur sina pólitisku hlið. Stórveldin reyna að koma á lagg- irnar og viðhalda skilningsrikum rikisstjórnum i oliuframleiðslu- löndum. Þær fá frá þeim vopn eft- ir þvi, hve hlýðnar þær eru.” Séu aðrar orkulindir teknar til samanburðar, þá er ódýrt að framleiða oliu og flytja hana á milli staða — t.d. miðað við orku- framleiðslueiningu. Þetta merk- ir að bil er á milli framleiðslu- verðs og söluverðs og það bil geta menn nefnt oliugróðann. Kenning Chevaliers er sú, að hvernig þessi oliugróði er fenginn og hvernig notaður, geti gefið skýringar á þeirri þróun, sem orðið hefur i oliuframleiðslu i heiminum á undanförnum árum. Olíugróðinn er samtala af tekjum og hagnaði, sem fást af öllum framleiðslu- stigum oliunnar — allt frá vinnslu hráoliu til flutninga, vinnslu hrá- oliunnar i bensin og annað „fínna” eldsneyti og gerfi- efnaframleiðslu úr úrgangsefn- um. Hversu mikill hagnaðurinn • er af hverju þessara stiga fer eftir þvi hvort og þá að hve miklu leyti önnur efni geta þar komið i stað oliunnar. Chevalier greinir timabilið 1859—1970 sem fyrsta oliutimabil- ið, en þá fór kostnaður við oliuleit, oliuframleiðslu og oliuflutninga stöðugt lækkandi. Myndun fjöl- þjóðlegra oliufélaga varð til þess, að oliuverðið lækkaði ekki að sama skapi vegna þess, að oliufé- lögin náðu einokunaraðstöðu og gátu ákveðið heimsmarkaðsverð- ið á oliu eftir eigin geðþótta. Þetta merkti, að oliugróðinn — mis- munur á framleiðslukostnaði og söluverði — fór vaxandi. Jafnframt þvi sem oliugróðinn jókst gátu oliufélögin beitt verð- ákvörðunun á oliu i siauknum mæli sem vopni gegn öðrum teg- undum af orku og beinlinis stuðl- að að þvi, að aðrar orkulindir væru ekki taldar jafn hagkvæm- ar. Afleiðingin af þessu varð sú, að oliunotkun i Vestur-Evrópu, Japan og Norður-Ameriku þrefaldaðist á áratugnum 1960—1970 enda þótt orkunotkun á þessu svæði yxi aðeins um 67% á þessum tima. Þannig urðu iðn- aðarþjóðfélögin sifellt háðari inn- fluttum orkugjöfum — og oliufé- lögum. En þessi þróun leiddi einnig til meiri eftirspurnar- þrýstings —og jók þar með þrýst- inginn á oliuframleiðslulöndin i Miðjarðarhafsbotnum og i Norður-Afriku. Fyrir oliufram- leiðslurikin var ástandið aftur á móti ekki fýsilegt. Jafnframt þvi sem stöðugt meiri olia var unnin þar úr jörðu lækkuðu tekjur oliu- framleiðslurikjanna pr. tonn af hráoliu. Oliuframleiðslurikin höfðu hins vegar mjög takmark- aða möguleika á þvi að vernda hagsmuni sina svo lengi sem kostnaðurinn við oliuleit og oliu- vinnslu fór stöðugt minnkandi. Tilraunir af þeirra hálfu til þess að koma á einhverju lágmarks- verði á hráoliu hefðu oliufélögin getað ónýtt vegna þess, að þau höfðu — vegna oliugróðans — að- stöðu til þess að undirbjóða. Kenning Chevaliers er sú, að árið 1970 hafi alger bylting átt sér stað. Þá hafi Jtostnaðurinn við oliuleit og oliuvinnslu farið að vaxa. A þessari kenningu byggir Cevalier svo skýringar sinar á or- sökum hinna miklu oliuverð- hækkana, valdatapi oliufélag- anna og auknum pólitiskum ítök- um oliuframleiðslulanda. ódýra olían búin. Chevalier telur, að þegar við lok sjöunda áratugsins hafi oliu- félögunum verið orðið það ljóst, að ódýra olian myndi ekki endast nema 10—15 ár i viðbót, og að vinnsla nýrra oliulinda myndi verða mun dýrari. Raunar kom þetta fram laust eftir 1960 þvi þá fóru oliufélögin að fá áhuga fyrir liklegum oliustöðum, þar sem oliuvinnsla yrði þó til mikilla myna dýrari, en á þeim stöðum, þar sem olia var þá unnin. Til dæmis voru fyrstu leyfin til oliuleitar i norska landgrunninu gefin árið 1965. Á þeim tima hefði kostnaðurinn við oliuvinnslu i Norðursjó verið álika mikill og söluverðið, sem þá gilti á hráoliu. Oliufélögin hafa e.t.v. reiknað með, að unnt yrði að lækka vinnslukostnaðinn með nýrri tækni, en þá þegar hljóta þau að hafa reiknað með talsvert miklum verðhækkunum á oliu i náinni fratið. Ella hefði vart borgað sig fyrir þau að hefja undirbúning að oliuvinnslu i Norðursjó. Árið 1970 hafði heimsmarkaðs- verðið á oliu náð lágmarki og eftirspurnin var orðin svo mikil, að gæta fór verðþenslu. Á árinu 1970 einu jókst eftirspurnin eftir oliu i Vestur-Evrópu um heil 13% og um 20% i Japan. Og nú fór að borga sig að leita nýrra vinnslu- leiða — t.d. i Norðursjónum. Enn var hlutfall vinnslukostnaðar þar og heimsmarkaðsverðs á oliu þó þannig, að vinnslan hefðu vart getað borgað sig. En þá bættist það ofan á, að miklar skemmdir urðu á oliuleiðslum I Sýrlandi og urðu þær til þess, aö um stund stöðvuðust oliuflutningar frá Saudi-Arabiu til Miðjarðarhafs- ins. Afleiðingarnar urðu þær, að olian fór að hækka i verði, i fyrsta sinn frá árinu 1947 (aðeins ein undantekning: veturinn 1956—1957 eftir Suezmálið). Arið 1970 markar þvi timamót. Heims- markaðurinn fer að snúast selj- endum oliunnar i hag. Þegar til lengdar lét varð þessi þróun þó oliuframleiðslurikjun- um meira til framdráttar, en oliufélögunum sjálfum. Lybia reið á vaðið og tókst að fá fram hækkun á oliuverði og sköttum til oliuframleiðslulandanna og nú fóru oliufélögin að gera ráð fyrir þvi i útreikningum sinum að þurfa að borga oliuframleiðslu- rikjunum meira fyrir vinnslu- og söluréttinn. Og frá og með þeirri stundu fóru samtök oliufram- leiðslurikjanna — OPEC — að hafa meiri áhrif. Með þessum hætti fóru oliu- framleiðslurikin að fá i sinn hlut meira og meira af oliugróðanum. Verðfall dollarans árið 1971 varð hins vegar til þess, að rauntekj- urnar af oliusölunni — og þar með tekjur oliuframleiðslurikjanna — minnkuðu aftur. Genfar-samn- ingurinn frá þvi i janúar 1972 bætti þeim þó aftur þetta tap. Barátta olíuframleiðsluríkjanna. Mörg oliuframleiðslurikjanna höfðu lengi, barist fyrir þvi að fá aukin itök i oliuvinnslunni og oliu- framleiðslunni — draga það úr höndum oliufélaganna. Þegar ár- ið 1972 höfðu Alsir, Indónesia og Venezuela þjóðnýtt oliufram- leiðsluna i þessum löndum. t sátt- mála, sem gerður var i New York i október 1972 var afráðið, að oliu- framleiðslurikin fengju i áföng- um 51% eignaraðild að „sinni eig- in” oliuframleiðslu gegn bótum, sem þeim var ætlað að greiða til oliufélaganna. Jafnframt var á- kveðið, að bæði oliufélögin og oliuframleiðslurikin skyldu fjár- festa saman i nýjum oliulindum. Chevalier telur, að þetta sam- komulag hafi verið mjög hagstætt fyrir oliufélögin vegna þess, að þarna hafi þau i raun unnið meira, en þau létu af hendi. Einnig varð þetta samkomulag til þess, að i raun urðu oliufram- leiðslurikin að skila aftur til oliu- félaganna og heimalanda þeirra — einkum Bandarikjanna — tals- verðu af þeim oliugróða, sem komið hafði i hlut framleiðslu- landanna. Á meðan hafði heims- markaðsverð oliu haldið áfram að hækka, og Chevalier telur, að hlutur oliufélaganna i oliugróðan- um hafi vegna New-York sam- komulagsins aukist úr 22,7% árið 1970 i 26,5% árið 1973. Oliufram- leiðslurikin stóðu þvi sist betur að vigi gagnvart oliufélögunum, en áður. Áhrif Yom-Kippur striösins. Styrjöldin I Miðjarðarhafsbotn- um haustið 1973 var kærkomið tækifæri fyrir oliuframleiðslurik- in til þess að láta nú til skarar skriöa. Ákvörðun arabarikjanna um að hefta útflutning á oliu og setja algert eða takmarkað bann á oliuútflutning til ýmissa rikja skóp nýjar aðstæður. Aður gerðir samningar urðu nú marklitlir. Frá þvi i janúar 1974 hafa oliu- framleiðslurikin sjálf ákveðið lágmarksverð oliunnar, sem nú er þre—fjórfalt hærra, en áður. Jafnframt hafa oliuframleiðslu- rikin i siauknum mæli tekið sjálf að sér oliuvinnsluna. Meö þessum hætti hafa tekjur oliuframleiðslu- Framhald á bls. 4 o Föstudagur 11. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.