Alþýðublaðið - 17.05.1975, Page 1

Alþýðublaðið - 17.05.1975, Page 1
AÐGERÐA ÞÖRF í RÉTTARKERFINU ---------► SJÁ BLS. 6-7 LAUGARDAGUR 17. maí 1975 - 111. tbl. 5B. árg MNGI SLITIÐ MEÐ ORÐA- YFIRHEYRÐRA HRÓP- ANDINN í EYÐI- AAÖRK- SKAKI Alþingi Islendinga var sent heim i gær eftir viðburðarikan vetur, en án þess að lokið hefði verið við afgreiðslu ýmissa þýð- ingarmikilla mála — m.a. hafna- áætlunar, sem lagaleg skylda var þó að afgreiða á þessu þingi. Þinglausnir fóru fram laust eftir miðjan dag i gær strax að loknum siðustu deildarfundunum. Upp- haflega hafði verið áformað, að þinglausnir færu fram kl. 4, en það dróst um röska eina klukku- stund vegna deilna um iðnaðar- mál i neðri deild Alþingis, sem stjómarsinnar áttu upptökin að. Hófu iðnaðarráðherra og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrst illvigar deilur sin á milli úr ræðustól og féllu þar mörg óþveg- in orð þeirra á milli. Rétt fyrir klukkan fjögur sneri iðnaðarráð- herra svo máli sinu að Magnúsi Kjartans.syni og réðist á hann fyrir stefnubreytingu i iðnaðar- VISITALAN ER KOMIN í 426 INNI „Ekki getur það farið fram hjá neinum, að hann hefur tekið þann kost að leika lækninn i gerfi sovéska rithöfundarins Soltsénitsins. Hann var valinn sem imynd hrópandans i eyði- mörkinni, mannsins, sem berst gegn mengun hugarfarsins, fyrir réttlæti og tjáningarfrelsi, gegn ofbeldi valdhafa, þótt þvi sé beitt i nafni réttmætra hags- muna, fyrir nauðsyn frjáls orðs og heiðarleika.” Þannig er m.a. komist að orði i leiðara blaðsins i dag, en hann fjallar um leikritið Þjóðniðing- inn, sem frumsýnt var í Þjóð- lcikhúsinu i gærkvöldi. A myndinni hér að ofan eru þeir Gunnar Eyjólfsson i hlut- verki Tómasar Stokkmanns læknis og Rúrik Haraidsson, sem leikur Pétur Stokkmann, bæjarfógeta, bróður læknisins. málum frá þvi Magnús var ráð- herra. Gaf sú ræða Magnúsi til- efni til þess að halda rösklega klukkustundarlanga ræðu um iðnaðar- og orkumál og á meðan beið forseti tslands með þing- lausnarbréfið. Hinar hörðu deilur innan Sjálf- stæðisflokksins um siðasta mál þingsins — stjórnarfrumvarp um iðnaðargjald - hófust þegar i gær viö aðra umræðu og voru fyrst og fremst á milli Sverris Hermanns- sonar annars vegar og þeirra Gunnars Thoroddsen og Ingólfs Jónssonar hins vegar. Lagðist Sverrir eindregið gegn þvi, að frumvarpið yrði afgreitt og kom til mjög harðra orðaskipta milli flokksbræðranna. M.a. sagði Sverrir á þá lund um samstöðu þeirra Gunnars Thoroddsen og Ingólfs Jónssonar i málinu, að hann furðaði sig á þvi handabandi þeirra tveggja þegar hliðsjón væri höfð af þvi, að á sinum tima hefði Gunnar Thoroddsen fellt Ingólf Jónsson frá iðnaðarráð- herraembættinu með tveggja at- kvæða mun. Visaði Sverrir þar til atkvæðagreiðslunnar, sem fram fór i Sjálfstæðisflokknum i sumar um, hverjir skyldu veljast i ráð- herrasætin. Höfðu þingmenn við orð, að þetta þing ætlaði að enda, eins og það hófst — með hörðum og illvlgum deilum innan Sjálf- stæðisflokksins. MEOFERD BORGARSTJÓRN VILDIEKKI RÍÐA Á VAÐIÐ OG SEMJA STRAX 150 MISSTII VINHUNA f FRVSTIHÚSI BÖR A fundi borgarstjórnar i fyrra- kvöld flutti Björgvin Guðmunds- son, borgarfulltrúi Alþýðuflokks- ins á ný tillögu þá, er hann hafði flutt I borgarráði um að Bæjarút- gerðin gerði sérsamninga við sina togarasjómenn til þess að unnt væri að koma togurum útgerðar- innar til veiða á ný og hefja starf- rækslu frystihússins sem stöðvast hefur af völdum verkfallsins. Tillagan var felld með 9 at- kvæðum gegn 6. t framsöguræðu fyrir tillögunni lagði Björgvin á það áherslu að Bæjarútgerð Reykjavikur skæri sig úr fylkingu togaraeigenda, þar eð fyrirtæki, er væri i eigu al- mennings ætti ekki að standa við hlið einkaaðila i útgerð. Taldi hann sllkur sér- samningur BÚR við sina sjómenn gæti stuðlað að heildarlausn deil- unnar. Björgvin upplýsti að um 150 manns, sem unnið hefðu i frystihúsi BÚR hefðu nú misst at- vinnuna og að Bæjarútgerðin yrði að greiða milljónir króna i af- borganir og vexti af togurum sin- um meðan á verkfallinu stæði án þess að fá nokkrar tekjur til þess að mæta þeim útgjöldum. Borgarstjóri lagðist gegn til- lögu Björgvins og taldi að sam- þykkt hennar myndi siður en svo greiða fyrir lausn deilunnar. Hins vegar taldi hann að borgarstjórn ætti að knýja á rikisstjórnina og óska eftir þvi að hún stuðlaði að þvi að verkfallið leystist. Var samþykkt tillaga frá borgar- stjóra um að skora á rikisstjórn- ina að leysa deiluna. BROT Á MANNRÉTTINDUM? STIG NUNA Kauplagsnefnd hefur reikn- að visitölu framfærslukostn- aðar í maibyrjun 1975 og reyndist hún vera 426 stig. Hækkun framfærsluvisitölu frá febrúarbyrjun 1975 var 54,1 stig eða 14,5%. Segir i tilkynningu frá Hag- stofu tslands, að á timabilinu frá 1. fcbrúar til 1. mai hafi verið um að ræða áframhald- andi miklar hækkanir á inn- kaupsverði aðfluttrar vöru, en einnig höfðu áhrif gengis- breytingarinnar 14. febrúar svo og verðhækkun búvöru 1. mars sl. áhrif til hækkunar á framfærsluvisitölunni og þar að auki verðhækkun á innlend- um iðnaðarvörum og þjón- ustu.— Alþýðublaðinu barst I gær afrit af bréfi, sem Jón Oddsson, hæsta- réttarlögmaður, hefur sent Ólafi Jóhannessyni, dómsmálaráð- herra, vegna aðila, sem verið hafa til yfirheyrslu hjá fikniefna- lögreglunni i Reykjavik. I bréfi sinu segir Jón meðal annars: „Hér með leyfi ég mér, herra dómsmálaráðherra, að vekja at- hygli yðar á þvi, að til min hafa leitað margir aðilar, sem hafa verið i yfirheyrslu hjá lögreglu-' stjóraembættinu i Reykjavik, vegna gruns um neyslu fikniefna. Samkvæmt frásögn umbjóð- enda minna hafa yfirneyrslur þessar ekki verið lögum sam- kvæmt, brotinn réttur á grunuð- um vitnum og fólk látið sæta ó- mannsæmaandi meðferð. Þykir mér hér vera um svo frekleg brot á mannréttindum og réttarfars- lögum að ræða, að dómsmála- ráðuneytinu beri að skerast i leik- inn og taka þetta til meðferðar.” r"Ekki reyridist i gær unnt, að ná sambandi við neinn af umbjóð- endum Jóns Oddssonar, en Al- þýðublaðinu er þó kunnugt um nokkur af umkvörtunarefnum þeirra. Telja þau að réttarreglur hafi verið brotnar á nokkuð marga vegu og meðal annars með þvi að: 1. Aðilum, sem færðir hafi verið til yfirheyrslu, ákærðir eða grunaðir um fikniefnaneyslu eða dreyfingu, hafi ekki verið kynntur réttur þeirra til að neita að svara spurningum þeirra sem yfir- heyrðu. 2. Sömu aðilum, eða öðrum, sem verið hafa i svipaðri aðstöðu, hafi verið neitað um að kalla til lögfræðing, meðan þeir voru i vörslu lögreglunnar. 3. Aðilum, grunuðum um fikni- efnaneyslu eða dreifingu, hafi verið neitað um aðgang að sima hjá lögreglunni. 4. Ógnunum og andlegum þvingunum hafi verið beitt við yfirheyrslur, til dæmis með þvi að hóta aðilum mánaðalangri varð- haldsvist, játi þeir ekki, en lofa þeim frelsi þegar i stað, játi þeir það sem ákærur lögreglunnar eða grunsemdir hljóða upp á. 5. Lögreglan hafi framkvæmt húsrannsóknir hjá aðilum sem grunaðir hafa verið um neyslu eða dreifingu fikniefna, án þess að hafa til þess löglega heimild. 6. Lögreglan hafi brotið þag- mælskuskyldu sina itrekað, með þvi að hafa samband við aðstand- endur, vinnuveitendur og jafnvel ibúðarleigusala þeirra, sem grunaðir hafa verið um neyslu eða dreifingu fikniefna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.