Alþýðublaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 8
HORNID sfmi 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins, Síðumúla 11, Reykjavík Rónarnir, rakspírinn og hræsnin! Lögreglan síst til fyrir myndar í umferðinni? Einn sem er hnútum kunnugur, hafði samband við Hornið: Þegar ég las fréttirnar í blöð- unum um eitthvert fólk sem varð hálfblint af þvi að drekka rak- spira eða hárvatn, fannst mér endilega að minnast verði á eitt. Vita þessir háu herrar ekki, að i nokkrum sjoppum i Reykjavik, þá er ein tegund af hárvatni á boðstólum, sem beinlinis er ætlaður rónunum? Þetta er hár- vatn eða rakspiri, sem enginn maður kaupir til að setja framan i andlitið á sér, heldur til að setja niður um kokið á sér. Þetta er staðreynd um að minnsta kosti eina sjoppu á Hverfisgötunni og hirði ég ekki um að geta nafnsins á sjoppunni, vegna þess að sjálf- sagt eru fleiri sjoppueigendur undir sökina seldir. Ég veit aftur á móti óyggjandi um þessa til- teknu sjoppu á Hverfisgötunni, vegna þess að ég stóð einu sinni við hliðina á róna, sem var að ná sér þarna i ódýran mjöð til áframhaldandi drykkju. Nú hlýtur þetta að teljast gloppa i kerfinu, þegar sjoppueigendur eru farnir að stunda sprúttsölu og þaðmeð vörur, sem þeir fá beint úr rikinu Annað er það svo, ég hef heyrt að sum;r sjoppueigendur hafi ansi frjálsa álagningu á þessum miði og stafar það liklega af hinni miklu eftirspurn. Væri nú ekki ráð að taka þetta mál til athugunar og sjá hvort ekki er hægt á einhvern hátt að stöðva þessa hálfsprúttsölu. 0 Hver fer meö ákæruvaldið í landinu? Geir Hallgrimsson eða Þórður Björnsson? flokksins. Þess vegna krefst Alþýðublaðið þess, að forsætis- ráðherra þjóðarinnar afhendi saksóknara ríkisins öll þau gögn sem hann kann að hafa undir höndum um þetta mál. Það er Þórður Björnsson en ekki Geir Hallgrimsson sem á að ákveða, hvort hefja beri málshöfðun. Um þetta atriði eru lög lands- ins ótviræð. i Reykjavikurbréfi á sunnu- dag er þvi enn haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi i gangi rannsókn i þessum mál- um. Alþýðublaðið krefst þess enn að forsætisráðherra afhendi Saksóknara rikisins öll gögn um þetta mál, þvi að öðrum kosti óvirðir hann islenzkt réttarfar Friðjón skrifar: Stundum þegar ég sé vinnu- brögð lögreglunnar i umferðinni verður mér á að hugsa, hvort ein- mitt lögreglan sé ekki mesti skussinn i umferðinni, þegar allt kemur til alls. Og oft hef ég hugs- að til þess, að það hljóti að vera lélegur skóli, sem þeir ganga i gegnum. Ég get nefnt sem dæmi, að um daginn ók ég fram á, þar sem orðið hafði árekstur. Þetta var á Hringbrautinni beint fyrir framan stúdentagarðinn gamla. Bilarnir sem lentu saman höfðu verið á leið vestur i bæ. Jú, jú, löggan var ekki nema 15 min. á staðinn og það er út af fyrir sig af- rek... Nú, þeir komu að staðnum úr hinni áttinni, sem sagt vestan úr bæ og lögðu svo bilum á ann- arri akreininni, þannig að fljót- lega myndaðist hnútur, vegna þess að lögreglubillinn lokaði annarri akreininni. Ekki nóg með það, heldur selfluttu þeir fólkið, úr þessum bilum, sem ientu i á- rekstrinum, yfir eyjuna, sem er þarna á milli akreinanna, og út i umferðina þar sem lögreglubill- inn stóð, en þeim megin er inn- gengt i bilinn um hliðardyr að aft- an. Það sem mér fannst þó sár- grætilegast við þetta allt saman, er það, að fyrir framan stúdenta- garðinn er bilastæði, fyrir svona 20—30 bila og á þvi voru eitthvað um 6 eða 7 bilar, þannig að lög- reglan hefði auðveldlega getað komiðöllum sinum bilaflota fyrir á þessu plani, sem stóð við göt- una, þar sem þeir höfðu lagt og stoppað alla umferð. Hvort á maður eiginlega að gráta eða hlæja yfir svona vinnubrögðum? Slæmt miðasölu- fyrirkomulag SVR Við hérna hjá Horninu fáum mikið af athugasemdum, varðandi strætisvagnana og SVR. Hér kemur enn ein athuga- semdin: Mig langar aðeins til að koma með athugasemd við smávegis i sambandi við þjónustu SVR. Af hverju er ekki hægt að hafa þessar ágætu miðasölur ykkar opnar lengur frameftir? Vitið þið ekki, að flestir, ja nema ef vera skyldu skrifstofumenn, vinna lengur en til klukkan sex á kvöldin? Mér finnst ekki hægt að bjóða fólki uppá svona nokkuð. Svo þarf maður að vera að eltast við að kaupa 1000 kr. kortin i hádeginu, þó svo að maður hafi ekki nema auman háiftima i mat. Það getur varla kostað SVR svo stórkostlega mikið að halda þessari sölu opinni til að minnsta kosti sjö á kvöldin. Þetta er nú einu sinni þjónusta við borgarana og við borgum drjúgan pening með þessari starfsemi á ári hverju svo við hljótum að eiga rétt á góðri þjónustu i staðinn. SVRfarþegi. Bjór á borði en ekki í orði Þórunn sendi okkur nokkrar linur: Já, það er nú þetta með bjórinn. Mér hefur skilist, að það sé harð- bannað að flytja inn bjór og jafn harðbannað að selja hann hér i búðum. En má ég spyrja að einu: Hvernig stendur á þvi, að versl- unum leyfist að selja efni til bjór- gerðar? Ég get ekki betur séð, en efni til bjórgerðar séu á boðstól- um hjá svo að segja hverri ein- ustu matvöruverslun i bænum. Vissulega eru leiðbeiningar með þessum bjórgerðarefnum og þar greinilega tekið fram að bjórinn megi alls ekki vera yfir ákveðinn styrkleika samkvæmt landslög- um. En það fylgja lika leiðbein- ingar með, þar sem sagt er ná- kvæmlega hvernig á að brugga sterkari bjór en leyfilegt er. Þeir eru I sumum tilfellum svo ósvifn- ir, að gefa upp gerjunartima mið- að við hitastig og sykurmagn. Enda hef ég það fyrir satt, að nú þegar séu margir, sem eru búnir að stunda bjórbrugg lengi, orðnir mjög leiknir i þeirri grein og gæti bruggað sterkan bjór sem standi þeim erlendu ekkert að baki. Hvernig væri nú að kanna þessi mái? BARNAFATAVERSLUNIN - Sm (Næsta hús við Hótel Borg). Mikið úrval af fallegum barnafatnaði á litlu börnin. Góðar vörur, gott verð. Gjörið svo vel að lita inn. Opið frá 12 til 6 eftir hádegi. Barnafataverslunin Pósthússtræti 13. FRAMHALDSSAGAN- Brídge Báöir á hættu Suður gefur A Á983 y 93 + ÁK642 4 106 ▲ DG106 A K742 V D842 v 76 ♦ G9 T D1073 4 Á72 853 * 5 y AKG105 y 85 4 KDG94 Sagnirnar gengu: Suöur Vestur Norður Austur 1 hjarta Pass 2 tígla Pass 2 hjörtu Pass 2 spaða Pass 3 lauf pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Suður valdi hjartasögn i upphafi fremur en lauf, þvi laufsögn er viðast gerfisögn. Undirtektir Norðurs bentu ekki á styrk i hjartanu, en þó af tvennu illu skást, og Suður sagði game i hjarta. tltspilið var spaðadrottning frá Vestri, tekið á spaðaás I blindi. Sagnhafi hugsaði sig nú um stundarkorn. Allt eins liklegt var, að trompin lægju ekki 3-3 og væri drottningin i Vestri og þá ekki sizt ef hún væri fjórða, bauð það heim alvarlegri hættu væri reynt að svina. Vestur fengi á drottningu og spilaði spaða aftur. Sagnhafi yrði að trompa og ætti þá jafnmörg tromp á hendi og Vestur. Ættu nú Vestur iaufaás, gat hann spilað þriðja spaðanum, og hvað þá? Sagnhafi spilaði tveim hæstu trompum og þegar drottningin féll ekki skipti hann yfir i lauf. Tekið á 10 blinds og spilað á gosa sagnhafa. Vestur tók slag- inn á ásinn. Spaða slegið út og trompað i Suðri. Nú voru tvö lauf fri, sem sagnhafi leyfði Vestri að trompa með mestu ánægju. En samningurinn var I höfn. Sjáið svo hvernig fer, ef sagnhafi reynir að svina trompi i upphafi, i von um yfirslag! — Justina! Rödd hans var hvöss. — Justina opnaðu dyrnar! Hún þagði og hugleiddi hvort hún ætti að láta eins og hún væri farin fram, en þá mundi hún, að hann gæti gengið úr skugga um það með þvi einu að ganga fram á ganginn og koma inn I herbergið framan frá. Hún beit i vörina ergi- lega og sneri lyklinum. Dyrnar voru opnaðar strax hratt, og hún varð að stiga skref aftur á bak til að detta ekki um koll. Iklæddur smókingnum virtist hann stærri, þreknari og karlmannlegri en nokkru sinni sem hún hafði séð hann áður. Luis hafði sent hann og allt i einu fannst henni heimskulegt af sér aö hafa Imyndað sér að hún gæti ráðsk- ast með þennan mann. — Við læsum aldrei dyrum milli hjóna heima i Englandi, Justina, sagði hann reiðilega. — Að þvi leyti til bregst minni mitt ekki. Henni gramdist og hún varð óróleg. — Fyrirgeíðu. Dyrnar hafa sennilega verið lengi læstar, og ég gáði bara ekki að þvi núna að hafa þær opnar. Hann leit tortrygginn á hana. — Er það nú vist? — Já, svaraði hún hæðnislega, — eða ertu að segja að ég sé aö ljúga? Hann hristi höfuðið. — Hættum þessu! Þú ert ljómandi falleg núna I kvöld. Ég má þó i það minnsta dá þig úr fjar- lægð. — Oho, þú ert ómögulegur. Hún greip veski sitt og gekk af stað. — Ég ætla aðlita til Renötu frænku, ætlar þú með? — Ef þér finnst það viðeigandi. Hann var hinn léttasti i lund og skoðaði sig um i herbergi hennar. En svo varð svipur hans harðari. — Reyndu ekki að segja mér að þú hafir nokkru sinni deilt þessu herbergi meö karlmanni. Justina beit vörunum saman. — Það hef ég heldur aldrei. Hún nam staðar og varð þungt fyrir brjósti. — Ég var búin að segja þér að við áttum heima I London. — Nú, og erum við þá ekki fljótlega á leið þangað aftur? — Nei! Þaðer aðsegja... ekki fyrr en frænku hefur batn- að. — En hvernig get ég vanrækt skyldustörfin svo lengi? mótmælti hann. — Ég var að segja þér um daginn, að þú starfar ekki annað en við veðreiðar. Þú... þú hefur enga fasta vinnu. Hún lokaöi dyrunum og gekk áleiðis eftir ganginum. Hann pirði augun. — Fyrirgefðu. Ég var aðeins að raða saman lifsbrotum til að reyna að fá einhverja mynd. Justina fann samviskuna naga sig. — Fyrirgefðu mér. Ég er eitthvað svo uppstökk. Taugarnar... — Já, taugarnar þinar. Hann horfði dálitla stund rann- sakandi á hana. Renata de Roca beið þeirra. Justina hafði lofað að koma með mann sinn inn til hennar, og nú þegar sá timi var kominn var hún á taugum. Þegar Justina stóð beint fyrir framan rúmið kom hann upp að hlið rúmsins og horfði meðaumkunaraugum á þessa vesalings gömlu konu. Hin- ar undrandi hrukkur á enni gömlu konunnar véku fyrir bliðu brosi þegar Gomez hjúkrunarkona tilkynnti henni hver væri kominn. Þvi næst fór hjúkrunarkonan burtu og Justina greip hönd frænku sinnar. — Gþðan daginn, am- ada.sagði Justina bliðlega. — Hvernig hefur þú það? Renata héltandartak mjög fast um fingurna, siðan rétti hún höndina fram i átt að fylgdarmanni Justinu. — Andrew? hvislaði hún. — Ert þú hér, Andrew? — Já, ég er hér, Tia Renata, sagði hann skýrt og greip þéttingsfast um gamla og visna hendi Renötu. — Það var gaman... að sjá þig aftur. Renata hrukkaði ennið. — Við höfum verið svo áhyggju- fullar hér út af þér, er það ekki rétt, Justina? Það tók þig svo langan tima að komast hingað. Og mig langaði svo mikið tii að sjá þig einu sinni enn. — Já, og nú er ég kominn hingað, Tia Renata, og þú get- ur séð mig aftur. Renata hristi höfuðið. — Sjónin min er ekki lengur eins og hún var. En ég finn þig og merki húð þina og heyri þig tala. Hvers vegna hefur þú ekki heimsótt mig öll þessi ár? Hvers vegna hefur þú haldið Justinu burt frá mér i Eng- landi? Þú veist aðhún hefur ekki veriö hamingjusöm. Justina fann að hún roðnaði og tók eftir þvi að hann horfði Ihugull á hana. — Var hún það ekki? spurði hann. — Það vissi ég ekki. — Auðvitað vissiröu það. Rödd Renötu gat verið ákveðin og sterk þegar hún þurfti að leggja áherslu á eitthvað. — Þessi slfelldu ferðalög og flakk heimshornanna milli. Það hefur engin kona gott af þvi. Hvenær ætlið þið að eignast börn, Andrew? Hann leit aftur á Justinu, og nú var kominn strlðnis- glampi I augun. Hún þoldi ekki augnatillit hans og ieit þvi undan. Hún var farin að óska þess heitast að hafa aldrei dregiðhann með sér heim til Renötu. — Fljótlega, frænka. Alþýðublaðið Miðvikudagur 17. september 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.