Alþýðublaðið - 06.08.1975, Page 11

Alþýðublaðið - 06.08.1975, Page 11
Flokksstarffó Vestfirðingar: Sjónvarpið stóð sig ekki Happdrætti Alþýðuflokksins Nú fer hver að verða siðastur að tryggja sér miða i ferðahapp- drætti Alþýðuflokksins, þvi dregið verður i happdrættinu eftir tvo daga — föstudaginn 8. ágúst n.k. Verð hvers miða er 100 krón- ur og vinningar eru 20 sólarlanda- ferðir með ferðaskrifstofunni SUNNU. Miðarnir eru seldir og afgreiddir á skrifstofum Alþýðu- flokksins við Hverfisgötu. Þegar hefur verið sent út tölu- vert magn af miðum og er fólk minnt á að gera skil timanlega. Þess má geta, að miðað við skyndihappdrætti er vinnings- hlutfall óvenjulega hátt.en eins og áður segir, eru vinningar 20 sólarlandaferðir með Ferðaskrif- stofunni Sunnu og dregið i happ- drættinu 8. ágúst. Munið að gera skil Sjónvarpsáhorfandi á Vest- fjörðum hafði samband við blaðið og bað það að koma á framfæri mikilli óánægju Vestfirðinga með þann hátt, sem hefður hefur verið á um útsendingar sjónvarpsins að loknu sumarleyfi. Hann minnti á, að eftir sumarleyfi þess i fyrra hefðu útsendingar hafist með sendingum frá þjóðhátiðinni á Þingvöllum. Margt fólk vestra, sem ekki heföi átt heimangengt, hefði sest fyrir framan sjónvarpstæki sin með tilhlökkun, þvi sjónvarpið hefði átt að geta gert þeim fært að fylgjast með hátiðarhöldunum likt og væru þeirsjálfir viðstaddir. Hins vegar hefði ekkert verið hægt að sjá á skjánum vegna truflana vegna þess, að þegar til hefði átt að taka hefði sendir verið bilaður. — Maður hélt nú, að þetta hlyti að vera alger undantekning, sagði Vestfirðingurinn, en svo endurtók þetta sig aftur núna, þegar sjónvarpið opnaði aftur að loknu sumarleyfi. Þegar til átti að taka var sendir hjá okkur bilaður og við sáum ekki neitt. Og ef marka má frásagnir sjónvarpsins sjálfs virðast fleiri dreifistöðvar hafa verið i algeru lamasessi þegar til þeirra átti að taka. — Nú veit ég, að ekki er við sjónvarpið að sakast, þvi það mun vera Landssiminn, sem á að annast um viðhald á dreifi- Lögtöki Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessar- ar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöld- um: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, skipulagsgjaldi af nýbygg- ingum, söluskatti fyrir aprfl, maí og júni 1975, svo og nýlögðum viðbótum við sölu- skatt, lesta-, vita- og skoðunargjöldum af skipum fyrir árið 1975, gjaldföllnum þungaskatti af disilbifreiðum samkvæmt ökumælum, almennum og sérstökum út- flutningsgjöldum, aflatryggingasjóðs- gjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 30. júni 1975. Frá Byggingarsam- vinnufélagi Kópavogs Fyrirhuguð er stofnun byggingarflokks um byggingu fjölbýlishúss er félagið hefur fengið úthlutað lóð fyrir. Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á þátttöku þurfa að sækja um fyrir 10. þ.m. Tekið verður á móti um- sóknum á skrifstofu félagsins að Lundar- brekku 2 frá þriðjudeginum 5. ágúst til föstudagsins 8. ágúst kl. 5-7 siðdegis og laugardaginn 9. ágúst kl. 3-7 síödegis. Stjórnin. stöðvunum. En það nær auðvitað ekki nokkurri átt að ekki skuli at hugað skömmu áður en út- sendingar hefjast, hvort dreifi- stöðvarnar séu ekki i lagi. Það er nokkuð seint að fara aðhyggja að þvi, þegar sjónvarpið er tekið til starfa og menn sestir fyrir framan tækin. HVAÐ ER HELST TIL RÁÐA? Fregnir, sem borist hafa af frammistöðu bridgemanna á Evrópumeistaramótinu siðasta, eru ekki reglulega uppörvandi. Eftir nokkuð góða, já eiginlega ágæta frammistöðu i fyrstu um- ferðunum, tók heldur að siga á ógæfuhlið. Niðurstaðan varð svo, að okkar menn lentu i 22. eða næst siðasta sæti i keppninni. Bágt er að segja, hvað veldur öðrum eins hrakföllum. En aðra eins útreið hafa íslendingar aldrei burft að þola á þessum vettvangi. Auðvit- að vantar ennþá „skýringar” garpanna á öllu óláninu, en ætla má, að komi þær i dagsins ljós, verði heldur fátt bitastætt þar i, nema játning um grófan vanmátt borið saman við aðra keppendur. Nú er bridge sá leikur, sem al- mennast mun stundaður hér, þegar fjórir menn hittast eða jarma sig saman. Og við höfum viljað trúa þvi, að þeir, sem mest hafa borist á og náð þeim árangri að verða tslandsmeistarar væru einnig eitthvað i áttina að vera iþróttamenn i greininni. Trúlegt er,aðmörgum verðiá,eftir þessa hrakreisu, að endurskoða þær hugmyndir. Islenskir bridgeunn- endur verða nú að horfast I augu við þá leiðinlegu staðreynd, að brjóstvitið, þó mikið kunni að vera, nær skammt til þess að vera jafngilt æfingu og kunnáttu. Hér er þvi naumast annar kostur en að bita á jaxlinn og draga réttar ályktanir af hrakförunum. Endurskipulagning á viðhorfi iþróttamannanna sjálfra og barnaleg oftrú á getuna, verður að vikja fyrir kaldri rökhyggju. Illa getum við staðið frammi fyrir þvi einn góðan veðurdag, að okkar einu sigurmöguleikar i ut- anlandsferðum, til þess að reyna máttinn við útlenda, væri að send næstu sveit i keppni i Olsen-Olsen og þá helst við kerlingar úr „þriðja heiminum”. Sárleiður bridgeunnandi. LESENDAÞJÓNUSTAN FLOKKAÐAR SMÁAUGLÝSINGAR Alþýðublaöið hefur á- kveðið að veita lesendum sínum ÓKEYPIS SMA- AUGLÝSINGAÞJÓN- USTU. Hafir þú eitthvað aðselja — húsbúnað, heim- ilistæki o.s.frv. — eða van- hagi þig um smáræði hringdu þá i síma 14906 milli kl. 1 og 2 e.h. og við munum birta fyrir þig ör- stutta auglýsingu i þessum dálki þér að kostnaðar- lausu. íbúð óskast Ungan húsasmiðanema vantar tveggja til þriggja her- bergja ibúð fyrir sig og’ unnustuna sem allra fyrst. Reglusemi heitið. Upplýsingar i sima: 27894 á kvöldin. Stóraukið . teppaúrval j.J LviCjACiJUMA ajnoAwn Og enn aukum við úrvalið. Nú sýnum við hverju sinni um 60 stórar tepparúllur — og ekki nóg með það — þér getið þar fyrir utan valið úr yfir 100 sýnishornum af hinum þekktu dönsku WESTON teppum, sem við útvegum með tveggja til fjögurra vikna fyrirvara. — Við bjóðum einnig skozkar ryamottur og indverskar, kínverskar og tékk- neskar alullarmottur. Við sjáum um máltöku og ásetningu. Teppadeild • Hringbraut 121 • Sími 10-603 Miðvikudagur 6. ágúst 1975 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.