Alþýðublaðið - 06.08.1975, Síða 3

Alþýðublaðið - 06.08.1975, Síða 3
Stefnuliós___________________#Q Dulið atvinnuleysi Fyrir nokkrum árum var reist verk- smiðja i héraði einu i Norður-Sviþjóð, sem einkum veitti konum atvinnu. Þarna fengu nokkur hundruð kvenna vinnu. En þá brá svo einkennilega við, að þótt störf- unum fjölgaði, jókst atvinnuleysið. Skráð- um atvinnulausum fjölgaði stórlega. Skýringin var sú, að fjöldi kvenna, sem ekki hafði átt neinn kost á atvinnu áður og sá þvi engan tilgang i að skrá sig, eða hafði jafnvel ekki hugsun á þvi, sóttist nú eftir þeirri atvinnu, sem skapast hafði, lét i sér heyra og skráði sig sem vinnuafl. Dulið atvinnuleysi kom með öðrum orðum i ljós. Þetta dæmi minnir á, hve ófullkomin mælingin á atvinnuástandi er við rikjandi aðferðir. Talning úr lista yfir skráða at- vinnulausa sýnir aðeins hluta úr mynd- inni. Þrátt fyrir lágar tölur um atvinnu- leysi samkvæmt þessari skráningu, kann að vera verulegt dulið atvinnuleysi meðal vissra þjóðfélagshópa. Ýmislegt bendir til þess, að hér á landi sé svipað uppi á teningnum og i dæminu sem rakið var hér að framan. Þrátt fyrir að atvinnuleysistölurnar séu lágar, eru tvlmælalaust fyrir hendi þjóðfélagshópar, sem ekki hafa næg starftækifæri eða búa við mjög einhæfa atvinnumöguleika, enda þótt þeir láti ekki skrá sig atvinnulausa. Ég nefni aðeins þrjá hópa fólks: fólk með skerta starfsgetu vegna örorku eða ald- urs, konur, unglinga á skólaaldri. óskir og starfslöngun eldra fólks og öryrkja hafa komið fram i ýmsum könnunum á þeirra högum og málefnum. Hinn gifur- legi fjöldi kvenna, sem sótti um starfs- þjálfun sem sjúkraliðar nýverið er til marks um hve starfstækifæri kvenna eru naum hér á landi og alkunna er hver vandkvæði eru oft á þvi að finna störf við hæfi unglinga á skólaaldri að sumarlagi. Meðan þessir þjóðfélagshópar fá ekki næg starfstækifæri, hefur þvi markmiði, að allir hafi fulla atvinnu ekki verið náð. Sannleikurinn er sá, að stjórn vinnu- markaðsins með tilliti til jafnrar atvinnu og jöfnunar i atvinnuálagi og starfstæki- færum er vandasamt verkefni, sem litið hefur verið sinnt hér á landi. Þegar skráð- ir atvinnulausir hafa verið fáir hafa stjórnvöld verið harla ánægð með sig og talið atvinnuástand gott. En svo þarf alls ekki að vera. Þótt ein stétt búi við langt- um meiri eftirspurn eftir vinnuafli sinu en hún fær afkastað, kann annar þjóðfélags- hópur að búa við atvinnuleysi. Stjórn vinnumarkaðsins ætti meðal annars að miða að þvi að jafna þennan mismun, draga úr álagi þar sem það er of mikið og auka tækifærin þar sem þau eru of fá. Jafnaðarmannaflokkar leggja hvar- vetna áherzlu á, að vinnan sé grundvöll ur velferðar og velmegunar þjóða og ein- staklinga, og sérhver einstaklingur eigi rétt á vinnu við sitt hæfi. Tæpast þarf að rif ja upp baráttu Alþýðuflokksins á þessu sviöi. En breyttir þjóðfélagshættir kalla á nýjar aðferðir. Hin einfalda mælistika yf- ir alla sem einn á grundvelli atvinnu- leysisskráningar eins og hún er nú tiðkuö, er úrelt orðin. Alþýðusamtökin og Al- þýðuflokkurinn þurfa að ryðja til rúms nýjum skilningi og nýjum aðferðum i þessu efni. Vilji og löngun fólks til þess að vinna er verðmætasta eign hverrar þjóðar. Þessi eign á að fá að skila arði hjá hverjum ein- asta einstaklingi, arði til þjóðarinnar og til einstaklingsins sjálfs. Sá arður ýerður ekki eingöngu mældur i fjármunum, held- ur líka i þeirri ánægju sem vinnan veitir. Enginn á þar að vera undanskilinn. Kjartan Jóhannsson f # Dagsími til kl. 20: 81866 f rettabraðurinn_í*iEL_ Innflytjendur á svörtum lista 542 .innflytjendur voru á svörtum lista hjá Tollstjóraem- bættinu i Reykjavik hinn 15. júli slðastíiðinn vegna vanrækslu á skilaskyldu á'gðflutningsskjölum, og afgreiðsíá til þessara aðila stöðvuð hjá tollinum. Samkvæmt ákvæðum reglu- gerðar nr. 38 frá 1969 skulu inn- flytjendur afhenda tollstjóra þess umdæmis, sem vara er geymd i, fullgilcj aðflutningsskjöl um vöruna innan þriggja mánaða frá innflutningi hennar. Hinn 9. desember 1974 ákvað fjármálaráðuneytið að beita þessum ákvæðum frá áramótum. Ef út af er brugðið er þeim viður- lögum beitt, að afgreiðslustöðvun er sett á innflytjendur^ sem van- rækt hafa skilaskylduna. Hin mánaðarlega könnun hjá tollinum leiddi svo til þess, sem fyrr segir, að frá og með 15. júli sl. voru 542 nöfn innflytjenda á lista yfir þá, sem vanrækt höfðu, og afgreiðslustöðvun lögð á. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal innflytjenda, sem -fyrir þessu hafa orðið, ekki sist, ef óná- kvæmni eftirlitsgagna hefur leitt til áðurnefndra viðurlaga. Telja innflytjendur, að farmflytjandi eigi þar stundum sök á og að tollurinn hafi jafnvel verið of fljótur á sér að leggja afgreiðslustöðvunina á, en sýni- legt er, að full alvara er i fram- kvæmd fvrrnefndrar reglu- gerðar. Tilboð opnuð í Grindavíkur- veitu Fyrir nokkru siðan voru opnuð tilboð i einangrun á lögnum i hitaveitu fyrir Grindavik, sem er hluti af áætlun Hitaveitu Suðurnesja. Tvö tilboð bárust I verkið, frá Berki h.f. i Hafnarfirði og Urethan h.f. i Reykjavfk. Til- boð þessi eru nokkuð áþekk að heildarupphæð, annað rúm- lega 29 milljónir króna, en hitt rúmlega 30 milljónir króna — hvort tveggja með söluskatti. Lagnir þær, sem tilboð þessi ná til, eru að miklum hluta til heimtaugar I hús, en einnig nokkuð af sverari leiðslum, auk tengistykkja, svo sem té- stykkja og hnéstykkja. Sam- tals munu beinar lagnir i þess- um hluta hitaveitunnar vera allt að átta kilómetra langar. Háskalegur vegarkáfli „Vegurinn I Ólafsvikurenni milli Ólafsvikur og Rifs og Ilellis- „Hann er vanur veiðimaður og þetta er góð veiði” sagði bústýran I veiðihúsinu við Hofsá, er Alþýðublaðið spurðist fyrir um hvernig veiðin gengi hjá Karl bretaprins. í gær veiddi hann sex laxa, og var sá stærsti ellefu og hálft pund að þyngd, en sá minnsti vó fjögur og hálft pund. A hádegi i gær hafði prinsinn veitt þrjá laxa, alla nokkuð smærri en hina. Karl bretaprins veiðir á flugu, likt og flestir útlendingar gera sem hingað koma til áð veiða, en islendingar á hinn bóginn veiða flestir á spún. sands er stórhættulegur og er mesta mildi, að ekki skuli ennþá hafa orðið manntjón þarna”, sagði Ingi Einarsson, vörubif- reiðastjóri á Hellissandi i viðtali við Alþýðublaðið i gær. Hreppsnefndin i Neshreppi ut- an Ennis var boðuð á sérstakan fund vegna ástandsins á veginum i Óla.fsvikurenni og skriðufalla siðastliðinn laugardagsmorgun. Skorar hreppsnefndin á sam- gönguyfirvöld að gera nú þegar eftirtaldar lagfæringar á vegin- um i Ólafsvikurenni: a) Láta hreinsa lausagrjót og klettadranga, sem komnir eru að falli og geta valdið stórslysum, b) Láta gera við veginn þar sem skörð hafa myndast i hann, og einnig að breikka vestari hluta vegarins. Krufningin sker úr Sextán ára gamall piltur, Hall- dór Einarsson, Hliðarvegi 41 Kópavogi, fannst látinn i Sund- laug Kópavogs snemma á laugar- dagsmorgun. Talið er að Halldór hafi verið að synda I lauginni að- faranótt laugardags og hann hafi drukknað. Ekkert hefur komið fram við rannsókn málsins, sem bent gæti til þess að fleiri hafi verið með Halldóri i lauginni, en krufning mun væntanlega skera úr um hvort dánarorsök geti hafa verið önnur en drukknun. Verslunarmenn verðtryggja í f járfestingu heildsala A 5 ára starfstima Fjár- festingarsjóðs stórkaupmanna hefur sjóðurinn veitt félagsmönn- um sinum um 60 milljóna króna lán. I júnimánuði siðastliðnum fór fram aukaúthlutun lána úr sjóðnum að fjárhæð kr. 18 mill- jónir, vegna láns sem Lifeyris- sjóður verslunarmanna veitti Fjárfestingarsjóðnum. Er þetta þriðja stóra lánið, sem Lifeyrissjóður verslunarmanna hefur veitt þessum fjárfestingar- sjóði, en siðasta lánið, sem sam- þykkt var að veita honum, kemur til greiðslu á einu ári þ.e. frá aprilmánuði 1975 til april- mánaðar 1976. Hér er um að ræða gagnkvæma hagsmuni þessara sjóða, þar sem verslunarmenn telja sér hag i að verðtryggja sitt fé með lánveitingum til fjár- festinga stórkaupmanna. Að öðru leyti en þvi, sem nemur þannig fengnu lánsfé hefur Fjár- festingarsjóðurinn til ráðstöfunar eigið fé, sem byggist upp með mánaðargreiðslum sjóðfélaga, sem nú eru um 80 að tölu, sem og vöxtum og lántökugjöldum. Ræsismálið aftur til Saksóknara Ræsismálið, sem svo hefur ver- ið nefnt, hefur nú verið endursent til Rikissaksóknara, að aflokinni dómsrannsókn þeirri, hjá Saka- dómi Reykjavikur, sem saksókn- ari fór fram á að framkvæmd yrði. Samkvæmt upplýsingum rikissaksóknara i gær, er málið i athugun hjá embætti hans og væntanlega verður tekin um það ákvörðun á næstunni, hvort mál verður höfðað á hendur Ræsi h.f., eða ekki. Sem kunnugt er reis mál þetta út af grun um meint brot fyrir- tækisins Ræsir h.f. á verð- tryggingalögum og reglugerðum um töku og endurlán erlendra lána til bifreiðakaupa. Var mál þetta fyrst athugað af Seðlabanka Islands, en siðan sent saksóknara til meðferðar. Enn stolið í laugunum A laugardagsmorgun siðastlið- inn var stolið veski úr fötum manns eins i útiskýli sundlaug- anna i Laugardal. í veskinu voru um 500 krónur islenskar, 100 norskar krónur og ávísanahefti með sjö eyðublöðum i. Þjófnaðurinn var framinn stuttu fyrir hádegi á laugardag og hafði maðurinn geymt veskið I fötum sinum, I stað þess aö koma þvi i geymslu i afgreiðslu sund- lauganna, svo sem ætlast er tiL Að sögn lögreglunnar I Reykja- vik, er töluvert um að verðmæt- um sé stolið úr fötum fólks i út- skýlum sundlauga i Reykjavik. Malbikunarátak á Vestfjörðum 1 sumar verður unnið að mikl- um malbikunarframkvæmdum á Vestfjörðum. Alls verða mal- bikaðir um 5,5 km — þar af 3,2 km. á Þingeyri, Flateyri, Bolungarvik, ísafirði og Súðavik. Einnig verður lokið við malbikun vegarins milli ísafjarðar og Hnifsdals og svo malbikaðir um 400 metrar af tsafjarðarflugvelli. Það er sameignarfélag niu þorpa og bæja á Vestfjörðum, ATAK, sem stendur fyrir þessum framkvæmdum ásamt Vegagerð rikisins. Félagið var stofnað árið 1973 og voru fyrstu malbikunar- framkvæmdir á þess vegum unn- ar s.l. sumar. Þá gerðist félagið hluthafi i Oliumöl h.f., en það fyrirtæki annast malbiksfram- leiðslu fyrir Vestfirðinga. Hefur verið keyptur prammi til þess að flytja asfalt frá birgðastöð Oliu- malar i Hafnarfirði og I birgða- tanka á Isafirði. Pramminn tekur 220 tn. af asfalti i ferð og mun fara 3-4 ferðir til tsafjarðar i sumar. Fyrstu ferðina fór pramminn mánudaginn 28. júli s.l. Blóðflokkun sjómanna t nýútkominni skýrslu Rann- sóknarnefndar sjóslysa er m.a. frá þvi greint, að nefndin hafi lagt til við samgönguráðuneytið að gert verði að skyldu, að allir sjó- menn verði blóðflokkaðir og beri skirteini, sem sýni blóðflokk þeirra. Vill nefndin, að skráning á blóðflokkum verði tengd lög- skráningu sjómanna á skip. Bendir hún á, að tafarlaus vit- neskja um blóðflokk slasaðs sjó- manns geti bjargað lifi hans, en við alvarleg slys á sjó úti er nú unnt að senda lækni i þyrlu beint á slysstað. Hirtu skipti- myntina — létu áfengið eiga sig Siðdegis siðastliðinn laugardag var brotist inn á veitingahúsið Röðul i Reykjavik og stolið þaðan um 6-7.000 krónum af skiptimynt af börum hússins., Upphæð þessi var öll i fimm og tiu króna peningum. Innbrotið var framið á milli 15.30 og 19.00 á laugardag og talið er liklegt að þar hafi verið börn að verki, þvi áfengi á börunum var látið með öllu óhreyft. Enn finnst þýfi í fornverslun 1 síðastliðinni viku var brotist inn i ibúð eina að Þórsgötu 19 i Reykjavik og stolið þaðan fjórum bókum og vasareiknivél. Mál þetta er i rannsókn, en þýf- ið hefur allt fundist nú þegar og höfðu þjófarnir komið þvi i verð. Bækurnar fundust i fornbóka verslun i borginni og vasareikni- vélin i annarri verslun. ireiðholt oq önnur borgarhverfi. ' Furöuskrif félagsráð- gjafa um Breiðholtshverfi Rakalaus ttóryrSi I garS hvorfitim i Breiðholt — og önnur borgarhverfi — heitir nýtt blað, sem hóf göngu sina hinn 31. júli sl. í forystugrein blaðsins segir meðal annars : Breiðholt er fyrsta málgagn ákveðins borgar- hluta i blaðasögu þjóðarinnar. Er frá þvi greint, að þetta fyrsta tölublað sé hið fyrsta af þrem, sem þegar eru i vinnslu. titgefendur blaðs þessa eru óháðir borgarar i Breiðholti, en ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins er Asgeir Hannes Eiriksson. t stuttu viðtali við fréttamann Alþýðublaðsins, sagði Asgeir að kveikjan að þessari blaðsútgáfu hefðu verið ýmis íúrðuskrif um þetta nýjasta hverfi höfuðborgarinnar. Hafi þau mörg hver vakið til hugsunar um, hverju slik skrif eigi aðþjóna, en fátt orðið um varnir af hendi ibúa Breiðholts gegn beinum óhróðri, sem reynt hafi verið að merkja þetta byggöarlag með. o Miðvikudagur 6. ágúsf 1975

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.