Alþýðublaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 12
alþýðu \mM Plastns lif plastpokaverksmiðja Sfmar 82639-82655 Vatnagðr6um 6 Box 4064 — Roykjavfk KÓPAV06S APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 SENDIBIL A S70DIM Hf !:■ •51 iai» lllt iap« Selfoss: FJÁRSÖFNUN TIL VERKFALLSMANNA Að undanförnu hefur vinnu- stöðvun á verkstæðum Kaupfé- lags Árnesinga á Selfossi vakið töluverða athygli, en til hennar var boðað vegna brottvikningar aldraðs starfsmanns verkstæð- anna úr starfi. Vegna þessarar vinnustöðvunar hafa nokkrir forystumenn verkalýðsfélaga i Reykjavik ákveðið að beita sér fyrir fjársöfnun, til handa verk- fallsmönnum og hefur BSRB þegar riðið á vaðið með 50 þús- und kröna framlagi. Við fram- lögum i söfnunina er tekið á skrifstofu Dagsbrúnar, Lindar- götu 9, hjá Félagi islenskra járniðnaðarmanna, Sköla- vörðustig 16, skrifstofu Tré- smiðafélags Reykjavikur, Hall- veigarstig 1, skrifstofu verka- lýðsfélagsins Bjarma, Stokks- eyri, og hjá verkalýðsfélaginu Selfossi, Eyrarvegi 15. Hafa forystumenn verkalýðs- félaganna, þeirra sem að söfn- uninni standa, sent frá sér eftir- farandi áskorun: Siðustu daga hefur staðið yfir vinnustöðvun á verkstæðum Kaupfélags Árnesinga á Sel- fossi. Verkfallsmenn vilja með vinnustöðvun þessari mótmæla óréttmætum brottrekstri manns, sem helgað hefur fyrir- tæki samvinnuhreyfingarinnar starfskrafta sina i hálfan fjórða áratug og verið trúnaðarmaður stéttarfélags sins i aldarfjórð- ung, og krefjast þess að upp- sögn hans verði ógilt. Enn hefur ekkert gerst sem bendir til þess að forráðamenn kaupfélagsins láti af einstreng- ingslegri afstöðu sinni. Þeir valda þvi samvinnuhreyfing- unni miklum álitshnekki með þeirri árás á réttindi verkafólks sem felst i brottvikningu þessa aldraða starfsmanns. Við undirritaðir skorum á verkalýðsfélög, samvinnumenn og allan almenning að veita verkfallsmönnum á Selfossi fjárhagslegan og siðferðilegan stuðning. Við treystum alþýðu til skjótra viðbragða. Við styðjum verkfallsmenn á Selfossi fjárhagslega og sið- ferðilega. Björgvin Sigurðsson, forseti Al- þýðusambands Suðurlands Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar og forseti Verka- mannasambands íslands. Guðjón Jónsson, formaður Fé- lags járniðnaðarmanna. Jón Snorri Þorleifsson, formað- ur Trésmiðafélags Reykjavik- ur. Magnús Geirsson, formaður Rafiðnaðarsambands Islands. MECKING TOK FORYSTUNA t gærkvöldi var f jórða umferð tefld áLas Palmas mótinu. Friðrik Olafsson tefldi þá við Pomar, og gerði sitt fjórða jafn- tefli. Úrslit skáka urðu þessi: Anderson og Bellon gerðu jafntefli, Hort sigraði Cardoso, Hjá Petrosjan og Tal kom upp Nimzo-indversk vörn og sömdu meistararnir um jafntefli eftir 19 leiki. Tatai og Visier sömdu um jafntefli, og ennfremur Pomar og Friðrik, eins og fyrr greindi. Þetta var enn eitt af varfærnis- jafnteflum Friðriks á þessu móti, það þriðja i röðinni, en i þriðju skákinni missti hann betri stöðu niður i jafntefli. Nú var tefld kóngsindversk vörn, og þeir sömdu um jafntefli eftir aðeins 17 leiki. Bent Larsen er að sækja i sig veðrið og hann sigraði Debarnot i gærkvöldi. Þá sigraði Mecking Fern- andez, en Rodrigues var veikur, og þvi sat Lubojevic hjá i þess- ari umferð. Verður skák þeirra tefld á föstudaginn. Tefldar hafa verið biðskákir frá fyrri umferðum, og urðu úr- slit þeirra sem hér segir: Rodrigues sigraði Debarnot, Larsen sigraði Tatai og Meck- ing sigraði Tal. Eins og sést á töflunni hér að neðan hefur Friðrik ekki komist i fremstu viglinu. Hann er nú aðeins kominn með tvo vinn- inga, og er i 6-10. sæti, eða i miðjum hópnum. Mecking er nú einn i efsta sæti, hefur þrjá og hálfan vinn- ing, og er heilum vinning á und- an fjórum næstu, en það eru Lubojevic, Larsen, Cardoso og Hort. Þótt Friðrik sé ekki meðal þeirra efstu, þá er það skammt á mótið liðið, að allt getur gerst, og þær skákir, sem Friðrik hef- ur teflt til þessa hafa ekki verið annað en klassiskar byrjanir, svo ekki hefur verið talin ástæða til að birta þær. Hinsvegar má, eins og áður hefur verið sagt, búast við þvi að þegar á tekur að liða mótið hleypi hann i sig krafti og tefli þá til vinnings. 1 2 3 4- 5 (0 a \0 11 12 13 \A 16 'L Visvi. SKiacx 1. DEBARt-ior ■ 0 O o O IS-llo 3 2. LOtioJENtC 1 ■ T 'k 2-5 3 3 .EoúRieue^ □ O 1 2 fe-lo 3 4. LA1235-K1 L H '/z \ G IV 2-S 4- 5.FRi©R\K ■ '/z 'Jl 'k 'k 1 U° 4- L.NIISIER m 0 'k 'lz 'k \'k U-12 4 ■? , TAL m 1 0 'k 'lz 1 Uo 4 S. CA6.DDSO ■ 1 1 'Jz 0 2'k 2-5 4 FEetikWDES O □ O 0 15-lL 2 10 . aELLotu 0 0 z 'k % 14- 3 n. heckiwg [T 1 l r 3!4 1 — 4 a. wort '/z ]lz % L r - Vk 24 4- \Z. PETRqsóLiJ iA 'lz xk \ 'lz 1 m 2 (rio 4 14-. TATAI 0 'k % ■ 1 fo-lb A [S. PoMAR. © 0 L '4. u l'k 11-12 4 \lo, AVit>05.AOkJ 'lx 'k ■ 1 13 2 Lýöur Friöjónsson, nemi: ,,Jú, ég óttast það. Það bendir allt til þess að nú dragi saman, meðal annars i byggingariðnaðinum. Þó á ég ekki von á að samdrátt- urinn verði mjög mikill.” Finnur Torfi Stefánsson, lög- fræöingur: ,,Nei, það verður enginn samdráttur. Það er frek- ar bjart framundan núna og ég sé enga ástæðu til annars en bjartsýni. Menn þurfa ekkert að vera hræddir.” Jóhannes Ólsen, sjómaöur: ,,Ég bara veit það ekki. Ég fylgist ekkert með þeim málum hérna, þar sem ég er Færeyingur.” fimm is förnum vegi Óttast þú samdrátt í Hreinn Stefánsson, verslunar- maður: ,,Já, ég er hálf hræddur um það, jú. Ég óttast að sam- dráttur verði i flestum þeim at- vinnugreinum sem eitthvað taka til framkvæmda og jafnvel viöar.” atvinnulífinu núna? Siguröur Einarsson, skrifstofu- maöur: ,,Já það er ég. Sam- dráttur held ég hljóti að verða, ef til vill ekki mjög mikill, en þó tilfinnanlegur.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.