Alþýðublaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 5
Islenska sendi-
nefndin -
hópnum', i viðkomandi undir-
nefnd. Siðan gera fulltrúarnir,
Allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna var sett í 30.
sinn í gær og hafa aldrei
verið fleiri mál á dag-
skrá þingsins. Að jafnaði
stendur þingið yfir í þrjá
mánuði, frá miðjum sept-
ember til jóla. Á Allsherj-
arþingið koma til leiks
fulltrúar allra aðildar-
ríkjanna til þess að ræða
þau mál, sem þar eru tek-
in til meðferðar og setja
fram þá stefnu sem við-
komandi ríki fylgja í ut-
anríkismálum.
Sameinuðu þjóðirnar voru
stofnaðar 24. október 1945 og
árið eftir gerðust Islendingar
aðilar að samtökunum. öll að-
ildarrikin hafa fleiri eða færri
fulltrúa sem starfa við aðal-
stöðvarnar og eru umsvif hinna
einstöku rikja æði misjöfn eftir
stærð þeirra og einstökum á-
huga- og hagsmunamálum.
Eins og flestir vita er Island eitt
af fámennustu rikjum S.þ. og er
hið fasta starfslið okkar þar þvi
einnig mjöf fáskipað. A Alls-
herjarþingið koma siðan sendi-
nefndirnar og þá venjulega und-
ir forystu viðkomandi utanrikis-
ráðherra, en auk hans eru i
sendinefndunum ýmsir embætt-
ismenn og sérfræðingar og svo
að lokum fulltrúar stjórnmála-
flokkanna. Skipan hinna ein-
stöku sendinefnda er þó með
ýmsum hætti og fer það meðal
annars eftir stjórnskipan, fjölda
stjórnmálaflokka og ýmsu öðru.
Hjá islensku sendinefndinni
hefur sá háttur verið við hafður
að stjórnmálaflokkarnir hafa,
hver um sig, mátt senda
einn fulltrúa til Allsherjarþings-
ins og taka þessir fulltrúar þátt i
störfum þingsins meðan það
stendur yfir. Starf þessara full-
trúa er aðallega i þvi fólgið að
sitja fundi i undirnefndunum
ásamt fastafulltrúunum og ef til
vill einstökum embættismönn-
um utanrikisráðuneytisins sem
sitja þingið hverju sinni. Yfir-
leitt er það svo, að einn eða tveir
fulltrúar úr sendinefndinni taka
sæti i hverri undirnefnd og
fylgjast þá með störfum hennar,
greiða atkvæði i nefndinni fyrir
Islands hönd og sitja auk þess
fundi með fulltrúum hinna
Norðuriandanna. Norðurlanda-
hver um sig, grein fyrir þvi sem
rætt er i viðkomandi undir-
nefnd, á fundi sendinefndarinn-
ar i heild ásamt fastafulltrúun-
um.
Enda þótt Island sé búið að
vera aðili að Sameinuðu þjóðun-
um siðan 1946 hafa Islendingar
aldrei sýnt i verki mikinn áhuga
á þvi að taka virkan þátt i störf-
um Allsherjarþingsins eða öðr-
um stofnunum S.þ. Norðurlönd-
in hafa t.d. skipst á um að setja
fulltrúa i einstakar mikilvægar
nefndir og ráð, þ.á.m. öryggis-
ráðið, en tsland hefur hvað eftir
annað hafnað þátttöku, sem hef-
ur þá komið i hlut hinna Norður-
landanna. Yfirleitt virðist sú
stefna ráðandi, að tslendingar
eigi að fylgja hinum Norður-
löndunum að málum. Þetta hef-
ur komið sérstaklega fram i
störfum Norðurlandahópanna,
sem starfa innan hverrar undir-
nefndar. Sú skoðun hefur oft
komið fram að islenska sendi-
nefndin sé svo fáliðuð að ekki sé
unnt að kanna einstök mál til
hlitar og sé þvi rétt að láta
frændur vora á hinum Norður-
löndunum leggja linurnar. Að
visu hafa Norðurlöndin ólika
stefnu i ýmsum málum, en
vinna þó sameiginlega að undir-
búningi fjölmargra mála. t
þessum hópum hefur frum-
kvæði tslendinga þvi miður
verið af skornum skammti og
oft á tiðum hefur islenska
nefndin talið niðurstöður hinna
Norðurlandanna góða og gilda
vöru án þess að gera nokkra
sjálfstæða könnun á málinu.
Þetta hefur svo verið afsakað
með þvi að við tslendingar séum
svo fáliðaðir. Að visu erum við
fáliðaðir, en það réttlætir á eng-
an hátt að sendinefnd tslands,
sé bara einskonar puntnefnd,
sem ekkert sjálfstætt geti lagt
til alþjóðlegra mála. Það verður
þó að segja utanrikisráðuneyt-
inu til hróss, i þessu sambandi,
að hafréttarmálin hafa verið
flutt af festu og öryggi og er það
út af fyrir sig góðra gjalda vert.
En þó að islenska "nefndin á
Allsherjarþinginu geti gætt
hagsmuna okkar i hafréttar-
málum, ætti það eitt ekki að
vera afsökun fyrir þvi að láta
allt annað sigla sinn sjó og gauf-
ast siðan i hinu og öðru til mála-
mynda. Það virðist óneitanlega
ekki bera vott um mikla reisn i
á grín
utanrikisstefnu þjóðarinnar né
ábyrgðartilfinningu að standa
þannig að málum á Allsherjar-
þinginu, sem raun ber vitni.
Það má, út af fyrir sig, teljast
merkilegt hversu mikið skipu-
lagsleysi og ringulreið hefur
einkennt alla starfsemi islensku
sendinefndarinnar á Allsherjar-
þinginu. Þarna hafa þó koinið
við sögu fjöldinn allur af þing-'
mönnum, ráðherrum og flokks-
leiðtogum, svo ekki ætti það að
standa i vegi fyrir lagfæringu.
En ef til vill er skipulagsleysið
trúnaðarmál, og svinariið þar
með verndað með lögum. Það
ætti þó ekki að vera neitt laun-
ungarmál að lengst af hafa ekki
gilt neinar ákveðnar reglur um
það hvernig skuli ákveða af-
stöðu Islands ef upp kemur á-
greiningur innan islensku sendi-
nefndarinnar i einstökum mál-
um. Að visu hefur utanrikisráð-
herra úrslitavald. En hvert er
hið raunverulega vald sendi-
nefndarinnar og hvernig ber að
meðhöndla skýrslur einstakra
fulltrúa frá störfum þeirra i hin-
um ýmsu undirnefndum Alls-
herjarþingsins. Eða eru störf
þeirra i nefndunum aðeins
þáttur i þvi að uppfræða þessa
menn um gang alþjóðamála og
um leið framtaksleysi íslend-
inga á þessum vettvangi?
Enda þótt Allsherjarþingið
hafi nú byrjað störf, mun enn
liða heill mánuður þar til full-
trúar stjórnmálaflokkanna
leggja af stað. Þetta sýnir
meðal annars afstöðu stjórn-
valda til þess starfs, sem þessir
menn eru sendir til að vinna.
Eða er þetta allt upp á grin,
sýndarmennskan i fullum
skrúða hjá æðstu valdastofnun
þjóðarinnar, Alþingi?
Fulltrúar þeir sem sendir
verða fyrir stjórnmálaflokkana
að þessu sinni eru: Garðar
Sigurðsson og Sigurður Blöndal
fyrir Alþýðubandalagið, Eggert
G. Þorsteinsson og Eyjólfur K.
Sigurjónsson fyrir Alþýðuflokk-
inn, Jón Helgason og Björn Fr.
Björnsson fyrir Framsóknar-
flokkinn og Pétur Sigurðsson
fyrir Sjálfstæðisflokkinn og
Magnús Torfi Ólafsson fyrir
Samtökin.
Enda þótt gert sé ráð fyrir
einum fulltrúa fyrir hvern flokk,
hefur sú hefð komist á, að tveir
fulltrúar skipti á milli sin
starfstimanum, sem verður þá
tæpur mánuður fyrir hvorn full-
trúa.
Síðustu fréttir af fundi Allsherjarþingsins í gær
Fulltrúi Sýrlands flutti ræðu á
Allsherjarþinginu i gærdag og
sagði þá að ísrael ætti ekki heima
á þessum vettvangi.l ræðu sinni
sagði Mouffak Allaf fulltrúi
Sýrlands: „Fulltrúar Zionista-
stjórnarinnarinnar, sem hafa
komið til þessarar ráðstefnu, eru
umboðsmenn rikisstjórnar, sem
framfylgir kynþáttastefnu og of-
beldisstefnu og hefur tekið með
valdi landssvæði af þjóðum, sem
eru fullgildir meðlimir Samein-
uðu þjóðanna og með þvi brotið
grundvallarlög sem aðildarrikin
hafa öll samþykkt.” Fulltrúi
Sýrlands sagði siðan að af þess-
um sökum bæri Israel að vikja af
Allsherjarþinginu.
Fulltrúi tsraels, Chaim Herzog,
visaði á bug öllum fullyrðingum
Sýrlands, sem hann taldi að hefðu
verið óviðeigandi með öllu og i
ósamræmi við þann vilja flestra
þjóða heims að draga úr spennu
og átökum.
Noregur: Hægri flokkurinn og
Verkamannaflokkurinn vinna á
1 sveitarstjórnakosningunum i
Noregi unnu Jafnaðarmenn á
miðað við siðustu þingkosningar
1973. Að visu töpuðu þeir meiri-
hluta i nokkrum sveitarstjórnum
og borgum, þar á meðal i Osló og
mun það vera allmikið áfall fyrir
flokkinn.
Hægri flokkurinn vann sinn
stærsta sigur i 40 ár og hlaut um
það bil 20% greiddra atkvæða.
Þeir, sem verst fóru út úr kosn-
ingunum voru flokkarnir vinstra
megin við Jafnaðarmenn og var
atkvæðamagn þeirra nátægt
helmingi minna en i þingkosning-
unum 1973.
Aðal kosningamálin voru
atvinnumál, skattar og verðbólga
og gefa kosningar þvi nokkra
visbendingu um fylgi flokkanna,
ef um þingkosningar hefði verið
að ræða.
Frakkar fá ekki að leggja víntollinn á
Stjórn Efnahagsbandalagsins
samþykkti i dag að Frakkar gætu
ekki lagt tolla á innflutning léttra
vina frá ttaliu, sem þeir höfðu
ákveðið, en hörð deila hefur kom-
ið upp út af þessu máli milli
landanna. Þá hefur Efnahags-
bandalagið lagt til að vinyrkju-
bændur fengju greiddar uppbætur
á framleiðslu sina þannig að þeir
gætu selt afurðir sinar til landa
utan Efnahagsbandalagsins
Einnig hafa aðrar þjóðir innan
Bandalagsins verið hvattar til
þess að beina viðskiptum sinum á
léttum vinum til Italiu.
Rödd jafnaðarstefnunnar
„Málefni
kerfisins”
Hversu langt er eðlilegt að handhafar fram-
kvæmdavaldsins geti gengið i þvi að halda
mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir
almenningi? Er t.d. æskilegt að ráðuneyti eða
ráðherra geti skipað stofnun eins og Hafrann-
sóknarstofnuninni að þegja um tillögur, sem
hún gerir um friðunaraðgerðir þegar málum er
svo komið, að ráðuneytið svarar ekki tilmælum
stofnunarinnar og á meðan er áfram haldið við
athæfi, sem sérfræðingar stofnunarinnar telja
hættulega rányrkju. Á ráðherra að geta skipað
háttsettum opinberum embættismanni að þegja
um alvarlega ágalla, sem hann þykist sjá á
starfsemi embættisins og rekið hann úr starfi, ef
hann skýrir frá þvi opinberlega, að hann telji að
þurfi að athuga málið? Hvorttveggja þetta
hefur átt sér stað — en er það eðlilegt og æski-
legt? Alþýðublaðið telur svo ekki vera
Framkvæmdavaldið á íslandi hefur um
marga hluti meiri ráð i sinum höndum en eðli-
legt er talið að það hafi i ýmsum nálægum
löndum. Það hefur ekki verið skyldað með
lögum til þess að veita almenningi óhindraðan
aðgang að upplýsingum um flesta starfshætti
þess, eins og gert hefur verið viðast hvar annars
staðar. Hér á lándi er ekki til neinn aðili hlið-
stæður umboðsmönnum þjóðþinga i nágranna-
löndunum, sem á að hjálpa þeim þjóðfélags-
þegnum að ná rétti sinum, er telja sig hafa verið
rangindum beittir af stjórnkerfinu. íslenska
löggjafarstofnunin veitir framkvæmdavaldinu
bókstaflega ekkert aðhald á flestum sviðum eins
og sjálfsagt er talið meðal flestra lýðræðisþjóða.
Það lætur meira að segja viðgangast að lögum,
sem það setur, sé verulga breytt af fram-
kvæmdavaldinu eftirá.
Það er ekki vansalaust, að Islendingar skuli
að þessu leytinu til hafa vanrækt að styrkja
stoðir lýðræðislegra stjórnarhátta i landinu.
Embættiskerfið i landinu er stöðugt að vaxa og
styrkjast og það erósæskilegt að þvi verði ekki
markaður eðlilegur bás hvað valdaaðstöðu
snertir. Fyrsta verkið, sem vinna þarf, er að
setja lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda —
lög, sem hafa frjálsa og óhindraða upplýsinga-
gjöf sem almenna reglu en ekki þagnarsam-
særi hins óttalega leyndardóms eins og frum-
varp það sem tvivegis hefur verið reynt að
koma i gegn á Alþingi án árangurs. Jafnhliða
þvi verður Alþingi að gegna skyldu sinni að
veita framkvæmdavaldinu aðhald m.a. með þvi
að skipa sérstakar rannsóknarnefndir ef ástæða
þykir til — en slikt mun ekki hafa verið gert
nema einu sinni þótt mýmörg tilefni hafi gefist.
Þá er einnig orðið mjög aðkallandi að skilið
verði afgerandi á milli framkvæmdavaldsins og
dómsvaldsins i landinu en það kerfi, að hand-
hafar framkvæmdavalds skuli jafnframt gegna
dómarastörfum, samrýmist alls ekki grund-
vallarreglu lýðræðis um þriskiptingu valdsins i
löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.
Á meðan handhafar framkvæmdavalds gegna
jafnframt dómarastörfum er meira að segja
hægt að halda þvi fram með rökum, að ísland sé
ekki réttarriki, þvi slikt fyrirkomulag er ekki
lengur þekkt nema hjá frumstæðum þjóðum eða
þjóðum, sem búa við einræðisstjórnarfar.
Það hefur margt verið vanrækt i þessum
málaflokkum öllum, sem gjarna má nefna
„málefni kerfisins”. Ýmislegt það, sem nefnt
hefur verið spilling i opinberu lifi á íslandi á
beinlinis rætur sinar þangað að rekja.
Miðvikudagur 17. september 1975.
o