Alþýðublaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 7
Jri smíði loftneta fyrir þá sem vilja ná
sjónvarps- stöðvum.
lags radíóamatöra:
nu við f ólk í £
lum heims
l vel er
margra
af hin-
m hans.
að unnt
i staða,
g tengsl
or Mar-
nn svo
aðir af
ni, sem
1 mögu-
ktu þeir
rskipta-
,r mikil-
ingar á
ar af á-
rði árið
islason,
Seyðis-
ásamt
Það var
juðu að
ia þráð-
iert var
tima og
sjálfir.
arvirinn
ar sem
cst ekki.
ar hafa
en með
ridu þeir
0 metra
;ir Þor-
krifaði i
muðust
ist brátt
;um, til
gegnum
lir voru
til hér á
kur þvi
-a neitt
irið 1914
arar, er
imuleið-
'oisier”.
amband
ánni, og
þeirra
ifa sam-
ið heyra
þvi, að
i var á
ir áhöfn
verið i
urslaus-
skipið.
>orstein,
skipið.
að finna
styrjald-
dióama-
að hætta
skall á.
Ilektron,
amatör-
lli striða
enn hafi
itörtiðni-
am leyf-
2-33 var
kur leið-
inæfells-
i til eins
onar um
leiðang-
'tskeyta-
að ráða
n. Tekið
þó enga
ók þetta
>a sam-
iklinum.
Um jólin höfðu leiðangursmenn
samband við annan radióamatör,
Gunnar Bachmann, og báðu hann
að koma jólakveðjum áleiðis til
Ðanmerkur. Gunnar tekur við
kveðjunni og sendir hana áfram,
sem venjulegt simskeyti, með
upphafsstað Snæfellsjökul. Þegar
farið er að leita að gjaldskrá fyrir
skeyti frá Snæfellsjökli fyrir-
finnst hún ekki. Þetta var of
þungur biti fyrir þáverandi Póst-
og simamálastjóra, Guðmund
Hliðdal, og lagði hann blátt bann
við sendingum amatöra. Nokkru
seinna skrifaði Þórhallur Lands-
simanum bréf, þar sem farið var
fram á, að veitt yrðu formleg
leyfi fyrir sendingum radióama-
töra, en þeirri málaleitan var
ekki svarað.
1 seinni heimsstyrjöldinni tóku
Bretarfasta tvo radíóamatöra, þá
Þórhall Pálsson og Sigurð Finn-
bogason og settu þá inn á Kirkju-
sandi. Voru sett á svið réttarhöld'
og þeir dæmdir að ósekju. Morg-
un einn eru þeir ræstir og sagt að
þvo sér og raka sig, þeir eigi að
fara heim. Gallinn var bara sá, að
heim þýddi: „Home sweet
home”, þ.e. heim til Englands, og
voru þeir sendir i fangabúðir þar,
og máttu dúsa i þeim i átta mán-
uöi. Eftirlitsmenn frá stjórninni
höfðu þá fyrir tilviljun rekist á ís-
lendingana og spurt undrandi
hvort Bretar væru nú komnir i
strið við Islendinga lika. Eftir
stutta eftirgrennslan var þeim
sleppt.
Félagið íslenskir radíóamatör-
ar (l.R.A.) var stofnað árið 1946,
og var fyrsti formaðurþess Einar
Pálsson. Hann barðist mjög ötul-
lega fyrir þvi, að starfsemi radió-
amatöra yrði leyfð. Átti hann
manna rnestan þátt i þvi að það
tókst þegar i byrjun ársins 1947,
er sett var reglugerð, er leyfði
sendingu þeim áhugamönnum
sem stæðust sérstakt próf. l.R.A.
sótti fjótlega um inngöngu i Al-
þjóðasamband radióamatöra
I.A.R.U., fékk það og hefur verið
félagi I þvi siðan.
Hvernig er
félagsstarf t.R.A. nú?
Félagið er tengiliður radióama-
töra og Pósts og sima, og hefur
skilningur þar á milli veriö mjög
góður á siðustu árum. Félagið býr
viö þröngan húsakost og háir það
starfseminni mjög. Félagsstöðin
TF3IRA, hefur aðsetur i húsa-
kynnum félagsins. HUn er sem
eign félagsins, til afnota fyrir alla
félagsmenn i samræmi við leyfi
hvers og eins. Bóka- og blaðasafn
fyrirfinnst einnig til afnota fyrir
félagsmenn. Þá er unnið að þvi,
að koma upp smiðaaöstöðu. Opið
hús er tvisvar i viku. A mánu-
dagskvöldum eru smiðakvöld, en
á fimmtudagskvöldum almenn
mæting félaga. A vetrum eru oft
fræðslukvöld um ýmis áhugaverð
atriði. Öformleg fræðsla fer fram
að staðaldri. Hinir eldri og reynd-
ari leysa úr vandamálum hinna
yngri, og menn skiptast á skoðun-
um og segja frá reynslu sinni.
Unnið hefur verið að uppbygg-
ingu félagsstöðvarinnar með það
fyrir augum, að félagsmenn gætu
kynnst þar sem fjölbreyttustum
tækjakosti. Þar er nú að finna
fullkomið morse- og tal (SSB)
sendiviðtæki á þeim 5 stuttbylgju-
sviðum, sem radióamatörar
mega nota. Stöðin hefur verið
mikið notuð til innanlands- og ut-
anlandsviðskipta, og var t.d. aðal
islenska viðskiptastöðin við
norsku teinæringana, sem sigldu
til Islands þjóðhátiðarárið. Þá er
hún eina islenska stöðin, sem hef-
ur tæki til fjarritvélaviðskipta.
Hún er einnig ein af þremur is-
lenskum stöðvum., sem hefur haft
samband um gervitungl radió-
amatöra. Hefur hUn haft sam-
bönd um þau við stöðvar viðsveg-
ar um Norður-Evrópu og Ame-
rlku. Fyrirætlanir eru uppi um áð
nýta stöðina til sendinga morse-
æfinga og QST-sendinga af al-
mennum málefnum radióama-
töra, en nýlega fengustleyfi Pósts
& sima til slikra sendinga. Þetta
gæti eflt mjög samband við fé-
lagsmenn Uti á landi. Fámennið
háir mörgum af áhugamálum
radióamatöra. Fjölmennið eitt er
þó ekki nóg, það verða að vera
menn með getu og áhuga, til að
læra það sem þarf. Kunnáttan
kemur ekki nema menn leggi eitt-
hvað á sig af sjálfsdáðum, og i
okkar sjónvarps- og verðbólgu-
hrjáða þjóðfélagi er sifellt verið
að gera okkur að dauðþreyttum
áhorfendum i stað athafnafúsra
þátttakenda. „Stanford Research
Institute” i Kaliforniu U.S.A.
gerði árið 1966 óháða athugun á
starfsemi radióamatöra. Kom
þar margt merkilegt fram. Starf-
semin hefur ýmsar gagnlegar
hliðarverkanir, sem eru tækni-
legs, viðskiptalegs, ogfélagslegs
eölis. Hér gefst ekki rúm til að
gera skýrslunni nein skil, en fé-
lagið getur Utvegað eintök af
henni, sé þess óskað. Aðeinc, skal
drepið á, að starfsemin er t.d.
hvati tækni- og verkkunnáttu.
Meðhenni spretta kimblöð háþró-
aðrar þekkingar i rafeindatækni,
þessa taugakerfis nUtima- og
framtiðarþjóðfélags. Efst á óska-
lista Í.R.A. til að bæta úr helstu
vandkvæðum starfseminnar, er
viðunandi hUsnæði fyrir félagið,
og kennslubækur I islensku.
Hvernig verður
maður radióamatör?
1 stuttu máli, með þvi að læra
lexiuna sina, og standast próf.
Úr sýningardeild FRA á vörusýningunni á dögunum.
Vandamálið er bara, að litið
heppilegt lesefni finnstá fslensku.
llverjar eru
prófkröfur?
Fyrir byrjendaprófið, eða ný-
liðapróf, eins og það er kallað, er
samkv. reglugerð Pósts & sima
krafist lágmarksþekkingar i
radiófræði og radióreglugerðum,
og auk þess verða menn að geta
tekið á móti morsi á 35 stafa
hraða á minútu. Til er hjá l.R.A.
bæklingurinn „Námsefni til ný-
liðaprófs”, sem lýsir prófkröfum
ýtarlega, en hann telst þó ekki
nægilegt lestrarefni.
Hvernig búa menn
sig undir nýliðapróf?
Með þvi að æfa morsið reglu-
lega eftir viðurkenndri aðferð, þá
reynist það auðvelt, annars er
hætta á miklum töfum seinna i
morsenámi. Til er 90 min. morse
kassetta, sem að visu er of stutt
til að vel sé, en getureigi að siður
beint mönnum á rétta braut með
smá tilsögn. Þá verða menn að
Utvega sér nán.ari skýringar á
þeim atriðum, sem krafist er i
radiófræði, annaðhvort af bókum
eða fróðum mönnum. Gott er að
föndra við smíði á einföldum
tækjum og læra að halda á lóð-
bolta. Algerir byrjendur geta t.d.
smíðað einfaldan tóngjafa. Þeir
sem lengra eru komnir gætu
smiðað einfalt byrjendaviðtæki.
Radióviðskiptum kynnast menn
best með þvi að hlusta á
radióamatöra. Félagið úthlutar
þeim félagsmönnum sem þess
óska sérstöku hlutmerki, sem
nota má t.d. á hlustkort.
Hversu aflmikinn sendi mega ný-
liðar hafa?
Fimm wött.
Hve langt dregur
slikur sendir?
Um allt land, og i góðum skil-
yrðum til meginlands Evrópu og
Ameriku.
Ilvað kostar
nýliðasendir?
Ekki eru fáanlegir sendar við
hæfi nýliða i verslunum, og smíða
menn sér yfirleitt sjálfir sendi
á kr. 2-4. þúsund.
Eru aldurstakmörk við nýliða-
próf?
Já, 14 ár.
Hve lengi gildir nýliöapróf?
Tvö ár, og er leyfið óendurnýj-
anlegt.
Hverjir geta gengið i félagið
Í.R.A.?
Allir, sem hafa einlægan áhug á
starfsemi radióamatöra.
Radióamatörar og
fjarskipti i ncyð.
Islenskir radióamatörar eru
sér miðvitandi um það, hve fjar-
skiptaþekking þeirra getur komið
að miklum notum, ef neyð ber að
höndum. Fyrir rúmu ári gekkst
félagið fyrir vikulegum þjálfun-
arviðskiptum meðal radióama-
töra, meðal annars til að kanna
hvemikils mætti vænta af félags-
mönnum i þeim efnum. Helsta
niðurstaðan varð sú, að amatörar
geta með stuttum fyrirvara, ef
bráða nauðsyn ber til, sett upp
hvar sem er, öfluga fjarskipta-
stöð til viðskipta við höfuðborgar-
svæðið. Reynsla, sem radióama-
törar fá af ferðum, t.d. eins og
þeirri, sem farin var á Stórhöfða
er ómetanleg i þvi sambandi.
Verulega öflugt yrði „varafjar-
skiptaliðið” þó fyrst, ef radió-
amatörar væru Utbreiddari um
landið. 1 þvi liggur einmitt styrk-
ur radióamatöra i öðrum löndum.
Þeir eru það fjölmennir, að oftar
en ekki er einhver á réttum stað á
réttum tima. Ef hið opinbera
fjarskiptakerfi laskast alvarlega,
tekur oft langan tima að koma þvi
I lag á ný. Það krefst samvinnu
margra aðila, sem hver um sig er
hjálparvana án hinna. Radió-
amatörinn er hinsvegar allt i
senn, maðurinn sem setur tækin
upp, stillir þau, starfrækir þau og
gerir við þau ef þau bila. Það ger-
ir hann sveigjanlegan og hann
nýtur sin strax eftir að áfall hefur
gerst, áður en hið opinbera kerfi
nær að taka við sér.
Alþjóðasamband radióamatöra
hefur mælt með þeirri stefnu að
radióamatörar komi sér upp vel
þjálfuðum og sjálfstæðum fjar-
skiptasveitum, er hafi samband
sin á milli á amatörtiðnum, og
bjóði Rauða krossinum, Al-
mannavömum eða öðrum ábyrg-
um aðilum þjónustu sína. Þessum
aðilum verði hins vegar ekki boð-
in afnot af amatörtiðnum. Þessu
eru islenskir radióamatörar
fylgjandi.
Menn verða ekki færir radfó-
amatörar á einni nóttu, það tekur
áhugasaman mann u.þ.b. eitt til
tvö ár i sjálfsnámi. Útbreitt vara-
fjarskiptalið verður þvi' heldur
ekki til á einni nóttu. En ef starf-
semi radióamatöra almennt
Frh. á bls. 2.
angarnír
DRAWN BY DENNIS COLLINS — WRITTEN BY MAURICE DODD
,V /'AÍ.-úT'':
Útvarps.og
sjónvarpsviðgeröir
A
Kvöld og helg-
arþjónusta.
10% afsláttur til
öryrkja og aldr-
aöra.
SJÓNVARPS-
VIDGERÐIR
Skúlagötu 26 —
slmi 11740.
Nylon-húðun
Húðun á málmum með
RILSAN-NYLON II
Nælonhúðun h.f.
Vesturvör 26
Kópavogi — simi 43070