Alþýðublaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 6
Margur verður
af aurum api
Þátturinn „1 sjónmáli”, sem
verður á dagskrá útvarpsins i
kvöld klukkan 19.35, tekur að
þessu sinni fyrir vald peninga eða
auðs. Alþýðublaðið hafði tal af
Steingrími Ara Arasyni, sem er
umsjónarmaður þáttarins, ásamt
Skafta Harðarsyni. Hann tjáði
okkur, aðþeir hefðu fengið i þátt-
inn þrjá menn: Jón Sigurðsson,
kennara i MR, sem er með B.A.
próf i islensku og sagnfræði, Guð-
mundMagnússon, prófessor i við-
skiptafræði og Ásmund Stefáns-
son, hagfraeðing hjá Alþýðusam-
bandi tslands. Þar útskýra þeir,
hver frá sinu sjónarhorni, hvaða
áhrif peningavald hefur, hvort
sem er á einstakling eða þjóð sem
heild. Að venju brugðu þeir félag-
ar sér út á götu, og spurðu fólk á
fömum vegi: ,,Á hvaða hátt menn
teldu sig afla peninga á heiðarleg-
an hátt”. Þar sem spurningin er
mjög erfið, vom svörin að sama
skapi sundurlaus, enda er ekki
hlaupið að þvi, að takmarka auð'
vald við einhver ákveðin skil.
Þetta er fimmti þáttur þeirra
félaga, sá fyrsti • var um frelsi,
annar þátturinn var um, hvað
Lokaþáttur kvenfrelsis-
peningar raunverulega væru,
þriðji þátturinn fjallaði um „tim-
ann” og sá fjórði um menntun.
Steingrimur sagðist gera ráð
fyrir að þeir yrðu með þáttinn út
sumardagskrá Útvarpsins.
HORFT OG
HLUSTAÐ
Sjónrarp
Miðvikudagur
17. september
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.35 Alls konar hljómlist. Þáttur
með blönduðu tónlistarefni.
Meðal þátttakenda eru söng-
konurnar Monika Zetterlund og
Sylvia Lindenstrand, selló-
leikarinn Frans Helmersen og
hörpuleikarinn Sergio Queras.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir. (Nordvision-Sænska
sjónvarpið)
21.15 Saman við stöndum. Bresk
framhaldsmynd. 6. þáttur.
Sögulok. Þýðandi Dóra Haf-
steinsdóttir. Efni 5. þáttar:
Sylvia fær þvi framgengt, að
kvenréttindasamtökin
opna skrifstofu i East End
og veitir hún henni sjálf for-
stöðu. Landsbury, þingmaður
Verkamannaflokksins, segir
sig úr flokki sinum og berst
harðlega gegn þvi að Frjáls-
lyndum sé veittur nokkur
stuðningur, fyrr en sátta-
frumvarpið hafi verið
samþykkt. Hann býður sig
fram utanflokka iEast End, en
fellur. Konurnar halda áfram
baráttu sinni, og loks er i
þinginu samþykkt frumvarp
um, að þeim konum sé sleppt úr
fangelsi um tima, sem fara i
hungurverkfall, og þannig
látnar afplána dóma sina i
áföngum. í mótmælaskyni
ákveður ein úr hópi kvennanna
að fórna lffi smu fyrir mál-
staðinn. Hún fleygir sér fyrir
hest á veðhlaupabraut og
slasast til ólifis.
22.30 Dagskrárlok.
Útvarp
MIÐVIKUDAGUR
17. september
7.00 Morgunútvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Dagbók
Þeódórakis” Málfriður Einars-
dóttir þýddi. Nanna Ölafsdóttir
les (11).
15.00 Miðdegistónleikar
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.25 Popphorn.
17.00 Lagið mitt Berglind Bjama-
dóttir sér um óskalagaþátt
fyrir börn yngri en 12 ára.
17.30 Smásaga: „Morð í bfgerö”
eftir Evelyn Waugh Ingólfur
Pálmason þýddi. Guðmundur
Pálsson leikari les.
1.3.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
19.35 1 sjónmáli Skafti Harðarson
og Steingrimur Ari Arason sjá
um þáttinn.
20.00 „Misa Criolla” eftir Ariel
Ramirez Los Fronterizos og
Dómkórinn i Del Socorro flytja
ásamt hljómsveit undir stjórn
höfundar.
20.20 Sumarvaka a. Þættir úr
hringferð Hallgrimur Jónasson
flytur annan ferðaþátt sinn. b.
Visnaflokkur eftir Steingrim
Thorsteinsson og Þorstein Er-
lingsson Indriði Þ. Þórðarson
kveður. c. Miðsel Hallgrimur
Jónsson frá Ljárskógum segir
frá. d. Kórsöngur Eddukórinn
syngur islensk þjóðlög.
21.30 tltvarpssagan: „Ódámur-
inn” eftir John Gardner Þor-
steinn Antonsson þýddi. Þor-
steinn frá Hamri les (3).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan:
„Rúbrúk” eftir Poul Vald-Úlfur
Hjörvar les þýðingu sina (16).
22.35 Djassþáttur Jón Múli Arna-
son kynnir.
23.20 Fréttir i stuttu máli. Dag-
skrárlok.
baráttunnar
Sjónvarpið sýnir i
kvöld sjötta og siðasta
þáttinn „Shoulder to
shoulder”, sem á is-
lenskri þýðingu útleggst
„Saman við stöndum”.
Dóra Hafsteinsdóttir sér
um þýðingu á þáttunum.
Þættirnir, sem f jalla um
kvenréttindabaráttuna i
Englandi, og baráttu
Pankhurst kvenfrelsis-
kvennanna fyrir jafn-
rétti kynjanna, eiga fullt
erindi til íslendinga,
ekki sist þar sem
kvennaár er á þessu ári.
1 þáttunum er sagt frá
baráttuaðferðum þeirra
systra, Cristabel og
Sylviu Pankhurst, og á-
stæðunni fyrir aðskiln-
aði þeirra i baráttunni
fyrir kvenfrelsi.
Cristabel og móðir hennar voru
mikiö herskárri en Sylvia, sem
var mikill friðarsinni, og var
mjög mikiö á móti þátttöku Breta
i striðinu, sem þá var að brjótast
út. Aftur á móti stunduðu Crista-
bel og móðir hennar pólitisk
hrossakaup, og höfðu úti allar
klær til að koma sinum kröfum
fram. Þær studdu Loyd Georg,
sem hvatti Breta ákaft til að
blanda sér i striðið og lofuðu þvi,
að þær skyldu sýna karlmönnum
mátt konunnar, með þvi að
blanda sér i striðsbaráttuna með
í kvöld
ráðum og dáð. Þó létu þær það
skilyrði fylgja, að kvenfólk fengi
kosningarétt, og var það sam-
þykkt stuttu siðar að konur eldri
en þrjátiu ára fengju að kjósa.
Faðir systranna var mikill bar-
áttumaður fyrir verkalýðinn, og
bauðsig fram fyrir verkamanna-
flokkinn. Sylvia fetaði i fótspor
föður sins, og barðist fyrir rétti
verkamanna og fátæklinga. Hún
starfaði sjálfstætt, og stofnaði sin
eigin kvenréttindasamtök, sem
störfuðu með öðrum baráttuað-
ferðum, en systir hennar Crista-
bel, aðhylltist. Sylvia byrjaði
seinna að starfa aö kvenfrelsis-
málum en Cristabel, en dró þá
ekki siður af sér i hinni skeleggu
baráttu en systir hennar. Hún
fékk þvi framgengt, að kvenrétt-
indasamtökin fengju að opna
skrifstofu i East End i London, og
veitti hún skrifstofunni sjálf for-
gang.
Við skýrðum nýlega frá einfalt
erlendum útvarps- og jafnvel
Hér er svo kynning á starfi Fé
Á beinni lí
öllum lönc
Radióamatörar hafa leyfi til
að smiða og starfrækja eigin
sendistöðvar á sérstökum tiðni-
sviðum til viðskipta viðaðra radió
amatöra. Þeir einir fá leyfi, sem
hafa tekið próf, er yfirvöld taka
gilt. Leyfin gefa radióamatörum
einstakt tækifæri til þjálfunar og
sjálfsnáms i radi'ó- og rafeinda-
tækni, radióviðskiptum og til
sambandanna við félaga sina um
allan heim. Fjöldi radióamatöra
nálgast nú eina milljón um viða
veröld, og meðal þeirra fer fram
ótrúlega fjölbreytt og öflug starf-
semi. Ahugamálin eru mörg bæði
tæknilegs og félagslegs eðli. Viss-
ir þú t.d.:
— að tvö fjarskiptagervitungl,
sem hönnuð eru og smiðuð af
radióamatörum svifa nú um há-
loftin, og að radióamatörar um
allan heim, þ.á m. islenskir nota
þau til fjarskipta um langar
vegalengdir.
— að sú þekking og leikni, sem.
radióamatörar hafa tileinkað sér
i fjarskiptum, hefur oft bjargað
mörgum mannslifum.
— að radi'óamatörar hafa gert
margar mikilvægar uppgötvanir i
radiótækni, og að auk gervitungla
nota þeir norðurljós, stjörnuhröp,
hitahvörf, fareindahvolfið og
jafnvel tunglið til fjarskipta.
— að persónuleg sambönd radió-
amatöra um viða veröld óháð
stjómmála- og trúarskoðunum,
skila oft trúverðugri mynd af
þjóðum þeirra en fjölmiðlar gera
og stuðla þannig að auknum
skilningi þjóða i milli. Þetta hefur
ekki einungis þýðingu fyrir þá,
sem samband hafa, heldur einnig
fyrir þá mörgu, sem hlusta.
— að blómleg starfsemi radfo-
amatöra hér á landi getur skipt
miklu máli fyrir þróun tækni- og
verkkunnáttu þjóðarinnar á sviði
radió-og rafeindatækni i framtið-
inni. Ungmenni, sem fær áhuga,
innbyrðir oft miklu meiri þekk-
ingu á skemmri tima, en hið
formlega menntakerfi fær afkást-
að. t áhugamennskunni er auk
þess oft að finna kveikju frjórra
uppgötvana og starfsvals.
t alþjóðareglugerð um radió er
þjónustaradióamatöra skilgreind
þannig:
„Þjónusta sjálfsþjálfunar, inn-
byrðis viðskipta og tæknilegra at-
hugana, sem framkvæmdar eru
af radióamatörum, þ.e. mönnum
með viðeigandi leyfi og áhuga á
radiótækni eingöngu vegna per-
sónulegra markmiða og án fjár-
hagslegrar ágóðavonar.”
Hvertlandhefur svo sinar eigin
reglur um starfsemi radióama-
töra. Þær eru þó likar i flestum
höfuðatriðum. Menn verða að
taka próf i radótækni, morsi og
radióreglugerðum. Munurinn á
radióamatör og radióáhuga-
manni er svipaður og munurinn á
áhugaflugmanni og flugáhuga-
manni. Sá fyrrnefndi er virkur
þátttakandi i greininni og hefur
tekið próf, en sá siðarnefndi er oft
aðeins áhorfandi. Radióamatör-
um er ekki leyft að hafa samband
við aðra en radióamatöra, og
skeyta- eða útvarpssendingar eru
almennt ekki leyfðar.
Hvernig byrjaði þetta?
Marconi sýndi fram á nothæfni
radióbylgna til fjarskipta um
aldamótin siðustu, eins o{
kunnugt. tmyndunarafl
örvaðist mjög, er fréttist
um vel heppnuðu tilraunu:
Það var töfrum likast, ;
væri að senda merki mill
án þess að nein áþreifanle
væru milli þeirra. í fótsp;
conis fetuðu áhugame
hundruðum skipti, heill
hinni ótrúlegu nýju tæki
gerði þráðlaust samband
legt. Af elju og áhuga sök:
sér niður i tilraunir og fja
sambönd, og gerðu marga
vægar uppgötvanir.
Fyrstu þráðlausu send
íslandi voru framkvæmd
hugamönnum á Seyðisfii
1913. Það var Þorsteinn G
seinna umdæmisstjóri á
firði, sem stóð að þeim
Friðbimi Aðalsteinssyni.
haustið 1913 að þeir byr,
gera tilraunir með að sen<
lausmerki innanhúss. Ekl
til af radfóefni á þessum
urðu þeir að smiða allt
Þeir drógu jafnvel kop:
sjálfir með handafli, þ
nægilega grannur vir fékl
Eitthvað munu tilraunirn
gengið erfiðlega i byrjun,
endurbættum tækjum reyi
að senda milli húsa um 5
vegalengd. Um það seg
steinn i grein, sem hann sl
Sfmablaðið árið 1925:
„Tilraunirnar hepj
strax sæmilega og safnaðí
saman hópur af ungling
þess að sjá skey tin fljúga
loftið! Um þessar mund
engar þráðlausar stöðvar
landi, og gerðum við ok
ekki vonir um að heyi
lengra fyrst um sinn. Vo
komu hingað franskir tog
höfðu þráðlaus tæki, og si
is franska herskipið „Lav
Komumst við fljótlega í si
við þessi skip hér á höfr
þótti loftskeytamönnum
ekki minna varið i, að ha
band við land, en okkur a
til þeirra.”
Þá segir Þorsteinn frá
eitt sinn, er mikil þoka
Seyðisfirði, hafi menn ú
„Lavoisier”, sem höfðu
landi gert margar árang
ar tilraunir til að finna
Þeir komu að máli við 1
sem náði sambandi við
Eftir það gekk greiðlega
það.
Við upphaf fyrri heimss
arinnar voru um 3000 ra
törar i U.S.A., sem urðu :
starfseminni, er striðið
Simablaðið, sem þá hét E
teur að þá hafi verið 3
stöðvar hér á landi. Á mil
má telja að innan við 10 m
starfrækt stöðvar i ama
sviðum samkv. munnlegi
um. Heimskautaárið 193
gerður út dansk-svissnes!
angur, sem bjó um sig á 5
jökli. Landssiminn leitað
amatörs, Þórhalls Pálssi
viðtöku veðurskeyta frá
ursmönnum, þar sem lof
stöðin hafði þá ekki yfir
neinum stuttbylgjutækjur
var fram, að hann fengi
greiðslu fyrir. Þórhallur t
að sér, og hafði reglulej
band við mennina á jc
lll<i.siius liF
PLASTPOKAVE RKSMIO JA
Sfmar 82639-8265$
Vetnogörótjm 6
Bo* 4064 - Roykjovlk
ÓkypiS þjónusla
Klokkaöar auglýsingar
erulesendum Alþýðublaösins í
að kostnaðarlausu. Kynnið
ykkur LESENDAÞJoN
USTUNA á blaðsiðu ll.
Hafnarfjarðar Apótek Birgir Thorberg
Afgreiðslutími: málarameistari simi 11463
Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. önnumst alla
Helgidaga kl. 11-12 málningarvinnu
Eftir lokun: — úti og inni —
Upplýsingasimi 51600. gerum upp gömul húsgögn
Teppahreinsun
Ilreinsum gólfteppi og húsgögn I
hcimahúsum og fyrirtækjum.
Erum meft nýjar vélar. Góö þjón-
usta. Vanir menn.
SIGFÚS BIRGIR
82296 40491