Alþýðublaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 9
fþróttir Stendur sig mjög vel í Þýskalandi Ólafur Einarsson með 17 mörk í tveimur leikjum Ölafur Einarsson, hinn kunni landsliBsmaöur I handknattleik, er farinn aö hrella markveröina i V-Þýskalandi svo um munar. Um siöustu helgi lék félag hans Donzdorf tvo æfingarleiki viö önnur 2. deildarliö. Fyrst léku þeir viö Heiningen og unnu þann leik meö talsveröum yfirburö- um. Ólafur Einrsson geröi níu mörk f þeim leik og var talinn lang besti maöur vallarins. Síð- an lék Donzdorf viö Ossweil 22- 18 i jöfnum og skemmtilegum leik. Ölafur skoraði átta mörk i þeim leik og átti auk þess marg- ar góðar linusendingar. Nær allir þjálfarar 2. deildar- liöa i Þýskalandi horföu á þann leik og var samróma álit þeirra aö Ólafur væri sá maður sem þyrfti aö passa vel þegar liö þeirra leika gegn Donzdorf. Liö Gunnars Einarssonar, Göppingen, tapaði fyrir liöi Axels og Ólafs Jónssonar i æf- ingaleik um helgina, 20-24. Var þaö álit þeirra sem horföu á leikinn, aö Gunnar Einarsson væri einn tæknil^gasti Tiaður i v- þýskum handknattleik og fékk hann mikið lof eftir leikinn. Gunnar skoraði 8 mörk i þeim leik. Ólafur Jónsson lék einnig skinandi vel meö Dankersen og skoraöi 4 mörk, öll af linu, enda leikur hann á linunni með liöi sinu. Axel Axelsson er ekki bií- inn aö ná sér eftir meiöslin i hendi og beitti sér litiö. Göpp- ingen lék siðan aftur æfingar- leik fljótlega eftir Dankersen leikinn og tapaði þá fyrir Well- inghofen 18-8. Gunnar lék ekki þann leik þar sem hann var meiddur. Keppnistimabilið i 1. og 2. deild I Þýskalandi byrjar svo laugardaginn 20. september. Þá leikur Donzdorf við Guenzburg og Göppingen gegn Grassval- stad. SANNGJARN SIGUR B Magnús Bergs i baráttu við skoska landsliðsmanninn Kenny Daglish. Leikur Vals og Celtic i gær^ kveldi bauð ekki upp á mikla skemmtun fyrir hina 8000 áhorf- endur sem lögðu leið sina á Laug- ardalsvöllinn i gærkveldi. Stemn- ingin, sem varð i upphafi, þegar leikmenn liðanna gengu inn á völlinn var fljót að hverfa, þegar Celtic fékk ódýrt mark þegar á 7. minútu leiksins. Það kom með þeim hætti að Kenny Daglish, miðherji Celtic,' gaf fasta send- ingu utan af kanti. Sigurður Dagsson, i marki Vals, kastaði sér fyrir knöttinn og að þvi er virtist átti auðvelt með að hand- sama hann, en missti hann þó frá sér, fyrir fætur Paul Wilson, sem átti auðvelt með að ýta knettinum yfir marklinuna. Sigurður átti þó eftir að bæta fyrir þessi mistök siðar i leiknum, og það margfalt. Eins og fyrr segir, þá var leik- urinn ekki sérlega skemmtilegur á að horfa. Leikmenn iiðanna voru þunglamalegir á hálum vell- inum. Celtic átti þó auðveldara með að athafna sig, enda voru þeir betri aðilinn i leiknum, eink- um þó ifyrri hálfleik. Sóknarlotur þeirra gengu einna helst upp hægri kantinn, þar sem bakverð- irnir Danny McGrain og McNamara byggðu aðallega upp samleik. Valsmenn áttu þó sinar sóknarlotur en þær strönduðu yfirleitt á sterkri vörn Celtic. Aðallega var það Guðmundur Þorbjörnsson, sem gerði usla i vörn Celtic en hann fékk litinn stuðning frá félögum sinum, enda voru Valsmenn oftast færri i sókn en Celtic voru i vörn. I siðari hálfleik stóðu Valsmenn sig öllu betur og hefði ekki verið ósanngjarnt að þeir skoruðu eitt mark. Þá átti Hermann Gunnars- son tvo ágætis skalla. Sá fyrri fór rétt yfir en hinn várði Latchford i marki Celtic vel. Guðmundur Þorbjömsson og Ingi Björn Al- bertsson áttu báðir ágætis skot, en Celtic-markvörðurinn varði vel i bæði skiptin. Þegar um það bil 20 minútur voru liðnar af sið- ari hálfleik jók svo Celtic forskot sitt. Þá skallaði Roddy McDonald framhjá Sigurði eftir homspyrnu frá McNamara. Stuttu seinna fékk Celtic vitaspyrnu, sem dæmd var á Vilhjálm Kjartans- son, miðvörð Vals. Var sá dómur, aö flestra áliti, rangur þar eð Vil- hjálmur virtist aðeins sparka i boltann en ekki fæturna undan Wilson, eins og dómarinn ákvað. Jóhannes Eðvaldsson tók spyrn- una tvivegis.en mistókstað skora i bæði skiptin. 1 fyrra skiptið skaut hann framhjá, en fékk að endurtaka spyrnuna af þvi að Sig- urður Dagsson hafði hreyft sig á linunni — stóð nánast i öðru horn- inu þegar Búbbi skaut. 1 siðara skiptið gerði Sigurður sér aftur á móti lítið fyrir og varði þrumu- skot Jóhannesar. Eftir þetta fengu Ceitic menn tvö góð tæki- færi til að auka forskotið enn meira en mistókst i bæði skiptin. Eins og fyrr segir, var leikurinn langt frá þvi að vera skemmtileg- ur þótt einstaka skemmtilegir Viðtal við Harry Hood, útherja Celtic ,,Valur lék hvorki betur né verr en ég bjóst við. Liðið er ágætt og égheld að við getum verið ánægð- ir með þessi úrslit. Við komum til tslands með því hugarfari að vinna leikinn, sem við og gerðum. Valsliðið fékk litið af tækifærum, enda var það fyrirfram ákveðið að reyna að styrkja vörnina. Völl- urinn var frekar lélegur og held ég að það hafi háð báöum liðum jafn mikið. Guðmundur Þorbjörnsson fannst mér einn af bestu mönnum Valsliðsins, hann tók yfirleitt vel á móti boltanum og skilaði honum vel frá sér, ann- ars tók ég ekki eftir neinum sér- stökum einstakling i liðinu. það var nokkuð jafnt. Það er varla hægt annað en að vera ánægður með leikinn, af þvi að við sigruð- Miðvikudagur 17. september 1975. Jóhannes Eðvaldsson var fyrirliöi Celtic þetta kvöld. Hér sést hann taka i hönd félaga sins Harðar Hilmarssonar. leikkaflar sæjust öðru hvoru. Lið Celtic var þannig skipað: Peter Latchford, Danny McGrain, Andy Lynch, Pat McCluskey, Roddy McDonald, Jóhannes, Harry Hodd — en hon- um var skipt út af seint i siðari hálfleik fyrir Galvin — Jackey McNamara, Kenny Daglish, Tommy Callaghan og Paul Wil- son. Lið Vals var þannig: Sigurður Dagsson, Grimur Sæmundssen, Bergsveinn Alfonsson, Vilhjálm- ur Kjartansson, Dýri Guðmunds- son, Magnús Bergs, Guðmundur Þorbjörnsson, Hörður Hilmars- son, Hermann Gunnarsson, Ingi Björn Albertsson og Atli Eðvalds- son, en Albert Guðmundsson kom i stað hans i siðari hálfleik. um og þvi næst öruggt að við komumst i 2. umferð Evrópu- keppni bikarhafa,” sagði hinn knái útherji Celtic, Harry Hood, er við spjölluðum við hann eftir leikinn i gærkvöldi. Reykjavíkurmótið í handknattleik hefst á laugardag Þritugasta meistaramót Reykjavikur i handknattleik hefst á laugardaginn i Laugardalshöll- inni, með leik Fram og KR i meistaraflokki karla. Þátttak- endur að þessu sinni eru fleiri en nokkru sinni fyrr, eða alis 1300, og munar þar mestu að nú bætist við nýr keppnisflokkur, 5. flokkur karla og Leiknir Breiðholti tekur nú þátt i mótinu i fyrsta skipti með alla flokka. Keppni i öðrum flokkum en meistaraflokki byrjar 5. október. Leikið verður i tveimur húsum, i hinu nýja iþróttahúsi við Haga- skóla og Laugardaishöllinni. Alls mun mótið vera um 200 leikir. t meistaraflokki karla verður keppt i 2riðlum eins og i fyrra og eru þessi lið i A riðli: Fram — 1R — Armann — KR og Leiknir, en i B riðli: Valur — Vikingur — Þróttur og Fylkir. Alþýðublaðiö

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.