Alþýðublaðið - 22.08.1975, Síða 10

Alþýðublaðið - 22.08.1975, Síða 10
í HREINSKILNI SAGT Rómantík eöa árátta? Það er vist ekki að þvi að spyrja, að þegar landinn kemst i ham, þá virðist hann sjást litt fyrir. Þá er ekki hikað við að ganga fram á fremstu nöf. Nokkuð gott dæmi um þetta er svokallað hunda- mál, þar sem hundaeigendur fyrirgefið, „hundavinir”, streitast við að brjóta lög og reglur samfélagsins með sinu hunda- haldi og það, sem er ef til vill merkileg- ast, komast upp með það! Jafnvel fyrir- höfn, eins og að nota utanstefnur, er ekki spöruð. Að visu er það ekki ætlunin, að blanda sér verulega i þetta furðulega mál. En það hlýur að vera ráðgáta, hvaða erindi slikt á fyrir mannréttinda- dómstól! Ekki vil ég lasta það, að mannréttindi séu i heiðri höfð. Bara að það komi nú ekki upp úr dúrnum einn góðan veðurdag, að það heyri undir mannréttindi, að ala fló eða lús á kropp sinum eða i hári. Sennilega hafa þessar skepnur verið enn lengur fylginautar mannkynsins en hundarnir, og hvað sem öðru liður, mætti kalla að það hefði þó sitt minjagildi fyrir þjóðina, að út- rýma þeim ekki alveg! En vikjum nú að öðru. A siðustu árum hefur komið fram ný hlið á landanum, sem við heyrum daglega rætt um með ýmiss konar for- skeytum. Það er þessi verndarárátta, liggur mér við að segja. Vissulega er þess full þörf, að fara að ýmsu með gát, og við höfum sannarlega ekki ætið verið eins gjörhugul á framferði okkar i sam- búð við landið, eins og skyldi. En þess verður þó að gæta, að ekki sé farið yfir skynsamleg mörk, annaðhvort vegna þess að við göngum með rómantiska glýju i augunum, eða með þvi að rækta með okkur barnalegt ofstæki. Rétt er að hafa það i huga, að jafnan orkar tvimæl- is þá gert er. En það raskar ekki þvi, að leggja verður skynsamlegt mat á hlut- ina áður en allt er neglt fast i bak og fyr- ir. Við höfum lengi stært okkur af þvi að kallast söguþjóð. Og við viljum auðvitað gjarnan halda þvi sæmdarheiti. Eflaust er okkur þó þörf á þvi, að framkvæma öðruhvoru endurskoðun á okkar gildis- mati, eins i þessum efnum sem öðrum. Við verðum hreinlega að gera okkur ljóst, hvort það er ásetningur okkar, eða ekki, að hér i landinu þróist mannlif á eðlilegan hátt. Ef við skyldum komast að þeirri niðurstöðu, að svo skuli verða, þurfum við að horfast i augu við, að Raunsæi- þráhyggja velja og hafna eins skynsamlega og glóran okkar hvislar okkur i eyru. A fyrri hluta siðustu aldar risu heiftugar deilur um það hér á landi, hvort við ætt- um að endurreisa Alþingi á Þingvöllum, eða búa þvi stað i verðandi höfuðborg. Allir vita hvernig þvi máli lauk. Fjölnis- menn, sem sannarlega er ekki ætlunin að vanmeta hér, börðust fyrir Þing- vallahugmyndinni, en Jón Sigurðsson fyrir þvi, að höfuðstöðvarnar yrðu að- setur þingsins. Dettur okkur nú i hug, að halda þvi fram, að einhver óþjóðholl- usta, eða vanmat á sögunni hafi valdið Eftir Odd A. Sigurjónsson afstöðu Jóns i þessu máli? Og i annan staðhljótum við að spyrja okkur. Mynd- um við óskaþess nú, að horfið heföi verið að ráðum Fjölnismanna? Og hefur það á nokkurn hátt rýrt minjagildi Þingvalla, að skoðun Jóns Sigurðssonar bar hærri hlut um ákvörðun þingstaðarins? Svari hver fyrir sig. Undanfarið hafa augu manna beinzt að „vernd” nokkurra fúa- kofa i hjarta borgarinnar og mynduð hafa verið samtök, Torfusamtökin, um að við halda þeim. Þetta ristir nú samt litið dýpra en svo, að klesst hefur verið málningu utan á kofana! Inni fyrir er allt að grotna niður. Heilbrigð skynsemi getur naumast sagt nokkrum manni, að hér sé annað á ferðinni en að viðhalda einskonar Potemkintjöldum, sem hvorki eru neitt augnayndi, né likleg til að eiga lengri framtið en þar sem tjald- að er til næstu nætur. Nú er önnur kofa- hrúga, Grjótaþorpið, einnig að komast i sviðsljósið- Þar verður eflaust einnig gripið til „verndaraðgerða”. Mér dettur ekki i hug að efast um, að ýmsar minn- ingar séu bundnar við kofaskriflin. Þær munu þó, ef að likum lætur, fremur bundnar við mannlifið þar en húsa- skrokkana. Og ef svo er, hlýtur þá ekki hugur fólks að beinast fremur að þvi, að nýtt mannlif haldi þar innreið sina fremur en að viðhalda einskonar „draugahverfum”? Þó að okkur sé hug- stætt að horfa til fortiðarinnar, sakar ekki að lita einnig fram á veginn. fðlk Útlendingafans 119.000 útlendingar búa i Stokkhólmi, en það sam- svarar um 8% af ibúafjöld- anum. Það myndi jafngilda nálægt 8.000 útlendingum i Reykjavik, og væri þá ein- hverjum nóg boðið. En leiðinlegt... Slökkviliðið á stöð einni i London gleymdi þvi, að það var steikarpanna á hellu i gangi þegar liðið var allt út- kvatt til að sinna eldsvoða. Enginn mundi eftir pönnunni i öllum látunum, en það er af pönnunni að segja, að út frá henni kviknaði i slökkvistöð- inni. Reyndar höfðu allir af þessari slökkvistöð sem vettlingi gátu valdið farið i brúnaútkallið, svo það varð að kveðja til slökkvilið ann- ars staðar úr borginni til að slökkva I slökkvistöðinni. En þið getið gert ykkur i hugarlund svipinn á dauð- þreyttum slökkviliðsmönn- unum þegar þeir komu heim úr velheppnuðu slökkvistarfi — og sáu sina eigin stöð al- elda. — Hefurðu reynt að fá hann til að skipta um áhugamál? Etaggi rólegi ■ Þarf víst aðdemba mér i morgunverðinn! v Raggi heimtar Tropicana, i og egg og kaffisopa strax og hann vaknar.. FJalla-Fúsi 0 Bíóin IÁSKDLABÍD Drottinn blessi heimiiið Sprenghlægileg litmynd frá Rank. Ein af þeim beztu. Framleiöandi Peter Rogers. Leikstjóri: Gerald Thomas. Aöalhlutverk: Sidney James Diana Coupland Sýnd kl. 5, 7 og 9. 'ÖNABÍÓ Simi :M1K2 Hvít elding HJíliii/j'iL'iíÍ" Ný bandarisk kvikmynd meö hinum vinsæla leikara Burt Reynolds i aöalhlutverki. Kvikmyndin fjallar um mann, sem heitiö hefur þvi aö koma fram hefndum vegna morös á yngri bróöur sinum. önnur hlutverk: Jennifer Bill- ingsley, Nes Beatty, Bo Hop- kins. Leikstjóri: Joseph Sagent ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuö börnum yngri en 16 ára. KÚPAV06SBÍÓ IBióinu lokaö um óákveöinn tima. HAFNARBÍð >imi 16444 Fyrsti gæöaf lokkur Afar spennandi og viöburöa- rik, bandarisk Panavision lit- mynd meö úrvals leikurum. Bönnuö innan 16 ára. ISLENZKUR TEXTI. Endursýnd ki. 3, 5, 7, 9 og 11. VIPPU - BÍLSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð; 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar slærðir. smíÖaðar eftir beiðni. GLUGGAS MIÐJAN ^ < • lann AUGARASBIÚ Simi 32075 Morögátan BURT LANCASTER Spennandi bandarisk saka- málamynd i litum meö is lenskum texta. Burt Lancaster leikur aöal- hlutverkiö og er jafnframt leikstjóri. Bönnuö börnum. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11,15. Kýja m »154» Leitin á hafsbotni THE NEPTUNE FACTDR ISLEÍNZKUR TEXTI. Bandarisk-kanadisk ævin- týramynd í litum um leit aö týndri tilraunastöö á hafsbotni. Sýnd kl. 5, 7 og 9. -STIÖRNUBÍd SJmi .89!, FAT CITY ISLENZKUR TEXTI. Ahrifamikil og snilldarvel leikin amerisk úrvals kvik- mynd. Leikstjóri: John lluston. Aöalhlutverk: Stacy Keach, Jeff- Bridges. Endursýnd vegna fjölda áskorana. Sýnd kl. 6, 8 og 10. 'trclofunarHringár , - Fljót afgreiösla. Sendum póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON • gullsmiöur, Bankastr. 12 Gleymiö okkur eihu sinni - ofí þiö gleymiö þvi uldrei ! m m ■■'■*■ ■ ■■■■■■■ i • 9 Alþýðublaðið á hvert heimili Vélhjólaeigendur Moto-x - Moto-x Útbúnaöur, hanskar hllfar. Lewis leöurjakkarog stfgvél. Plaköt ofl Bögglaberar f. HONDU 350.KETT hanskar. DUNLOP-dekk MÖLTUKROSS speglar og aftur- ljds. ofl. ofl. Póstsendum. Velholaverslun Hannes Ölafsson Skipasundi 51. Sími 3709Ó Hreint É fá§2fasi§J I fagurt I land I LANDVERIMD Föstudagur 22. ágúst 1975

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.