Alþýðublaðið - 11.04.1975, Síða 9

Alþýðublaðið - 11.04.1975, Síða 9
ÍKÍTTIK Hið eina Máraþon hlaup: FRÁ MARAÞOH TIL AÞENHU Hið árlega Maraþonhlaup i Grikklandi fór fram á miðviku- daginn, en þá var hlaupið frá Maraþonborg til Aþenu. Þetta er sama leiðin og Pheippides hljóp árið 490 f.kr. þegar hann tilkynnti sigur Grikkja á Persum en lést að svo búnu af ofreynslu. t hlaupinu á miðvikudaginn náði Ungverjinn Ferenc Szekers forystunni og hélt henni fyrstu 10 km, en þá tók Rússinn Yuri Lap- tev við og hélt henni út hlaupið. Vegalengdin frá Mara'þon til Aþenu er 42,19 km og hljóp Lap- tev vegalengdina á 2 klst 25:27 min. einni minútu á undan næsta manni Ungverjanum Szekers er hafði haft forystuna framan af i hlaupinu. Hinir þátttakendurnir sem voru um 100 talsins voru langt á eftir þeim félögum og kom t.d. þriði maður Terry Ziegler frá USA sex minútum siðar i' mark, hljóp á 2:32:12,4 klst. Muhammad Ali ætlar að slást aftur Nú hefur Muhammed Ali ákveðið að næsti mótherji sinn veröi Ron Lyle sem er ofarlega á listanum yfir bestu boxarana f þungavigt. Er talað um að þeir muni slást f Las Vegas og dagurinn 16. mai Johan Cruyff var að venju aöalmaöurinn í liði Barcelona og átti mestan þátt f að liðið á nú mikla möguleika á að komast I úr- slit i Evrópukeppni meistaraliða. Barcelona tapaði 2—1 í Leeds og veröur að telja það góðan ár- angur þvf mörk á útivelli teljast tvöfalt og þvf erfiður róður hjá Billy Bremner og félögum þegar þeir leika I Barcelona eftir hálf- an mánuð. Myndin sýnir Cruyff sækja að marki Leeds, en markvörðurinn Stewart nær að slá frá. Cruyff átti allan heiðurinn aö marki Barcelona sem var skorað eftir nákvæma aukaspyrnu hans til samherja sem var á uuðum sjó. Ármann efnir til hlaups á Miklatúni nefndur. Golf fyrir byrjendur Eins og við skýrðum frá fyrir stuttu, þá hefur Þorvaldur Ás- geirsson golfkennari verið með tima inni i vetur, bæði fyrir byrj- endur og þá sem eru lengra komnir. Hafa margir sótt þessa tima, sérstaklega byrjendur en það er mjög mikilvægt fyrir þá sem eru að byrja,að læra undirstöðuatrið- in. Nú fer að styttast i að þessum tímum ljúki og eru þvi siðustu forvöð að fá sér tima. En þá má panta i sima 42410 fyrir hádegi. FH í bikarúrslit Á miðvikudagskvöld léku FH ogHaukar í undanúrslitum bikar- keppni HSl og fór leikurinn fram í Hafnarfirði. Leiknum lauk með sigri FH, 23—20 og mæta þeir þvi Fram I úrslitaleiknum. Sl. haust efndi frjálsiþrótta- deild Ármanns til keppni i hlaup- Nú verða að sigra 1 næstu viku leika N-lrar og Júgóslavar landsleik i knatt- spyrnu og er leikurinn liður i Evrópukeppni landsliða. Leik- urinn átti að fara fram á Ir- landi, en vegna mikilla óeirða þar að undanförnu er viðbúið að Júgóslavarnir neiti að leika þar i landi. N-lrar verða að vinna leik- inn ætli þeir sér að eiga mögu- leika á að komast áfram i riðl- inum. Þeir hafa'nú valið hópinn og kom á óvart þegar Derek Spenc úr 3. deildarliðinu Bury var valinn I liðið, en hann hef- ur I vetur skorað 18 mörk fyrir N-lrar Júgóslava liðsitt. Af öðrum leikmönnum má nefna Pat Jehnings (Tott- enham) Cris McGrath (Tott- enham) Allan Hunter (Ips- wich) Brian Hamilton (Ips- wich) Pat Rice (Arsenal), Sammy Nelson (Arsenal) og Sammy Mcllroy (Manch. Utd). Liðið er því ekki með öllu reynslulaust og ætti að eiga talsverða möguleika gegn Júgóslövunum. I lið þeirra vantar Dragan Dzajic sem er meiddur og þess má geta að annar úr HM liðinu Luka Perzovic (Hjaduk Split) kemst ekki i liðið. um á Miklatúni fyrir börn og ung- linga. 1 vetur hefur keppni þessi legið niðri, en nú er ætlunin að byrja aftur af fullum krafti. Fer fyrsta hlaupið á þessu ári fram næstkomandi laugardag á Mikla- túni, og hefst kl. 14.00. Eru allir, sem áhuga hafa á þátttöku hvatt- ir til að vera með, þvi ætlunin er að hlaupið verði tvisvar í april og , tvisvar I mai, og munu þeir, sem l hlutskarpastir verða i hverjum flokki fá verðlaun að loknu síð- asta hlaupinu. fslandsmet í sundi A þriðjudaginn fór fram i Sund- höllinni sundmót KR og voru þá sett tvo tslandsmet. Þórunn Alfreðsdóttir Ægi, setti met I 200 m fjórsundi, synti á 2:37,1 min. Hitt metið setti Vilborg Sverris- dóttir SH i 100 m skriðsundi, synti á 1:03,2 min. Umsjón: Björn Blöndal Örslitin í svigmóti SR um síðustu tielgi Annað svigmót i bikarkeppni Skiðafélags Reykjavíkur (eldri- flokkarnir) var haldið við K.R. skálann i Skálafelli laugardaginn 5. april kl. 2 e.h. Rúmlega 60 keppendur tóku þátt i mótinu frá Reykjavikurfélögunum Val, K.R. I.R., Ármanni. Mótsstjóri var Jónas Asgeirsson, brautarstjóri Haraldur Pálsson, ræsir Asgeir Úlfarsson. Um næstu helgi fer úr- slitakeppnin væntanlega fram. Keppt verður um 21 silfurbikar gefna af versl. Sportval. Veður var gott , frostlaust en þokuslæð- ingur. Keppt var i 2 brautum, i fyrri braut voru 47 hlið.en i seinni brautinni 41 hlið. Urslit urðu sem hér segir: Stúlkur 13, 14 og 15 ára 1. Steinunn Sæmund. A. 82.5 2. Nina Helgadóttir IR 91.7 3. Svava Viggósdóttir KR 92.1 Drengir 13 og 14 ára 1. Kristinn Sigurðsson A 81.0 2. Páll Valsson, 1R. 90.8 3. Lárus Guðmundsson A. 91.9 Drengir 15 og 16 ára 1. Steinþór Skúlason 1R 90.3 2. Gunnar Eysteinsson 1R. 91.6 3. Sigurður Þ. Sigurðss. Á 93.5 ðnnur hlið á Jack Nicklaus A morgun fjallar Björgvin Þor- steinsson um Jack Nicklaus og fjallar greinin um aðra eiginleika kappans en aö slá golfkúluna frá- bærlega vel. Auk þess verður golfkennsla og fjallar hún um hvernig geyma á orkuna þar til kylfan hittir bolt- ann. íþrótt sem krefst mikils ■ ■ Grindahlaup er erfið Iþrótt og mun erfiöari en margur heldur. Þar er samfara hraði, kraftur og mikil tækni. Meöfylgjandi mynda seria sýnir hvernig grindahlauparar bera sig að þegar farið er yfir grindurnar. o Föstudagur n. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.