Alþýðublaðið - 11.04.1975, Side 7

Alþýðublaðið - 11.04.1975, Side 7
Hvaðan ertu, góurinn? Islendingar hafa lengi haft áhuga á, hvaðan gesti ber að garði. ,,Hvað heitirðu og hvaðan ertu nú, góurinn?”, var lengi upp- hafið á öllum móttökum, þegar gestur gekk i hlað. Og þjóð sem þannig spyr gesti og gangandi, hlýtur eðlilega að hafa mikinn áhuga á þvi, hvaöan hún sjálf sé komin. Uppruni Islendinga hefur lengi veriö mikiö deilumál bæði lærðra manna og leikra. Margar og ólik- ar kenningar hafa verið settar fram um það efni. bá hafa vis- indamenn mælt menn og vegið, skoðað á þeim höfuðkúpurnar og gluggað i blóðsýni — m.a. fengið þá útkomu að þvi mig minnir að lögun blóökorna i Þingeyingum ætti sér hvergi samsvörun nema i úlföldum á eyðimörkum austur- og suðurlanda. Má heita furðu- legt, að i þvi framhaldi skuli sú upprunakenning ekki hafa komið fram, að íslendingar væru lið- hlaupar úr her Ottómana, sem komið hefðu til landsins riðandi á forfeðrum Þingeyinga. Morgunblaðið skýrir i gær frá nýjustu aöferðum visindamanna til þess að uppgötva af hvaða stofni mörlandinn sé sprottinn. Þeir heiðursmenn K.K. Kidd (væntanlega HORNID Ef börnin legðu niöur vinnu Ungur maöur hafði samband við hornið og hafði þetta að segja: Mér finnst vera orðið löngu timabært að stofnað verði verkalýösfélag barna og ung- linga. Hvort sem menn vilja viðurkenna það, eða ekki, þá er það staðreynd að börn og ung- lingar gegna fjölmörgum veiga- miklum störfum i þjóðfélaginu, en það er enginn félagsskapur, sem talið hefur ástæðu til að gæta hagsmuna þess fjölmenna hóps. Svo dæmi séu nefnd, þá væri ekki þetta dagblað i þinum höndum, né nokkurt dagblað i nokkurs höndum, ef ekki færi stór hópur barna og unglinga á fætur i morgunsárið til að bera blöðin út til kaupenda. Unglingar eru við sendistörf hjá flestöllum fyrirtækjum og stofnunum og létta þar með gif- urlegu álagi af önnum köfnu starfsfólki sömu stofnana og fyrirtækja. Þá er hann ekki svo litill hópur þeirra ungu stúlkna, sem sitja yfir smábörnum kvöld eftir kvöld, svo foreldrar vel- ferðarþjóðfélagsins geta notið lista og skemmtana að loknu starfi dagsins. sonar-sonar-sonar-sonur kafteins nokkurs með sama nafni) og L.L. Cavalli-Sforsa hafa komist að þeirri niðurstöðu, aö tilgangs- laust sé með öllu að grafast fyrir um uppruna Islendinga með þvi að rannsaka þá sjálfa — hafa sennilega orðið talsvert slegnir yfir þingeysku blóökornunum — en þess i stað beri að huga að nautpeningi landsmanna. Hafa þeir komist aö þeirri niðurstöðu, aö islenskur klauffénaöur eigi ekkert skylt við breskt eða irskt holdanautakyn, heldur eigi ættir sinar að rekja til Dalakynsins, Þrændakynsins og Þelamerkur- kynsins (ekki orð um séra Guðmundarkynið). Að þvi megi leiða, að Islendingar séu af norsk- um uppruna meir, en menn hafa haldið, þvi auðvitað sé kynfylgi fólks og nautpenings á Islandi al- gerðlega marktæk. Enginn Islendingur geti verið af öðru kyni komin en kýrin hans. Þessar einkar athyglisverðu upplýsingar eru oss mjög kær- komnar þegar til stendur að endurskoða allar kennslubækur I skólum vegna þess að búið er að drepa Zetuna og löggilda Islendinga með litlum staf. Ég legg þvi til að I anda siöustu vis- indalegu niðurstöðunnar um upp- runa vorrar ágætu þjóðar verði jafnframt geröar þær textabreyt- ingar i sögubókum og skólaljóð- um, að alls staðar þar sem minnst er á „hiö norræna kappakyn” meö tilvisun til þjóðar vorrar verði sett „hið norræna kýrkyn”. Það hæfir einkar vel að gera þær textabreytingar samfara rithátt- arbreytingum þeim, sem fyrir dyrum standa. —SB 011 börn annast svo að sjálf- sögöu erindrekstur fyrir heimil- in með þvi að hlaupa út i búöir og sendast eftir einu eða ööru — og flest börn gegna einhvern tima skyldum kúasmala I sveitinni. Á farskipaflotanum okkar er að jafnaöi starfandi flokkur ungra manna, sem vinna ýmis óþrifalegustu störfin um borð, svo sem allar ræstingar, upp- vask og ýmislegt, sem til fellur, Ég hef kynnst þessu af eigin raun, og ég veit aö þar er vinnu- timinn langur, launin þau lægstu, og helzt uppskorið van- þakklæti, ef eitthvað er. Að sjálfsögðu má segja sem svo, aö þessi börn og unglingar séu aðeins aö sinna skyldum sinum viö heimiliö og samfélag- ið. En hvaða borgari er ekki að þvi? Hvers vegna skyldu yngstu launþegarnir vera I einhverju réttminni en hinir, sem launin hljóta? Það er i tisku aö tala um rétt- indabaráttu kvenna. Ég vil ekki rýra gildi kvenþjóðarinnar i fjölskyldu mannsins. Ég vil bara benda á þennan gleymda hóp, sem aldrei er spurður, þessa negra i þjóöfélaginu, eins ogleiöarahöfundur Visis nefndi svo i forystugrein fyrir skömmu. Ég er ekki að stinga upp á þvi, en það gæti komið kerfinu úr lagi ef allur þessi hópur barna og unglinga legði niöur störf I einn eða tvo daga, svona rétt til að minna á sig og sitt framlag til þjóðarbúsins. angarnir SLY ELD S OG S- m WM AF MAI VÖL RAF- ;ns- DUM Vegna banaslyssins, sem ný- verið varð i háspennustööinni milli Eyrabakka og Stokkseyrar hefur athygli fólks beinst mjög að öllum frágangi rafmagns- búnaðar, og I f jölmiölum hefur á undanförnum mánuðum og ár- um verið vakin athygli á þvi hve vföa hættan leynist. Allir ættu að kannast við þá hættu sem börnum er búin af inniloftnetum sjónvarpstækja, sem eru með venjulegum inn- stungutengli án öryggisbúnaðar — og við ættum aö vera farin að vita að ekki má bæta svonefnd- um fjöltenglum við aðra fjöl- tengla, svo dæmi séu nefnd. t nýútkominni ársskýrslu (reyndar einhverri þeirri ódýr- ustu opinberri skýrslu, sem gcrð er) Orkustofnunar — Raf- magnseftirlits rikisins, er m.a. að finna yfirlit yfir slys og elds- voða á árinu 1973, sem rekja má til gáleysis I samskiptum við rafmagn á einn eða annan hátt, slæms frágangs raflagna, eöa ó- nógs öryggis. Alþýöublaöið mun nú birta úr- drátt úr þessari skýrslu. Ljósvallagata 12, Reykjavík, 17. febr. Eldur kom upp i herbergi á rishæð út frá bráðabirgðaloft- ljósi, þar sem pappahlif hafði verið hengd utan um 100 watta ljósaperu og kviknað i henni af hitanum frá perunni. Miklar skemmdir urðu á raflögn á ris- hæðinni. Borgarbraut 28, Borgarnesi, 10. jan Eldur kom upp i svefnher- bergi inn af eldhúsi i rishæð, út frá peru i borðlampa. Borð- lampinn stóð á gólfi milli svefn- bekkjar og borðstofuborðs, sem stóð um það bil 10 cm frá svefn- bekknum. I lampanum var 40 watta pera án lampahlifar. Þrir piltar sváfu I herberginu, Finnbogi 16ára, Einar 13 ára og Leifur 11 ára, allir Ingólfssynir. Húsmóðirin, Ingibjörg Finn- bogadóttir, sagði svo frá: Leifur var sofnaður, en Finnbogi og Einar héldu hvor um sig að hinn væri að lesa við ljósið frá lamp- anum, en um kl. 24 voru þeir lik- Gætið þess að hafa raflagnir ætíð í fyllsta lagi lega allir sofnaðir. Um kl. 02.30 vaknar Finnbogi, við það að hann brennir sig á logandi sænginni. Hann braut sængina saman, hljóp fram i eldhús og tróð henni ofan i vask og skrúf- aði frá krananum. Finnbogi vakti bræður sina strax. Einar vaknaði og fór út úr herberginu, en Finnbogi tók Leif og bar hann út i eldhúsglugga, þar sem hann var með mikinn hósta og mátt- farinn. Finnbogi og Einar hjálp- uðust að við að slökkva i dýn- unni i svefnbekknum, rúmfjöl- inni og borðfætinum, en eldur var i öllum þessum hlutum. Fullvist má telja, að sængin i rúmi Finnboga hafi lagst yfir peruna f lampanum, þar sem brunnið lin var fast við hana. Engar skemmdir urðu á lamp- anum sjálfum eða aðtaugum hans. Leifur hresstist fljótlega og hefur ekki borið á neinum eftirköstum. Brattagata 4, Borgarnesi, 19. febr. Eldur kom upp á annarri hæð hússins I sjálfvirkri þvottavél, sem skilin hafði verið i gangi i um það bil 1 1/2 klst. Þvottavél- inni var komið fyrir i skáp inni á baði. Nægilegt loftrúm virtist vera meðfram og bak við vél- ina. Hilla var fyrir ofan vélina i um það bil 40 cm fjarlægð frá efri brún hennar. Skáphurðin var opin. Við skoðun var helst að sjá, að kviknað hefði i tengi- bretti neðst að aftan i vélinni og leiðslumar siðan brunnið upp og fram i timarofa hennar. Nælon- tengi á vatnsslöngu vélarinnar hafði hitnað og farið að leka, þannig að vatn sprautaðist um skápinn og yfir vélina og var bú- iö að slökkva þegar komið var á staðinn. Vélin er trúlega ónýt. Þó nokkrar skemmdir urðu af völdum reyks og vatns, en eld- hús er undir baðinu á fyrstu hæð. Bergstaðastræti 12, Rvk. 7. mars. . Um kvöldið 7. mars varð elds vart að Bergstaðastræti 12. Frá húsinu Bergstaðastræti I2a, sem stendur út við götuna, var strengd loftlina yfir i stafninn i húsinu Bergstaðastræti 12, „Brennu”, sem stendur innar á lóðinni. Frá loftlinunni voru teknar gúmeinangraðar idrátt- artaugar i járnpipu niður hús- stafninn að utan verðu og inn i verkstæðisskúr, sem byggður hefur verið upp að húsinu. Skúr- inn var klæddur að utan með bárujárni. Samkvæmt upplýsingum heimilisfólksins hafði að kvöldi miðvikudagsins 07.03 sprungið öryggi fyrir áðurnefnda raflögn. Þegar nýr vartappi hafði verið settur I, sást logi þar sem raf- pipan gekk inn i skúrinn. Var- tappinn, sem var 10A að stærð, brann þó fljótlega yfir og loginn slokknaði. Við athugun á staðnum kom i ljós, að pipan var orðin ryð- brunnin og einangrun tauganna ónýt utanvert við skúrvegginn. Engar brunaskemmdir komu i ljós utan raflagnarinnar. Njálsgata 5, Reykjavík, 19. jan. Eldur hafði komið upp að- faranótt föstudagsins 19. janúar i herbergi i norðvesturenda á 1. hæð, en húsið er 2 hæðir og jarð- hæð, útveggir úr steini en inn- réttað með timbri. Er eldsins varð vart, sváfu 2 börn i her- berginu, drengur og telpa 9 og 11 ára gömul. Tveir piltar, er voru I herbergi á efri hæð, urðu varir viö reyk og gátu vakið börnin og kallað á slökkviliðið. Bruni var mestur við tengil á útvegg við glugga. Við þennan tengil var tengdur kæliskápur og borð- lampi I fjöltengi, lok yfir tengl- inum var brotið og snertur þvi óvarðar. Fjöltengið var með skemmda tinda (bogna), og var þvi örðugt að koma þvi i tengil- inn, en það orsakaði möguleika á slæmu sambandi við snertur tengilsins. Telja má fullvist, að þarna hafi orðið neistamyndum, er náð hafi i gluggatjöld, er lágu þétt við tengilinn, en glugga- tjöld þessi voru úr auðbrennan- legu gerviefni. Brunaskemmdir urðu ekki miklar, en töluverður reykur fór um íbúðina. NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK SVARAR FYRIR SIG UM ÚTVARPSRÁÐ OG ÖNNUR MAL KVEDJU TIL GÞG Alþýðublaðið kemur ekki út á sunnudögum. Miðhluti laugardags- blaðsins er aftur á móti nefndur Sunnudagsblaö. Þar er ritaður greinarstúfur sem kallaður er sunnudagsleiðari. Vegna þessarar nafngiftar fæst boðskapur greinar- innar lesinn i útvarp. Oft er þessi grein merkt stöfunum GÞG. Það mun vera Gylfi Þ. Gislason. Um sið- ustu helgi er þessi grein helguð und- irrituðum. Leiðarahöfundurinn sest i dómarasæti og dæmir mig lygara en sjálfan sig sýknar hann vandlega af allri gagnrýni. Boðskapurinn var lesinn i útvarþið. Þetta veitir nokk- urt hugboð um hvert GÞG telur vera hlutverk leiðara i dagblaði. Ég á ekki von á þvi að þetta svar verði lesið i útvarp. Nema Alþýðublaðið birti þessa grein sem leiðara. Það tel ég fremur hæpið. Siðan ég var skipaður formaður útvarpsráðs fyrir liðlega þremur ár- um hef ég vanist persónulegum árásum frá ihaldsöflum þessa lands. Ég kippi mér ekkert upp við það þótt ein bætist við. Hins vegar er þessi merkt upphafsstöfum fyrrverandi menntamálaráðherra (réttara sagt næst-fyrrverandi svo GÞG haldi ekki að ég eigi við Magnús Torfa) og þess vegna vil ég nú svara nokkrum orð- um. Tilefni árásarinnar er viðtal við mig i Þjóðviljanum á skirdag. Gylfi Þ. Gislason ásakar mig um að blekkja visvitandi með þvi að segja hálfan sannleika. Ummælin eru þessi: „Það frumvarp sem við- reisnarstjórnin undirbjó og varð að lögum 1971 er merkt timamótaplagg i sögu rikisútvarpsins.” Telur Gylfi að með þessu sé ég aö reyna að ljúga þvi að lesendum að vinstri stjórnin hafi samþykkt útvarpslögin sem undirrituð voru af forseta 5. april 1971. Hann segir: „Venjulegur les- andi getur varla dregið aðra ályktun af ummælum Njarðaren þá, að við- reisnarstjórnin hafi undirbúið frum- varpið, en siðan hafi önnur stjórn staðið fyrir lagasetningunni.” Ég skal viðurkenna að orðalagið er ekki nákvæmt. Hitt hefur aldrei hvarflað að mér að eigna öðrum en viðreisn- arstjórninni þessa merku lagasetn- ingu. Ég hef hvað eftir annað lýst þvi yfir opinberlega skýrt og skorinort að viðreisnarstjórnin setti þessi lög, m.a. oftar en einu sinni i útvarpi og sjónvarpi við umræður um breytingu á kjöri útvarpsráðs sem nú er orðin að lögum. Enda væri annað furðu- legur barnaskapur. Svo mikill bjáni er ég ekki þótt Gylfi Þ. Gislason bregði mér um óheiðarlegar hvatir. Útlegging Gylfa á tilvitnuninni hér að framan flokkast undir það sem i bókmenntafræði nefnist oftúlkun. Það er fólgið i þvi að lesa eitthvað út úr texta sem alls ekki stendur þar. En raunar gengur hann lengra. Hann fullyrðir hvaða hvatir ráði ummæl- um minum. Ekki veit ég af hverju það stafar. Mér hefur dottið i hug að ástæðan væri persónuleg viðkvæmni gagnvart eigin verkum. Ef til vill ræður einnig ofþjálfun stjórnmála- manns i pólitiskri þrætulist. En kannski er það lika oftúlkun. En drengilegt er það ekki að bregða öðr- um um óheiðarleika vegna eigin of- túlkunar. Gylfi Þ. Gislason sakar mig ekki Gettu hvað StubbuH fékk i afmælisgjöf Hann fékk... ah... tindáta. aðeins um óheiðarleika heldur einnig um að fara með bein ósannindi. Og feitletrar ásökun sina. Tilefnið er þessi klausa: „Hitt er svo annað mál, að megin- stofn starfsliðs útvarps og hljóð- varps er ráðinn á pólitiskum grund- velli, skipaður af ráðherra, á við- reisnarárunum. Og það er ekkert launungarmál, að vel hæft vinstri sinnað fólk hefur verið sniðgengið i ráðningum. Þetta er einkum áber- andi hvað snertir starfsfólk sjón- varpsins.” (Hér er að visu prent- villa: átti að standa útvarps og sjón- varps.) Ég bið um að þessi tilvitnun sé lesin tvisvar og metin samkvæmt þvi sem þar er sagt en ekki sam- kvæmt þvi sem ekki er sagt þar. Gylfi segir að þetta séu bein ósann- indi. Aftur gerir hann sig sekan um oftúlkun. Hann hvitþvær sig með þvi að segja að hann hafi aldrei veitt starf hjá Rikisútvarpinu gegn tillögu frá umsagnaraðila. Ég hef aldrei sakað hann um það. Það stendur hvergi i viðtalinu. Mér dettur ekki i hug að halda annað en þar hafi rikt fyllsta samráð. En það er hægt að gera ýmislegt þótt öllum reglum sé fylgt. Má ég minna Gylfa Þ. Gislason á það að mest allan timann sem hann var ráðherra var bróðir hans út- varpsstjóri? Og allan ráðherraferil hans var einn allra nánasti pólitiski samstarfsmaður hans formaður út- varpsráðs (að undanteknum örfáum mánuðum sem Sigurður Bjarnason var formaður). Og ekki voru margir vinstrimenn að þvælast fyrir i út- varpsráði. Ég imynda mér að ekki hafi verið ýkjaerfitt að ná samstarfi þessara aðila um stöðuveitingar hjá Rikisútvarpinu. Nú er ekki hægt að gera grein fyrir stöðuveitingum hjá Rikisútvarpinu i ráðherratið Gylfa Þ. Gislasonar i greinarkorni sem þessu. Hins vegar væri það ekki frá- leitt viðfangsefni ef þess er sérstak- lega óskað. En þó er rétt að vikja að- eins nánar að þessu. Gylfi segir i sunnudagsleiðara sinum: „Auðvitað er það eflaust rétt, að margir menn, sem Njörður P. Njarðvik kýs að nefna „vinstri sinn- að fólk”, hefir á þessum fimmtán ár- um sótt um stöður við útvarpið, en ekki fengið. En ástæður hafa þá ver- ið aðrar en þær, að umsækjendur hafi verið „vinstri sinnað fólk”.” Ætli þetta sé nú alveg dagsatt? TIu fingur upp til guðs? 1 viðtalinu i Þjóðviljanum er sér- staklega að þvi vikið að áberandi sé skortur vinstri sinnaðs fólks i sjón- varpinu. Hér er átt við fólk sem vinn- ur að dagskrárgerð að einhverju eða öllu leyti. Við skulum svipast um meðal framkvæmdastjóra, dag- skrárstjóra, dagskrármanna (pró- dúsenta) og fréttamanna. Hvar er vinstri sinnað fólk ráðið á ráðherra- dögum Gylfa? Sótti aldrei hæfur vinstrimaður um þessi störf? Ég get nefnt sem dæmi að tveir blaðamenn Þjóðviljans, þau Vilborg Harðar- dóttir og Magnús Jónsson, bæði með- limir Blaðamannafélags Islands, sóttu um starf fréttamanns. Þá var ráðinn til starfa sem fréttamaður einn umsækjandi sem enga reynslu hafði af starfi við fjölmiðla. Hvort skyldi hafa ráðið úrslitum hæfni eða hugboð um skoðanir? Þá vil ég nefna aðra aðferð til ráðningar starfsfólks við Ríkisút- varpið sem mjög hefur verið vinsæl. Hún er fólgin i þvi að ráða fólk án auglýsingar „til bráðabirgða”, stundum undir þvi yfirskini að ekki væri fyrir hendi heimild ráðuneytis til fastrar ráðningar. Eftir svo sem ár er svo staðan auglýst og sá ráðinn sem áður gegndi henni „til bráða- birgða” með tilvisun til „starfs- reynslu hjá stofnuninni”. Ber þó opinberum stofnunum lögum sam- kvæmt að auglýsa stöður sinar. En með þvi að ekki er heimild ráðupeyt- is til fastrar ráðningar er farið i kringum þetta ákvæði á sléttan og felldan hátt. Ekkert brotið, ekkert á- mælisvert. Enginn sniðgenginn. Eða hvað? Mundi kannski einhver segja að lýðræðislegar reglur væru notað- ar til að komast undan kvöðum lýð- ræðis? Dæmi hver fyrir sig. I lok greinar sinnar segir Gylfi Þ. Gislason að það geti varla verið til- viljun að ég einn formanna útvarps- ráðs i meira en fjóra áratugi hafi orðið svo ósáttur við mikinn hluta embættismanna útvarpsins að til vandræða hafi horft og skaðað út- varpið I augum alþjóðar. Þetta er svo þung ásökun að ef til vill væri rétt að Gylfi fengi að standa við hana. En um Gylfa Þ. Gislason gildir sama og um aðra menn að hver skrifar af þeim drengskap sem hon- um er gefinn. Eftir að hafa lesið svona fullyrðingu hjá fyrrverandi menntamálaráðherra vaknar ósjálf- rátt sú spurning hvort hann viti hvernig störfum útvarpsráðs er hátt- að. Heldur Gylfi Þ. Gislason að ég hafi verið einvaldur i útvarpsráði? Veit hann ekki að stefnumörkun út- varpsráðs byggist á vilja meirihluta ráðsins? Heldur hann að samstarfs- menn minir hafi verið með öllu skoð- analausir og ég einn ráðið allri stefnu? Þá þekkir hann Stefán Júliusson flokksbróður sinn illa ef hann heldur að hægt sé að segja hon- um fyrir verkum. Nei, Gylfi Þ. Gislason, missætti- milli min og þeirra. Það byggðist á grundvallar- ágreiningi um stefnu i dagskrárgerð. Útvarpsráð er kjörið til að móta stefnu i dagskrárgerð útvarpsráðs og sumra embættismanna Rikisút- varpsins var ekki persónulegt mis- sætti. Embættismennirnir eiga að framkvæma þá stefnu. Vinstrisinnuð og frjálslynd stefna útvarpsráðs átti ekki upp á pallborðið hjá sumum embættismönnum Rikisútvarpsins. Sumir þeirra virtust ekki óðfúsir aö sjá slfka stefnu í framkvæmd. Kann- ski það tali sinu máli um ráöningu þeirra i upphafi? Njörður P. Njarðvik. Fólk • Ef Willy Brandthefur það aftur eftir andstæðingi sin- um, Franz Josef Strauss að Vestur-Þýskaland sé svina- stia, þá verður hann dæmdur i 30 milljón króna sekt eða hálfs árs fangelsi, sam- kvæmt dómsúrskurði, sem upp hefur verið kveðinn. • Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að Strauss, fyrr- um keppinautur Brandts um kanslaratignina, hafi aðeins likt Þýskalandi við svinastiu, ekki sagt að það væri svina- stia. • I 20. sinn eða þar um bil hefur Garry Davis verið hnepptur i fangelsi fyrir að reyna að komast á ólöglegan hátt inn i land, i þetta sinn Sviss, á vegabréfi, sem hann gafútárið 1948 sem „Heims- borgari nr. 1.” I þetta sinn hafa nokkrir ibúar borgar- innar Basel, þar sem Davis afplánar nú 20 daga fangels- isdóm eftir að hafa setið inni þar sjö daga fyrr á þessu ári, hafið baráttu fyrir þvi að hann verði gerður heiðurs- borgari Basel. • Þið munið eftir fallega brosinu hans Clark Gable og hinum heillandi, hvitu tönnum hans. Jæja, þær voru faiskar. • Clemcntinc, Baronessa Spenceer-Churshill, ekkja Sir Winstons hélt upp á niræðisafmæli sitt i London I fyrri viku á heimili sonar- sjinar sins, Winston Churchills, sem er þing- maður fyrir thaidsflokkinn eins og afi hans var. Hæ8 : 240 cm. Breidd: 240 cm Dýpt: 65 cm. Hæ8 : 240 cm. Dýpt: 65 cm. Breidd: 175 cm. Breidd: 200 cm HæS: 240 cm. Breidd: 110 cm. Dýpt: 65 cm. Hæð: 175 cm. Breidd: 110 cm. Dýpt: 65 cm. as Vanti yður klæðaskáp - þá komið til okkar Við bjóðum vandaða og góða, fslenzka framleiðslu, sem óvallt er fyrirliggjandi í mörgum stærðum. Þér getið valið um viðaróferð eða verið hagsýn og mólað skópinn sjólf. Komið og skoðið - við bjóðum mesta húsgagna úrval landsins á einum stað. Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum Verzlid þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt 28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild 28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild 0 Föstudagur n. apríl 1975. Föstudagur 11. apríl 1975. e

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.