Alþýðublaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 1
180. IBL. - 1975 - 56. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER Ritstjórn Sföumúla II - Simi 81866 Kynning á starfi Félags radíóamatöra Sjá opnu (OKKAR j Á MILLl i ISAGT i BAKSÍÐA Íþróttasíða bls. 9: Celtic - Valur j Grundartangi: Ú tborgunardagur færður fram „TJtborgun launa fer framvegis fram á fimmtudögum í stað föstu- daga áður. Sú tilhögun vakti óá- nægju starfsmanna þar sem oft var ekki borgað út fyrr en á föstu- dagskvöld og þá með ávisun, sem ekki var hægt að skipta fyrr en eftir helgi”. Þetta sagði Skúli Þórðarson form. Verkalýðsfélags Akraness i samtali við blaðið i gær. Um þetta atriði náðist sam- komulag fyrir helgi. Þá var enn- fremur ákveðið, að skrifstofu- stjóri Járnblendiverksmiðjunnar kæmi á mánudag og yfirfæri vinnuskýrslur og gerði athuga- semdir ef þörf væri á. f þessari viku fara á stað við- ræður milli stjórnar Járnblendi- verksmiðjunnar og fulltrúa þeirra verkalýðsfélaga sem aðild eiga að framkvæmdum á Grund- artanga. Verður stefnt að heild- arsamningum allra félaganna og hefur verksmiðjustjórnin lýst sig fúsa til að ganga til slikra samn- inga. UPPGRIPALAUN VIÐ KRÖFLU Um 90 manns vinna nú á vegum Miðfells hf. við framkvæmdir á Kröflusvæðinu. Unnið er frá kl. Farið vel með ykkur Kvefpest hefur herjað á borgarbúa að undanförnu — eins og venja er til þegar haustar að marki. Engin undralyf eru fáanleg við þessari pest, en fólki er ráð- lagt að klæða sig vel, ráð- færa sig við lækni eða starfs- fólk lyfjabúða um lyfjakaup ogfara i rúmið ef það er með beinverki, höfuðverk eða slæma liðan, — og umfram allt: fara ekki á fætur of snemma! 7.30 að morgni til 22.30 að kvöldi og einnig er unnið um aðra hverja helgi. Þessi langi vinnutimi gefur að sjálfsögðu góðar tekjur og iðn- lærðir menn hafa yfir 200 þúsund króriur á mánuði auk fæðis og húsnæðis. Að sögn Leifs Hannessonar framkvæmdastjóra Miðfells kom til greina að láta vinna á tveim vöktum, en það hefði þýtt tvöfalt fleiri menn. Auk þess voru verka- lýðsfélögin fyrir norðan ekki þess fýsandi að taka upp vaktafyrir- komulag, en 3/4 starfsmanna eru menn úr sýslunni. Framkvæmdir Miðfells byrj- uðu með þvi' að komið varupp fullkominni aðstöðu fyrir 150 manns.en s'ðan var hafist handa um að steypa stöðvarhúsið og orkuverið sjálft. Framkvæmdum er hraðaðeins og unnt er og má segja að unnið sé jafnhliða að teikningum og verklegum fram- kvæmdum. Nú er keppst við að gera stöðvarhúsið fokhelt fyrir veturinn og er liðlega mánaðar- vinna eftir til að ljúka þvi. Ætti það að takast ef haustið verður gott, en það getur að sjálfsögðu brugðist til beggja vona. 1 vetur á siðan að innrétta stöðvarhúsið og steypa undir- stöður undir vélar og er ætlunin að ljúka verkinu fyrir marslok. VALUR tapaði i fyrsta sinn á heimavelli leik i Evrópu- keppni þegar skosku meist- ararnir frá i fvrra, Celtic, sigruðu islensku bikarhafana frá siðasta ári með tveim mörkum gegn engu. Leikur þessi var fyrir ýsmar sakir merkilegur, ma. var það i fyrsta sinn sem Islendingur lék með útlendu liði gegn fyrri félögum sinum hér, en Jó- hannes Eðvaldsson lék með Ccltic. NANAR A ÍÞRÓTTA- SÍOI — BLS: 9. Breiðholt byggir þrjú stór skrif- stofuhús A horni Siðumúla og Fellsmúla eru að risa af grunni þrjú verslunar- og skrif stofuhús. Hvert hús verður þrjár hæðir og gólfflötur um 400 ferm. Það er Breiðholt hf sem byggir þessi hús, en félagið keypti þessa lóð fyrir nokkrum árum. Ákveðið mun vera, að Almennar trygging- ar kaupi eitt húsanna, Alþýðu- samband Islands og Alþýðubank- inn annað, en einu mun vera ó- ráðstafað enn sem komið er. „Jú, það er rétt, við erum byrj- aðir þarna af fullum krafti — Breiðholtskrafti — og stefnum að þvi að koma húsunum upp fyrir veturinn”, sagði Sigurður Jóns- son framkvæmdastjóri Breiðholts hf í samtali við blaðið. Hann sagði, að húsin yrðu afhent tilbúin undir tréverk, en endanlegt kostnaðarverð væri ekki unnt að nefna ennþá. Slátrun hafin á Sauðárkróki Slátrun er hafin i sláturhúsinu á Sauðárkróki og gengur drápið vel að sögn Helga Rafns Trausta- sonar kaupfélagsstjóra. Aætlað er að slátra um 70.000 fjár i haust og er það um 10% aukning frá i fyrra. Að þvi er viröist eru dilkar all vænir. Slátrun lýkur 24 — 27. okt. Jón G. Kristjánsson, skrifstofustjóri borgarverkfræðings um Ármannsfellslóðina: „Fyrirmælin koma frá borgarstjóra” — PRENTVILLA í FRÁSÖGN MORGUNBLAÐSINS AF MÁLINU —-#,Það er rétt, sem fram kemur i Þjóðviljanum, að það voru fyrir- mæli til min frá borgarstjóra aö ég gengi frá tillögu til borgarráðs um, að Ármannsfell yrði látiö hafa umrædda lóö"sagði Jón G. Kristjánsson, skrifstofustjóri borgarverkfræðings i viðtali við Alþýöublaðið. Þetta kemur fram i bréfi, sem ég samdi sem svar við fyrirspurnum frá Sigurjóni Péturssyni um málið. — Það er þá frá borgarstjóra, sem þau fyrirmæli koma til þin að gera tillögu um, að Armannsfell fái lóðina? , — Já, já. Það er ekkert óal- gengt, að fyrirmæli komi um það frá borgarstjóra, að maður gangi frá tilteknum málum til borgar- ráðs. — Upptök málsins liggja þá hjá borgarstjóranum i Reykjavik? — Þvi get ég ekki svarað. — En það er þó örugglega hann, sem gefur þér fyrirmæli um tillögugeröina? — Já. Þetta er annars allt saman tilkomið vegna prentvillu i Morgunblaöinu 1 frásögn þess af málinu á slnum tima.Þar sagði, að fyrirmælin hafi komiö frá borgarstjórn en átti að vera borgarstjóra. Hvor fer með ákæruvaldið í landinu, Geir Hallgrímsson eða Þórður Björnsson ? Alþýðubiadiö spyr 1 Dagblaðinu á föstudag kem- ur loksins yfirlýsing frá Albert Guðmundssyni vegna Armannsfellsmálsins sem virð- istætla að teygja anga sina ærið víða.Albert segir að morðsveit- ir, sem hann þó tilgreinir ekki hverjir skipi, sitji um æru sina. Albert játar að Armannsfell hafi greitt i byggingasjóö Sjálf- stæðisflokksins, en neitar að það hafi verið mútur, heldur hafi þeir fyrst greitt og siöan fengiö hina stórkostlegu fyrirgreiöslu — en málin séu samt aldellis óskyld. Þá segir Albert að Geir Hallgrimssyni, formanni flokksins hafi veriö falið að rannsaka máliö. Forsætisráð- herra á þá sennilega að gefa skýrslu um það, hverjir mann- orðsmorðingjarnir séu. Alþýðublaðið telur óeðlilegt og óviöunandi að forsætisráð- herra sé að skipta sér af dular- fullu máli af þessu tagi.Lóöir i Reykjavik eru opinber eign og ekki einkaeign Sjáifstæðis- Framhald á bls. 8.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.