Alþýðublaðið - 17.05.1975, Page 6

Alþýðublaðið - 17.05.1975, Page 6
ER FRAMKVÆMD DÚMSVALDS- INS í MOLUM? Tilkynning Að gefnu tilefni leyfum vér oss hér með að tilkynna, að reglur um gjaldeyrisveitingar til ferðalaga erlendis eru svo sem hér segir: 1) Hinn almenni ferðaskammtur er kr. 37.500,- (um 110,- pund) gegn framvisun farseðils. Börn innan 12 ára fá hálfan ferðaskammt. 2) Yfirfærslur til ferðaskrifstofa vegna IT- og hópferðafarþega til greiðslu á hótelkostnaði og skoðunarferðum eru 3.50 pund á dag fyrir hvern farþega að hámarki i 15 daga. 3) Yfirfærslur til ferðaskrifstofa til útveg- unar og kaupa á hópferðum frá erlend- um ferðaskrifstofum eru 52,50 pund fyrir hvern farþega eða jafnvirði i öðr- um erl. myntum (t.d. Dkr. 700,-, DM 300,-, $ 125,-), enda standi ferðin eigi lengur en 15 daga. 4) Ferðaskammtur til IT- og hópferðafar- þega, svo og farþega er fara með er- lendum ferðaskrifstofum á vegum is- lenzkra ferðaskrifstofa sbr. lið 3) hér að framan, er kr. 21.000,- (nú 65,- pund) gegn framvisun IT- eða hópferðafar- seðla. Jafnframt ber ferðaskrifstofum að sækja um ferðagjaldeyri þennan fyrir farþega sina um leið og ferð er pöntuð samkvæmt lið 2) eða 3) hér að framan og tilgreina brottfarardag á umsókninni. 5) Sé um að ræða 2. ferð á sama árinu er heimilaður hálfur ferðaskammtur. Vér viljum jafnframt benda á, að sam- kvæmt gildandi gjaldeyrisreglum er ó- heimilt að stofna til hvers konar erlendra skulda án leyfis gjaldeyrisyfirvalda. Gjaldeyrisdeild bankanna. Á sl. sumri gekkst Lögmanna- félag tslands fyrir þvi, að reist- ur var minnisvarði að Breiða- bólsstað i Vestur-Hópi til minn- ingar um fyrstu skrángu á is- lenskum lögum, árið 1117. Ekki fjölmenntu almennir liðsmenn Lögmannafélagsins til athafn- arinnar, en þeir, sem sérstak- lega áttu hlut að henni, eiga þakkir skildar. Tilefni skrifa minna hér er samt ekki löggjöf þjóðveldisins, heldur islenskur réttur og rétt- arkerfi i dag. Tel ég þar margt sem betur mætti fara. Er raun- ar svo, að við nánari kynni i lög- mannsstörfum siðustu ár hefur mér virst sem réttarkerfið væri stöðugt að fjarlægjast þá mynd, sem það birtist i við nám i Laga- deild fyrir rúmum áratug, þótt sjálfsagt megi deila um ágæti hennar. Þarf þó engan að undra, þar eð mörg helstu réttarfarslög og réttarfarsframkvæmd eru gömul að stofni, en þjóðlífið hef- ur breyst ört og viðhorf siðustu áratugi. Þetta virðist eiga við báða meginflokka viðfangsefna réttarkerfisins, þ.e. úrskurðum ágreiningsefna milli aðila og gerðir til fullnustu á rétti eins og framkvæmd rannsókna á meintum brotum gegn hags- munum hins opinbera, úrskurð- um viðurlaga og refsinga og framkvæmd þeirra. Er hvoru tveggja slæmt: Að menn þurfi aö biða óhæfilega lengi til að ná rétti sinum eða sekir séu ekki fundnir, auk hins, að jafnvel hinir seku og skyldulið þeirra eigi fullan rétt á þvi, að málum þeirra sé sinnt með eðlilegum hætti og niðurstaða fengin án verulegs dráttar. Auk þeirra auknu krafna tii réttarkerfisins, sem stóraukin og margbreytilegri umsvif og verkaskipting hafa i för með sér, virðist mér sem æ oftar sé gripið til „óeðlilegra úrræða” i sambandi við rekstur mála fyrir dómstólum til að hafa áhrif á niðurstöður. Virðist mér sem afstaða manna, sem brjóta gegn rétti samborgara eða opinber- um hagsmunum, þróist með nokkrum hætti i átt frá kæru- og skeytingarleysi til brota fram- kvæmdra á fagmannlegri hátt. Virðist stundum sem „þrjótar” hafi aðgang að kunnáttumönn- um i réttargreinum allt frá upp- hafi verka.sem naumast verður séð að þjóni öðrum tilgangi en spilla réttarframkvæmd. Auk þess að vera mannlegir, er lög- mönnum nokkur vandi á hönd- um a.m.k. I sumum tilvikum, þar eð ekki er ætið auðvelt að greina milli réttar og óréttar, en þar fyrir utan hafa þeir vissar skyldur við skjólstæðinga, sak- lausa sem seka. Gott réttarfar byggist öðru fremur á góðu skipulagi og virkri og öruggri framkvæmd. Sérstakar kröfur verður að gera til æðstu stofnana réttarkerfis- ins, þvi að fremur en annars staöar á hér við, að eftir höfðinu dansa limirnir. Réttur manna í raun rýrður með langvinnri dómstólameðferð Ekki er mér kunnugt um, hversu viðtækar athuganir hafa verið gerðar á fjölda og stærð viðfangsefna réttarkerfisins, vinnsluhraða og gæðum niður- staða þess. Get ég þvi ekki greint frá mælitölum um afköst þess eða breytingu þeirra, enda sjálfsagt nokkuð breytilegt, i hve miklum mæli leitað er á vettvang þess til lausnar mál- um. Tvö atvik á sl. ári urðu þess þó valdandi, að ég sannfærðist um, að aðgerðir til að bæta rétt- arkerfið væru fyllilega tima- bærar. Henti annað á sameigin- legu námskeiði lögfræðinga og verkfræðinga um verksamn- inga. Þar var fjallað um margvislegustu fyrirbæri, sem upp geta komið i sam- bandi við framkvæmd stærri verka og greiðslur fyrir þau. Eins og við mátti búast af verkfræðingum, sem létu meira að sér kveða' en lög- fræðingar, var sem fátt efnisá- kvæða hefði farið fram hjá þeim, sem að gagni gæti komið i samningi. Var viðfangsefni funda fremur að gera saman- buröog velja á milli úrræða en tina þau til. Kom og á daginn, að verkfræðingar töldu það vissu- lega geta verið ómaksins vert að hafa Itarlega samninga og gögn, sérstaklega þegar kæmi að endanlegum uppgjörum verka. Að minu mati var tima- bært orðið að fjalla um réttará- kvæði I verksamningum, sér- staklega ákvæði um virka fulln- ustu þeirra. Til þess kom þó ekki, enda var málið afgreitt snaggaralega með stuttri frá- sögn verkfræðings. Hún var á þá leið, að verkfræðingur, sem jafnframt var verktaki, taldi samninga á sér brotna I svo verulegum atriðum, að hann valdi dómstólaleiðina til að fá leiðréttingu mála sinna. Skildist mér, að það hefði tekist I megin- atriðum. Gallinn var bara sá, að það tók sjö ár að fá þessa niður- stöðu, og það var ekkja verktak- ans, sem var móttakandi loka- greiðslu. Þessi saga vakti mikinn hlát- ur verkfræðinga I hópnum, og FYRRI HLUTI virtust þeir ekki telja þurfa frekari vitna við um dómstóla- leiðina. Mér kom þá i hug mál, sem ég hafði átt hluta að sættum á fyrir héraðsdómi skömmu áð- ur við heldur litinn orðstir. Það hafði verið þar fyrir dómnum nokkuð á fimmta ár, án þess að hafa nokkru sinni verið tekið fyrir til skýrslugjafar fyrir dómi, þrátt fyrir marg itrekað- ar óskir. Það skal þó tekið fram, að undir lok dómsmeðferðar var ekki sótt fast á um þinghald, þar sem mér tókst ekki að hafa upp á fyrrverandi forsvarsmanni umbjóðanda mins og lykilvitni var látið. Hinn langi timi, sem oft liður frá höfðun máls til úrslita i þvi, er vafalaust alvarlegasti gallinn á Islenska réttarkerfinu I dag. Þegar höfð er i huga ör verð- bólga og langur meðalmáls- meðferðartimi munnlegra fluttra mála fyrir héraðs- dómstólum, sem naumast er minni en eitt og hálf ár, og nú orðið þegar málsmeð- ferðartimi fyrir Hæstarétti er almennt naumast skemmri en eitt og hálft ár, reynist afar örðugt að ná virkum 50% rétti manns, sem dómstólar komast að niðurstöðu um, að eigi i reynd allan rétt. Er þá horft fram hjá þvi, að mjög oft veldur langur dráttur máls beinum réttarspjöllum, bæði vegna brottfara upplýsingaaðila og gagna og eins vegna þess, að að- ilum og lögmönnum tekst frem- ur en annars væri að breyta þeim upplýsingum, sem koma til með að verða grundvöllur málsins. Þá er þess að minnast, að langur dráttur á greiðslu, þótt hún verði að lokum greidd með fullum verðbótum og al- mennum vöxtum, getur valdið t.d. atvinnurekanda stórfelldu tjóni. Seinagangur réttarkerfis- ins virðist þvi svo alvarlegur, að önnur atriði falla alfarið i skugga hans. Ef tækist að ná þvi marki að hafa málsmeðferðar- tlmahéraðsdómsstuttan, t.a.m. fjóra til sex mánuði, mundi það bæta stórlega viðskiptahætti i lándinu. Virðist mér, að önnur vandamál ættu þá að leysast betur og þróun islensks réttar að verða örari en annars myndi verða. Umdæmaskipun endurskoðuð - sérhæfing dómara Ég ætla mér ekki þá dul, að ég hafi réttu lausnina á viðfangs- efninu, þó að þær geti verið margar og margþættar. Ég tel þó óhjákvæmilegt, að breyting- ar verði stórfelldar og margar. Virðist mér æskiiegt, að þær taki til breytinga á stærð dóm- umdæma og breyttra reglna um meðferð mála fyrir dómi. Einn- ig virðist nauðsynlegt að breyta framkvæmd réttarrannsókna og kennslu bæði við Lagadeild Háskólanssvoogannars staðar, þar sem fjallað er um islenskan rétt. Hvað varðar stærð umdæma, virðist ljóst, að fjölgun um- dæma frá þvi sem var fyrir 1940 og að nokkru um aldir, á ekki lengur rétt á sér. Aðstæður fyrri tima með óbrúaðar ár, illfæra fjallvegi og frumstæð sam- göngutæki, sem vafalaust hafa áður ráðið miklu um stærð um- dæma, eiga ekki lengur við. Stækkun umdæma, a.m.k. að þvi er varðar suma málaflokka, er augljóslega timabær, en reyndar þarf umdæmaskipunin Itarlegrar athugunar við, þegar starfsmenn embætta þurfa að fara i gegnum tvö umdæmi á leið sinni frá embættisbústað til starfa i sama umdæmi. Þetta kann að valda þvi, að menn eigi erfiðara með að sækja eða verja mál sin sjálfir. Gerir það að minu mati frekar kröfur til dómstóla um úrskurð- un hæfilegs málskostnaðar, svo að þeir, sem til þess eiga rétt, 0 Laugardagur 17. mai 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.