Alþýðublaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT
í upphafi skólaárs.
Um þetta leyti eru velflestir skólar
landsins teknir til starfa. Tugþúsundir
nemenda og þúsundir kennara eru að
hasla sér völl við vetrarstarfið. Ef við
litum á það fjármagn, sem fer til
fræðslu hér á landi, mætti það vissulega
gleðja augu liðinna kynslóða, sem urðu
að lita á nám sem alger forréttindi
þeirra, sem nokkurs voru megnugir
fjárhagslega. Sá timi er liðinn og enginn
saknar hans i alvöru. Nú eiga öll lands-
ins börn þess kost, að þreyta nokkurt
nám, þótt engan veginn sé þar á æski-
legasti jöfnuður. En það er önnur saga.
Að þessu sinni er ætlunin að dvelja lit-
illega við einn þáttinn i skólastarfsemi
okkar. Sá þáttur hefur verið og hlýtur að
verða um sinn einn af þeim gildustu i
námi — bækurnar.
Undanfarna áratugi hafa nemendur i
skyldunámsskólum okkar átt þess kost,
að fá ókeypis velflestar kennslubækur,
sem hver skóli hefur kosið að hagnýta.
Raunar má segja, að þar hafi ekki verið
margra kosta völ i ýmsum greinum,
þótt nokkuð hafi valið getað aukizt á sið-
ari timum. Skyldunámsskólarnir hafa
þvi, að mestu, verið bundnir við 1-2
kennslubækur i hverri grein. Að sjálf-
sögðu hefur mörgum þótt hér um heldur
fátæklegan garð að gresja, en við
ramman reip að draga, vegna þess
mikla kostnaðar, sem nýjar kennslu-
bækur hafa i för með sér.
Þetta leiðirsvo hugann að öðru, sizt ó-
merkara efni, sem örugglega hefur oft
og lengi brunnið i hugum skólayfirvalda
og kennara. En það er meðferð nem-
enda á bókum, sem þeim eru i té látnar.
Okkur verður vist ekki sérlega hrósað
fyrir sparsemi eða ráðdeild. Og sá þátt-
; urinn, sem að meðferð námsbóka snýr,
ber okkur ekki fagurt vitni almennt. Það
liggur við, að manni renni alvarlega i
skap, að sjá bækur, sem nemendur hafa
fengið i hendur nýjar af nálinni á haust-
nóttum, vera orðnar þannig útleiknar að
I nokkrum vikum liðnum, að þrifið fólk
[ gæti vart hugsað sér að snerta á þeim
' nema með glóandi töngum!
■ Flestir skólar munu leggja nemend-
I um það á herðar, að setja hlifðarkápur
1 utan um bækur sinar. En þetta nær þó
Hugleiðingar að
1 haustnóttum
aðeins skammt. Landlægur er sá ósiður,
að krota og krassa innan i bækurnar,
unz þær verða þaktar innan allskonar
1 skripamyndum og miðlungi kurteislegu
orðfæri. Nú skal það fram tekið, að eng-
anveginn allir nemendur eiga hér óskil-
ið mál,en alltof margir, þvi miður. Hér
þurfa sannarlega að verða straumhvörf,
I og gildir einu, þótt börnin og ungling-
; arnir viti, að þau eiga kost nýrra og
hreinna bóka næsta ar.
En við skulum nú freista þess, að
fylgja málinu eftir ofurlitið lengra fram
á leið. Flestir nemendur úr skyldu-
námsskólunum stunda nokkru lengra
nám en þar er kostur á. Þá kemur að þvi
að bækurnar eru ekki lengur gefnar eða
afhentar ókeypis. Þá kemur að þvi að
menn verða að greiða álitlegar fúlgur i
bókakaup. Það er ýmsum allþungur
Eftir Odd A. Sigurjónsson
baggi. Hafi nemendur tamið sér hirðu-
leysi um námsbækur sinar um árabil, er
hætt við, að haldið sé áfram á þeirri
braut. Þarf ekkiað rekja söguna lengra.
Kreppuárin eru stundum máluð á vegg
inn sem einstök hrollvekja. En ég minn-
ist þess, sem nemandi á þeim árum, að
meðferð kennslubóka i höndum nem-
enda var þá öll önnur.
Fólk hafði ekki úr að spila meira fé en
svo, að oft þurfti að velta krónunni (ef
hún var þá til) áður en kaup voru gerð.
Þá þóttist hver sæll og heppinn, sem gat
aflað sér gamalla bóka að vori, til náms
næsta ár. Skólayfirvöld ýttu beinlinis
undir þessa hætti. Fróðlegt væri að vita,
hversu mörgum, fátækum nemendum
þetta skilaði fram á leið. örugglega
voru þeir ótaldir.
Nú er öldin önnur, og mér hefur borist
til eyrna, að ýmsir framhaldsskólar
beinlinis reki olnbogana i þá starfsemi
nemenda, að verzla með gamlar náms-
bækur! Slikter furðuleg afstaða, ef satt
er.Vera má,að viðséum rik og að krón-
an okkar sé litils virði. En er það samt
ekki óhæfilegur flottræfilsháttur, að
lóga blygðunarlitið öllu þvi fjármagni,
sem fer til nauðsynlegs bókakosts i skól-
um landsins og það eftir örskamma
notkun? Grundvöllur undir frekari hag-
nýtingu er svo auðvitað, að meðferðin
frá upphafi, hafi verið manneskjulegri
en nú er tiðast.
fðlk
Þaö er af sem áður
var. Sú var tiðin, að
allur heimurinn vissi, ef
Jackie Kennedy Onassis
þurfti að bregða sér bæjar-
leið, eða bara ef hún skrapp
út að versla, slik voru tií-
þrifin. En nú er öldin önnur.
Kvinnan vill endilega vera
sem minnst áberandi og
forðast blaðamenn og ljós-
myndara eins og heitan
eldinn og gerir nú allt til þess
að vera sem minnst
áberandi. Hún reynir nú að
lifa lifinu eins og hver önnur
venjuleg manneskja. Er hætt
að aka um í Cadillac, með
einkabilstjóra og sömu sögu
er aðsegjaaf hinum frægu
innkaupaferðum hennar með
einkaþotu til annarra landa.
Nú fer hún fótgangandi i
búðarrápið og fer i biðröð við
kassann, til að borga, rétt
eins og annað fólk. Hún
reynir á allan mögulegan
hátt að lifa rétt og slétt, eins
og annað fólk. Vill ekkert
fremur en að fá að vera i
friði með börnum si'num
tveimur, Caroline og John.
Þvi kom fregnin eins og
þruma úr heiðskiru lofti,
þegar sex-blaðið Hustler
upplýsti lesendur sina um
það, að nú væri ætlunin að
bjóða uppá fjórar litsiður
með myndum af Jackie, alls-
nakinni, rétt eins og Guð
skapaði hana. Myndir þessar
hafa verið birtar i ýmsum
karlmannatimaritum um
Evrópu alla, siðustu
mánuðina og vakið mikið
umtal fólks á meðal. Mynd-
irnar tók ljósmyndari
nokkur, með sterkri
aðdráttarlinsu,af frúnni, þar
sem hún var við sólbaðsat-
hafnir á eyju Onassis heitins,
Skorpion. Að visu eru gæði
myndanna, frá fagurlegu
sjónarmiði, ekkert til að
hrópa húrra fyrir, en samt
sést á þeim allt það, sem
konur kjósa venjulega
sjálfar að ráða hvenær þær
opinbera. Það þarf væntan-
lega ekki að taka það fram,
að ljósmyndarinn hefur
grætt offjár á þessum
myndum sinum. Haft er eftir
útgefanda Hustler, sem
ætlar að birta myndirnar i
Ameriku, að þetta sé eitt af
pottþéttasta söluefni sem
þeir hafi komist yfir i lengri
tima og eru sannfærðir
um að selja blaðið i risastóru
upplagi, bara útá mynd-
irnar. Það er ekki ofsögum
sagt að segja: Aumingja
Jackie!
Raggi rólegi
Fjalla-Fúsi
Alþýöublaöið
Bíódn
Leíkhúsdn
lÁSKÓLABÍD simi 22140*' t
Lausnargjaldið
Ransom
Afburðaspennandi brezk lit-
mynd, er fjallar um eitt djarf-
asta flugrán allra tima.
Aðalhlutverk:
Sean Connery
Jan I\Ic. Shane
ISLENZKUR TEXTI.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum.
^ÞJQÐLEIKHÚSIf
Stóra sviðið
ÞJÓÐNÍÐINGUH
laugardag kl. 20
Litla sviðið
RINGULREII)
miðvikudag kl. 20,30
fimmtudag kl. 20,30.
Matur framreiddur frá kl. 18
fyrir leikhúsgesti kjallarans.
Sala aðgangskorta (ársmiða)
er hafin.
Miöasala 13,15-20. Simi 1-1200.
’ÖNABÍð Slmi :iima
Umhverfis jörðina
á 80 dögum
Heimsfræg bandarisk kvik-
mynd, sem hlaut fimm
Oscarsverðlaun á sinum tima,
auk fjölda annarra viöurkenn-
inga. Kvikmyndin er gerð eftir
sögu Jules Verne.
Aðalhlutverk: David Niven,
Cantinflus, Robert Newton,
Shirley MacLaine. (I mynd-
inni taka þátt um 50 kvik-
myndastjörnur).
ISLENZKUR TEXTI.
Leikstjóri: Michael Anderson,
framleiðandi: Michael Todd.
Endursýnd kl. 5 og 9.
HAFNARBÍÚ s.-n,i
Villtar ástríður
'ÍASIMAHCOIOIJ
Fimlers l[ee|iers...
hí vers Weejiers!
Anne CHAPMAN • Paul LOCKWOOD
Jan SINCLAIR • Duncan McLEOD•
Spennandi og djörf bandarisk
litmynd, gerö af Russ (Vixen)
Meyer.
Bönnuð innan 16 ára.
Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
AUGARÁSBÍd
Dagur Sjakalans
^LÉIKFEíÍG^
öfj^EYKJAVÍKUyC
SKJALDIIAMRAR
4. sýning fimmtudag uppselt
rauð kort gilda.
5. sýning föstudag kl. 20,30 blá
kort gilda.
6..sýning laugardag kl.-20,30
græn kort gilda.
Aögöngumiðasalan i Iðnó er
opin frá kl. 14. Simi 1-66-20.
•STJÖRNUBÍd ði-i iHuae „ 1
Undirheimar New York
Hörkuspennandi amerisk
sakamálakvikmynd i litum
um undirheimabaráttu i New
York.
Aðalhlutverk: Burt Reynolds,
Dyan Cannon.
ÍSLENZKUR TEXTI
Endursýnd kl. 6, 8 og 10.
Bönnuð innan 14 ára.
KÓPAVOGSBÍÓ m„.í
IBióinu lokaö um óákveðinn
tima.
i
Fred Zinnemanns fllm of
tiii; invoi
THliJA(Iíi\L
A JohnWoolf Fioductíon
Based on the book by Frvderick Hirsylh
LJI "'inbnicd Ia C.iKia.I.il.mrtliw.l Ori«crtk». ^
Framúrskarandi bandarisk
kvikmynd stjórnað af meist-
aranum Fred Zinnemann,
gerð eftir samnefndri met-
sölubók. Frederick Forsyth
sjakalinn, er leikinn af Ed-
ward Fox. Myndin hefur hvar-
vetna hlotiö frábæra dóma og
geysiaðsókn.
Sýnd kl. 5, 7,30 og 10.
Bönnuð börnum.
TRCJLÖFUNÁRlIRINGAR
Fljót afgreiösla.
Sendum g»gn póstkröfu
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiöur, Bankastr. 12
Kerndum
^llf
verndum
yotlendi
Vélhjólaeigendur
Moto-x - Moto-x
Ctbúnaður, hanskar hlífar. Lewis
leðurjakkarog stígvél. Plaköt ofl.
Bögglaberar f. IIONDU 350.KETT.
hanskar. DUNLOP-dekk.
MÖLTUKROSS speglar og aftur-
Ijós. ofl. ofl. Póstsendum.
Velhjolaverslun
Hannes Úlafsson
Skipasundi 51. Slmi 37090
Miðvikudagur 17. september 1975.