Alþýðublaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 12
alþýðu
(Jtgefandi: Blaö hf. Framkvæmda-
stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit-
stjóri: Sighvatur Björgvinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni
Sigtryggsson. Auglýsingar og af-
greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar
14900 og 14906. Prentun: Blaða-
prent hf. Askriftarverð kr. 800.- á
mánuði. Verö I lausasölu kr. 40.-.
KÓPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
SENDI8IL ASTÖDIN Hf
r Veórrió
I dag eru menn bjart-
sýnir á að fá þurrt veöur
siðdegis, þvi austanáttin
á að snúast i norðaustur.
Mun þá létta til með
kvöldinu, en búast má við
skúrum fyrir hádegi. Hiti
verður frekar litill, 6—8
stig.
Gátan
'MSTÍVfifi
v/ÐS'oT LA
bvftm í-fíR SLefT fi* _ 7/^L TUSKft LE LP6/P
9
JfíPLI "
'ftRfi FjölD! —
FfíuT/
IflfírM MjlW m’ftL
□ Pomnn MfíR HfíPÐ/ H/66)U
m/rrr SV/K fíf>/
L 1
þVOÍT 'OSjflL rbm
r/NF\
ftllLLI UPP
DM
MEGUM
VIÐ KYNNA
Guðmundur Óskar
Ólafsson, Frikirkju-
prestur i Hafnarfirði
fæddisti önundarfirði 25/11 ’33 og
ólsthann þarupp till6ára aldurs.
Guðmundur tók kennarapróf árið
1955 og kenndi siðan i Hliðaskóla
um nokkurra ára skeið. Stúdents-
próf tók hann siðan utanskóla og
innritaðist i guðfræðideild Há-
skólans árið 1964 og lauk þaðan
prófi árið 1969 og tók vigslu siðar
það ár.
Varð hann farprestur strax
eftir vígslu og þjónaði Mosfells-
prestakalli, Reykhólum og Valla-
nesi. Hefur verið Frikirkjuprest-
ur i Hafnarfirði undanfarin 4 ár,
en það er aðeins hálft starf. Full-
um vinnudegi skilar Guðmundur
með þvi að sinna kennslustörfum
auk preststarfa.
Um áhugamál sin segir
Guðmundur: ,,Þau eru öll
samtengd starfi minu, og má þar
nefna félagsmál og æskulýðsmál,
utan skóla sem innan. Um fyrir-
bærið prestskosningar hefur séra
Guðmundur sinar meiningar:
„Prestskosningar tel ég óeðlilegt
fyrirbæri. Ég hef enga „patent-
lausn” handbæra, en alls kyns
umsvif, sem eru samfara prests-
kosningum eru óæskileg mál-
efninu og þeirri einingu, sem á að
rikja i söfnuðum.
Trúaraáhugi er mikill á íslandi,
og ég held að hann fari vaxandi.
Allt tal um að nútima kynslóð
sé fráhverf kristindómi tei ég
fásinnu. En aðalvandamálið er,
að það eru of fáir virkir i starfi
safnaðarins.
OKKAR Á MILLI SAGT
Helsinki-sáttmálinn.sem riki austurs og vesturs gerðu með sér til aö
staðfesta þiðu I samskiptum sinum, ætti að vera þeim Vladimir Ashke-
nazipianósnillingi og föður hans gleðiefni... Meöal margra mannrétt-
indamála, sem sáttmálinn fjallar um, eru skýr ákvæði um skyldur rikj-
anna til að veita þegnum sinum ferðaleyfi til að hitta ættingja sina er-
lendis reglulega... Eftir er að sjá, hvort Sovétstjórnin stendur við þetta
eins og fleiri atriði samkomulagsins.
Ef dæma má eftir vlgsluathöfn ferjunnar AKRABORGAR er til-
koma skipsins eingöngu afrek framsóknarmanna, sem við það tæki-
færi hældu hver öðrum upp i hástert... Sannleikurinn er sá, að um
máliö var frá upphafi samstaöa allra flokka I bæjarstjórn Akraness,
stjórn Skallagríms og meðal viðkomandi þingmanna... Hörð and-
staða var þá gegn málinu á Alþingi undir forustu framsóknarþing-
mannsins BJÖRNS PÁLSSONAR, sem kallaði Akraborg skemmti-
snekkju og fótboltaskip Akurnesinga, og tóku fleiri framsóknarmenn
undir það.
Akveðið er, að forseti Allsherjarþings Sameinuöu þjóðanna verði að
þessu sinni forsætisráðherra Luxembourg, Gaston Thorn...Hann var
eitt sinn ræðismaður tslands i heimalandi sinu.
Finasta utanferð, sem Islenskir ráðamenn fara á ári hverju, er til
aðalfunda Alþjóðabankans og Alþjóðá gjaldeyrissjóðsins, en á þeim
fundi I Washington hafa þeir nú meðal annarra verið ráðherrarnir
ólafur Jóhannessonog Matthias Mathiesen... Þessir fundir eru haldnir
' annað hvert ár i Washington en hitt árið á einhverjum af glæsilegustu
fundastöðum heims... Bankinn greiðir riflegan ferðaeyri, svo þetta
kostar okkur litið, auk þess sem tsland hefur haft mikið gagn af þessum
stofnunum og væri t.d. alger gjaldeyrisskömmtun nú, ef sjóðsins nyti
ekki við.
t sambandi við landhelgisdeilurnar er rétt að rifja upp, að 1974
keyptu islendingar vörur fyrir 23,6 milljarða af löndum Efnahags-
bandalagsins, en þau keyptu af okkur aðeins fyrir 9,5 milljarða... Hvað
mestur er munurinn I viðskiptum við Þjóðverja (6,3 á móti 2,8) og er
furðulegt langlundarlgeð að halda áfram svo ójöfnum viðskiptum,
meðan V-Þýskaland beitir okkur viöskiptaþvingunum, sem valda
okkur tuga og hundraða milljóna tjóni.
Seðlabankinn er grimmur við þá, sem gefa út innistæðulausa tékka,
sem von er... En er ekki bankinn sjálfur sifellt að senda seðla i umferð,
sem verðmæti eru ekki til fyrir og eru þvi hluti verðbólgunnar?
Visir og Dagblaöiö berjast nú ákaft um blaðsölubörnin. Bæði blöðin
hafa I frammi ýmis gylliboð til þeirra er vilja taka að sér sölu
blaðanna.
Dagblaðiö býður ókeypis bióferð einu sinni I viku og þátttöku I happ-
drætti þar sem vinningurinn er utanlandsferð.
Visir hefur þann hátt að vera með happdrætti sem dregið er i viku-
lega og munu vinningar vera hinir veglegustu.
5ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐt=>l
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri Timans, hefur
ritað margar forystu-
greinar um, að Fram-
sóknarflokkurinn hafi
ekki „sótt upphefð sina að
utan” — þ.e.a.s. að hann
sæki stefnu sina ekki til
alþjóðlegra stjórnmála-
kenninga heldur hafi
framleitt hana heima,
liklega i Edduhúsinu. Er
nú Þórarinn heldur farinn
að sækja sig i málinu. Nú
eru það Utlendu flokkarn-
ir, sem farnir eru að
ramba til á linunni eftir
þvi hvort Framsóknar-
flokkurinn stendur i
hægri fótinn eða þann
vinstri.
Á meðan Framsóknar-
flokkurinn vann til vinstri
— einkum og sér i lagi i
tið Eysteins Jónssonar —
þá skrifaði Þórarinn mik-
ið I Timann um Fram-
sóknarflokkinn sem
vinstri flokk og vildi helst
likja honum við flokka
jafnaðarmanna á Norð-
urlöndum.
Nú stendur
Framsóknarflokkurinn i
hægri fótinn og opinber
lina flokksforystunnar er
sú, að nú sé Framsókn
miðflokkur. Auðvitað
skrifar Þórarinn Þórar-
insson leiðara sina i sam-
ræmi við það. En ein-
hvem fastan punkt vill
hann þó hafa i hinni póli-
tisku tilveru. Sá er, að
samt sem áður sé Fram-
sóknarflokkurinn keim-
likur norrænum jafnaðar-
mönnum. Þvi var það i
leiðara nýlega, þegar
Þórarinn fjallaði um
dönsk stjórnmál, að hann
sá ekkert ráð vænna en að
flytja danska jafnaðar-
mannaflokkinn til i póli-
tikinni og gera hann að
miðflokki!
Framsóknarflokkurinn
er sem sé orðinn merki-
legri flokkur i heimspóli-
tikinni, en menn hafa
haldið. 1 takt við pólitiskt
ramb hans millum hægri
og vinstri rambar öll
heimspólitikin. Þegar
flokkurinn hallast til
hægri kemur miðflokks-
slagsiða á norræna krata.
Þegar flokkurinn tekur
slaginn til vinstri fellur
norræn jafnaðarstefna I
farið sitt aftur. Það væri
þvi óskemmtilegur við-
burður fyrir heimspóli-
tikina ef Framsóknar-
flokkurinn hrykki ein-
hvern tima upp af stand-
inum á rambinu.
PIMM a förnum vegi
Hvernig bregst þú við hækkununum?
Birna Björnsdóttir, skrifstofu-
stúlka: Mér finnst mjög slæmt,
að fá hana, þar sem engin kaup-
hækkun, kemur i kjölfarið.
Hallvaröur Guðlaugsson,
trésmíðameistari: Hún er alveg
hrein geðbilun, þar sem kaup-
mátturinn stendur alveg staður.
Þetta eru dálaglegir vesalingar
sem stjórna þessu.
Steindór Briem, verkamaður: I
siðustu samningum, var þvi
lofaö, að verö á Iandbúnaðar-
vörum skyldi haldið niðri, þvi sé
ég ekkert samhengi i þessu, þar
sem ég býst ekki við neinum
launahækkunum.
Jón. Sölvason
fiskvinnsluskólanemi: Meðan
neytendur standa ekki saman
og mótmæla slikum aðgerðum,
þá munu þær ganga i gegn, eins
og undanfarin ár.
Henry Þór Henrýsson, eftirlits-
maöur: Launahækkanir hafa
stöðvast i tvö ár, en verðbólgan
heldur áfram.Stefnan verður að
gjörbreytast. Eina úrræðið er
betri samstaða launþega.